Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Blaðsíða 47
14.2. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47
Fæst í apótekum | Celsus ehf. | www.celsus.is
Sorbact - Græn sáralækning
Klíniskar rannsóknir sýna
bata á sveppasýkingu*
hjá yfir 85% þátttakenda
*candida albicans
Fyrir tilstilli vatnsfælni bindast allir helstu sárasýklar og
sveppir við umbúðirnar. Sýklarnir verða óvirkir og hætta
að fjölga sér, án sýkla- eða sveppadrepandi efna. Virkar
á VRE og MOSA sárasýkla. Skaðar ekki nýjar frumur.
Ótakmörkuð notkun. Engar aukaverkanir. Ekkert ofnæmi.
Sveppasýkingar
- í húðfellingum -
Einföld og áhrifarík, húðvæn meðferð
Þægilegur grisjuborði, passar í nára, undir brjóst
og magafellingar. Engin krem eða duft.
–– Meira fyrir lesendur
.
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA
Fyrir kl. 16, mánudaginn
22. febrúar
Morgunblaðið gefur út sérblað
tileinkað Food and Fun matarhátíðinni
föstudaginn 26. febrúar
NÁNARI UPPLÝSINGAR
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
verður haldið í Reykjavík
í 15 skipti dagana 2.- 6. mars
Halldór Björn Runólfsson, safn-
stjóri Listasafns Íslands og sýning-
arstjóri „Kvartetts“ sem nú stend-
ur yfir í safninu, ræðir á sunnudag
kl. 14 við Belgann Gauthier Hu-
bert, sem á verk á sýningunni.
Söngvararnir Sig-
ríður Thorlacius
og Valdimar Guð-
mundsson verða
gestir Sunnudjass,
vikulegra tónleika
á sunnudagskvöldi
kl. 20 á Bryggj-
unni, Granda-
garði 8 í Reykja-
vík. Með þeim
leika kunnir
djassarar.
Sýning á verkum Steinunnar
Marteinsdóttur leirlistarkonu
stendur nú yfir í Hönnunarsafni Ís-
lands í Garðabæ. Harpa Þórsdóttir,
sýningarstjóri sýningarinnar, verð-
ur með leiðsögn á sunnudag kl. 14.
Í dag, laugardag, eru síðustu forvöð
að sjá athyglisverða sýningu á verk-
um Eyborgar Guðmundsdóttur og
Eyglóar Harðardóttur í Skaft-
felli á Seyðisfirði en verkin eru
fengin að láni frá ýmsum söfnum.
Sýning Unu Sigtryggsdóttur,
Mælingar, verður opnuð í Anarkíu,
Hamraborg 3, kl. 15 á laugardag.
Una sýnir ný verk: óróa, teikningar,
málverk, vélar og tæki, sem fjalla
um tíma og tímamælingar.
Ástæða þess að við erum aðflytja þetta verk núna er aðþað kom upp í hendurnar á
okkur, en nótur að eldri stórsveitar-
verkum hafa margar hverjar verið
ófáanlegar þar til nýlega. Nú þegar
verkið er orðið aðgengilegt er mjög
spennandi að flytja það, enda mjög
spennandi músík,“ segir Sigurður
Flosason um Far East Suite eftir
Duke Ellington sem Stórsveit
Reykjavíkur frumflytur á Íslandi á
tónleikum í Silfurbergi Hörpu á
morgun, sunnudag, kl. 20. Sigurður
er bæði stjórnandi og kynnir á tón-
leikunum.
„Far East Suite er níu laga svíta
sem hann samdi, eins og oft áður, í
samvinnu við sinn nánasta sam-
starfsmann, þ.e. Billy Strayhorn,“
segir Sigurður og bendir á að tón-
listin sé innblásin af hljómleikaferð
stórsveitar Ellingtons um Austur-
lönd á árunum 1963 og ’64. „Þó svít-
an heiti Far East Suite hefði hún
með réttu kannski átt að heita Near
East Suite, því hljómsveitin var í
Líbanon, Íran, Írak og nálægum
löndum árið 1963. Ferðina fóru þeir
á vegum bandaríska utanríkisráðu-
neytisins, en hún tók skjótan enda
þegar John. F. Kennedy var skotinn
í henni miðri. Þetta tengist því mjög
dramatískum atburðum í mann-
kynssögunni. Árið eftir fóru þeir í
tónleikaferð til Japan. En þessar
tvær ferðir liggja undir og maður
greinir áhrif þaðan í músíkinni.
Þetta er því allt fremur óvenjulegt
og spennandi. Svo spillir ekki fyrir
hvað músíkin er heillandi og
skemmtileg.“
Aðspurður segir Sigurður flutn-
ing svítunnar taka rétt rúman
klukkutíma með kynningum, en hún
er flutt án hlés. „Duke Ellington er
einn af mikilvirkustu og áhrifa-
mestu höfundum djasstónlistar. Á
seinni hluta ferils síns fór hann að
skrifa lengri verk, þ.e. svítur, sem
er ekki algengt í djassmúsík. Það er
því gaman að geta flutt eina þeirra í
heild. Fyrir okkur í Stórsveitinni er
það að spila Ellington eins og þegar
Sinfónían spilar Mozart eða Beetho-
ven. Tónlist hans er stór partur af
klassísku efnisskránni í stórsveit-
arheiminum. Við höfum ekki gert
Ellington mjög mikil skil áður og
langt er síðan við héldum heila tón-
leika með músík eftir hann. Það er
því mjög gaman að geta gert það
núna þegar nóturnar eru loks orðn-
ar aðgengilegar og vonandi að
áhorfendur nýti sér það tækifæri.“
silja@mbl.is
„Fyrir okkur í Stórsveitinni er það að spila Ellington eins og þegar Sinfónían
spilar Mozart eða Beethoven,“ segir Sigurður Flosason, stjórnandi og kynnir.
Ljósmynd/Jón Svavarsson
Tengist drama-
tískum atburðum
Stórsveit Reykjavíkur frumflytur á Íslandi Far
East Suite eftir Duke Ellington á tónleikum sínum
í Silfurbergi Hörpu á sunnudag kl. 20.
Tónskáldið Duke Ellington.
MÆLT MEÐ