Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Blaðsíða 13
Heldur er tíðindalítið á for-setavígstöðvunum. Ráð-gjafar ku leggja til að sá sem hugi að framboði stígi ekki fram alveg strax. Undirbúningstímabilið sé ekki auðvelt og mikilvægt að greina frá ákvörðun á „hárréttu augnabliki“ hvað svo sem það nú þýð- ir. Nokkrir hafa þegar lýst yfir fram- boði og sumir þeirra tjáðu sig um hin aðskiljanlegustu málefni á Facebook í vikunni. Þorgrímur Þráinsson skrifaði, eftir að í hámæli komst að barn í Fella- skóla fékk ekki að kaupa sér pítsu- sneið í hádeginu á öskudaginn fyrst hún er ekki í mataráskrift, að mikil- vægt væri að hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í huga: ,,Öll börn eiga sama rétt á að lifa og þroskast og ekki má mismuna þeim vegna stöðu, bakgrunns, uppruna eða fjölskyldu þeirra. Börn geta ekki bor- ið ábyrgð á þeirri stöðu sem þau fæð- ast í. Fátækt og félagsleg einangrun eykur hættuna á að börn fái ekki not- ið þessara grunnréttinda. Með því að koma í veg fyrir fátækt og ójöfnuð komum við í veg fyrir að brotið sé á réttindum barna og gerum þeim öll- um kleift að njóta réttinda sinna. Ég er tilbúinn til þess að borga hærri skatta til þess að ÖLL grunn- skólabörn geti setið við sama borð í hádegismat. Sykurskatturinn einn og sér hefði reyndar dekkað þann kostn- að,“ sagði Þorgrímur. Svo mörg voru þau orð. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur, sem er einnig titluð atvinnumótmæl- andi á Facebook, tjáði sig um eigin æsku í vikunni: „Ég fékk mjög forsetalegt uppeldi, ég var alltaf á Þingvöllum með afa og ömmu að borða samlokur úr körfu Ís- lenskra aðalverktaka, síðan setti afi mig inní Bændahöllina, Eimskipa- félagið, Sambandið, BSí, Lýðveldis- stofnun, meðan við tuggðum samlok- urnar. Með hangikjöti, osti, gúrku, eggi og tómat. Á eftir fórum við uppí brekku að huga að blómum, bláberja- lyngi, fífum og reyrgresi og ég fékk að heyra hryllilegar sögur sem höfðu dunið yfir þjóðina, einsog músina sem gróf sig ofaní kindaskrokk í fjárhús- unum svo kindin jarmaði einsog keðjusög, ég heyrði um tvær litlar stúlkur sem hefðu andast í lautu á fífukodda, hvernig þjóðin hefði logn- ast út af í myrkri, kulda og vosbúð í margar aldir meðan hún sat við skriftir á Íslendingasögunum undir Heklugos en einn daginn smurði amma einmitt samlokur í körfu frá Íslenskum aðalverktökum og við ók- um af stað að skoða Heklugosið.“ Elísabet segir hraunið hafa ruðst áfram „með glóandi skruðningum og svo fórum við niðrí fjöru að tína ígul- ker og kuðunga, og fengum að heyra um Reynistaðarbræður og Djáknann á Myrká á leiðinni heim, skipstrandið á Mýrum, og fólk sem hafði dáið á leið- inni til Vesturheims. Svo ég vogaði mér aldrei að fara þangað“. Þingvellir komu einnig við sögu í færslu á facebooksíðu Hildar Þórð- ardóttur. Hún segir að á heimili ömmu hennar og afa hafi verið Kjar- valsmálverk yfir sófanum; af hrauni á Þingvöllum eins og Kjarval einn mál- aði það. Málverkið greyptist svo djúpt inn í vitundina að í hvert sinn sem Hildur keyrir framhjá hrauni og sérstaklega ef litirnir minna á málverkið „finnst mér ég alltaf vera að keyra í málverki eftir Kjarval. Þannig getur listin breytt skynjun okkar á heiminum“, segir hún. Hildur bætir við að eins og margir góðir listamenn hafi Jóhannes Kjarval verið á undan sinni samtíð. „Hann var frumkvöðull og fór sínar eigin leiðir í köllun sinni. Hann var ekki allra á meðan hann lifði, þótti ægilegur sér- vitringur og kannski var hann sér á parti. En nú næstum hálfri öld eftir dauða hans er hann hvers manns hug- ljúfi og óskabarn þjóðarinnar.“ Af börnum og forsetalegu uppeldi Frambjóðendur til emb- ættis forseta Íslands hafa sig ekki verulega í frammi enn sem komið er en tjá sig þó um allt milli himins og jarðar. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Morgunblaðið/Golli Forseti Íslands er verndari ým- issa samtaka og viðburða. Á heimasíðu embættisins er eft- irfarandi talið upp: Alþjóðlegar sumarbúðir barna á Íslandi, American Scandinavian Foundation í Bandaríkjunum, Bandalag ís- lenskra skáta, European Cities Against Drugs (Samstarfsverk- efni Evrópuborga gegn fíkni- efnum), Gríman, Íslensku leik- listaverðlaunin, Íslensku bjartsýnisverðlaunin, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íslenski þekkingardagurinn, Kvenfélagasamband Íslands, Lionshreyfingin á Íslandi, Listahátíð í Reykjavík, Nýsköp- unarkeppni grunnskólanem- enda, NGK, Rauði kross Ís- lands, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Umhyggja, félag til stuðnings langveikum börnum. Að auki er hefð fyrir því að forseti taki að sér að vera verndari margvíslegra verk- efna eða atburða, safnana, list- viðburða og ráðstefna. Vernd FORSETAVAKTIN 14.2. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 19 VIKUR TIL KOSNINGA Vítaplús hágæða fjölvítamín Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrirVOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Þingvellir eru Íslendingum afar hugleiknir. Kjarval málaði þá á ógleymanlegan hátt og Elísabet Jökulsdóttir segist allaf hafa verið þar með afa sínum og ömmu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.