Morgunblaðið - 13.01.2016, Síða 17

Morgunblaðið - 13.01.2016, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2016 Þessi fimm ára gamli drengur er einn þeirra fjöl- mörgu flóttamanna sem nú hafast við í flótta- mannabúðum nærri borginni Grande-Synthe í norðurhluta Frakklands. Ástand þar er sagt „ómannúðlegt“ af hjálparsamtökum og stendur til að færa búðirnar og bæta um leið allan aðbún- að, en þar eru nú, samkvæmt AFP, um 3.000 flóttamenn og hælisleitendur úr röðum Kúrda frá Írak og Sýrlandi. khj@mbl.is Ómannúðlegar flóttamannabúðir í Frakklandi AFP Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Alþjóðleg hryðjuverk hafa enn á ný sýnt sitt miskunnarlausa og ómann- eskjulega andlit. Og auk sorgarinn- ar, sem við öll finnum fyrir nú, sýna þau hve mikilvægt það er að taka á hryðjuverkum af festu,“ sagði Ang- ela Merkel, kanslari Þýskalands, er hún ræddi við þarlenda fjölmiðla um hryðjuverkaárás sem framin var í Istanbúl í Tyrklandi í gær. Alls létust 10 manns, þar af níu Þjóðverjar, þegar sjálfsvígs- sprengjumaður úr röðum Ríkis ísl- ams sprengdi sig í loft upp í Sult- anahmet-hverfi í miðborg Istanbúl, en um er að ræða vinsælan viðkomu- stað erlendra ferðamanna. Auk hinna látnu voru 15 fluttir særðir á sjúkrahús. Líkamspartar um allt torg Fréttaveita AFP greinir frá því að sprengingin hafi verið afar öflug og urðu íbúar borgarinnar því margir hverjir varir við mikinn hávaða sök- um hennar. Í kjölfar ódæðisins mátti sjá illa farin lík og líkamsparta á víð og dreif um torgið í Sultanahmet- hverfi sem skömmu áður var þétt- setið erlendu ferðafólki. „Sprengingin var svo hávær – öll jörðin skalf. Svo kom mjög þung lykt sem brenndi vit mín,“ hefur AFP eft- ir þýskum ferðamanni sem var nærri torginu þegar árásin var gerð. „Ég hljóp í burtu ásamt dóttur minni. Við fórum inn í nærliggjandi byggingu og vorum þar í um hálfa klukku- stund. Þetta var virkilega skelfilegt.“ Tyrkneskur karlmaður segist í samtali við AFP hafa séð eldhnött er vígamaðurinn lét til skarar skríða. „Ég heyrði mjög háværa sprengingu og svo byrjuðu öskrin,“ sagði hann og hélt áfram: „Þá sá ég eldhnött og hóf að hlaupa í burtu. Ég sá u.þ.b. tíu særða og voru ferðamenn að hjálpa einum þeirra. Ég er alveg handviss um að þetta var sjálfsvígssprengja.“ Sýrlendingur fæddur árið 1988 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir ódæðismanninn vera „sjálfsvígssprengjumann sem ættir á að rekja til Sýrlands“ og hef- ur Ahmet Davutoglu forsætisráð- herra staðfest við AFP að vígamað- urinn komi úr röðum Ríkis íslams. „Við höfum komist að því að sá sem ábyrgð ber á þessari árás er út- lendingur sem meðlimur er í Daesh,“ sagði ráðherrann og notar í máli sínu arabískt heiti yfir hryðjuverkasam- tökin illræmdu. Þá hafa yfirvöld í Tyrklandi einnig gefið út þær upplýsingar að ódæðis- maðurinn sé fæddur árið 1988. Ferðamenn drepnir í árás  Níu þýskir ferðamenn féllu í sjálfsvígssprengjuárás í Tyrklandi  Mikilvægt að taka á hryðjuverkum af festu, segir kanslari  Ríki íslams ber ábyrgð á ódæðinu AFP Hryllingur Rannsakendur standa við hlið þýsks karlmanns sem liggur látinn eftir sjálfsvígssprengingu sem gerð var á vinsælum ferðamannastað í gær. Ráðamenn í Norður-Kóreu segja kjarnorkutilraunir sínar ekki vera ögrun í garð annarra ríkja. Þar í landi var nýverið sprengd öflug sprengja, sem stjórnvöld í Pyong- yang fullyrða að hafi verið vetn- issprengja, á Punggye-ri-kjarn- orkutilraunasvæðinu afskekkta. „Tilraunin átti hvorki að „ógna“ neinum né „ögra“ í einhverjum ákveðnum tilgangi,“ hefur frétta- veita AFP eftir ríkisfréttastofunni KCNA í Norður-Kóreu. Þess í stað er því haldið fram að tilraunirnar séu liður í því að tryggja sterka stöðu landsins komi til árásar á það. Samkvæmt KCNA eru Bandarík- in nú helsti óvinur Norður-Kóreu og geri hersveitir þeirra árás verð- ur henni svarað af fullri hörku. Eru, samkvæmt KCNA, vísinda- menn Norður-Kóreu og aðrir sér- fræðingar þar í landi „vel stemmdir fyrir því að sprengja mörg hundruð kílótonna vetnissprengjur sem sam- stundis geta eytt öllu landsvæði Bandaríkjanna“. Sprengikraftur sprengjunnar sem sprakk í síðustu viku var innan við 10 kílótonn, en til samanburðar má geta þess að þegar vetnis- sprengja springur með góðum árangri má búast við sprengikrafti sem jafngildir um og yfir 100 kíló- tonnum. khj@mbl.is Stemmdir fyrir að sprengja AFP Pyongyang Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sést hér ávarpa starfs- fólk ráðuneytis hermála þar í landi en KCNA birti myndina um helgina.  N-Kóreumenn segja tilraunir ekki ögrun við önnur ríki Tveir karlmenn sem hafa ríkisfang í Jemen og voru fluttir nýverið frá Guantanamo-fangelsinu á Kúbu til Gana í Vestur-Afríku segjast fullir tilhlökkunar að byggja upp líf sitt að nýju. „Okkur var í 14 ár rang- lega haldið föngnum og aldrei birt- ar ákærur,“ hefur fréttaveita AFP eftir öðrum mannanna, Mahmud Umar Muhammad bin Atef. „Við liðum þjáningar allan þennan tíma en erum ekki í hefndarhug nú.“ Varnarmálaráðuneyti Bandaríkj- anna tilkynnti flutning þeirra 6. janúar síðastliðinn og sagði menn- ina ekki hættulega samfélaginu. Þeir verða hins vegar undir eftirliti löggæslustofnana. Koma mannanna til Gana hefur vakið nokkur mótmæli þar í landi, en þeir segja almenning ekki þurfa að óttast. „Við viljum lifa eðlilegu lífi. Megi Allah blessa ykkur og þjóð Gana,“ er haft eftir Atef. Alls hafa 17 fangar nýverið feng- ið heimild til brottflutnings frá Gu- antanamo. khj@mbl.is FRÁ GUANTANAMO TIL GANA Gæslufangar vilja lifa friðsömu lífi AFP Ólga Fangelsinu á Kúbu er reglu- lega mótmælt í Bandaríkjunum. Kanadískur ríkisborgari er nú laus úr haldi vígasveita talib- ana í Afganistan, en þar var hon- um haldið föngn- um í fimm ár. Fréttaveita AFP greinir frá því að maðurinn, sem heitir Colin Rutherford, hafi í febrúar árið 2011 sótt Afganistan heim sem ferða- maður. Hafnaði Rutherford skömmu síðar í haldi talibana sem sökuðu hann um njósnir. Var mað- urinn þá 26 ára gamall. Utanríkisráðuneyti Kanada stað- festir að búið sé að leysa Ruther- ford úr haldi og að nú sé unnið að því að koma honum aftur til síns heima þar sem fjölskyldan bíður. Þá greinir AFP einnig frá því, og vitnar til yfirlýsingu frá talibönum, að Rutherford hafi verið sleppt vegna „mannúðarsjónarmiða“ án þess þó að það sé útskýrt frekar. khj@mbl.is AFGANISTAN Kanadamaður laus úr klóm talibana

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.