Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Page 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Page 13
Heldur er tíðindalítið á for-setavígstöðvunum. Ráð-gjafar ku leggja til að sá sem hugi að framboði stígi ekki fram alveg strax. Undirbúningstímabilið sé ekki auðvelt og mikilvægt að greina frá ákvörðun á „hárréttu augnabliki“ hvað svo sem það nú þýð- ir. Nokkrir hafa þegar lýst yfir fram- boði og sumir þeirra tjáðu sig um hin aðskiljanlegustu málefni á Facebook í vikunni. Þorgrímur Þráinsson skrifaði, eftir að í hámæli komst að barn í Fella- skóla fékk ekki að kaupa sér pítsu- sneið í hádeginu á öskudaginn fyrst hún er ekki í mataráskrift, að mikil- vægt væri að hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í huga: ,,Öll börn eiga sama rétt á að lifa og þroskast og ekki má mismuna þeim vegna stöðu, bakgrunns, uppruna eða fjölskyldu þeirra. Börn geta ekki bor- ið ábyrgð á þeirri stöðu sem þau fæð- ast í. Fátækt og félagsleg einangrun eykur hættuna á að börn fái ekki not- ið þessara grunnréttinda. Með því að koma í veg fyrir fátækt og ójöfnuð komum við í veg fyrir að brotið sé á réttindum barna og gerum þeim öll- um kleift að njóta réttinda sinna. Ég er tilbúinn til þess að borga hærri skatta til þess að ÖLL grunn- skólabörn geti setið við sama borð í hádegismat. Sykurskatturinn einn og sér hefði reyndar dekkað þann kostn- að,“ sagði Þorgrímur. Svo mörg voru þau orð. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur, sem er einnig titluð atvinnumótmæl- andi á Facebook, tjáði sig um eigin æsku í vikunni: „Ég fékk mjög forsetalegt uppeldi, ég var alltaf á Þingvöllum með afa og ömmu að borða samlokur úr körfu Ís- lenskra aðalverktaka, síðan setti afi mig inní Bændahöllina, Eimskipa- félagið, Sambandið, BSí, Lýðveldis- stofnun, meðan við tuggðum samlok- urnar. Með hangikjöti, osti, gúrku, eggi og tómat. Á eftir fórum við uppí brekku að huga að blómum, bláberja- lyngi, fífum og reyrgresi og ég fékk að heyra hryllilegar sögur sem höfðu dunið yfir þjóðina, einsog músina sem gróf sig ofaní kindaskrokk í fjárhús- unum svo kindin jarmaði einsog keðjusög, ég heyrði um tvær litlar stúlkur sem hefðu andast í lautu á fífukodda, hvernig þjóðin hefði logn- ast út af í myrkri, kulda og vosbúð í margar aldir meðan hún sat við skriftir á Íslendingasögunum undir Heklugos en einn daginn smurði amma einmitt samlokur í körfu frá Íslenskum aðalverktökum og við ók- um af stað að skoða Heklugosið.“ Elísabet segir hraunið hafa ruðst áfram „með glóandi skruðningum og svo fórum við niðrí fjöru að tína ígul- ker og kuðunga, og fengum að heyra um Reynistaðarbræður og Djáknann á Myrká á leiðinni heim, skipstrandið á Mýrum, og fólk sem hafði dáið á leið- inni til Vesturheims. Svo ég vogaði mér aldrei að fara þangað“. Þingvellir komu einnig við sögu í færslu á facebooksíðu Hildar Þórð- ardóttur. Hún segir að á heimili ömmu hennar og afa hafi verið Kjar- valsmálverk yfir sófanum; af hrauni á Þingvöllum eins og Kjarval einn mál- aði það. Málverkið greyptist svo djúpt inn í vitundina að í hvert sinn sem Hildur keyrir framhjá hrauni og sérstaklega ef litirnir minna á málverkið „finnst mér ég alltaf vera að keyra í málverki eftir Kjarval. Þannig getur listin breytt skynjun okkar á heiminum“, segir hún. Hildur bætir við að eins og margir góðir listamenn hafi Jóhannes Kjarval verið á undan sinni samtíð. „Hann var frumkvöðull og fór sínar eigin leiðir í köllun sinni. Hann var ekki allra á meðan hann lifði, þótti ægilegur sér- vitringur og kannski var hann sér á parti. En nú næstum hálfri öld eftir dauða hans er hann hvers manns hug- ljúfi og óskabarn þjóðarinnar.“ Af börnum og forsetalegu uppeldi Frambjóðendur til emb- ættis forseta Íslands hafa sig ekki verulega í frammi enn sem komið er en tjá sig þó um allt milli himins og jarðar. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Morgunblaðið/Golli Forseti Íslands er verndari ým- issa samtaka og viðburða. Á heimasíðu embættisins er eft- irfarandi talið upp: Alþjóðlegar sumarbúðir barna á Íslandi, American Scandinavian Foundation í Bandaríkjunum, Bandalag ís- lenskra skáta, European Cities Against Drugs (Samstarfsverk- efni Evrópuborga gegn fíkni- efnum), Gríman, Íslensku leik- listaverðlaunin, Íslensku bjartsýnisverðlaunin, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íslenski þekkingardagurinn, Kvenfélagasamband Íslands, Lionshreyfingin á Íslandi, Listahátíð í Reykjavík, Nýsköp- unarkeppni grunnskólanem- enda, NGK, Rauði kross Ís- lands, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Umhyggja, félag til stuðnings langveikum börnum. Að auki er hefð fyrir því að forseti taki að sér að vera verndari margvíslegra verk- efna eða atburða, safnana, list- viðburða og ráðstefna. Vernd FORSETAVAKTIN 14.2. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 19 VIKUR TIL KOSNINGA Vítaplús hágæða fjölvítamín Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrirVOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Þingvellir eru Íslendingum afar hugleiknir. Kjarval málaði þá á ógleymanlegan hátt og Elísabet Jökulsdóttir segist allaf hafa verið þar með afa sínum og ömmu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.