Morgunblaðið - 13.01.2016, Síða 32

Morgunblaðið - 13.01.2016, Síða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2016 Aðsóknartekjur kvikmyndahúsa hér á landi á liðnu ári voru 1.551.569.621 kr. og voru 4,44% hærri en árið 2014. Fjöldi bíógesta á árinu 2015 var 1.382.494, 2,8% fleiri en árið 2014. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Frísk, Félagi rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði. Í henni segir að bíóárið 2015 hafi verið einkar gott þar sem aðsókn í kvikmyndahús hafi verið að dragast saman undanfarin ár og hafi ekki aukist milli ára frá árinu 2009. „Á árinu voru sýndar fjórar myndir þar sem aðsókn var yfir 50.000 manns sem er fátítt. Þá raða tvær stærstu myndirnar sér á lista yfir topp tutt- ugu vinsælustu kvikmyndir á Íslandi frá upphafi mælinga. Það eru mynd- irnar Everest, sem varð vinsælasta kvikmynd landsins með rúmar 89 milljónir í tekjur, og Star Wars: The Force Awakens, sem var með tæpar 80 milljónir í tekjur um áramótin þótt hún hafi ekki verið frumsýnd fyrr en 18. desember síðastliðinn. Sú síðarnefnda er enn í sýningu og munu því heildartekjur hennar verða hærri. Fyrsti sýningardagur kvikmyndarinnar var jafnframt sá tekjuhæsti í íslenskri kvikmynda- sögu og var hún þá sýnd allan sólar- hringinn. Sú mynd var jafnframt stærsta mynd ársins í Bandaríkj- unum,“ segir í tilkynningunni. Tekið er fram að vinsældir kvik- mynda eru ávallt mældar í tekjum en ekki aðsókn og að ekki sé búið að núvirða tekjur eldri kvikmynda. Meðalverð á bíómiða hafi verið um 1.123 kr. sem sé um 1,6 prósenta hækkun frá árinu á undan og verð á bíómiða á Íslandi sambærilegt við meðalverð bíómiða í Bandaríkj- unum. Fleiri íslenskar kvikmyndir Sýningum á íslenskum kvikmynd- um og þar með talið heimildamynd- um fjölgaði í kvikmyndahúsum landsins í fyrra. Íslenskar myndir voru 16 en níu árið 2014. Segir í til- kynningunni að þessa fjölgun megi m.a. rekja til þess að nú séu upplýs- ingar um sýningar í Bíó Paradís með í fyrsta sinn. En þrátt fyrir að ís- lenskar kvikmyndir hafi verið miklu fleiri í fyrra en árið á undan voru tekjur af þeim umtalsvert minni, 73.824.318 kr. sem er 63% lækkun frá árinu á undan en þá voru tekjur af íslenskum kvikmyndum tæpar 197 milljónir króna. Aðeins ein íslensk kvikmynd kemst á topp tuttugu listann yfir vinsælustu myndir ársins 2015, kvik- myndin Hrútar sem var fjórtánda vinsælasta mynd ársins með heildar- tekjur upp á rúmar 29 milljónir króna og er hún enn í sýningum. Þær 13 íslensku kvikmyndir og heimildarmyndir sem sýndar voru á árinu voru með 4,8% af markaðnum í tekjum talið en árið 2014 voru níu ís- lenskar myndir með 13,3% af heild- artekjum, að því er fram kemur í til- kynningunni. Til samanburðar hafi sjö íslenskar myndir verið með 3,6% af markaðnum í tekjum talið árið 2013. Tvær kvikmyndir á öðru máli en ensku meðal 20 vinsælustu Ein kvikmynd á öðru máli en ensku, til viðbótar Hrútum, er á lista yfir 20 vinsælustu kvikmyndir ársins 2015 og er það franska kvikmyndin sem ekki er á ensku raðar sér inn á listann yfir tuttugu vinsælustu kvik- myndir landsins en það er franska myndin Qu’est-ce qu’on a fait au Bon Dieu?, eða Ömurleg brúðkaup eins og hún hét í íslenskri þýðingu. Að lokum má geta þess að í fyrsta sinn á árinu 2015 voru tekjur af miðasölu í Bíó Paradís með í gagna- grunni FRÍSK um aðsóknartölur kvikmyndahúsanna. Séu þær tölur dregnar frá til að fá réttan sam- anburð á milli ára, hafa heildar- tekjur aukist um 3,4% og aðsókn upp um 1,7%, skv. tilkynningu. Everest Sú kvikmynd sem skilaði mestum tekjum í miðasölu í fyrra. Hér sést Jake Gyllenhaal í myndinni sem Baltasar Kormákur leikstýrði. Aðsóknartekjur kvikmyndahúsa jukust milli ára Suffragette 12 Í árdaga femínistahreyfing- arinnar voru verkakonur til- búnar að leggja allt að veði - atvinnu sína, heimili, börn og jafnvel lífið. Metacritic 67/100 IMDb 6,9/10 Háskólabíó 18.00 Borgarbíó Akureyri 18.00 The Hateful Eight 16 Í Wyoming eftir bandaríska borgarastríðið reyna hausa- veiðarar að finna skjól í ofsa- fenginni stórhríð en flækjast inn í atburðarás sem er lituð af svikum og blekkingum. Metacritic 69/100 IMDb 8,1/10 Laugarásbíó 17.00, 21.00 Smárabíó 15.30, 16.30, 19.00, 19.00, 20.00, 22.30, 22.30 Háskólabíó 18.00, 21.30 Borgarbíó Akureyri 17.50, 21.00 Point Break 12 Ungur alríkislögreglumaður gengur í raðir hættulegra glæpamanna sem stunda jaðaráhættuíþróttir. Metacritic 38/100 IMDb 5,1/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.30, 22.55 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 22.55 The Hunger Games: Mockingjay 2 12 Katniss Everdeen er nú orðin leiðtogi uppreisnarinnar gegn Kapítól, þó að hún viti enn ekki alveg hverjum á að treysta fullkomlega. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 75/100 IMDB 7,0/10 Smárabíó 15.30 Joy Fjölskyldusaga sem spannar fjórar kynslóðir og saga konu sem rís til hæstu met- orða sem stofnandi og stjórnandi valdamikils fjöl- skyldufyrirtækis. Morgunblaðið bbbmn Metacritic 69/100 IMDb 6,7/10 Smárabíó 17.15, 20.00, 22.40 Háskólabíó 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 17.50, 22.10 In the Heart of the Sea 12 Sönn saga um áhöfnina á hvalveiðiskipinu Essex, sem varð fast á sjó í 90 daga. Metacritic 48/100 IMDb 7,1/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Bridge of Spies 12 Bandarískur lögfræðingur er ráðinn af CIA á tímum Kalda stríðsins til að hjálpa til við að bjarga flugmanni sem er í haldi í Sovétríkjunum. Metacritic 81/100 IMDb 8,0/10 Háskólabíó 21.00 Smáfólkið Á meðan Snati og félagar hans eltast við erkióvininn, Rauða baróninn, leggur Kalli Bjarna upp í hetjulega lang- ferð. Morgunblaðið bbbnn Metacritic 67/100 IMDB 7,4/10 Laugarásbíó 17.50 Sambíóin Álfabakka 18.00 Smárabíó 15.30, 17.45 Háskólabíó 17.30 Góða risaeðlan Risaeðlustrákurinn Arlo heldur í ferðalag vegna vær- inga og vandræða. Metacritic 67/100 IMDb 7,7/10 Sambíóin Álfabakka 17.50 Sambíóin Kringlunni 17.50 Sambíóin Akureyri 17.50 Sambíóin Keflavík 17.50 Youth 12 Tveir vinir eru með ólíkar hugmyndir um hvernig þeir ætla að ljúka listrænum ferli sínum. Metacritic 65/100 IMDB 7,5/10 Bíó Paradís 20.00 Glænýja testamentið Morgunblaðið bbbbn Myndin er ekki við hæfi yngri en 9 ára. Bíó Paradís 22.00 45 Years Morgunblaðið bbbbm Metacritic 92/100 IMDb 7,4/10 Bíó Paradís 20.00 Hrútar 12 Morgunblaðið bbbbm Metacritic 83/100 IMDB 8,2/10 Bíó Paradís 18.00 A Perfect Day Hjálparstarfsmenn á Balkan- skaga stíga krappan dans í þessari kaldhæðnu og sót- svörtu stríðs-gamanmynd. Bönnuð yngri en níu ára. Metacritic 56/100 IMDB 7,0/10 Bíó Paradís 18.00, 22.15 Magic in the Moonlight Séntilmaðurinn Stanley er fenginn til að fletta ofan af miðlinum Sophie, sem reyn- ist ekki öll þar sem hún er séð. Metacritic 54/100 IMDB 6,6/10 Bíó Paradís 18.00 Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is Systurnar Kate og Maura ferðast aftur á æskuslóð- irnar til að halda veglegt kveðjupartí. Metacritic 57/100 IMDb 6,7/10 Laugarásbíó 20.00, 22.30 Smárabíó 20.00, 22.40 Háskólabíó 21.00 Borgarbíó Akureyri 20.00 Sisters 12 Kvikmyndir bíóhúsanna Sjöundi kafli Star Wars-sögunnar gerist um 30 árum eftir Return of the Jedi. Morgunblaðið bbbbb IMDb 8,5/10 Laugarásbíó 17.00 Sambíóin Álfabakka 17.00, 17.00, 20.00, 20.00, 20.00, 22.55, 22.55 Sambíóin Egilshöll 17.10, 20.00, 22.15 Sambíóin Kringlunni 18.00, 21.00 Sambíóin Akureyri 19.10, 22.10 Sambíóin Keflavík 17.00, 20.00 Star Wars: The Force Awakens Líf stjúpföður fer á hvolf þegar faðir stjúpbarna hans kemur aftir inn í líf þeirra. Bönnuð börnum yngri en sex ára. Metacritic 39/100 IMDb 6,6/10 Laugarásbíó 20.00, 22.10 Sambíóin Álfabakka 17.50, 20.00, 22.10, 22.40 Sambíóin Egilshöll 17.50, 20.00, 22.10 Sambíóin Kringlunni 17.50, 20.00, 22.10 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.10 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.10 Daddy’s Home

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.