Morgunblaðið - 13.01.2016, Síða 8

Morgunblaðið - 13.01.2016, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2016 Andríki segir „RÚV“ ekki hafabeðist afsökunar á að nota barnaþátt um áramót til árása á tvo ráðherra:    Einnig hefur ver-ið gagnrýnt hvernig Ríkis- útvarpið notaði við- tal við Kaupþings- mann sem skemmtiatriði í ára- mótaskaupi. Það var ekki smekklegt atriði.    En fleira í því skaupi varósmekklegt. Það var grínið um tvær konur sem samkvæmt fréttum hafa verið í rannsókn vegna meintr- ar tilraunar til fjárkúgunar. Sam- kvæmt gríninu er ekki vafi á sekt kvennanna. Í málinu hefur hins veg- ar ekki enn verið ákært.    Auðvitað er margt í fréttum afþessu hugsanlega fjárkúg- unarmáli með miklum ólíkindum og skiljanlegt að höfundar áramóta- skaups freistist til þess að nota það í þættinum. En hér á samt í hlut fólk sem er til rannsóknar og þarf á komandi ári hugsanlega að sæta ákæru. Það á ekki að þola að gengið sé út frá sekt þess til skemmtunar í vinsælasta sjónvarpsþætti ársins í Ríkisútvarpinu.    Hvernig var það fyrir fáum ár-um? Var þá ekki atriði í ára- mótaskaupi sem sýndi Sam- herjamenn eða einhverja slíka standa fyrir svindli, sem þá var í rannsókn? Og reyndist vera mikill fótur fyrir því?    En nú er þetta einungis grín, seg-ir einhver. Menn taka ekki áramótaskaupi eins og heimilda- þætti. Nei, en því eðli grínsins fylgir líka sú skylda grínarans að kunna sér hóf, einmitt vegna þess að það er varla hægt að svara gríni með rök- um.“ Meinfýsi ekki grín STAKSTEINAR Veður víða um heim 12.1., kl. 18.00 Reykjavík -6 skýjað Bolungarvík -2 snjókoma Akureyri -5 snjókoma Nuuk -2 skýjað Þórshöfn 2 skýjað Ósló -5 snjókoma Kaupmannahöfn 2 skýjað Stokkhólmur -5 snjókoma Helsinki -7 snjókoma Lúxemborg 4 skúrir Brussel 6 skúrir Dublin 3 léttskýjað Glasgow 5 upplýsingar bárust ek London 7 léttskýjað París 5 heiðskírt Amsterdam 6 léttskýjað Hamborg 5 skýjað Berlín 3 skýjað Vín 6 skýjað Moskva -11 snjóél Algarve 16 léttskýjað Madríd 10 léttskýjað Barcelona 15 léttskýjað Mallorca 15 léttskýjað Róm 12 léttskýjað Aþena 16 léttskýjað Winnipeg -25 upplýsingar bárust ek Montreal -6 skýjað New York 3 alskýjað Chicago -12 léttskýjað Orlando 14 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 13. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:01 16:13 ÍSAFJÖRÐUR 11:34 15:49 SIGLUFJÖRÐUR 11:18 15:31 DJÚPIVOGUR 10:37 15:35 Mál lögreglumanns sem sakaður hefur verið um að hafa átt í óeðlileg- um samskiptum við brotamenn er nú til meðferðar hjá héraðssaksóknara. Ólafur Þór Hauksson héraðs- saksóknari staðfesti það í gær í við- tali við mbl.is. Maðurinn á meðal annars að hafa stýrt tálbeituaðgerð sem fór út um þúfur við Hótel Frón á síðasta ári. Meintur höfuðpaur náðist ekki. Hol- lensk kona sem flutt hafði inn fíkni- efni ákvað að aðstoða lögreglu en var að lokum dæmd í ellefu ára fang- elsi. Eftir að samstarfsmenn mannsins í fíkniefnalögreglunni báru á hann sakir var hann fluttur í starf í ann- arri deild og síðan í þriðja starfið. Formleg rannsókn mun ekki hafa farið fram. Embætti héraðssaksóknara var stofnað um áramótin og er eitt af hlutverkum þess að rannsaka mál vegna meintra brota lögreglumanna. Ólafur Þór Hauksson staðfestir að málið hafi komið til embættisins í fyrradag frá ríkissaksóknara. Ekki er um að ræða sama mann og úrskurðaður var í gæsluvarðhald á milli jóla og nýárs. Lögreglu- maður rann- sakaður  Sakaður um óeðlileg samskipti Vinna við að flytja efni úr Vaðlaheið- argöngum í nýtt flughlað á Akureyr- arflugvelli, norðan við flugstöðina, fer að hefjast. Flughlaðið mun skapa stærra pláss til að leggja flugvélum sem fara um völlinn. Fluttir verða um 50 þúsund rúm- metrar af efni sem mun leggja grunn að flughlaðinu. Efnið kemur að langmestu leyti úr göngunum Eyjafjarðarmegin. Isavia hafði 50 milljóna króna fjárveitingu til verksins. Heildar- kostnaður hleypur á nokkur hundr- uð milljóna króna og að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Isavia, liggja frekari fjárveitingar ekki fyrir. Næsta skref sé að leggja lagnir, burðarlag og loks malbik, en hlaðið verður um 15 þúsund fer- metrar að flatarmáli. Guðni segir að farg þurfi að liggja á undirlaginu í u.þ.b. eitt ár áður en farið verður í frekari vinnu. bjb@mbl.is Efni úr göngunum á leiðinni í nýtt flughlað Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyrarflugvöllur Búið er að girða af nýja flughlaðið, vinstri megin við flugstöðina og núverandi flughlað vallarins. Vinnuvélar bíða eftir efninu. Lykilverslun við Laugaveginn Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is | verzluninbrynja.is Úrvalið af sturtuhengjum og öryggismottum er í Brynju

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.