Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Blaðsíða 35
14.2. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 CK2 er nýr ilmur frá Calvin Klein fyrir bæði kyn. Ilmurinn er ferskur og felur m.a. í sér mandarínur, sand- alvið og fjólur. Diorskin Nude Air Glowing Gardens er nýtt ljómapúður frá Dior í tveimur litum. Sigurborg@mbl.is Nýtt Zara 7.995 kr. Síð blá skyrta klikkar ekki. Net-a-porter.com 68.004 Horsebit-leðurskórnir væru dásemd í sumar. Í þessari viku … Sigurborg Selma sigurborg@mbl.is Skyrtur og bláar gallabuxur eru ofarlega á óska- listanum þessa dagana. Gallabuxur eru alltaf í tísku en nú eru sniðin afar fjölbreytt og áhuga- verð. Ég hef líka aðeins reynt að lífga upp á fata- skápinn og færa mig meira út í ljósa liti og léttari flíkur með hækkandi sól sem getur reynst kúnst þegar hitastigið er nánast alltaf undir frostmarki. Hér gefur að líta minn óskalista þessa vikuna. Zara 6.995 kr. Töff snið á gallabuxum sem er vinsælt núna og áberandi til að mynda hjá J brand og Victoriu Beckham. Bobbi Brown 4.139 kr. Í frostinu eiga varirnar til að verða viðkvæmar. Þennan varasalva er ég alltaf með í töskunni. Maria Black 19.264 kr. Þetta gullhálsmen væri æðislegt við nýja hring- inn minn frá merkinu. Lindex Bh: 4.795 kr. Buxur: 2.485 kr. Nærfötin frá Ellu M eru falleg og þægileg. UN women kynnti í vikunni nýjar húfur með slagorðinu Fokk of- beldi. Fokk ofbeldi er átak sem vekja á fólk til vitundar á flótta kvenna í leit að öruggara lífi fyrir sig og börnin sín og rennur ágóði sölunnar til verkefna UN Women álandamærastöðvum í Evrópu. Húfan er fáanleg í verslunum Eymundsson um land allt dagana 11. - 25. febrúar og kostar 3.900 krónur. Ljósmyndarinn Saga Sigurð- ardóttir myndaði glæsilega her- ferð átaksins. HERFERÐIN FOKK OFBELDI Ofbeldi gef- ið fingurinn Síðastliðinn föstudag tilkynnti breska tískuhúsiðBurberry breytingar á háttum hússins. Burberry mun nú sameina herra- og dömulín- ur sínar í tvær árlegar sýningar, sem áður voru fjórar. Sömuleiðis mun húsið bjóða upp á sölu fatnaðarins sem sýndur er á tískuvikunni í verslunum og á internetinu strax eftir að tískusýningunni lýkur. Breytingarnar munu eiga sér stað í september næst- komandi. Þá mun húsið eingöngu sýna línur sínar í september og febrúar hér eftir. Tískuhúsin Versus Versace og Thakoon hafa einnig verið að vinna með svipaða viðskiptahugmynd, það er að segja selja línur sínar um leið og tískusýningunni lýkur. Listrænn stjórnandi Burberry, Christopher Bailey sendi frá sér tilkynningu í vikunni þar sem hann sagði meðal annars að sýningar tískuhússins hefðu verið að þróast mikið undanfarið. „Frá beinni útsendingu á net- inu í að panta beint af sýningarpallinum í beina útsend- ingu á herferðum á samfélagsmiðlum er þetta næsta skref í skapandi ferli sem mun bara halda áfram að þróast,“ útkýrði Bailey. Burberry hefur verið framarlega þegar kemur að því nýta sér nýja tækni og þróun. Vörumerkið hefur lagt áherslu á að auka stafræna markaðssetningu með her- ferðum bæði á Instagram og Snapchat, ásamt því að stofna rás á Apple Music. Tískuhúsið mun því fylgja vaxandi lista hönnuða sem fara sínar eigin leiðir og forðast því hið hefðbundna form tískuviknanna. Það verður því forvitnilegt að fylgjast með hvernig málin þróast hjá einu stærsta tískuhúsi Bretlands í febrúar og einnig að sjá hvaða hönnuðir gætu fylgt for- dæmi Burberry í kjölfarið. Burberry er eitt stærsta tískuhús Bretlands og er af- ar framarlega í staf- rænni markaðs- setningu. AFP Breytingar hjá Burberry Tískuhúsið Burberry tilkynnir breytingar á háttum fyrirtækisins. Það mun sameina herra- og dömulínur sínar í tvær árlegar sýningar ásamt því að bjóða upp á sölu fatnaðarins sem sýndur er á tískuvikunni að sýningu lokinni. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Nýjasta nagalakkið frá Chanel er Sunrise trip. Lakk- ið er dimmfjólublátt og dramatískt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.