Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Blaðsíða 20
L angi þig til að vera einhvers konar meðaleinstaklingur með meðalfjölskyldu í meðallífi á Íslandi er hægt að slumpa á ákveðna forskrift að því lífi út frá ýmsum meðaltalsupplýs- ingum og könnunum sem til eru. Sá sem ætlar að fylgja því út í æsar að tilheyra meirihlut- anum býr í eigin húsnæði með manneskju af gagnstæðu kyni, í sambúð eða hjónabandi, og á með henni tvö börn. Þegar fyrra barnið kom í heiminn var móðirin 27 ára gömul, eins og meðalfrumbyrjan á Íslandi er, en faðirinn þremur árum eldri eins og með- altalið gerir ráð fyrir að sé aldursmunur milli para. Það var árið 2009 sem fyrra barnið kom í heiminn, árið sem flest börn fæddust á Íslandi. Gefum okkur að þrjú ár séu á milli barnanna, og seinna barnið hafi fæðst árið 2012. Þegar fjölskyldan vaknar þennan dag, 14. febrúar árið 2016, eru þau sem ala önn fyrir fjölskyldunni því hinn 37 ára gamli Jón og hin 33 ára gamla Anna en vinsældaguðirnir gáfu þeim þessi vinsælustu nöfn áranna sem þau fæddust. Dóttir þeirra, sem er sjö ára, ber tvö nöfn eins og meirihluti barna á þeim tíma og heitir vinsælasta tvínefni ársins 2009; Anna María. Sonurinn fjögurra ára heitir einnig einu algengasta tvínefni ársins 2012; Gunnar Þór. En hvernig læturðu daginn líða til að komast nálægt því að vera meðal- manneskja í meðallífi? ÚTTEKT Ef þú vaknar ekki endurnærður í dag verður þú að reyna að ná góðum svefni á morgun eða hinn. Hver Íslendingur vaknar nokkrum sinnum í viku út- hvíldur. Það eru tvær vikur síðan var skipt á rúmfötum og þú þarft því að skella þeim í vélina áður en farið er til vinnu því þjóðin skiptir á rúmfötum að meðaltali á tveggja vikna fresti. Morgunmaturinn er hollur, eins og á hverj- um einasta degi. Þú verður að hafa bæði grænmeti og ávexti á matseðlinum, það er daglegt mynstur Íslendingsins. Það er föstudagur og fjölskyldan þyrfti að fylla á ísskápinn. Föstudag- ur er algengasti verslunardagur vikunnar hér á landi í matvörubúðum. Ef þú vilt breyta örlítið út frá meðaltalinu dugar næstalgengasti dagurinn, fimmtudagur. Þú þarft ekki að gefa gæludýrinu að éta þar sem þú tilheyrir meirihlutanum. Um 60% landsmanna eiga ekki gæludýr. Ef þú vilt endilega fá þér einhvern félaga á heimilið hafðu það þá hund, alls ekki naggrís, það eru bara 2% landsmanna sem eiga naggrís. 20% eiga hund. Það er um að gera að fara nokkuð sáttur út í daginn. Það gerir mikill meirihluti þjóðarinnar. Í það minnsta eru nágrannarnir henni ekki til ama og hún er ánægð í vinnunni. Fjölskyldur sem eru farnar að plana sumarfríið sitt hlakka til enda hafa sumarfríin verið vel heppnuð síðustu árin. Ef þú hefur ekki ennþá gefist upp á að vera meðal- Íslendingurinn skaltu halda áfram og passa að í innkeyrsl- unni sé mest selda bifreið síðustu ára; Toyota. Ann- aðhvort Corolla eða Yaris en það er sniðugt að bæta við sig einni bifreið fljótlega ef þú átt bara eina – til að komast í með- altalið; tvær bifreiðir. Á leiðinni í vinnuna er ekki lengur verið að fikta í útvarpstækinu. Þeim mun heldur ertu að lesa sms eða skrifa þau og senda. Sunnudagsblaðið mælir að sjálfsögðu ekki með slíkri hegðun en þarf að vera heiðarlegt; þriðji hver bíll á ljósunum fiktar við slíkt. Og veit samt að það er hættulegt. En gott og vel, bara þriðji hver – þú sleppur við það og getur hagað þér vel. Passaðu þig bara á hinum. En ef þetta var einn af þeim morgnum sem svefninn var ekki góður skaltu hins vegar miklu frekar láta fara í taugarnar á sér að næsti maður skuli ekki gefa stefnuljós. Það er það sem fer í taugarnar á íslenskum ökumönnum sam- kvæmt rannsóknum. Fáðu þér hús í úthverfi, það eru fjölmennustu hverfi borgarinnar svo einhvers konar meðallífi er hægt að ná með slíkum ráðahag. Að því gefnu að fjöl- skyldan sé svo komin í úthverfið eiga börnin að ganga í skólann eins og meirihluti annarra út- hverfabarna borgarinnar. Ef þið búið ennþá í Vest- urbæ Reykjavíkur eða mið- bænum er allt í góðu að keyra barnið í skólann en 50% barna í þeim hverfum er skutlað í skólann. Talandi um Vesturbæinn. Leyfðu þér að dagdreyma um að búa þar. Flest- ir íbúar Reykjavíkur, samkvæmt könnun á búsetuóskum, vilja búa í Vesturbænum, miðbænum eða nærliggjandi hverfum. Íbúðin sem þú býrð í núna er einhvers staðar á milli 90-120 fer- metrar og draumastærðin er nákvæmlega 120 fer- metrar. Náðu þér strax í kaffi í vinnunni. Í dag þarftu að drekka tvo og hálfan bolla af kaffi. Konur drekka þó aðeins minna, svo ef þú ákveður að vera Anna fremur en Jón á þessum meðallífsdegi hafðu bollana þá tæplega tvo. Starf þitt tengist tölvum á einn eða annan hátt. Nokkrir vinnu- félagar eyða 10% vinnutímans í einkaerindum í tölvunni en þú ert ekki einn af þeim enda eru þeir bara 16%. Þú ert samt á Fa- cebook og notar miðilinn oft á dag eins og næstum allir Íslendingar. Þú ert ekki kominn með Snapchat þar sem ekki hefur náðst samkomulag á Íslandi um að meirihlutinn noti slíkt og alls ekki Twitter þar sem bara 16% vina þinna og kunningja eru þar. FRÁ MORGNI TIL HÁDEGIS Hvernig væri líf okkar ef við leituðumst við að fylgja einhvers konar meðallífsstíl sem þekktur er úr rannsóknum og könnunum? Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is G et ty Im ag es /iS to ck ph ot o Leiðin að meðallífinu 120 fm² 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.2. 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.