Morgunblaðið - 13.01.2016, Qupperneq 36
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 13. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696
1. Brendan líklega enn í London
2. 10 mest stressandi störf heims
3. „Seljið allt!“
4. Örið nær yfir hálfan líkamann
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Sviðsverkin Predator og Frami
verða sýnd aftur í Tjarnarbíói, það
fyrrnefnda í kvöld kl. 21 og það síð-
arnefnda 15. og 22. janúar. Predator
er lýst sem teknóharmleik og er það
eftir danshöfundinn Sögu Sigurðar-
dóttur. Að sýningunni stendur flokk-
ur sviðslista- og tónlistarfólks sem
með „kórsöng, klúbbatekknói, velúr
og eróbikkmaníu varpar fram birting-
armyndum þjáningar í þremur þátt-
um“, eins og því er lýst í tilkynningu.
Verkið var frumsýnt árið 2014 á
Reykjavik Dance Festival og Frami á
RVK/Lókal í ágúst í fyrra. Frami er
eftir Björn Leó Brynjarsson og í upp-
setningu sviðslistahópsins TAKA-
TAKA. Það fjallar um þrá listamanns
eftir velgengni í nútímasamfélagi og
baráttu hans við sjálfan sig.
Predator og Frami
aftur í Tjarnarbíói
Mai Al-Nakib, rithöfundur og dós-
ent í ensku og almennum bók-
menntum við Háskólann í Kúveit,
heldur hádegisfyrirlestur og bóka-
kynningu á morgun kl. 12-13 í Há-
skóla Íslands, stofu 422 á 4. hæð í
Árnagarði. Í fyrirlestrinum fjallar hún
um smásögur sínar sem gefnar voru
út í bókinni The Hidden Light of
Objects sem var fyrsta smásagna-
safnið sem hlaut Edinburgh Inter-
national Book Festival’s First Book
Award árið 2014. Í smásögum sínum
dregur Al-Nakib upp myndir úr dag-
legu lífi í Mið-Austurlöndum í skugga
stríða og trúarátaka; ástir
unglinga, þrá eftir sjálf-
stæði, viðkvæmni
hjónabandsins og
hluti sem geyma stór-
fenglegar minningar.
Fyrirlesturinn
verður fluttur á
ensku.
Af daglegu lífi í
Mið-Austurlöndum
Á fimmtudag Norðan 5-10 m/s og víða él, en léttskýjað á Suður-
og Vesturlandi. Frost 1-12 stig. Á föstudag Hægur vindur, víða létt-
skýjað og talsvert frost, en snjómugga suðvestanlands um kvöldið.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 8-15 m/s og él eða dálítil snjókoma
norðan- og austanlands, en annars léttskýjað. Frost 1 til 14 stig,
kaldast í innsveitum.
VEÐUR
„Maður verður að reyna að
elta drauminn og síðan ég
var smástelpa hefur hann
verið að keppa á Ólympíu-
leikunum,“ sagði frjáls-
íþróttakonan Hafdís Sigurð-
ardóttir í samtali við
Morgunblaðið í gær. Hún er
að flytja til Gautaborgar í
Svíþjóð þar sem hún mun
æfa og keppa við góðar að-
stæður og leggja allt kapp á
að tryggja sér sæti á Ól-
ympíuleikunum. »1
Hafdís Sig. flytur
til Svíþjóðar
„Það er gaman að fá ný andlit í hóp-
inn og við höfum notað tímann til að
setjast niður með þeim og koma
þeim inn í hlutina. Það verður spenn-
andi að sjá marga af þessum strákum
sem eru í hópnum og hvernig þeir
koma út. Þetta er þeirra
vettvangur til að sýna
sig,“ sagði Heimir
Hallgrímsson, lands-
liðsþjálfari karla í
knattspyrnu, meðal
annars við Morg-
unblaðið en í
dag mætir
landsliðið
Finnum í
vin-
áttu-
lands-
leik í
Abu
Dhabi.
»2
Vettvangur til að sýna
sig í Abu Dhabi
Tandri Már Konráðsson, leikmaður
sænska úrvalsdeildarliðsins Ricoh,
varð að bíta í það súra epli að yfir-
gefa íslenska landsliðshópinn í gær
eftir að Aron Kristjánsson valdi þá 17
leikmenn sem hann heldur með á Evr-
ópumeistaramótið í handknattleik í
Póllandi síðar í dag. Af þeim 17 sem
Aron valdi getur hann teflt fram 16 í
hverjum leik á EM. »3
Sautján leikmenn valdir
til Póllandsfarar
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Haraldur Stefánsson, fyrrverandi
slökkviliðsstjóri á Keflavíkur-
flugvelli, hefur verið tekinn inn í
heiðurssal merkra leiðtoga bruna-
mála hjá bandaríska ríkinu (The
National Fire and Emergency
Services Hall of Legends, Legacies
and Leaders (HLLL)).
Greint var opinberlega frá þessu
fyrir helgi. „Það eru tíu ár síðan ég
hætti að vinna en þeir eru enn með
mig í huga og muna eftir karlin-
um,“ segir Haraldur um upphefð-
ina. Bætir við að þetta sé mikill
heiður fyrir slökkviliðið á Keflavík-
urflugvelli og Ísland, því aðeins
tveir útlendingar hafi orðið þessa
heiðurs aðnjótandi, hann og Sveinn
Eiríksson, forveri hans.
Í hávegum hafður
Áhrifamenn í brunamálum í
Bandaríkjunum mæla með innsetn-
ingu manna sem skipt hafa máli í
brunamálum og sérstakar nefndir
kjósa síðan á milli þeirra sem til-
nefndir eru. Útnefningar hófust
2010 og hafa 45 manns verið teknir
inn í heiðurssalinn. Tíu manns voru
teknir inn 2010, þar á meðal Sveinn
Eiríksson sem lést 1986, tíu 2011,
átta 2012-2013, tíu 2014 og sjö á
liðnu ári, þar á meðal Haraldur.
„Þetta er mjög merkilegt og til
dæmis var bandaríska frels-
ishetjan Benjamin Franklin tekinn
inn í fyrsta hópnum,“ segir Har-
aldur.
Haraldur gat ekki verið við-
staddur útnefninguna en segist
vera glaður vegna þessarar viður-
kenningar. Það sé mikill heiður
fyrir Íslendinga að slökkviliðið á
Keflavíkurflugvelli skuli vera í
hávegum haft í Bandaríkjunum
og að taugar Bandarríkjamanna
til Íslendinga skuli vera eins
sterkar á þessu sviði og raun ber
vitni. Sveinn og Haraldur hafa
fengið margar viðurkenningar fyr-
ir störf sín og meðal annars var
Haraldur tekinn inn í frægðarsetur
slökkviliðsmanna í sjóher Banda-
ríkjanna 2008. Þar er hann eini út-
lendingurinn. Haraldur segir að
viðurkenningarnar séu ekki síst til
komnar vegna þess að þeir hafi
tekið þátt í störfum ýmissa nefnda
í brunamálum í Bandaríkjunum,
veitt þeim ráðleggingar og verið
frumkvöðlar á ýmsum sviðum.
Haraldur segir að margs sé að
minnast úr starfinu. „Góður vinnu-
veitandi er eftirminnilegast,“ segir
hann. „Okkur tókst líka að fá
mannskapinn til þess að vera ag-
aður frá eigin brjósti til þess að allt
færi vel og það hafði mikið að segja
enda var mikið látið með okkur,
sérstaklega í Bandaríkjunum.“
Haraldur í heiðurssal vestra
Í hópi merkra
leiðtoga brunamála
í Bandaríkjunum
Morgunblaðið/RAX
Heiður Haraldur Stefánsson, fv. slökkviliðsstjóri á Keflavíkurflugvelli, hefur fengið margar viðurkenningar.
Haraldur Stefánsson hóf störf sem sjúkrabílstjóri hjá flughernum á
Keflavíkurflugvelli 1955. Hann var þá 18 ára í verkfalli og spurði
bandarískan nágranna sinn í Bergstaðastræti hvort hann væri ekki til
í að taka sig með suður á völl daginn eftir, þar sem hann gæti athug-
að með vinnu.
„Ég kom ekkert aftur,“ rifjar Haraldur upp og vísar
til þess að hann hafi þegar fengið vinnu hjá íslenskum
verktökum. „Eftir viku heyrði ég að það vantaði öku-
mann á sjúkrabíla hjá flughernum, bauð mig fram
og var ráðinn með það sama.“ Hann hóf síðan störf
í slökkviliðinu árið eftir og var slökkviliðsstjóri
1986 til 2006 eftir að hafa verið hægri hönd Sveins
Eiríkssonar í áratug.
Hálfa öld hjá hernum
HARALDUR STEFÁNSSON, FYRRVERANDI SLÖKKVILIÐSSTJÓRI