Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Blaðsíða 17
starfi“. Reyndar skrapp hún í efna- laugina með flugmannabúninginn dag- inn sem viðtalið var tekið og var ítrekað spurð að nafni mannsins sem ætti hann. Það hafi komið fát á konuna þegar hún sagðist sjálf eiga hann. Í Saudi-Arabíu, þar sem Kristín hef- ur dvalið mikið, finnur hún einungis fyrir aðdáun. „Einu sinni vorum við Guðrún, sem er flugstjóri, að labba saman í gegnum flugstöðina í Dam- mam (í Saudi-Arabíu) og það bara stöðvaðist allt. Allir í flugstöðinni horfðu á okkur stórum augum, karlar, konur og börn. Svo var ég var einu sinni beðin um að halda fyrirlestur fyrir saudiarabíska krakka og fannst þeim það mjög merkilegt að konur mættu vera flugmenn. Konur mega ekki keyra bíl þarna. Mér finnst það alltaf jafn fáránlegt. Ég má fljúga flugvél til landsins en ég má ekki keyra bíl í landinu,“ segir hún. „Ef ég fer þar út í búð þarf ég alltaf að fara í svartan kjól. Kjóllinn heitir abaja og ég hyl hárið en ekki andlitið. Ég þarf alltaf að fara í abajuna þegar ég fer út af hótelinu, hvort sem það er út í búð eða út að borða eða í „mollið“, segir hún og nefnir að það sé trúarlögregla sem fylgist með víða. Hún segist þó alltaf vera í júniforminu þegar hún flýgur. „Ég ferðast alltaf til og frá Saudi-Arabíu í júniformi því sem kona fæ ég miklu meiri virðingu í júniform- inu heldur en í abajunni,“ segir hún. Karlmenn í „handklæðum“ Kristín segist kunna betur við að fljúga vöruflutningavélum en farþega- vélum en hún hefur margoft flogið með pílagríma sem eru á leið til Mekka. „Þegar þeir fljúga til Jeddah eru allir karlmennirnir búnir að vefja sig í einhvers konar handklæði. Þessi klæðaburður þeirra er öðruvísi en maður á að venjast. Þetta er hefð- bundinn klæðnaður fyrir karlmennina til þess að allir líti eins út fyrir Guði; hann gerir ekki greinarmun á höfð- ingja og betlara þegar allir eru klæddir eins,“ útskýrir Kristín. „Og það má ekki sjást í úlnliðina á mér. Konurnar eru huldar og þær strangtrúuðustu eru líka með andlitið hulið,“ segir Kristín. „Margir af far- þegum okkar koma úr öðrum menn- ingarheimum og margt af því sem okkur finnst sjálfsagt finnst þeim kannski ekki. Sem dæmi þá er ekki sjálfsagt að fólk kunni að nota klósett- in og hafa sumir þvegið á sér fæturna í þeim. Þeir koma þá út með bláa fæt- ur. Eins hefur fólk tekið prímusa og búsáhöld með sér í flugið og hefur ætlað að elda um borð. Þetta hefur sem betur fer lagast og í dag eru hald- in námskeið fyrir farþegana áður en þeir fljúga með okkur,“ segir Kristín og segir margt hafa breyst. Í gamla daga lentu flugfreyjur stundum í óvæntum atburðum. „Ég heyrði einu sinni sögu af flugfreyju sem tók við kúk í bolla!“ segir hún. Reynt að smygla líki Kristín segir að hún hafi ekki mikið samneyti við farþega; það komi frekar í hlut flugfreyja að þurfa að leysa ýmis mál í farþegarýminu. Hún segir að það hafi komið fyrir að fólk hafi látist um borð í vél en margir í pílagrímaflugi eru fjörgamlir og veikir. „Eitt skipti var meira að segja reynt að smygla inn dánum manni! Hann dó í ferðalaginu á leiðinni til Jeddah og fjölskyldan vildi koma honum til Mekka en það er hvergi betra að deyja en þar,“ segir hún og bendir á að oft sé mjög lélegt eftirlit á þessum sveitaflugvöllum. „Það eru oft flugfreyjurnar okkar sem stoppa fólk.“ Líkkistur í Afganistan Kristín segist hafa lent í alls kyns óvæntum ævintýrum á þessum fram- andi áfangastöðum. Eitt sinn þegar þau voru lent í Afganistan sá Kristín sjón sem hún gleymir seint. „Okkur var skipað að hafa alveg hljóð, þetta var mjög súrrealískt. Það var verið að bera líkkistur um borð í Hercules- vélar með bandaríska fánanum yfir. Við áttum, ásamt áhöfnum í öðrum vélum, að drepa á öllu um borð í vél- inni því þeir vildu fá hálftíma þögn til að minnast þeirra látnu. Á meðan óm- aði bandaríski þjóðsöngurinn. Ég man að ég hugsaði, ég er í raun á stríðssvæði, hvað er maður að gera hér?“ segir hún en líkkisturnar voru 10-12 talsins. Með fulla vél af ormum Kristín hefur flogið milli landa með alls kyns furðulegan varning. Sem dæmi má nefna að hún flýgur oft með fulla vél af blómum, bílum og alls kon- ar dýrum, tölvubúnað frá Kína, fatnað og útungunaregg svo eitthvað sé nefnt. „Eitt sinn flaug ég með fulla vél af ormum sem voru fyrir prinsinn í Saudi til að gefa fálkunum sínum, þeir þjálfa þá upp og nota þá mikið til sportveiða. Áður fyrr notuðu þeir fuglana til að veiða sér til matar en núna er þetta sport hinna ríku,“ segir Kristín sem nýtur starfsins og kippir sér ekki upp við lifandi farm.Morgunblaðið/Ásdís ’ Eitt skipti var meira að segja reynt að smygla inn dánum manni! Hann dó í ferðalaginu á leiðinni til Jeddah og fjöl- skyldan vildi koma honum til Mekka en það er hvergi betra að deyja en þar. Kristín María Grímsdóttir flýgur um heim allan sem flugmaður hjá Air Atlanta. 14.2. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 statík og truflun í talstöðinni. Hærra og hærra og allt í einu kemur þessi gríðarlega sprenging. Það kemur högg undir pedalana hjá okkur og mikið flass. Konan aftur í hrekkur upp en við segjum henni bara að það sé allt í góðu. Við lendum svo í Reykjavík og kom- umst að því að það voru smáskemmdir á vélinni, sem er mjög algengt eftir eldingar. En það merkilegasta við þessa sögu er að skórinn minn fór af sólanum! Ég var í skóm sem ekkert var að, en eftir þetta flug var skórinn eins í teiknimynd, eins og þegar einhver veiðir skó, þannig var skórinn minn! Og ég með tærn- ar út!“ segir hún og hlær. Ekkert borgað fyrir reynsluna Bryndís segir að vinnutíminn í innanlandsflugi henti sér mjög vel. Hún á þrjár ungar dætur og finnst gott að geta sofið heima hjá sér á hverri nóttu. Hún segist ekki spennt fyrir millilandaflug- inu þótt hún væri alveg til í að prófa að fljúga þotu. „Það þýddi að ég yrði að segja upp eða fara í launa- laust leyfi og fá vinnu hjá Atlanta, WOW eða Ice- landair og þar myndi ég bara byrja í neðsta launa- skala. Ég færi aftast á listann og á nýliðalaun. Þegar ég fór frá Íslandsflugi til Flugfélagsins tap- aði ég í raun fimm ára launaskala. Þú tekur með þér reynsluna en færð ekkert fyrir það!“ segir hún og skellihlær. „Þetta er það sem hamlar fólki í því að vera að skipta, en það hafa þó margir menn verið að fara til Icelandair og Wow. Það er auðveldara hjá Wow af því þá vantar reynda menn og við erum nánast öll mjög reynslumikil. Við erum með marg- falda reynslu til að verða flugstjórar,“ segir Bryn- dís, sem átti stutt í flugstjórann árið 2008. „Þetta stoppaði allt í hruninu,“ segir hún en syrgir það ekkert. Bryndís er hæstánægð með vinnuna og nýtur þess að vera í háloftunum. Hún segist aldrei hrædd í flugvél en segist skilja að margir séu hræddir, sér- staklega í mikilli ókyrrð, en segir það ekkert að ótt- ast. Sjálf er hún lofthrædd. „Ég er lofthrædd í stiga, þori ekki upp á bílskúrsþak,“ segir Bryndís en hún hefur stokkið út úr flugvél í fallhlíf. „Það er alveg svakalega gaman!“ Hún kveður og drífur sig af stað, enda bíða farþegar sem þurfa að komast sína leið. Morgunblaðið/Ásdís ’ Þegar ég var hjá Íslandsflugi vorum við að fara á litla staði eins og Gjögur og þá varð maður var við gamla kalla sem voru alveg brjálaðir yfir að það væri verið að láta þessa stelpu fljúga. voru alveg brjálaðir yfir að það væri verið að láta þessa stelpu fljúga.“ Farþegi pikkaði í öxlina Bryndís segist hafa lent í fyndnu atviki sem lýsti ákveðnu vantrausti, sennilega vegna þess að hún er kona. „Einu sinni þegar ég var flugstjóri á Dorn- iernum vorum við Jenný vinkona mín að fljúga saman. Við vorum að fara á Bíldudal og þurftum að taka aðflug. Það er ekkert aðflug nema úti á sjó, fyrir utan Vestfirðina, maður lækkar sig úti á sjó. Svo þarf að fljúga sjónflug inn á staðinn. Það var of lágskýjað á Bíldudal og við þurftum að taka þetta aðflug. Við þurftum að lækka okkur skarpt niður og hentum út hjólunum. En þá áttum við eftir langt flug út Arnarfjörðinn þannig að við kipptum bara hjólunum upp aftur. Þetta var sett út til að hægja á vélinni og þá lækkar hún hraðar. En þetta gæti hafa ruglað farþegana okkar. Svo erum við bara að „krúsa“ þarna inn Arnarfjörðinn og allt í góðu. Þá var pikkað í öxlina á mér. „Ég ætla bara að láta ykkur vita að hjólin eru uppi.“ Þar var einn farþeg- inn kominn!“ segir hún og hlær. „Hann hafði ekki meiri trú á kvensniftunum þarna frammi í!“ segir hún. „Þetta er sennilega mesta vantraustsyfirlýs- ing sem ég hef fengið.“ Með tærnar úti eftir flugið Bryndís segist aldrei hafa lent í neinum vandamálum í flugi, aldrei misst mótor eða orðið fyrir alvarlegri bilun. „Enda æfum við þetta allt saman. En ég get sagt þér eina sögu. Einu sinni fengum við eldingu í Dornierinn yfir Þingvallavatni. Það var merkilegt að upplifa. Þetta olli ekkert hræðslu en í þessu tilfelli var bara einn farþegi í vélinni sem var steinsofandi. Þeg- ar við flugum yfir Þingvallavatn fer að heyrast mikil Bryndís Lára Torfadóttir flýgur landshluta á milli sem flugmaður hjá Flug- félagi Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.