Morgunblaðið - 13.01.2016, Síða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2016
Gunnar Bragi
Sveinsson utanrík-
isráðherra er maður
staðfastur og hvikar
ekki frá þeirri sann-
færingu sinni að okk-
ur Íslendingum beri
að standa fast á
stuðningi okkar við
viðskiptaþvinganir
ESB og Bandaríkj-
anna gagnvart Rúss-
um. Gildir einu þótt
flestum sé ljóst, að hér er um
„sýndaraðgerðir“ Vesturveldanna
að ræða, enda ber enginn skaða af
þessum aðgerðum – nema við Ís-
lendingar. Þetta er ekki í fyrsta
skipti sem íslenska þjóðin fær að
gjalda fyrir samskipti við „vini og
bandamenn“ í NATO. Ekki er hér
tóm til að rekja alla þá sögu, en
nægir að nefna viðskiptaþvinganir
Breta í þorskastríðinu, hryðju-
verkalögin, Icesave-deiluna, nið-
urlægjandi viðskilnað Bandaríkja-
manna við herstöðina á Miðnesheiði
og fjandsamlega framkomu þeirra í
garð Íslendinga, þegar lokað var
fyrir lánalínur í kjölfar banka-
hrunsins. Samt höldum við Íslend-
ingar áfram að beygja okkur í duft-
ið og kyssa vöndinn.
Forræði yfir auðlindum
Rússneska þjóðin hefur aldrei
sýnt okkur Íslendingum annað en
velvild og vinsemd, jafnvel á tímum
ráðstjórnarinnar, og þarf ekki að
rekja þá sögu nánar. Gunnar Bragi
Sveinsson, og raunar margir fleiri,
hafa talið sér trú um að Úkraínu-
deilan sé sök Rússa, þeir hafi brot-
ið alþjóðalög og fyrir það beri að
refsa þeim. Gunnar Bragi orðaði
þetta svo að „rússneski björninn
hefði farið út fyrir girðinguna“, og
átti þá væntanlega við „girðinguna“
sem NATO reisti í kringum Rúss-
land við fall Sovétríkjanna. Sjálf-
sagt hefur sú aðgerð verið í sam-
ræmi við „alþjóðalög“, að minnsta
kosti þau lög sem Bandaríkjamenn
og bandalagsríki þeirra fara eftir
þegar þeim hentar. Þetta er líka sá
boðskapur sem vestrænar frétta-
stofur, sem flestar eru undir stjórn
alþjóðlegra stórfyrirtækja, boða
með góðum árangri, enda eru
Morgunblaðið og fréttastofa RÚV
sammála um að átökin í Úkraínu
séu runnin undan rifjum Rússa. Ég
er ekki sammála þessari túlkun,
enda má færa rök fyrir því að
Úkraínudeilan snúist fyrst og
fremst um forræði yfir auðlindum,
sem auðhringar hafa barist um frá
lokum kalda stríðsins. Í túlkun
vestrænna fréttamiðla á atburðum í
Úkraínu er hamrað á yfirgangi
Rússa, en minna rætt um útþenslu-
stefnu NATO til austurs allt frá
falli Sovétríkjanna. Söguleg og
menningarleg samskipti Rússa og
Úkraínumanna eru ekki til umræðu
eða tengsl Rússlands og
Krímskaga aftur í aldir.
Sögustund
Frá dögum Katrínar
miklu hefur Krímskagi
lengst af verið talinn
rússneskt landsvæði.
Rússneska keis-
aradæmið og síðar Sov-
étríkin réðu Krím
lengstum frá átjándu
öldinni. Nikita Krjúst-
sjov, fyrrverandi leið-
togi Sovétríkjanna, var
Úkraínumaður. Hann
ákvað árið 1954 að færa Krímskaga
undir Úkraínu í tilefni þess að þá
voru þrjú hundruð ár frá því að
Úkraína varð hluti af rússneska
keisaraveldinu. Þessi geðþótta-
ákvörðun sovétleiðtogans var tekin
í mikilli andstöðu við vilja meiri-
hluta íbúa á Krímskaga, sem flestir
tala rússnesku og líta raunar á sig
sem Rússa frekar en Úkraínu-
menn. Og menn geta spurt sig
hvort þessi aðgerð hafi verið í sam-
ræmi við „alþjóðalög“ á sínum
tíma?
Krím hefur verið hluti af Úkra-
ínu frá falli Sovétríkjanna, en notið
mikillar sjálfstjórnar. Yfirgnæfandi
meirihluti íbúanna vill tilheyra
Rússlandi, eins og glöggt kom fram
í þjóðaratkvæðagreiðslunni um
framtíð Krímskaga árið 2014. Vest-
rænir fréttamiðlar vilja sem minnst
af þessari þjóðaratkvæðagreiðslu
vita, heldur hamra á þeirri stað-
hæfingu að Rússar hafi „innlimað
Krímskaga með hervaldi“. Skömmu
eftir valdaránið, í ársbyrjun 2014,
samþykkti þingið í Kænugarði ný
lög þar sem rússneska var aflögð
sem ríkistungumál og úkraínska
varð eina tungumál ríkisins. Ýmis
réttindi minnihlutahópa voru skert
og hleyptu þessar aðfarir illu blóði
í rússneskumælandi íbúa Úkraínu,
sem mótmæltu af krafti og margir
kölluðu eftir stuðningi Rússlands.
Rússar segjast hafa svarað því kalli
með aðgerðum sínum á Krímskaga
og í Austur-Úkraínu. Þetta kalla
leiðtogar vesturveldanna „brot á al-
þjóðalögum“, en ekki er spurt
hvort alþjóðalög hafi verið brotin
með valdaráninu. Rök hafa verið
færð fyrir því að valdarán þetta
hafi verið framið að undirlagi ESB
og Bandaríkjanna, og tengist það
þá væntanlega baráttunni um yf-
irráð yfir úkraínskum auðlindum,
sem áður er getið. Fyrir þennan
málstað telur Gunnar Bragi Sveins-
son rétt að fórna hagsmunum Ís-
lendinga upp á nokkra tugi millj-
arða og rjúfa áratuga vináttu og
viðskiptasamband Íslands og Rúss-
lands.
Þáttur íslenska utan-
ríkisráðherrans
Það vakti athygli að nokkrum
vikum eftir valdaránið í Kænugarði
pakkaði utanríkisráðherra Íslands
niður í ferðatöskur og hélt í austur-
veg. Fór hann til fundar við ný-
skipaða ríkisstjórn í Úkraínu til að
lýsa yfir einhliða stuðningi sínum
við valdaránið og er ekki vitað til
að hann hafi haft umboð íslenskra
stjórnvalda eða þjóðarinnar, hvað
þá kjósenda Framsóknarflokksins,
til þessarar forkastanlegu fram-
göngu sinnar á alþjóðavettvangi.
Og hann lét eina ferð ekki duga
heldur lagði aftur land undir fót til
að undirstrika hollustu sína við hin
nýju stjórnvöld í Kænugarði. Og
hún leyndi sér ekki lotningin, sem
ráðherrann sýndi þessum nýju
„vinum“ sínum, með tilheyrandi
bukti og beygingum og skjalfest er
á ljósmyndum frá þessum viðburði.
Auðvitað vöktu þessir tilburðir ís-
lenska utanríkisráðherrans athygli
ráðamanna í Kreml og ekki ólíklegt
að þeir hafi hugsað honum og ís-
lensku þjóðinni þegjandi þörfina.
Er þar ef til vill komin skýring á
harkalegum viðbrögðum Rússa í
garð Íslendinga vegna stuðnings
við viðskiptaþvinganir ESB og
Bandaríkjanna?
Háværar raddir hafa verið uppi
um að utanríkisráðherra víki úr
embætti vegna afskipta sinna af
málinu. Bent hefur verið á að Ís-
land eigi ekki aðild að Úkra-
ínudeilunni og hafi engum skyldum
að gegna gagnvart Bandaríkja-
mönnum og ESB. Hér sé um að
ræða stórveldapólitík, sem á fölsk-
um forsendum sé reynt að klæða í
búning fullveldisbaráttu Úkra-
ínumanna. Utanríkisráðherra, sem
láti erlend stórveldi draga Ísland
inn í slík átök, beri að víkja. Ef-
laust finnst einhverjum þetta
ósanngjarnt í garð Gunnars Braga,
en hann virðist vera, eins og fjöl-
margir aðrir, gegnsýrður af stækri
„Rússafóbíu“, sem viðgengst á
Vesturlöndum fyrir tilverknað
gegndarlauss áróðurs frá Pentagon
og Brussel. Sá hroki og yfirgangur
sem einkennir afstöðu vesturveld-
anna í garð rússnesku þjóðarinnar
er ógn við heimsfriðinn að mínu
mati, því friður verður aldrei
tryggður án þátttöku Rússa.
Þrjóska og þráhyggja utanrík-
isráðherrans í málinu gerir það að
verkum að ég get ekki annað en
tekið undir þessi sjónarmið varð-
andi afsögn hans.
Vinir í raun
Eftir Svein
Guðjónsson » Fyrir þennan mál-
stað telur Gunnar
Bragi Sveinsson rétt að
fórna hagsmunum Ís-
lendinga upp á nokkra
tugi milljarða og rjúfa
áratuga vináttu og við-
skiptasamband Íslands
og Rússlands.
Sveinn
Guðjónsson
Höfundur er fyrrverandi
blaðamaður á Morgunblaðinu.
Í Morgunblaðinu
hinn 6. janúar birtist
grein þar sem Þorkell
Á. Jóhannsson deilir á
undirritaðan fyrir að
styðja við að Reykjavík-
urborg höfði dómsmál
til að fá skorið úr um
gildi samninga um lok-
un svonefndrar neyð-
arbrautar Reykjavík-
urflugvallar. Réttast er
þá að svara á sama vett-
vangi.
Borgararéttindi
Þorkell spyr hvernig höfðun dóms-
máls samrýmist áherslum Pírata á
borgararéttindi. Því má svara þannig
að borgararéttindi eru lögvernduð
réttindi sem sækja má fyrir dómi ef
einhverjum finnst á þau gengið. Í
réttarríki geta fólk og fyrirtæki gert
samninga og byggt áætlanir sínar út
frá þeim. Opinberir aðilar setja þar
umgjörðina og ef forsendur bresta
þar er sjálfsagt að þau geti leitað rétt-
ar síns fyrir dómi. Þetta telst til
borgararéttinda enda eru þetta lög-
vernduð réttindi.
Nú hefur innanríkisráðherra sett í
uppnám forsendur aðila sem hafa um
árabil gert ráð fyrir að fá að byggja á
lóðum við Hlíðarenda. Af þessu hlýst
augljóslega fjárhagslegt tjón þar sem
þeir hafa haft kostnað af því að sitja á
þessum lóðum, sem ekki fæst til baka
þegar forsendur eru brostnar. Þor-
kell kallar þessa aðila sérhags-
munaöfl, sem er ansi ósanngjarnt í
þeirra garð. Þetta er bara fólk sem
hefur í gegnum fyrirtæki fjárfest út
frá ákveðnum fyrirheitum sem
stjórnsýsla ríkis og borgar hefur gef-
ið þeim. Viðbúið er að þeir sæki bæt-
ur fyrir dómi ef forsendur bresta.
Þess vegna er skynsamlegast fyrir
Reykjavíkurborg að gera sitt til að
sýna fram á að vanefndir er ekki að
finna hennar megin, til að forðast eft-
ir fremsta megni að kostnaður falli á
hana. Þegar staðan er sú að samn-
ingar eru í uppnámi er eina leiðin
fram á við fyrir borgina að krefja á
um efndir með því að höfða dómsmál.
Án dómsmáls myndi kostnaður sem
til fellur líklegast sjálfkrafa lenda á
borginni og þar með borgarbúum.
Með dómsmáli verður farið vand-
lega yfir alla stjórnsýslu málsins og
endanlega skorið úr um hvar ábyrgð
liggur. Þorkell telur til að mynda að
samningar gildi í raun ekki. Ef svo er
þá verður það niðurstaða dómsins og
aðilar vinna í samræmi við það. Ef
niðurstaðan verður önnur verður
unnið í samræmi við það. Ég hef litla
trú á að þarna verði flugöryggi fórnað
á kostnað fjárhagslegra
hagsmuna heldur þvert
á móti ansi mikla trú á
að lausn finnist þar sem
nauðsynlegt jafnvægi
þarna á milli verður
tryggt.
Lýðræði
Þorkell spyr líka út í
lýðræðið. Í maímánuði í
fyrra lagði fulltrúi
Framsóknar og flug-
vallarvina í stjórnkerf-
is- og lýðræðisráði
fram tillögu um að fram ætti að fara
íbúakosning um hvort loka ætti neyð-
arbrautinni. Var þar byggt á heimild
sem sveitarstjórn hefur samkvæmt
107. gr. sveitarstjórnarlaga til að láta
fara fram íbúakosningu um tiltekið
mál. Þessi heimild er þó takmörkuð
að því leyti að hún leyfir meðal ann-
ars ekki tillögur sem myndu leiða til
þess að lagaskyldu yrði ekki fullnægt
af hálfu sveitarfélagsins. Ég falaðist
eftir umsögn borgarlögmanns um til-
löguna og þá sér í lagi hvort hún upp-
fyllti þetta skilyrði. Svo reyndist ekki
vera; í niðurlagi umsagnarinnar segir
að „… þar sem ótvíræð skylda hvílir á
Reykjavíkurborg að efna gerða
samninga og fara í samræmi við lög-
mætisregluna að gildandi skipulags-
áætlun, sem jafnað verður til
stjórnvaldsfyrirmæla, þykir ljóst að
umrædd tillaga uppfyllir ekki skilyrði
107. gr., sbr. 3. mgr. 108. gr. sveitar-
stjórnarlaga nr. 138/2011 og er því
ekki heimilt að leggja hana fyrir í al-
mennri atkvæðagreiðslu í skilningi
laganna“. Með vísun í þá umsögn var
tillagan felld gegn mótatkvæði full-
trúa Framsóknar og flugvallarvina.
Ég hef oft talað fyrir því að skera
mætti úr um framtíð Reykjavík-
urflugvallar með því að halda þjóð-
aratkvæðagreiðslu eða jafnvel ein-
hvers konar þjóðfund út frá fyrir-
liggjandi gögnum, þar sem settar
væru fram sviðsmyndir um framtíð-
ina sem almenningur gæti valið um.
Hins vegar hef ég alltaf haft töluverð-
ar efasemdir um að ákvarðanir sem
þegar hafa verið teknar og samið hef-
ur verið um geti verið þar undir.
Beint lýðræði getur verið snúið að út-
færa afturvirkt og hvað sem segja má
um ferlin í kringum tilteknar stjórn-
sýsluákvarðanir er samt sem áður rík
ástæða fyrir því að í sumum tilfellum
þurfa þær að vera lagalega bindandi.
Þá ekki síst í þeim tilfellum þar sem
þær gefa þriðju aðilum fyrirheit. Þær
breytingar sem Píratar vilja sjá á
kerfinu og vinnubrögðunum eru til
framtíðar en á meðan þarf að vinna
með það sem fyrir er af ábyrgð.
Þegar undið hefur verið ofan af
neyðarbrautarmálinu verður kominn
tími til að taka einhvers konar afger-
andi ákvörðun um framtíð Reykjavík-
urflugvallar – á landsvísu. Enda er
það ríkið sem hefur flugmál á hendi
sér þótt borgin hafi sínar meiningar
þar um. Þarna þarf alltaf að semja.
Ég vil vara þar við skotgrafahernaði
og einföldunum og hvetja málsaðila
til að íhuga þá tillögu mína að lausn
að setja málið í farveg beins lýðræðis
meðal allra landsmanna. Með skýru
umboði til að vinna út frá ættu ríki og
borg að geta gert með sér samninga
um framtíðina sem vonandi verða þá
minna umdeildir en þeir sem fyrir
eru.
Neyðarbrautin,
borgararéttindi
og lýðræði
Eftir Halldór Auðar
Svansson
Halldór Auðar
Svansson
» Þær breytingar sem
Píratar vilja sjá á
kerfinu og vinnubrögð-
unum eru til framtíðar
en á meðan þarf að
vinna með það sem fyrir
er af ábyrgð.
Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og
formaður stjórnkerfis- og lýðræð-
isráðs Reykjavíkurborgar.
Góður aðbúnaður á
lokaskeiði lífsins er
einkenni þroskaðs
samfélags þannig að
ævikvöldið sé öldr-
uðum farsælt. Upp-
bygging og rekstur
hjúkrunarheimila er
eitt af mikilvægustu
hagsmunamálum
aldraðra sem Lands-
samband eldri borg-
ara berst fyrir. Aukið langlífi og
fjölgun aldraðra mun hafa í för
með sér síauknar kröfur um að
þessum málaflokki sé vel sinnt af
ríki, sveitarfélögum og rekstrarað-
ilum slíkrar þjónustu.
Til að hjúkrunarheimili séu
traustsins verð er mikilvægt að
þjónustan sé fram-
kvæmd samkvæmt
viðurkenndum stöðl-
um um hjúkrun aldr-
aðra og að fjár-
mögnun sé trygg.
Landssamband eldri
borgara hefur lagt
mikla áherslu á að
hjúkrunarheimili
starfi samkvæmt
þjónustusamningi þar
sem fram komi hvaða
þjónusta sé þar veitt.
Þjónustusamningur
auðveldar notendum og aðstand-
endum þeirra að gera sér grein
fyrir hvers er að vænta varðandi
þjónustuna og er auk þess mál-
efnalegur grundvöllur samninga
um fjármögnun starfseminnar.
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar
um rekstur og fjárhagsstöðu
hjúkrunarheimila, sem gefin var
út í nóvember 2014, er bent á að
þörf íbúa fyrir umönnun og hjúkr-
un sé mjög mismunandi eftir
heimilum og að þjónusta heim-
ilanna við íbúa sé talsvert mis-
munandi. Minni heimilin bjóði al-
mennt ekki upp á sérhæfða
þjónustu eins og sjúkra- og iðju-
þjálfun. Þá sé talsverður munur á
húsnæði og öðrum aðbúnaði. Einn-
ig kemur fram að hjúkrunarheim-
ilin vanti einn til einn og hálfan
milljarð til viðbótar frá ríkinu til
að endar nái saman og hafa Sam-
tök fyrirtækja í velferðarþjónustu
tekið undir það.
Stjórnvöld og Samtök fyr-
irtækja í velferðarþjónustu áttu á
liðnu ári í viðræðum um fjárhags-
legar og faglegar umbætur í
rekstri hjúkrunarheimila þannig
að ekki komi til þess að þjónustan
verði skert, færri einstaklingum
sinnt og biðlistar lengist. Lands-
samband eldri borgara leggur
mikla áherslu á að niðurstaða ná-
ist í þessum viðræðum. Aðeins
með því móti er hægt að vinna að
því að öldrun á Íslandi sé farsæl
og ævikvöldið áhyggjulítið.
Áhyggjulaust ævikvöld?
Eftir Hauk
Ingibergsson »Uppbygging og
rekstur hjúkrunar-
heimila er eitt af mik-
ilvægustu hagsmuna-
málum aldraðra sem
LEB berst fyrir.
Haukur Ingibergsson
Höfundur er formaður Lands-
sambands eldri borgara.