Morgunblaðið - 13.01.2016, Qupperneq 16
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Eignarhlutur ríkissjóðs Íslands í við-
skiptabönkum hérlendis er mun
stærri en annarra ríkissjóða Evrópu,
hvort sem litið er til hlutfalls af
vergri landsframleiðslu eða ríkis-
skuldum. Kemur þetta fram í nýrri
stöðuskýrslu Bankasýslu ríkisins í
tengslum við fyrirhugaða sölu á tæp-
lega 30% hlut ríkisins í Landsbank-
anum. Í skýrslunni er eignarhlutur
íslenska ríkisins í viðskiptabönkum í
árslok 2014 sýndur í samanburði við
fimm önnur ríki í Evrópu. Sam-
kvæmt stöðunni á þeim tíma var
eignarhlutur ríkissjóðs sem hlutfall
af vergri landsframleiðslu 13,8%, og
16,8% sé miðað við skuldir hins op-
inbera. Í þeim tölum er miðað við
97,9% hlut ríkisins í Landsbankan-
um, 13% hlut í Arion banka og 5%
hlut í Íslandsbanka.
Hlutfallið fer hækkandi
Líkt og ítrekað hefur verið fjallað
um mun ríkissjóður eignast Íslands-
banka að fullu á komandi vikum,
þegar Glitnir mun afhenda 95% hlut
sinn í bankanum sem hluta af
stöðugleikaframlagi búsins. Er sú
afhending ein helsta forsendan fyrir
því að Glitnir gat fengið nauðasamn-
ing samþykktan af hálfu Seðlabank-
ans en sú samþykkt var aftur for-
senda fyrir því að Héraðsdómur
Reykjavíkur gæti staðfest nauða-
samninginn endanlega.
Sé fyrrnefnt eignarhlutfall ríkis-
ins í bankakerfinu skoðað í ljósi þess
að Íslandsbanki kemst innan
skamms að fullu í eigu ríkisins,
hækkar það til mikilla muna. Miðað
við verga landsframleiðslu í árslok
2014 fer hlutfallsleg eign ríkisins í
viðskiptabankakerfinu úr 16,8% í
27,4%. Hlutfallið, út frá skuldum rík-
issjóðs, fer úr 13,8% í 22,6%. Ekki er
enn ljóst hvert hlutfallið verður, mið-
að við stöðu ríkissjóðs og verga
landsframleiðslu í árslok 2015. Hins
vegar má gera ráð fyrir því að hlut-
fallið miðað við verga landsfram-
leiðslu fari lækkandi vegna aukinna
efnahagslegra umsvifa og að hlut-
fallið út frá opinberum skuldum fari
hækkandi þar sem skuldir ríkisins
voru greiddar upp í töluverðum mæli
á nýliðnu ári.
Í skýrslu Bankasýslunnar er sér-
staklega fjallað um að í ríkjunum
fimm sem borin eru saman við stöð-
una hérlendis sé unnið að því að
draga úr eignarhlutdeild ríkisins í
bankakerfinu. Þannig hafi í október
síðastliðnum lokið fyrstu sölu írska
ríkisins í The Governor and company
og Bank of Ireland og fór eignarhlut-
deildin við þá sölu úr 36,1% í 15,1%. Í
janúar 2012 hafi breska ríkið lokið
sölu á hlut sínum í Northern Rock og
þá hafi sama ríki á árabilinu 2013-
2015 selt 29,5% hlut í Lloyds og
lækkað eignarhlutdeild sína í bank-
anum úr 38,7% í 9,2%. Þá hafi
hollenska ríkið lokið sölu á 23% hlut
sínum í ABN AMRO undir lok síð-
asta árs.
Ríkissjóður á mikið undir
Eignarhlutdeild ríkisins í viðskiptabönkum er margfalt hærri á Íslandi en ann-
ars staðar í Evrópu Hlutfallið hækkar mikið við yfirtökuna á Íslandsbanka
Eignarhlutir evrópskra ríkja í viðskiptabönkum 2014
Belgía Bretland Grikkland Holland Írland Ísland
Hlutur í bókfærðu eigin fé sem hlutfall af opinberum skuldum
Hlutur íslenska ríkisins í kjölfar yfirtöku á öllu hlutafé Íslandsbanka
Hlutur í bókfærðu eigin fé sem hlutfall af VLF
Heimild: Ársskýrslur viðkomandi viðskiptabanka, Eurostat, Hagstofa Íslands og Bankasýsla ríkisins.
30%
20%
15%
10%
5%
0%
4,0% 3,5%
5,5%
4,3%
3,1%
9,7%
4,2%
2,9%
6,3%
10
,6
%
27,4%
6,9%
8,
8%
22,6%
13
,8
%16
,8
%
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2016
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Hagnaður fyrir afskriftir, fjár-
magnsliði og skatta (EBITDA) var
4,1 milljarður króna frá mars til
nóvember, sem er 45 milljónum
króna minna en árið á undan.
Rekstrarkostnaður hækkaði um 95
milljónir króna umfram framlegð-
araukningu á tímabilinu og kostn-
aðarhlutfallið hækkaði úr 16,9% í
17,4%.
Eigið fé Haga var 15,6 milljarðar
króna í lok nóvember og eiginfjár-
hlutfallið var 52,5%.
Hagnaður Haga var 845 milljónir
króna á þriðja fjórðungi reiknings-
árs fyrirtækisins, frá september til
nóvember. Það er 12% meiri hagn-
aður en á sama tímabili árið á und-
an. Hagnaður eftir þrjá ársfjórð-
unga var 2,8 milljarðar króna, eða
5% af veltu, og var hann 17 millj-
ónum króna minni en árið á undan.
Vörusala tímabilsins frá mars til
nóvember var 57 milljarðar króna
með 24,5% framlegð. Vörusala
jókst um 0,7% á tímabilinu.
Hagnaður Haga jókst á þriðja fjórðungi
2,8 milljarðar fyrstu þrjá fjórðungana
Morgunblaðið/Eggert
Smásala Finnur Árnason er forstjóri Haga sem skilaði nýju uppgjöri í gær.
● Ágætishorfur eru á skuldabréfa-
markaði á þessu ári þar sem þrír kraft-
ar togist á; samdráttur í framboði ríkis-
tryggðra skuldabréfa, mikið framboð
verðbréfa og stýrivaxtahækkanir, að því
er fram kemur í skuldabréfayfirliti
Capacent. Framboðshliðin sé veik þar
sem verulegur samdráttur muni verða í
framboði skuldabréfa með ríkisábyrgð,
en Lánasýsla ríkisins áætli 20 milljarða
króna samdrátt í framboð ríkisbréfa.
Ljóst sé að bankarnir muni njóta góðs
af litlu framboði ríkistryggðra skulda-
bréfa en sértryggð skuldabréf þeirra
hafi notið vaxandi vinsælda og leyst rík-
istryggð skuldabréf af hólmi sumstaðar
sem áhættulítill fjárfestingarkostur.
Bankar njóta góðs af
samdrætti í ríkisbréfum
!"
""#
"
#$
#
"%
!%
!$
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
$
!!"
"
!"
#%#
#$
$"%"
%"
!!#
"!
!"##
!
#$%"
#
#
!%
"!"!
Meðallaun hér-
lendis eru lægst
hjá fyrirtækjum
sem starfa á sviði
gisti- og veit-
ingaþjónustu en
þar eru þau 285
þúsund krónur á
mánuði. Hæst
eru þau hjá fyrir-
tækjum í sér-
fræði-, vísinda-
og tæknilegri starfsemi þar sem þau
eru 641 þúsund krónur. Undir þá
flokkun falla meðal annars arki-
tekta- og verkfræðistofur, auk ým-
issa ráðgjafarfyrirtækja. Þetta kem-
ur fram í Markaðspunktum
greiningardeildar Arion banka.
Næst hæst eru launin hjá fyrir-
tækjum á sviði veitustarfsemi og
fast á hæla þeirra koma fyrirtæki í
upplýsinga- og fjarskiptageiranum.
Meðallaunin
mismunandi
Laun Mikill munur
er á starfsstéttum.
Lægst hjá gisti- og
veitingastöðum
● Arion banki og
Kaupþing hafa
samið um útgáfu
Arion banka á
skuldabréfi að fjár-
hæð tæplega 747,5
milljónir banda-
ríkjadala, eða um
97 milljarðar króna.
Skuldabréfið er til
sjö ára og uppgreiðanlegt á vaxta-
gjalddögum fyrstu tvö árin. Vaxtakjör
kveða á um 2,6% álag á millibankavexti
fyrstu tvö árin en eftir það taka þau mið
af markaðskjörum.
Skuldabréfið kemur til skuldajöfnunar,
annars vegar á láni í erlendum myntum
sem Arion banki var áður með hjá Seðla-
bankanum en er nú í eigu Kaupþings, og
hins vegar innlána Kaupþings hjá Arion
banka í erlendum myntum. Útgáfa
skuldabréfsins er liður í aðgerðum sem
miða að losun fjármagnshafta.
Arion og Kaupþing
semja um 97 milljarða
STUTTAR FRÉTTIR ...
Breyttu heimilinu með
gluggatjöldum frá okkur
Suðurlandsbraut 6 sími 553 9990 nutima@nutima.is www.nutima.is