Morgunblaðið - 13.01.2016, Síða 33

Morgunblaðið - 13.01.2016, Síða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2016 Hins mikilhæfa listamanns Davids Bowies, sem lést á sunnudag úr krabbameini 69 ára gamall, hefur verið minnst með áhrifaríkum hætti út um heimsbyggðina. Fregnir af andláti listamannsins tóku samfélagsmiðla yfir á mánudag og frægir sem ófrægir minntust Bowies og þeirra áhrifa sem hann hafði haft á líf þeirra. Tónlist hans var leikin á útvarpsstöðvum, veitingastöðum og á heimilum um alla jörð, og aðdáendur söfnuðust saman og lögðu blóm og tjáðu sorg sína með margvíslegum hætti við æskuheimili Bowies í Suður-London, við hús þar sem hann hafði búið, meðal annars í Berlín, og við Lafayette-stræti í SoHo í New York þar sem hann var búsettur síð- ustu tvo áratugi ásamt eiginkonunni, fyrirsæt- unni Iman, og fimmtán ára dóttur þeirra. Síðasta hljómplata listamannsins, Blackstar, kom út á afmælisdegi hans á föstudaginn var og við óvænt andlát hans skilja menn nú textana með allt öðrum hætti, og síðasta myndbandið við lagið „Lazarus“, þar sem Bowie liggur í sjúkra- rúmi og syngur: „Lítið hingað upp, ég er á himni, ég hef ör sem enginn getur séð …“ Samstarfs- menn Bowies hétu því að þegja um að hann glímdi við krabbamein, sem meðhöfundur hans að söngleiknum Lazarus sem frumsýndur var á dög- unum segir hafa verið krabba í lifur, og dást að sköpunarkrafti hans og elju síðustu misseri, þar sem hann lagði ofurkapp á að ljúka við söngleik- inn og plötuna, með myndböndunum við „Blackstar“ og „Lazarus“, þar sem hann kveður þessa jarðvist. AFP Eftirmyndir Í London grét kona með húðflúr af Bowie við vegg með sömu mynd af honum. AFP Í Lundúnum Í fæðingarborg Davids Bowies söfnuðust aðdáendur hans saman við Ritzy- kvikmyndahúsið í Suður-London, þar sem leikin voru lög með honum og sungið með. Aðdáendur Bowies syrgja víða og þakka AFP Heimilið Strax er fréttist af andláti Bowies tók fólk að safnast að heimili hans í SoHo í New York. Við frægðarstíg Í Los Angeles var Bowies minnst við stjörnu hans á The Hollywood Walk of Fame. Aðdáendur Sigur Rósar finnast víða og þá m.a. í Ísrael. Morgunblaðinu barst tölvupóstur í gær frá hópi slíkra sem sagðist hafa hrint af stað verkefninu Project Múkk fyrir um ári og að nú hefði litið dagsins ljós plata á netinu til heiðurs hljómsveit- inni víðfrægu. Á henni gera 12 ísr- aelskir tónlistarmenn lög Sigur Rós- ar að sínum og flytja með sínum hætti og það á íslensku. Að baki verkefninu standa tveir stofnendur ísraelskrar facebooksíðu fyrir aðdá- endur Sigur Rósar sem nefnist „Bring Sigur Rós To Israel“, eða „Flytjum Sigur Rós til Ísraels“, þeir Ofer Perl og Orri Dror. Síða þessi á sér nú yfir þúsund áhangendur. Dror mun vera sérfróður um ís- lenska tónlist og menningu og stofn- andi samtaka og facebooksíðu sem helga sig henni. Dror hefur einnig ritað greinar um efnið, stýrt út- varpsþáttum og haldið fyrirlestra, svo fátt eitt sé nefnt. Tónlistarmenn- irnir sem túlka Sigur Rós eru sagðir meðal þeirra fremstu í Ísrael og inn- blásnir af tónlist sveitarinnar. Af- raksturinn má hlýða á og hala niður á slóðinni projectmukk.bandcamp.com/ releases. Morgunblaðið/Styrmir Kári Heimsfrægir Jónsi og félagar í Sigur Rós eiga sér milljónir aðdáenda. Ísraelskir tónlistar- menn heiðra Sigur Rós þegar þú vilt kvarts stein á borðið Blettaábyrgð Viðhaldsfrítt yfirborð Slitsterkt Bakteríuvörn Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is By Cosentino THE HATEFUL EIGHT 5, 9 DADDY’S HOME 8, 10:10 STAR WARS 2D 5 SISTERS 8, 10:30 SMÁFÓLKIÐ 2D 5:50 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.