Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Blaðsíða 46
LESBÓK Alan Macniven, dósent í sænsku, og Guy Puzey, lektor í norsku, báðirvið Edinborgarháskóla, halda fyrirlestra í Lögbergi á þriðjudag kl. 16 á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Fyrirlestrar í Lögbergi 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.2. 2016 ÁReykjavöllum í Biskupstungum býrUnnur Malín Sigurðardóttir meðmanni sínum og ungum syni. Hún lét gamlan draum rætast fyrir tæpum tveimur ár- um og flutti úr borginni í sveitina og segist vera sest þar að. Enda er nóg að gera hjá henni og menningarlífið blómstrar en hún syngur í kór Skálholtskirkju, leikur í leikritinu Brúðkaup og semur tónlist meðfram barnauppeldi. Fékk trompet í hendurnar Unnur er dóttir Sigurðar Örlygssonar listmál- ara og Ingveldar Róbertsdóttur, prófarkalesara og þýðanda. Hún ólst upp í stórum systkinahópi en þau eru sjö talsins, þar af fimm alsystkini. Unnur hneigðist snemma til lista, teiknaði og málaði en tónlistin varð ofan á. „Ég átti mjög yndislega æsku. Við systkinin spilum öll á hljóð- færi. Það var þannig að þegar ég var níu ára þá kom inn í bekkinn Páll Pampichler Pálsson og spurði hvort einhver vildi læra á hljóðfæri og ég rétti upp hönd. Ég fékk trompet í hendurnar og fór bara heim og tilkynnti mömmu og pabba að ég væri að fara að læra á trompet,“ segir Unnur og brosir því foreldrunum var fyrst brugðið því þau höfðu ekki efni á að senda öll börnin í tón- listarnám. En með nýjum niðurgreiðslum frá ÍTR og systkinaafslætti gekk það allt upp. „Við höfðum nóg en ekkert umfram það,“ segir Unn- ur sem fór snemma að bera út blöð og bjarga sér sjálf. Umvafin tónlist „Ég byrjaði á trompet en skipti svo við 12, 13 ára aldurinn yfir í barítón horn (euphonium) og spilaði alltaf í Lúðrasveit Vesturbæjar. Núna í dag spila ég á miklu fleiri hljóðfæri,“ segir Unn- ur sem ólst upp við að hlusta mikið á tónlist. „Við vorum bara umvafin tónlist. Mamma og pabbi voru bæði heimavinnandi og pabbi spilar alltaf tónlist við vinnuna, klassík og djass. Hann keypti alveg gríðarlega mikið inn af tónlist, af diskum. Ég dýrkaði djass og var líka rosalega flink í að þekkja raddir. Pabbi prófaði mig reglulega: Hver er að syngja? Ég var búin að þjálfa upp eitthvert eyra án þess að gera mér grein fyrir því,“ segir hún. „Ég vissi ekki einu sinni að það væru til fleiri útvarpsstöðvar held- ur en gufan fyrr en ég var tólf ára!“ segir Unnur og hlær. Snerti ekki lúður í sex ár Síðar stundaði Unnur söngnám í FÍH hjá Jó- hönnu Linnet samhliða menntaskólanámi og hélt áfram að læra á barítónhornið. Hún er stúdent frá myndlistarbraut Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti þar sem hún fann sína hillu eft- ir að hafa prófað tvo aðra menntaskóla. Öll unglingsárin var Unnur í lúðrasveitum en hætti um tvítugt. „Ég var orðin dáldið þreytt á því og svo þótti það ekkert töff heldur,“ segir hún og hlær. „Þá þurfti ég að skila lúðrinum því ég hafði bara haft hann í láni. Þannig að ég snerti ekki lúður í heil sex ár. Það var ekki fyrr en ég byrjaði í Söngskólanum í Reykjavík og það voru jólatónleikar að nokkrir krakkar báðu mig að vera með í að stofna lúðrasveit Söngskólans í Reykjavík en hún var stofnuð bara fyrir þessa einu jólatónleika og leystist upp að þeim loknum. Ég fékk þá lánaðan lúður aftur og þá var þetta svo gaman og ég fékk að hafa hann áfram. En fyrst ég var komin með bakteríuna aftur fyrir lúðrablæstri ákvað ég að ganga aftur til liðs við Lúðrasveit Reykjavík- ur,“ segir Unnur. Systkinin saman í Ojba Rasta „Á sama tíma og ég var í lúðrasveitinni fór ég að spila með Ojba Rasta,“ segir Unnur en sú hljómsveit er reggae-band. Í hljómsveitinni eru bræður hennar Arnljótur og Gylfi og Vala systir hennar ásamt sex öðrum meðlimum en þau systkinin eru öll mjög músíkölsk. Þegar Unnur byrjaði með Ojba Rasta breyttist hljómsveitin úr „cover“-bandi og fór að semja eigin tónlist. Þau gáfu út plötu árið 2012 og aðra 2013. „Allir sem eru í hljómsveitinni eru þar virkilega af ástríðu. Ég elska að spila með Ojba Rasta, það er svo gaman hjá okkur!“ segir Unnur. „Þetta er reggae-band með okkar tvisti. Það er til dæmis ekki hefðbundið að vera með euphonium (barítónhorn) í reggae-bandi,“ segir Unnur sem spilar einnig á melódikku og syngur bakraddir. Unnur er nú einnig nýfarin að spila mikið á raf- magnsgítar og hefur kennt sjálfri sér á píanó. Hún hefur mjög gaman af því að prófa ný hljóð- færi. „Það er svo gaman þegar maður byrjar að tengja á milli hljóðfæranna.“ Beðin um að semja verk Unnur er nýfarin að semja sína eigin tónlist. „Ég er að semja fyrir kór, hörpu og slagverk og hef verið að fikra mig áfram fyrir aðrar hljóð- færasamsetningar en meira í klassískum stíl. Svo er ég að semja popplög og svo spuna. Með röddina eða á hljómborðið,“ segir hún. „Ég hafði aldrei trú á mér sem tónskáldi sem krakki. Það var svo fyrir tveimur árum að ég var beðin um að skrifa verk fyrir Duo Harpverk að ég sagði já. Það var fyrir hörpu og slagverk. Þá settist ég niður og byrjaði að skrifa. Katie Buckley og Frank Aarnink í Duo Harpverk eru mjög færir hljóðfæraleikarar og fá oft ung tón- skáld til að semja fyrir sig,“ segir Unnur sem er ekki lærð í tónsmíðum. „Frank þekkti mig því hann spilaði með lúðrasveit Reykjavíkur og við vorum miklir vinir. Hann spurði mig bara hvort ég væri ekki til í að semja eitthvað en þá hafði ég aldrei samið neitt,“ segir Unnur sem hefur nú þegar samið nokkur verk fyrir þau. Hugmyndin vatt upp á sig Á miðvikudaginn 17. febrúar verða frumflutt í Skálholtskirkju verk eftir Unni og tvö önnur ung tónskáld. „Eftir að ég flutti í sveitina fór ég að syngja með Skálholtskórnum. Ég komst í kynni við fullt af fólki í gegnum það. Skálholtskirkja er með unaðslegan hljóm. Ég var þá með verk í bí- gerð fyrir Duo Harpverk en fannst það svo vera meira fyrir kórinn að syngja þannig ég ákvað að breyta því og samdi texta og útsetti það fyrir kór, hörpu og slagverk,“ segir Unnur en eftir mikið skipulag var ákveðið að setja allt í gang og sótti Unnur um styrk hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga sem hún fékk síðastliðið vor. „Það var fyrst meiningin að halda tónleikana í nóv- ember. En Frank stakk upp á að hafa annað tón- skáld með og stakk upp á Hreiðari Inga Þor- steinssyni. Og ég var sátt við það. Svo hitti ég Hilmar Örn (Agnarsson) sem stjórnar Kamm- erkór Suðurlands og hann var spenntur að fá að vera með líka. Og jafnvel að bæta við fleiri tón- skáldum, og þá kom Georg Kári Hilmarsson, sonur hans, inn í þetta,“ segir hún. „Nú var þetta orðið dáldið stórt, búið að bæta við öðrum kór og tveimur tónskáldum þannig að ég sótti um annan styrk,“ segir Unnur. Tónleikarnir eru nú loks að verða að veruleika og bera yfirskriftina Hljóm- askál. Frumflutt verða sex verk, eitt eftir Georg, eitt eftir Hreiðar og fjögur eftir Unni. Melódísk með klassísku ívafi Unnur hefur setið við í sveitakyrrðinni og látið tónlistina streyma fram úr hugarfylgsnum sín- um. Hún segist stundum fá hugmyndir og verða að semja strax og láta annað sitja á hakanum á meðan, en stundum þarf hún einfaldlega að setj- ast niður og byrja. „Það er ótrúlega mismun- andi hvernig þetta kemur til mín,“ segir hún. Unnur segir tónlistarmanninn KK hafi hjálp- að sér að öðlast öryggi í tónsmíðunum. „Sonur hans er góður vinur okkar og við hjálpuðum KK með málningarvinnu heima hjá honum. Hann launaði mér með því að gefa mér átta rása upp- tökutæki. Þá fór ég að prófa að taka upp rödd- ina mína og vinna spunatónlist á þessa græju,“ segir Unnur. Hún segir tónlistina melódíska með bæði klassísku og poppuðu ívafi og er að finna sig vel í tónsmíðunum. „Mér finnst það reglulega skemmtilegt. Þegar ég var búin að semja fyrsta verkið og heyrði það flutt, sá ég hvernig það breyttist í meðförum hljóðfæraleikaranna. Svo lenti maður í alls kyns hindrunum og ég þurfti að einfalda útsetningar. Það er til dæmis ekki hægt að spila hratt á hörpu,“ segir hún og er hvergi nærri hætt að semja tónlist. Tónleikarnir Hljómaskál hefjast klukkan 19.30 hinn 17. febrúar og eru miðar seldir við innganginn. Tónlist hefur fylgt Unni Malín Sigurðardóttur alla ævina en hún er ný- farin að semja tónverk. Morgunblaðið/Ásdís Semur tónlist í sveitasælunni Á miðvikudaginn 17. febrúar eru tónleikar í Skálholti sem bera yfirskriftina Hljómaskál. Þar verða frumflutt verk eftir þrjú ung tónskáld. Unnur Malín Sigurðardóttir er ein þeirra en tónlist hefur fylgt henni frá unga aldri. Hún er nú að hasla sér völl sem tónskáld en flutt verða fjögur ný verk eftir hana á tónleikunum. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Þegar ég var búin að semja fyrsta verkið og heyrði það flutt, sá ég hvernig það breyttist í meðförum hljóðfæraleikaranna. Svo lenti maður í alls kyns hindrunum og ég þurfti að einfalda útsetningar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.