Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.2. 2016 Bíllinn olli samgöngubyltingufyrir rúmlega öld, fyrst íBandaríkjunum en smám saman um nær allan heim. Menn hafa þvegið og bónað, dáðst að fákunum og metist um hver væri bestur, ekki síður en hestamenn. Hljóðið verður að vera rétt, lakkið sindrandi, kraft- urinn svo mikill að aldrei þrjóti. Bíll- inn er ekki bara samgöngutæki held- ur stöðutákn. Og hann er ómissandi hluti af menningararfi 20. aldarinnar, til staðar í bókmenntum, tónlist, kvik- myndum. Og oft ástalífi ungmenna. Vagnhestarnir óteljandi voru að kæfa New York í fjallháum haugum af hrossataði fyrir tíma bílsins og nú vilja margir fækka bílum, jafnvel gera einkabílinn útlægan. Láta tölvur stýra bílnum, tryggja að ekki séu hvarvetna raðir af bílum sem aðeins nýtist einum manni þá stundina. Nota eingöngu rafbíla og deila þeim skyn- samlega. Losna við dauðaslys, um- ferðarteppur í borgunum, mengun og fleira illt sem bíllinn veldur. En það sem heillar marga við þetta tákn ferðafrelsisins deyr óhjákvæmilega, bíllinn verður óspennandi eins og færiband. Menn vilja nýta bílana betur svo að ekki þurfi að leggja svona mikið land undir götur, bílastæði og bílskúra í borgunum. En margt getur tafið fyrir þeim draumum. Hægt er að stýra farþegaþotum frá jörðu, sleppa alveg flugmönnunum en það er ekki gert. Flugfélögin vita að fjölmargir farþegar myndu ekki treysta slíku farartæki þótt langflest flugslys verði vegna mannlegra mis- taka flugmanna. Sálræna hindrunin er öflug, við viljum að einhver geti gripið inn. Tregðan og tortryggni út í tölvurn- ar er ekki alveg ástæðulaus. Illvirkjar gætu t.d. tekið stjórnendur á jörðu niðri í gíslingu og haft þá ráð okkar í hendi sér. Og hvort sem um er að ræða árásir hryðjuverkamanna eða óvæntar náttúruhamfarir finnst flestu fólki óþægilegt að vera við slík- ar aðstæður eins og ósjálfbjarga leik- soppar í höndum ofurflókinna tækja. Kannanir sýna að þetta á þó mun frekar við um fólk á miðjum aldri og eldra en yngra fólk sem hefur vanist hátækni frá blautu barnsbeini. Áfram verður þörf fyrir bílstjóra í hernaði, á mjög afskekktum svæðum og við mjög sérstakar aðstæður. En ef miðstýrt tölvukerfi nýtti sér gervi- tungl til að stjórna allri bílaumferð í borg eða jafnvel heilu landi væri veik- leikinn fyrir hendi; hakkari gæti á endanum brotist inn í kerfið. Margir segja samt óhjákvæmilegt að söðla um. Þeir benda á að tölva við stýrið sé ekki óútreiknanleg eins og mannskepnan, aldrei drukkin eða dópuð, ekki önnum kafin í snjall- símanum, aldrei þreytt. Hún fari allt- af eftir umferðarreglum. Tölvan sé einfaldlega miklu hæfari en fólk til að annast akstur. Breytt byggðamynstur En ef bæði eru menn og tölvur að keyra á vegunum er hætt við að slys- in verði áfram mörg, sama hve vel forrituð tölvan er. Hún er búin til af mönnum en getur ekki séð allt fyrir. Þess vegna er nú rætt um að ekki sé til neinn millivegur: allir bílar verði að vera undir styrkri stjórn tölvu. Þá fyrst verði hægt að gera umferðar- slys að mestu að fjarlægri minningu um liðna tíma. Margt hversdagslegt mun hverfa. Smám saman munu ökuskírteini verða óþörf, umferðarlagabrot hverfa. Tekjur tryggingafélaga munu snar- minnka. Leysa þarf líka flókin vanda- mál. Hver ber ábyrgðina ef sjálfkeyr- andi bíll veldur óhappi? Eigandinn, framleiðandinn, hönnuðurinn? Getur gervigreind í bíl tryggt að hann taki siðferðislega „rétta“ ákvörðun þegar allir kostirnir eru bara mismunandi slæmir og kosta mannslíf? Dómsmálin gætu orðið snúin og bakslag komið í þróunina. En að auki má ekki gleyma efnahagslegu og fé- lagslegu afleiðingunum af því að gera starf atvinnubílstjóra að mestu óþarft í heiminum, ef til vill á fáeinum ára- tugum. Erfitt er að giska á heildar- tölu en líklegt er að um meira en hundrað milljón störf sé að ræða, þar af minnst 10 milljón störf í Bandaríkj- unum einum. Störf fjölmargra sem tengjast óbeint bílkeyrslu munu líka hverfa. Stórir vörubílar eru notaðir geysilega mikið til langra ferða þar sem þeir eru að sjálfsögðu sveigjanlegri flutn- ingatæki en lestirnar. Í yfir 40 af alls 50 ríkjum Bandaríkjanna eru vörubíl- stjórar fjölmennasta atvinnustéttin, alls hátt á aðra milljón manna. Þeir aka gjarnan um tiltölulega fá- menn svæði og þurfa þar þjónustu, veitingar og jafnvel gistingu auk elds- neytis á bílana. Oft eru smábæir við þessa vegi mjög háðir þessum bíl- stjórum og myndu að lokum leggjast niður án þeirra. Byggðamynstur myndi víða gerbreytast. Heimurinn myndi gerbreytast, eins og hann hef- ur alltaf gert. Bara eins og hvert annað færiband Spáð er að hefðbundinn bíll muni á næstu áratug- um víkja fyrir tölvustýrðum samgöngutækjum. Framfarir – en milljónir munu missa vinnuna. Burt með tölvurnar! Ef bílstjórastéttin yrði óþörf á fáeinum áratugum gætu viðbrögðin sums staðar minnt á tíma vélbrjótanna (e. luddites) í Bretlandi í upphafi vélvæðingar. Hópar manna sem misst höfðu vinnuna réðust á vélar og brutu þær. Ef taldir eru með allir sem tengjast einhvern veginn akstri trukka í Bandaríkjun- um er sennilega um meira en fimm milljón störf að ræða sem flest myndu tapast. Og akstur er að verða eitt fárra starfa sem lítt menntað fólk vestra getur sinnt. Hugmyndir manna um aðstæður farþeganna í ökumannslausum bílum framtíðarinnar sýna að gert er ráð fyrir áhyggju- lausri ferð. Síðan er bara að vona að tölvurnar bregðist ekki þegar enginn á sér ills von. ’ Hefurðu nokkurn tíma tekið eftir því að allir sem aka hægar en þú eru hálfvitar en allir sem fara hraðar en þú eru brjálæðingar? Jeremy Clarkson, breskur bílasjónvarpsmaður. ERLENT KRISTJÁN JÓNSSON kjon@mbl.is AND KUS Sjálfstæð astofnun, SCPR, tökin í Sýrlandi afi kostað alls nd manns lífið. úsund hafi kum og um d að auki vegna brigðiskerfisins á mat og fleiri m. Sameinuðu hættu að birta mannfalliðtö og hálfu árify rts á traustum N y m Ne er n kjö ebu 2 BANDARÍKIN ST LOUIS Alþjóðleg LIGO-eðlisfræðistofn skýrði frá því á fimmt að henni hefði tekist a greina þyngdarbylgjur samruna tveggja svart fyrir um þrem milljörð ára. Niðurstaðan þyki sköpum í stjarneðlisfr og sanna kenningar A Einsteins fyrir um 100 en hann sagði fyrir um bylgjur af þessu tagi. AL AÍT F daga fer g va yKúb f Þar va yr patr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.