Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.2. 2016 F jármálaráðherrar og helstu banka- stjórar Evrópu og Bandaríkjanna hafa síðustu daga talið sig þurfa að fullvissa almenning (fjárfesta) um að staða banka sé traust og veikleikar í efnahagslífi einstakra landa séu ekki jafnmiklir og almenningur óttist. Óróleikinn sé á misskilningi byggður. Vonandi hafa þeir rétt fyrir sér. Huggunarorð hræða En þessar yfirlýsingar virðast þó fremur hafa aukið á vantrúna en hitt. Hvernig má það vera? Ein skýringin gæti verið „deja vu“ eðlis-sterk til- finning um að hafa heyrt sömu fullyrðingarnar áður og þá hafi þær ekki boðað gott. Á árunum fyrir hið alþjóðlega bankahrun töldu margir forystumenn fjármálaheimsins, allt frá helstu seðlabankastjórum og niður úr, að óróleikinn sem stöðugt óx og endaði loks með ósköpum, væri í raun á misskilningi byggður. Að mati vitringanna stafaði hann ekki síst af skorti á trausti á milli fjár- málastofnana. Þess vegna hefðu þær skyndilega hætt að þora að lána, bæði viðskiptavinum og öðrum fjármálastofnunum og lausafé, sem um árabil hafði verið yfirfljótandi, þurrkaðist upp. Niðurstaða þeirra var að tala þyrfti burt þennan skaðlega misskilning og það gætu þeir einir gert, sem hefðu vit, þekkingu, stöðu og traust. Það væri rangt að halda því fram, að viðleitni til að tala vandann burt hefði ekki haft nein áhrif. Hún hafði það. En ekki endilega til góðs. Fyrir vikið var of seint tekið í taumana og áfallið varð óbærilegra fyrir vikið. Íbúar á köldum svæðum hafa lært af biturri og pínlegri reynslu að það er skammgóður vermir að pissa í skóna. Sú tilgáta er að því leyti lengra komin en afstæðiskenning Einsteins, og þróunarkenning Darwins, að hún er ekki aðeins snjöll og mjög senni- leg, heldur margsönnuð. Sama á við um það, að gagnslaust sé að lengja í hengingarólinni. Sú aðgerð er verri en gagnslaus með þeirri undantekningu þó, ef svo ríflega er lengt í, að sá „hengdi“ komi niður á fæturna áður en herð- ist að. Fyrsta farrýmis bönkum bjargað Hundruð banka fóru á höfuðið og margir þeirra sem treystu þeim og m.a, vegna vitnisburðar fínustu manna fjármálakerfisins, töpuðu miklu. Síðar hefur komið í ljós að endurskoðuðum reikningum, sem virtustu fyrirtæki höfðu vottað, mátti ekki treysta og sumir stjórnendur höfðu með óskammfeilnum hætti beitt brögðum til að fegra stöðuna. En svo voru aðrir bankar og stór fyrirtæki, svo sem AIG, sem ekki fóru á höfuðið, þótt staðan hjá þeim væri síst betri en hinna sem settir voru á guð og gaddinn. Hinir heppnu voru taldir „of stórir “ til að mega falla. Í raun þýddi sú skilgreining það mat, að fall hinna „of stóru“ myndi taka þjóðfélagið með sér í fallinu. Gerðist það brysti á langvarandi kreppa, upplausn og jafnvel stjórnmálalegt bylting- arástand eins og menn sáu sýnishorn af í Grikklandi og kannski víðar. Það voru ekki nein nákvæmnisvís- indi sem réðu því, hvaða banka var bjargað og hverjum ekki og lítill lýðræðislegur atbeini að ótrú- legum upphæðum sem veitt var til björgunar- aðgerða. Fyrirheit fóru fyrir lítið Í kjölfarið var því lofað að tryggt yrði að slíkir at- burðir gætu aldrei gerst aftur. Lítið sést þó til lof- orða um að deila bönkum upp í fjárfestingabanka annars vegar og og áhættufælna viðskiptabanka hins vegar. Sama er að segja um áform um að skipta bönkum sem þættu „of stórir til að falla“ nið- ur í smærri einingar. Nú, tæpum áratug síðar, eru „of stóru“ bankarnir orðnir hlutfallslega enn stærri en þeir voru þá. Það væri þó alrangt að segja að stjórnendur þessara risabanka hefðu ekkert lært. Það hafa þeir svo sannarlega gert. Þeir lærðu t.d. fljótt að þeir gætu enn komist upp með að borga sjálfum sér risavaxna, óverðskuldaða bónusa, þeir lærðu að þótt tilburðir væru uppi um að láta bankastjórnendur sæta ábyrgð fyrir löglausa framgöngu yrði sökinni að lokum beint að viðkom- andi bönkum, en ekki stjórnendum þeirra. Og þar sem fyrirbærið banki yrði ekki fangelsað yrði hon- um gert að greiða sektir og þeim yrði velt yfir á hluthafana, sem hvergi komu nærri. En fyrst og síðast lærðu stjórnendur risabank- anna að galdurinn væri einmitt sá, að tryggja að bankinn þeirra yrði örugglega nægilega stór, svo hrædda fólkið, sem svo víða er í forsvari fyrir al- menning, þyrði ekki annað en að láta skattgreiðend- ur axla alla ábyrgð á áhættu og glannaskap. Efnahagslögmálin lokuð úti Í framhaldinu hafa yfirvöld víða hvar ákveðið að horfast ekki í augu við vandræðin, í þeirri von að þau hverfi af sjálfu sér. Í tæpan áratug hafa þau prentað peninga í stórum stíl og boðið lánsfé sitt frítt og stundum borgað með því. Sparnaðarvið- leitnin fékk þar með rothögg og liggur vönkuð við hliðina á kenningunni um að ábyrgð skuli fylgja gjörðum. Seðlabanki Bandaríkjanna vissi að hann yrði fyrr eða síðar að hverfa frá peningaprentun sinni, sem til lengdar gagnast engum nema hlutabréfabröskurum og spákaupmönnum af verri sortinni. Og hann vissi einnig, að einungis er hægt um skamma hríð að horfa fram hjá margreyndum efnahagslögmálum. Hið opinbera getur ekki árum saman staðið fyrir að borgað sé með því lánsfé sem það er uppspretta að. Bankinn hóf því hægt og hikandi nýtt vaxta- hækkunarferli. Hann undirstrikaði þó að ferlið færi hægt af stað (því var raunar margfrestað vegna óró- leika á hlutabréfamörkuðum) og yrði í smáum skref- um með góðum hléum á milli. Bankinn hefur á því rúma ári sem liðið er frá því að hann tók að vara við hækkunarferlinu náð að hækka vexti sína um 0,25%! Þegar formaður bankastjórnar Seðlabankans mætti fyrir þingnefnd í vikunni og sagði þar að- spurð, að ekki væri útilokað að vextir bankans yrðu neikvæðir á ný, var það túlkað sem svo, að ráðleysi og ótti hefðu gripið um sig í bankanum. Í framhald- inu féllu verð á öllum helstu mörkuðum. Olía á eld óróleika Frá upphafi þessa árs hefur gætt meiri taugatitr- ings en áður. Verð hefur lækkað mikið á flestum mörkuðum. Olían er sérkapítuli.Verð hennar hefur hrapað nið- ur í nærri 25 dollara fatið, en samt er haldið áfram að dæla, því Saudar vilja kyrkja tilraunir Bandaríkj- anna til að verða sjálfum sér næg í olíu Olíuverð þarf að vera nærri helmingi hærra en það er nú, svo að það borgi sig að „sprengja“ (fracking) olíuafurðir úr bergi. Nær allar olíubirgðastöðvar heimsins eru að fyll- Veður eru válynd og skammdegis- umræðan ekki hafin ’ Það getur vel verið, að einmitt þegar heimsástandið er eins og allir vakandi menn sjá það, þá sé tímabært að landið lúti öruggri stjórn Pírata, sem vita óneitanlega meira um niðurhal og tölvuleiki en aðrir stjórnmálaflokkar. Og varla er lakara að í stjórnarráðinu búi þeir við aðhald frá Bessa- stöðum, annað hvort frá Össuri eða Katrínu. Reykjavíkurbréf12.02.16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.