Morgunblaðið - 13.01.2016, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2016
Morgunblaðið/Golli
Jóhanna Björg Hún er þekkt fyrir einstakt tískuvit og fágaðan stíl.
Sigurborg Selma Karlsdóttir
sigurborg@mbl.is
Íslenska tísku- og lífsstíls-veftímaritið NUDE magaziehefur verið starfrækt í tæpsex ár en fyrsta tölublaðið
kom út 25. mars 2010. Jóhanna
Björg Christensen er eigandi og
ritstjóri NUDE Magazine en hjá
henni starfa níu lausapennar sem
sjá um sína föstu liði í tímaritinu.
Hinn 23. desember síðastlið-
inn kom ensk útgáfa blaðsins út en
Jóhanna segir það alltaf hafa stað-
ið til að gefa blaðið líka út á
ensku.
„Reyndar átti það að vera
löngu búið að gerast en svo breyt-
ast plönin, ég eignaðist barn, gaf
út önnur tímarit og það var aldrei
rétti tíminn. Reyndar kom aldrei
rétti tíminn; allt í einu ákvað ég
bara að nú yrði ég að kasta mér út
í þetta. Seldi íbúðina, pantaði gám
og flutti til Köben með fjölskyld-
una,“ útskýrir Jóhanna og bætir
við að það sé ekkert verra en að
hugsa „hvað ef …“
NUDE er tísku- og lífsstíls-
tímarit og eru tísku- og förðunar-
kaflarnir stærstir og mikilvægastir
að sögn Jóhönnu.
„Góðar greinar og viðtöl eru
einnig mikilvægur þáttur í blöð-
unum. Svo tökum við mismunandi
efni inn öðru hvoru eins og mat-
seld, hreysti og heimilið og gerum
jafnvel heil blöð með fókus á hvert
efni.“
Jóhanna segir það mjög
skemmtilegt að vinna efnið á
ensku og kveðst hún finna fyrir
mun meira frelsi.
Ekkert verra en að
hugsa „hvað ef …“
NUDE Magazine er íslenskt tísku- og lífsstílstímarit á netinu undir ritstjórn Jó-
hönnu Bjargar Christensen. Nýverið kom tímaritið út á ensku og vinnur tíu
manna teymi nú að efni fyrir mun stærra markaðssvæði með áherslu á Skandi-
navíu. Hún segir topplistana og síðurnar þar sem deilt er óskum og skoðunum í
tímaritinu vera það vinsælasta hjá lesendunum.
Kötturinn Gandálfur býr í Kaliforníu
og er sannkallaður útivistarköttur því
hann er afar viljugur til ferðalaga.
Hann hefur nýlokið tjaldferðalagi
með fjölskyldu sinni þar sem heim-
sótt voru níu ríki og fjórir þjóðgarðar
í Bandaríkjunum. Frá þessu er sagt á
vefsíðunni thedodo.com og naut
Gandálfur ferðalagsins. Hann ku vera
sérlega áhugasamur um nýja staði,
lykt umhverfisins og fugla. Gandálfur
er glæsiköttur af síberísku kyni og
fékk fjölskyldan hann kornungan á
dýraspítala í Suður-Kóreu.
Vefsíðan www.thedodo.com
Uppveðraður Gandálfur virðir spenntur fyrir sér útsýnið í Grand Canyon.
Kötturinn Gandálfur veit fátt
skemmtilegra en að ferðast
Vegna mikilla vinsælda hefur verið
bætt við nokkrum aukasýningum á
Lífinu, leiksýningu í Tjarnarbíói, í jan-
úar og febrúar. Lífið er skemmtilegt
drullumall á mörkum leikhúss og
myndlistar fyrir alla fjölskylduna.
Leikhúsið 10 fingur stendur að sýn-
ingunni sem fjallar um sköpunar-
kraftinn, vináttu og hringrás lífsins,
þar sem unnið er með mold. Á einu
plani er verið að búa til sögu um
sköpun heimsins, hvernig landslag
breytist í gegnum hamfarir og kraft
náttúruafla, hvernig líf kviknar,
hvernig fyrstu dýrin skriðu á land og
goggunarröðina í náttúrunni, en á
öðru plani má lesa úr þessari sömu
leiksýningu sögu af tveimur krökkum
að leik. Börnum sem uppgötva
skugga sinn og sjálfa sig, finna mold í
pokum og fara að drullumalla.
Charlotte Böving leikstýrir og sýn-
ingarnar fjórar verða þann 17. og 24.
janúar, og einnig 7. og 21. febrúar.
Fjórar aukasýningar í janúar og febrúar
Drullumall á mörkum
leikhúss og myndlistar
Morgunblaðið/Þórður
Leikið með mold Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson.
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár