Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Blaðsíða 43
ast. Leiðslurnar á milli stöðvanna eru líka að fyllast!
Næst verða olíuflutningaskip, sem eru á lausu, leigð
sem birgðastöðvar.
Rússar hafa byggt nýjar olíugeymslur eins hratt
og þeir geta, en hafa ekki undan. Þegar allar
geymslur verða orðnar fullar, sem ekki er langt
undan, mun olíverð falla enn. Margir óttast mjög af-
leiðingar þess.
Og hin mikla birgðasöfnun mun svo lengja þann
tíma sem þarf til að ná jafnvægi á nýjan leik, hve-
nær sem skilyrði þess skapast.
Olíuvinnslufyrirtæki og þjónustuaðilar skreppa
saman eða fara unnvörpum á hausinn. Það eru fleiri
Drekasvæði en það sem Össur montaði sig mest af
sem fjarlægjast nú veruleikann með ljóshraða.
Öryggismál í uppnámi
Á sama tíma versnar alþjóðleg staða með hverjum
degi. Sjálfhverf Evrópa einblínir á Sýrland sem er
vissulega hryggðarmynd, hvernig sem á það er litið.
En það er ekki einstætt.
Sprengjuregn úr flugvélum fjölda þjóða virðist lítt
duga gegn þrjátíuþúsund ofstækismönnum hins svo-
kallaði Ríkis íslams. Kúrdarnir er þeir einu sem
hafa sýnt raunveruleg tilþrif í návígi við vígasveitir
hryðjuverkamanna. En Nató-ríkið Tyrkland reynir
á sama tíma að lama þrek þeirra af innanlands-
ástæðum hjá sér.
Obama forseti nær ekki að koma hermönnum sín-
um heim frá Afganistan eftir lengsta stríð í sögu
Bandaríkjanna. Hann er byrjaður, tregur þó, að láta
undan kröfum hershöfðingja sinna um að fjölga á ný
í herliðinu sem hann hafði hátíðlega lofað að yrði
allt komið heim um næstu áramót.
Talíbanar ráða nú þegar næstum fjórðungi lands-
ins á ný.
Norður-Kórea gaf öllum heiminum langt nef og
sprengdi enn eina kjarnorkusprengju þótt þjóðin
eigi vart fyrir nauðþurftum. Og því næst skaut leið-
toginn elskaði og alvitri gervitungli á loft með eld-
flaug og kom því á braut um jörðu.
Enginn veit hvaða búnaður er í því gervitungli.
Sumir „fréttaskýrendur“ telja að það sé tómt. Kim
Jong-un hafi aðeins skotið þessu tungli á loft til að
sýna að hann gæti það. Þar með sannaði hann, að
Norður- Kórea býr yfir eldflaugum sem flutt geta
kjarnorkusprengjur til vesturstrandar Bandaríkj-
anna.
Og góðkunningjarnir
Íran vaggar sér nú í dollurum. Eitt hundrað og
fimmtíu milljörðum af þeim, sem Obama losaði ný-
lega um. Þar við bætist að kapítalistar úr gervallri
Evrópu þyrpast nú til Írans til að gera viðskipti við
klerkana. Vegna viðskiptaþvingana sátu þeir uppi
með mikla framleiðslu sem nú verður komið fljótt
og vel í verð.
Og ESB, óskalandið, málið eina, með Schengen í
molum og myntina skaddaða, er að breytast í eina
samfellda óreiðu, þar sem hver höndin er uppi á
móti annarri.
Óumdeildasti leiðtogi Þjóðverja í áraraðir má
sæta því að nær helmingur þjóðarinnar hefur nú
uppi háværar kröfur um að hún víki sem kanslari.
Frakklandsforseti segir hryðjuverkavá í landinu
kalla á áframhald neyðarlaga, sem ýta persónurétti
manna til hliðar. Það er lýsandi fyrir ástandið í Evr-
ópu að þegar hlutabréf í grískum bönkum féllu um
25% í síðustu viku náði það varla inn í fréttir.
Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sagði
í vikunni, að spillingin í Úkraínu væri svo yfir-
þyrmandi að lítið vit væri í því fyrir sjóðinn að veita
landinu frekari fyrirgreiðslu.
Ísland er það land veraldar sem tapar hlutfalls-
lega mest á því að ESB og Obama ákváðu að beita
Rússa efnahagsþvingunum vegna Úkraínudeilunnar
allt þar til að.... hvað? Að þeir skiluðu Krímskaga?
Þjóðverjar halda þó áfram að selja Rússum bíla
og kaupa af þeim gas. Bandaríkjamenn banna ein-
hverjum nafngreindum Rússum að koma til Flórída
og fara í Disneyland.
Íslenski utanríkisráðherrann bregst hart við og
ræður sér sérstakan aðstoðarmann til að kanna
hvort átökin um Úkraínu sé ekki eins konar ung-
lingavandamál.
Ef herinn fer þá fer inn her
Og ekki er risið á stjórnarandstöðunni hærra. Það
snýst aðallega um hækkun á risi eins flugskýlis á
Keflavíkurflugvelli, svo þar megi hýsa kafbátaleit-
arvélar sem hafa hærra stél en gömlu vélarnar sem
notaðar voru áratugum saman til þessa verkefnis.
Ekkert bendir enn til þess, að ástand á borð við
það sem ríkti á dögum Kalda stríðsins sé að bresta
á, þótt spenna sé vissulega í samskiptum Rússa og
vestrænna ríkja.
Bandaríkjaher hefur ekki verið fámennari en nú
frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Hann á fullt í
fangi með þau verkefni sem við er að fást. Upp-
bygging Kínahers, ekki síst flotans, mun fyrr eða
síðar kalla á aukinn viðbúnað þess bandaríska en
ella staðbundna uppgjöf á áhrifasvæðum.
Engar líkur eru á því, að í náinni framtíð verði
knúið á um herstöðvar hér á landi.
En það breytir ekki því, að færa má fyrir því rök
að Íslendingar standi nú nokkuð berskjaldaðir
gagnvart ógnum af margvíslegu tagi. Hinir nútíma-
legu stjórnmálamenn Íslands hafa hvorki áhuga né
áhyggjur af því.
Það getur vel verið, að einmitt þegar heims-
ástandið er eins og allir vakandi menn sjá það, þá sé
tímabært að landið lúti öruggri stjórn Pírata, sem
vita óneitanlega meira um niðurhal og tölvuleiki en
aðrir stjórnmálaflokkar. Og varla er lakara að í
stjórnarráðinu búi þeir við aðhald frá Bessastöðum,
annað hvort frá Össuri eða Katrínu. Þeim sömu og
slógust við þjóðina og fráfarandi forseta Íslands um
Icesave, um ESB, um Stjórnarskrá lýðveldisins, og
að sögn Árna Páls, formanns Samfylkingar, brugð-
ust „fólkinu (sem) var að drukkna í skuldafeni“.
Átakanlegur iðrunarskortur
Árni Páll sagði líka: „Við byggðum aðildarumsókn
að ESB á flóknu baktjaldasamkomulagi, sem aldrei
hélt...“
Þessar yfirlýsingar voru tilraun til játningar á
pólitískum syndum. En ekkert var þó upplýst nánar
um þessa baktjaldasamninga, sem þjóðin hlýtur að
eiga heimtingu á að fá að vita allt um.
En annað bættist við þessa ógeðfelldu baktjalda-
samninga og var hálfu verra. Þetta stórmál síðustu
ríkisstjórnar var ekki aðeins byggt á stórkostlegu
svikabralli formanna VG, Steingríms og Katrínar,
heldur einnig á stórbrotnum blekkingum frá fyrsta
degi.
Aðeins ólæst fólk eða svikahrappar gátu haldið því
fram að umsókn um aðild að ESB fæli í sér samn-
ingaviðræður. Búrókratar ESB máttu hins vegar
eiga að vilja ekki láta halda sig ólæsa. Og þótt á
þeim bæ kalli þeir ekki allt ömmu sína við um-
gengni um sannleikann, þá báðust þeir beinlínis
undan því, að látið væri eins og eiginlegar samn-
ingaviðræður færu fram. En íslenska ríkisstjórnin
var svo ósvífin gagnvart eigin þjóð að kalla yfirferð
embættismanna á innleiðingu tilskipana samninga-
viðræður.
Árni Páll eykur aðeins við þá syndabagga, sem
hann hefur að eigin sögn rogast með í mörg ár,
haldi hann „kíkja í pakkann“-leiknum áfram.
En því miður þá er hann vís til þess.
Það er einmitt ástæðan fyrir því hvernig komið er.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
14.2. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43