Morgunblaðið - 29.03.2016, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 29.03.2016, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2016 ...með nútíma svalalokunum og sólstofum Skútuvogur 10b, 104 Reykjavík, sími 517 1417, glerogbrautir.is Opið alla virka daga frá 9-17 og á föstudögum frá 9-16 • Svalalokanir • Glerveggir • Gler • Felliveggir • Garðskálar • Handrið Við færumþér logn & blíðu Hinrik Gunnar Hilm- arsson, fv. markaðs- stjóri Golfsambands Íslands, lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi á skírdag, 57 ára að aldri. Hinrik fæddist 28. júlí 1958 í Reykjavík. Foreldrar hans eru Hilmar Eyjólfsson, f. 3. janúar 1934, og Berg- ljót Gunnarsdóttir, f. 23. febrúar 1938. Golfíþróttin átti hug Hinriks allan, en hann starfaði fyrir Golfsamband Íslands á árunum 2002 til 2007 sem markaðs- stjóri en sinnti einnig dóm- arastörfum. Í tilkynningu á vef Golfsambands- ins segir að Hinrik hafi verið í fararbroddi um golfreglur og dóm- aramál á vegum sam- bandsins, sérþekking hans hafi verið einstök og fært golfhreyfing- unni mikla fagmennsku á því sviði. Hinrik var alþjóð- legur golfdómari og ræsir hjá heimaklúbbi, sínum, Golfklúbbi Reykjavíkur, og dæmdi m.a. fjölmörg Íslandsmót. Hann var ókvæntur en lætur eftir sig eina dóttur. Minningarathöfn verður haldin um Hinrik í Langholtskirkju á fimmtudag klukkan 13. Andlát Hinrik Gunnar Hilmarsson Landsmenn nýttu frídagana um páska vel til ferðalaga og útivistar. Nóg var við að vera, hvort sem var í þéttbýli eða dreifbýli. Flesta dag- ana viðraði almennt vel á landinu en ferðamenn lentu sums staðar í vanda á hálendinu. Skíðabrekkur landsins voru vel nýttar og aðsókn mjög góð, t.d. í Hlíðarfjalli, Bláfjöllum, Tindastóli, Oddsskarði og á Ísafirði, Dalvík, Siglufirði og víðar. Víða fóru fram gönguskíðamót, eins og í Fljótum í Skagafirði á föstudaginn langa. Þar mættu um 140 keppendur til leiks og létu smávegis úrkomu ekki stöðva sig. Að móti loknu voru kaffiveitingar og verðlaunaafhend- ing í félagsheimilinu Ketilási. Þúsundir manna skemmtu sér á Ísafirði á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður. Fjöldi tónlistarmanna steig á svið og ýmsir aðrir við- burðir fóru fram, auk skíðavik- unnar árlegu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fór í opinbera heim- sókn til Ísafjarðar, í tilefni af 150 ára afmæli bæjarins. Ljósmynd/Feykir Fljótin Árlegt gönguskíðamót fór fram í Fljótum í Skagafirði föstudaginn langa. Metfjöldi keppenda mætti til leiks, um 140 manns, á öllum aldri og af báðum kynjum. Vel tókst til í alla staði. Morgunblaðið/Eggert Reykholtsdalur Ferðamenn tóku upp símana við Deildartunguhver. Morgunblaðið/Styrmir Kári Bláfjöll Séra Pálmi Matthíasson mætti í Bláfjöllin á páskadag og flutti þar árlega páskamessu fyrir skíðaiðkendur. Iðandi mannlíf um páskahelgina  Fjölmennt á skíðasvæðum landsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.