Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Blaðsíða 31
12 dl Kornax-brauðhveiti 3 dl hveitiklíð 1 msk sykur 1 tsk salt 5 tsk þurrger 6 dl mjólk, volg 2 msk matarolía mjólk til penslunar Blandið saman þurrefnum og þurrgeri. Hellið olíu og mjólk saman við og hrærið deigið saman með sleif. Látið hefast við stofuhita í um 30 mín. Hnoðið deigið og bætið hveiti saman við eftir þörfum. Mótið síðan bollur og raðið á bökunar- plötu. Leyfið þeim að hefast í 15-20 mín og penslið síðan með mjólk. Bakið í miðjum ofni við 200°C í 15 mín. Frá Gulur, rauð- ur, grænn og salt, grgs.is. Bestu morgunverðarbollurnar 500 g Kornax-hveiti 4 dl kalt vatn 1⁄4 tsk þurrger ½ tsk salt Blandið öllum hráefnum saman í skál. Deigið verður svolítið klístr- að og blautt en þannig á það að vera. Setjið plastfilmu yfir skálina og látið deigið standa við stofuhita í minnst 12-24 klst. Gott er að skella í þetta brauð áður en farið er að sofa, þá er annaðhvort hægt að baka það um morguninn eða þegar komið er heim úr vinnu og bera það fram með kvöldmatnum. Eftir 12-24 klst stráið þið hveiti á borðflöt og leggið deigið ofan á, hnoðið í smástund eða þar til deig- ið er hætt að vera klístrað. Leggið viskastykki yfir deigið og leyfið því að hefast í klukkustund til viðbótar. Hitið ofninn í 250°C. Setjið ofnpott með loki inn í ofn í 15 mínútur. (Potturinn verður að vera heitur þegar deigið fer í hann.) Setjið deigið í pottinn og bakið í 30 mín- útur með lokinu á og í 15 mínútur til viðbótar án loks. Leyfið brauð- inu að kólna svolitla stund áður en þið berið það fram. Frá evalauf- eykjaran.com. Pottabrauðið vinsæla 14.2. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31 700 g spelti 3 tsk vínsteinslyftiduft 1 tsk salt (Himalaya- eða sjávarsalt) ca. 500 ml sojamjólk 1 msk sítrónusafi 1 msk kókosolía, fljótandi 2 tsk hlynsíróp eða 5 drop- ar hreinir steviadropar 10 sólþurrkaðir tómatar án olíu 10 grænar ólífur Blandið saman í stórri skál spelti, salti og vínsteins- lyftidufti. Hrærið hlynsíróp og kókosolíu saman og hell- ið út í speltið. Blandið sam- an 50 ml sojamjólk og sí- trónusafanum. Látið standa á borðinu þangað til mjólkin fer að mynda kekki (í um 15 mínútur). Bætið út í speltið. Hrærið allt saman og bætið afganginum af soja- mjólkinni saman við spelt- ið. Þið gætuð þurft meira eða minna af mjólkinni. Saxið ólífur og sólþurrk- aða tómata smátt og setjið út í deigið. Hrærið deigið varlega saman. Hrærið alls ekki of mikið (veltið því til svona 8- 10 sinnum, rétt svo til að blanda öllu saman). Gætið þess að deigið verði ekki of blautt. Deigið á að vera þannig að hægt sé að móta bollur með góðu móti án þess að hægt sé að hnoða það. Skiptið deiginu í 12 hluta og mótið bollur. Einnig er gott að nota ískúluskeið. Bakið við 225°C í 15-20 mínútur. Gott að hafa í huga að í staðinn fyrir sólþurrkaða tómata og ólífur má nota t.d. rúsínur, furuhnetur, ristuð sesamfræ, sinn- epsfræ, graskersfræ og margt fleira. Frá cafesigr- un.com. Brauðbollur Sigrúnar Ostakex með sesamfræjum 2 dl spelt (fínt eða gróft eða hvort tveggja) 1½ dl sesamfræ ½ dl sólblómafræ ½ dl chiafræ 1 tsk sjávarsalt ½ dl ólífuolía 1-1½ dl heitt vatn 2 dl rifinn parmesan eða annar bragðmikill ostur (má sleppa osti) Hitið ofn í 200°C. Blandið öllu nema ostinum vel saman í skál. Setjið vatnið smám saman út í blönduna. (Þið þurfið e.t.v. ekki að nota það allt.) Deigið á að vera eins og frekar þykkt og blautt brauðdeig. Takið eina örk af bökunarpappír (á stærð við bökunarplötu) og leggið á borð, setjið deigið á pappírinn og leggið aðra bökunarpappírsörk ofan á. Fletjið út með kökukefli þangað til deigið fyllir næstum út í örkina. Fjar- lægið efri bökunarpappírinn, stráið ostinum yfir og skerið för í deigið, t.d. með pítsuhníf, í þá stærð sem þið vijið hafa kexið. Leggið á bökunarplötu og bakið í 15 mínútur eða þar til gull- inbrúnt. Frá eldhusperlur.com.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.