Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.2. 2016 LESBÓK Í bókinni Vegabréf, vísakort oglyklar að hjólinu, sem kom út ásíðasta ári, lýsa þau Unnur Sveinsdóttir og Högni Páll Harðar- son ferð um Mið-Asíu sem þau fóru fyrir tveimur árum, en í ferðinni fóru þau um tuttugu lönd á 147 dögum. Þau lýsa sjálfum sér svo að þau séu „venjulegt miðaldra fólk sem hefur komið sér upp óvenjulegu áhuga- máli“. Högni er vélstjóri með viðskiptafræðimenntun og starfar hjá Alcoa Fjarðaáli, en Unnur myndlistarmenntaður kennari og kennir í Grunnskóla Reyðarfjarðar. Í bókinni lýsir Högni því er hann fór í fyrsta sinn í langferð á mótorhjól- inu og komst þá á bragðið og þegar þau Unnur kynntust heillaðist hún líka af ferðamátanum. Þau segja að erfiðasta skrefið í langferð sé út úr dyrunum heima hjá þér. „Það eru margir með drauma um ferðina sína en finna aldrei rétta tím- ann eða réttu aðstæðurnar, en það má fullyrða að „rétti tíminn“ muni aldrei koma – það er bara að láta vaða og fara af stað, hitt leysist af sjálfu sér. Hvað varðar kostnað þá má auð- veldlega halda honum í lágmarki. Það er leitun að dýrara landi en Ís- landi hvað varðar bensín og mat þannig að það má segja að maður sé að spara alls staðar annars staðar. Við ferðumst með tjald og víða má fá mjög ódýra gistingu ef maður gerir ekki miklar kröfur til íburðar. Þar sem túrismi er ekki enn orðinn und- irstöðuatvinnugrein kosta hlutir minna sem passar vel því þau lönd eru oft þau áhugaverðustu. Þar sýnir fólkið sitt rétta andlit og náttúran er ennþá óspillt.“ Eins og getið er í upphafi lá leið þeirra um tuttugu lönd og aðspurð hvaða staður hafi verið fegurstur á leiðinni segja þau að löndin séu svo ólík að erfitt sé að gera upp á milli. „Svo tengist maður þeim á misjafnan hátt eftir stemningunni hverju sinni. Auðnin og hásléttan í Mongólíu, fjöllin og hrikaleikinn í Tadjíkistan, litadýrðin í klettunum í Kirgistan, gróskan og náttúran í Kákasus- löndunum, ævafornu borgirnar í Ús- bekistan, þetta eru allt staðir sem við værum til í að heimsækja aftur. Kannski má segja að Rússland hafi komið okkur mest á óvart því við höfðum eiginlega engar væntingar til landsins í upphafi. Litum á það sem hálfgerða afplánun á leiðinni til fyrirheitna landsins – Mongólíu. En fólkið sem við áttum samskipti við í gegnum allt Rússland var svo hjálp- samt, vingjarnlegt og hlýlegt að það var engu líkt. Almennt hittum við bara gott fólk á leiðum okkar, fólk sem vildi allt fyrir okkur gera. Á mótorhjóli er maður svo opinn fyrir samskiptum, það er svo auðvelt að nálgast mann og spjalla og oft fengum við yfir okk- ur spurningaflóðið þar sem við vor- um stopp á rauðu ljósi inni í ein- hverjum bænum. Það að við vorum bara tvö saman og þar af ein kona gerði okkur líka tiltölulega meinlaus í augum fólks og það nálgaðist okkur óhrætt og af forvitni.“ Ferðin sem lýst er í bókinni Vega- bréf, vísakort og lyklar að hjólinu var farin sumarið 2014 og næsta ferð er þegar hafin, ef svo má segja, því síðasta sumar fóru þau á hjólunum frá Noregi til Spánar og komu þeim fyrir í bílskúr hjá vini. Í júní taka þau svo upp þráðinn og hyggjast þá hjóla um Pýreneafjöllin, niður Ítalíu, yfir til Albaníu og svo norður úr gömlu Júgóslavíulöndunum og heim, en alls verður sú ferð sex vikur. „Stærri ferð er svo á teikniborðinu í vonandi náinni framtíð og þá er meiningin að fara út fyrir álfuna, til Suður-Ameríku, Suðaustur-Asíu eða Afríku; það ræðst svolítið af pólitík- inni í heiminum og öðrum ytri að- stæðum.“ Eitt er að sitja á mótorhjóli og annað að skrifa bækur, en þau segja að það hafi verið mikil skemmtun. „Bæði að fá tækifæri til að endurlifa ferðalagið í gegnum frásögnina og myndirnar og líka bara gjörning- urinn að skrifa bók. Við áttum rúmlega 30.000 myndir eftir túrinn, mest af því GoPro- myndir reyndar en þær voru gríð- arlega mikilvægar til að setja hluti í samhengi. Við héldum dagbók í ferð- inni og vorum dugleg að skrifa fés- bókarstatusa sem voru nokkurs kon- ar örsögur úr daglega lífinu. Annars hefði þetta sennilega ekki verið hægt, minnið er svo fljótt að svíkja.“ Óvenjulegt áhuga- mál venjulegs fólks Hjónin Unnur Sveinsdóttir og Högni Páll Harðarson lögðu upp í langferð – fóru um tuttugu lönd á mótorhjólum og segja þá sögu í máli og mörgum myndum í bókinni Vegabréf, vísakort og lyklar að hjólinu Árni Matthíasson arnim@mbl.is Í bókinni Enginn venjulegur lesandi eftir Alan Bennett segir frá því er corgi-hundar Breta- drottningar breyta út af venju og í stað þess að fara hefðbundna leið upp framtröppurnar þjóta þeir fyrir húshornið og taka að áreita bókabíl sem þar stendur. Þegar drottningin síðan hyggst biðj- ast velvirðingar á framferði hundanna verður hún eiginlega að fá lánaða bók, þetta er nú einu sinni bókabíll, og þar með fer af stað óvænt at- burðarás. Enginn venjulegur lesandi er stutt skáldsaga eftir breska rithöfundinn Alan Bennett og birtist fyrst í bókmennta- tímariti en var síðan gefin út á bók. Alan Bennett er þekktastur fyrir leikverk sín og kvikmynda- handrit, en hann er líka rómaður fyrir upplestur. Þórdís Bachmann þýddi Engan venjulegan lesanda, Ugla gefur út. Hálfdán Örlygsson sendi frá sér smásagnsafn fyrir jól og kallaði það einfaldlega Þrjár sögur. Þetta er fyrsta bók Hálfdáns. Sögurnar í bókinni heita Kýrskarð, Hr. Hagg- is og Ráðsmaðurinn. Kýrskarð gerist á norðan- verðum Vestfjörðum fyrr á tímum og greinir meðal annars frá svaðilför vinnuhjúa með yxna kvígu yfir Gölt og á Meirbakka, en náttúru mannanna er ekki síður erfitt að hemja en nátt- úru dýranna. Hr. Haggis segir frá ævintýrum roskins framhaldsskólakennara í námsorlofi og Ráðsmaðurinn segir frá því sem ber við þegar forstöðumaður ríkis- stofnunar verður óvinnufær vegna veikinda og erfiðlega gengur að finna eftirmann. Þrjár sögur Hálfdáns Sænski rithöfundurinn Mons Kallentoft hefur náð netsölu víða um heim og hér á landi ekki síst, en eftir hann hafa komið út fimm bækur og sú sjötta í vikunni og heitir Fimmta árstíðin. Flestar bækur Kallentofts segja frá Malin Fors rannsóknarlög- reglukonu í Linköping og Fimmta árstíðin segir einmitt frá rannsóknum hennar líkt og Vorlík, Haustfórn, Sumardauðinn og Vetrarblóð. Fimmta árstíðin segir frá því er fjölskylda í sveppaleit gengur fram á illa útleikið lík af konu í skóginum við Linköping. Malin Fors tengir lík- fundinn við óleyst nokkurra ára gamalt mál, en þá var ungri konu nauðgað svo hrottalega að hún sturlaðist og hefur ekki mælt stakt orð af vörum síðan. Jón Þ. Þór þýddi bókina, Ugla gefur út. Fimmta árstíð Malin Fors Tryggvi V. Líndal, mannfræðingur, ljóðskáld, sagnaskáld, fræðibóka- höfundur og þýðandi, hefur verið iðinn við ritstörf frá því hann birti sín fyrstu verk í Skáldfáki, ljóða- bók nemenda, kennara og starfs- fólks Menntaskólans á Egilsstöð- um. Fyrsta ljóðabók Tryggva, Næt- urvörðurinn, kom út 1989, en alls eru bækur hans orðnar tuttugu. Hann hefur líka skrifað mikið í blög og tímarit. Á síðasta ári kom út bókin Sjálf- stæðisljóð, sem Tryggvi tileinkar Sjálfstæðisflokknum, en í henni eru meðal annars ljóð sem hann sneið úr Hellas-smásögunum sem komu út 2011. Fyrir stuttu kom svo tuttugasta bók Tryggva sem heitir Friðarljóð og sögur, en í henni birtir Tryggvi m.a. þýðingar sínar á ljóðum Tíb- úllúsar, aukinheldur sem þar er að finna frumsamin ljóð og brot úr skáldsögunni Hellas. Forlagið Valtýr gefur bækurnar út. Ljóð og ljóðaþýðingar AFKASTASKÁLD Enginn venjulegur lesandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.