Morgunblaðið - 13.01.2016, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2016
Þorvaldur Jónsson, sem er 85 ára í dag, heldur afmælistónleika íFella- og Hólakirkju í kvöld. „Með mér verður fjölskylduband-ið, dóttir mín og barnabörn. Það verður frumsamið efni á dag-
skránni en lögin eru öll samin af mér og sumir textarnir. Ég spila á
harmonikku og er búinn að gera það nánast síðan ég fæddist. Hef ver-
ið lengi í þessum tónlistarbransa og spilað á dansleikjum út um hvipp-
inn og hvappinn og gefið út nokkra hljómdiska. En það er farið að
hægjast um hjá mér í þessu eins og gefur augaleið. Ég er þó enn að
semja lög en ég byrjaði seint á því. Svo fer ég töluvert að spila fyrir
eldra fólkið á félagsmiðstöðvunum en það er vinsælt hjá því að hópast
í fjöldasöng og þá þarf einhver að spila undir.“
Þorvaldur er fæddur og uppalinn á Torfastöðum í Jökulsárhlíð, N-
Múl. Þar átti hann heima og vann við sveitabúskap fram undir tvítugt
en starfaði síðan að mestu sem þungavinnuvélaverkstjóri. Eiginkona
Þorvaldar var Fregn Björgvinsdóttir en hún lést fyrir rúmum tíu ár-
um. Þau eignuðust sjö börn, þar á meðal tvenna tvíbura. „Svo er ég
afi, langafi og langalangafi og hópurinn er orðinn stór.“
Þegar Þorvaldur varð áttræður keypti hann sér vespu. „Hún er bú-
in að spara mér margan bensínlítrann en ég fer ekki á henni í snjó og
hálku, maður vitkast með árunum.“
Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan átta, en húsið verður opnað
klukkan sjö og verður boðið upp á kaffi, kökur og heitt súkkulaði.
Enginn aðgangseyrir er á tónleikana.
Harmonikkuleikarinn Tónleikarnir verða í Fella- og Hólakirkju.
Heldur afmælis-
tónleika í kvöld
Þorvaldur Jónsson er 85 ára í dag
H
alldór fæddist í Þver-
holti í Reykjavík 13.1.
1946 en ólst upp á
Njálsgötu. Hann
stundaði hefðbundna
skólagöngu, hóf nám í bólstrun hjá
Gunnari Kristmannssyni í Bólstr-
aranum við Hverfisgötu 1963, stund-
aði nám við Iðnskólann í Reykjavík,
lauk sveinsprófi í þeirri iðngrein
1967 og varð síðan bólstrarameistari
1970.
Halldór fór ungur að vinna á
æskuárunum, eins og þá tíðkaðist,
og fór m.a. einn saltfisktúr með
togaranum Mars, þá nýorðinn 14
ára.
Halldór hefur unnið við bólstrun
alla tíð. Auk þess varð hann laug-
arvörður við Sundlaugarnar í Laug-
ardal árið 1982 og starfaði þar í 17.
ár: „Þar var gott að vinna. Ég
kynntist þar fjöldanum öllum af
góðu fólki, samverkafólki og fasta-
gestum sem voru býsna margir.“
Sagan segir að á þessum 17 árum
hafi Halldóri tekist að bjarga og
endurlífga 17 einsaklinga á öllum
aldri sem voru við það að drukkna
eða fengu hjartastopp. Halldór er
inntur eftir þessum björgunar-
störfum: „Erlingur heitinn Jóhanns-
son, íþróttafulltrúi hjá ÍTR, gaf mér
upp þessa tölu, brosti í kampinn og
sagði mér á sínum tíma að til væru
skýrslur um að ég væri afkastamesti
laugarvörður landsins. Á þessum
Halldór Jónsson, bólstrari og fyrrv. sundlaugarvörður – 70 ára
Bólstrarinn Hér er Halldór með glæsisófa sem verður eins og nýr eftir að Halldór hefur farið höndum um hann.
Bjargaði 17 mannslífum
Slakað á Halldór og Steinunn láta fara vel um sig yfir dýrindis kaffidrykk.
Keflavík Guðrún Gló
Lórenzdóttir fæddist
27. júlí 2015 kl. 19.31.
Hún vó 3.382 g og var
49,5 cm löng. Foreldrar
hennar eru Hildur Ýr
Sæbjörnsdóttir og Ló-
renz Óli Ólason.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.Árin segja sitt1979-2016
Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans
Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás.
Laugarásvegi 1
104 Reykjavík • laugaas.is
)553 1620
Verið velkominn
Lauga-ás hefur frá 1979
boðið viðskiptavinum
sínum uppá úrval af
réttum þar sem hráefni,
þekking og íslenskar
hefðir hafa verið hafðar
að leiðarljósi.