Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Blaðsíða 32
HEILSA RS-veiran veldur sýkingu sem veldur kvefi og hósta og leggst hún þyngst á börn áfyrsta æviári og eldra fólk. Veiran er mjög smitandi og berst milli fólks meðhnerra, hósta og snertismiti. Til að forðast smit er handþvottur mikilvægur og
passa skal að ung börn séu ekki í margmenni eða nálægt þeim sem smitaðir eru.
RS-veiran leggst á ung börn
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.2. 2016
Þegar barnshafandi kona þjáist
af meðgöngusykursýki hefur
hún allt of háa þéttni glúkósa í
blóði og veldur það því sama hjá
fóstrinu. Slíkt getur haft slæmar
afleiðingar fyrir heilsufar fóst-
ursins og getur til að mynda
valdið ýmsum þroskafrávikum,
sérstaklega á fyrstu tveimur
mánuðum meðgöngu. Þessi
ófullnægjandi blóðsykursstjórn-
un móður getur einnig haft áhrif
á vöxt fóstursins, blóðsykurs- og
járnefnaskipti og súrefnismett-
un.
Getur valdið hjartabilun
Bein tengsl eru á milli hjarta-
sjúkdóma hjá börnum og með-
göngusykursýki en um 30% barna
mæðra með meðgöngusykursýki
eru með ofvöxt á skilvegg hjarta-
slegla sem valdið getur hjartabil-
un síðar meir.
Algengt er að börnin fæðist
mjög stór en 25% barna kvenna
sem þjást af meðgöngusykursýki
eru þyngri en fjögur kíló við fæð-
ingu. Vegna stærðarinnar eru
börnin í aukinni hættu á að verða
fyrir taugaskaða í fæðingu.
Rétt mataræði og hreyfing
Meðgöngusykursýki getur skapast
á meðgöngu hjá konum sem hafa
ekki sögu um sykursýki. Þeim sem
greinast með meðgöngutengda
sykursýki fer stöðugt fjölgandi og
er vaxandi vandamál í þjóðfélag-
inu. Margt er til ráða til að sporna
við meðgöngusykursýki. Rétt mat-
aræði móður hjálpar til að halda
blóðsykri í jafnvægi og hreyfing er
nauðsynleg til að lækka blóðsykur.
Nauðsynlegt er að kona sem þjáist
af meðgöngusykursýki sé undir
góðu eftirliti og að fylgst sé reglu-
lega með blóðsykri hennar. Sé
þörf á insúlínmeðferð, eins og er í
um 20% tilvika hjá konum, er kon-
um kennt hvernig á að sprauta sig.
Eftirfylgni er mikilvæg fyrir þær
konur sem fá meðgöngusykursýki
þar sem hætta er á að þær þrói
með sér sykursýki týpu II. Þannig
er ekki víst að sykursýkin hverfi
þegar meðgöngunni lýkur og get-
ur það haft neikvæðar heilsufars-
legar afleiðingar fyrir móðurina og
einnig á þau börn sem hún mun
mögulega ganga með í framtíð-
inni.
MEÐGÖNGUSYKURSÝKI HÆTTULEG HEILSU BARNA
Hvað er meðgöngusykursýki?
Fylgjast þarf vel með konum sem
þjást af meðgöngusykursýki.
Getty Images/iStockphoto
Fyrir ári kviknaði sú hugmynd hjá RakelGarðarsdóttur að framleiða íslenskanungbarnamat. Rakel, sem er framleið-
andi hjá Vesturporti, fannst vanta á markað-
inn mat sem foreldrar vissu nákvæmlega
hvaðan kæmi og gerður væri úr íslenskum
hráefnum. Hún hafði samband við vinkonu
sína Hrefnu Rósu Sætran, sem er vel þekkt
fyrir matargerð sína og veitingastaðina
Grillmarkaðinn og Fiskmarkaðinn. „Við hitt-
umst í eldhúsi meistarans,“ segir Rakel en
þar lögðu þær á ráðin um ungbarnamat. Nú,
ári síðar, er varan komin í hillur matvöru-
verslana undir nafninu Vakandi.
Íslenskt hráefni í fyrirrúmi
Ein megináherslan hjá þeim vinkonum var
að nota hollt og næringarríkt íslenskt hrá-
efni. „Við völdum kalkún, sem er súperfæða,
í stað nautakjöts eða kjúklings og við notum
bygg í staðinn fyrir hrísgrjón. Allur þessi
erlendi barnamatur er þykktur með hrís-
mjöli,“ segir Hrefna. „Já og svo notum við
auðvitað hreina íslenska vatnið,“ segir Rak-
el.
Dreifingin hófst í síðustu viku og virðist
fara vel af stað. „Ég sá alla vega í Melabúð-
inni í gær að það var lítið eftir,“ segir
Hrefna. Réttirnir fjórir sem komnir eru á
markað eru íslenskur pottréttur, sem inni-
heldur kalkún, perlubygg og grænmeti,
blómkál og rófur og gulrætur. „Þetta eru
tvær týpur, önnur er ætluð fyrir níu mánaða
og eldri en hin fyrir fjögurra mánaða og
eldri,“ segir Rakel. Þær segjast vera rétt að
byrja og hyggjast bjóða upp á fleiri bragð-
tegundir í framtíðinni og ætla að hafa sem
mest af hráefninu íslenskt þótt það geti orð-
ið erfitt þegar ávextir eiga í hlut.
Börnin dæmdu matinn
Hrefna og Rakel ákváðu að prófa réttina á
neytendunum sem eiga að borða þá. „Við
auglýstum eftir börnum í rýnihóp og fengum
tuttugu fjölskyldur og gekk það vel og var
mjög hjálplegt. Fyrsta útgáfan sem við
gerðum var ekki mjög vinsæl. Það var alltof
þykkt,“ segir Rakel. „Það þurfti að þróa
þetta betur,“ segir hún. Þær segjast hafa
skoðað vel hvað væri í boði erlendis og
könnuðu hvaða bragðtegundir hafa verið
vinsælastar. „Maður þarf ekki að finna upp
hjólið. Okkar vara er í ætt við það sem er
vinsælast úti í heimi en það er svolítið öðru-
vísi kryddað, það er frá henni Hrefnu,“ seg-
ir Rakel.
Krukkumatur án samviskubits
Hrefna sá um að þróa bragðið á matnum,
enda er það hennar fag. „Ég er búin að gera
mikið af mat í gegnum tíðina þannig að ég
veit hvernig þetta gengur fyrir sig. Ég á
fjögurra ára strák og þegar hann var lítill
var ég mjög mikið að vinna og gerði allan
mat fyrir hann frá grunni, nema
einu sinni keypti ég krukku og
fékk mikið samviskubit. Nú á ég
tveggja og hálfs árs stelpu og ég
gerði einu sinni fyrir hana mat
og keypti svo alltaf krukkur,“
segir Hrefna og hlær. „Ég vildi
að það hefði verið til svona mat-
ur þá því þau fengu stundum út-
brot í kringum munninn því það
voru einhver sterk efni í þessu,“
segir hún um erlendu vörurnar
sem hún keypti.
„Vörulínan á eftir að stækka á
næstunni og við erum mjög spenntar fyrir
því að nota geitaafurðir,“ segir Rakel og út-
skýrir að þær séu ekki ofnæmisvaldandi.
„Geitamjólk þykir miklu nær brjóstamjólk
en kúamjólk,“ segir hún.
Meiri gæði kosta meira
Maturinn er framleiddur hjá Ora. Þær segja
það frábært að geta fylgst
vel með framleiðslunni,
sem fer fram í Kópavogi.
„Það er allt öðruvísi en að
vera að kaupa eitthvað
sem er framleitt í Amer-
íku, þú veist ekkert hvar
eða hvernig það er gert,“
segir Rakel en engin
rotvarnarefni eru í vörun-
um og ekki sykur og salt.
„Okkar hugsjón er að ís-
lensk börn geti borðað ís-
lenskan mat, íslenska
framleiðslu. Þetta er kannski nokkrum tí-
köllum dýrara en sambærileg vara,“ segir
Rakel. „Við leggjum ekki mikið á þetta,
þetta er að miklu leyti gert til að varan sé
til,“ segir Hrefna. „Þetta eru meiri gæði. Og
ef það er einhvers staðar sem á ekki að
spara er það hér,“ segja þær og benda á að
allir vilji gefa ungbörnunum sínum það
besta.
Liður í að bjarga heiminum
Þær segjast enn ekki vita hvaða tegund sé
vinsælust hjá börnunum. „Við vorum að
taka markaðsmyndir um daginn og vorum
með fimm lítil börn og það var mjög gaman
að sjá að þau börn voru alveg æst í þetta.
Þá verður maður svo þakklátur,“ segir Rak-
el.
„Slagorðið okkar er „betri byrjun fyrir
börnin“; grunnhugmyndin er bara þessi, að
það sé í boði íslensk framleiðsla fyrir ung-
börn,“ segir Rakel. „Þetta er mjög hollt.
Fullorðnir hafa meira að segja sagt að þeim
finnist þetta gott,“ segir Hrefna.
Þær segjast opnar fyrir ábendingum og
athugasemdum frá fólki sem hefur prófað
vöruna. „Við hlökkum bara til framhaldsins,
að geta stækkað línuna og farið með þetta
til útlanda jafnvel,“ segir Rakel. „Við viljum
bjarga heiminum og þetta er bara einn liður
í því!“
Betri byrjun
fyrir börnin
Börnin kunna vel að
meta nýja barna-
matinn frá Vakandi.
’
Við vorum að taka mark-
aðsmyndir um daginn og
vorum með fimm lítil börn og
það var mjög gaman að sjá að
þau börn voru alveg æst í þetta.
Þá verður maður svo þakklátur.
Rakel Garðarsdóttir og Hrefna Rósa Sætran hafa tekið
höndum saman og þróað hollan íslenskan ungbarnamat
undir heitinu Vakandi. Fjórar tegundir eru nú í boði og
innihalda þær engin rotvarnarefni og hvorki sykur né salt.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Hrefna Rósa Sætran og Rakel Garðarsdóttir.
Ein tegundin inniheldur kalkún.
Ljósmyndir/Björn Árnason