Morgunblaðið - 29.03.2016, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Kristín Heiða
Heljarmenni Þeir eru engin fuglabein bræðurnir Benjamín og Guðjón Kristinssynir enda frá Dröngum á Ströndum.
Hér líta þeir upp til fjalls þar sem þeir koma út úr fjárhúsinu sem þeir munu fljótlega ljúka við að endurbyggja.
lífi. Heldur fannst bónda hennar að
hlýnaði um of undir sænginni, þar
sem frú hans og Fransmaðurinn voru
komin á fullt í ástaratlotum. Bað þá
bóndi konu sína um að segja Frakk-
anum að hætta þessum strokum en
allt hélt áfram við það sama. Öðru
sinni krafðist bóndi þess að konan
skipaði skipbrotsmanni að hætta
þuklinu, án árangurs. Þegar eigin-
maðurinn í þriðja sinni hóf upp raust
sína sagði konan: „Góði segðu honum
það sjálfur, ég kann ekkert í
frönsku.“
Rútshellir Hér sést innan úr hellinum þar sem uppgengt er úr fjárhúsinu,
og tvær hæðir aðrar taka við þegar gengið er lengra inn í hellinn.
Steinhellur Nokkur tonn af grjóti eru komin á þakið og tyrft verður yfir.
Listasmíð Tréverkið og hleðslan
inni í húsinu eru fallegt handverk.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2016
Fannar Magnússon, bóndi á Hrútafelli,
er fæddur þar og uppalinn, en hann
segist ekki muna eftir því sjálfur þeg-
ar fé var haldið í fjárhúsinu undir
klettinum, enda var hann aðeins
tveggja ára þegar því var hætt.
„Afi minn var með sitt fé í þessu
húsi og pabbi var líka með fé þar, allt
fram til ársins 1970 þegar byggt var
nýtt fjárhús hér á bæjarhlaðinu, þá var
hætt að nota húsið undir klettinum.
Það eru því ekki nema 46 ára síðan
fjárhúsið var í notkun. Þetta var ágæt-
is hús, heyrði ég, og þarna voru um
fjörutíu fjár. Í tíð afa og ömmu var
þvottur þurrkaður við klettinn ofan við
fjárhúsið, því þar er opið í gegn og
mikið loftstreymi í gegnum skarð sem
kallað er Gjögur. Einnig eru ummerki
um að vindur hafi verið nýttur til
þurrkunar uppi í fjallinu, því enn
hanga hrosshárareipi uppi í helli sem
kallast Reipaból og þar við hliðina er
hellir sem kallast Húðarból. Þar voru
húðir strengdar við slétt bergið og
þurrkaðar.“ Og í beinu framhaldi af því
að horft er til fjallsins verður ekki hjá
því komist að spyrja hvort fýllinn sem
flögrar þar um í massavís sé nýttur.
„Fýlseggin voru borðuð í pabba tíð,
en fýllinn sjálfur var borðaður í afa tíð.
Fólk hætti að borða hann þegar fýla-
veiki var talin koma upp í Vest-
mannaeyjum,“ segir Fannar og bætir
við að hellirinn stóri inn af fjárhúsinu
sé yfirleitt kallaður Rútshellir og að í
honum hafi sennilega verið búið frá
örófi alda.
„Gömul saga segir að þrír þrælar
hafi reynt að drepa húsbónda sinn
sem hét Rútur, en tókst ekki. Í fram-
haldinu elti Rútur þá uppi og drap þá,
þann fyrsta við Stebbasteina, þann
næsta við Högnaklett sem er við
Rauðafell, og þann þriðja við Guðna-
stein uppi á Eyjafjallajökli. Þrælarnir
hafa þá væntanlega heitið Stebbi,
Högni og Guðni.“
Fannar er með blandaðan búskap,
bæði kindur og kýr, og hrossin sem
hann gefur úti á túni við þjóðveginn fá
mikla athygli frá ferðamönnum.
„Það er þvílíkur straumur af fólki
sem staldrar við til að skoða hrossin,
mynda þau og klappa þeim. Þetta er
ólán, því hrossin verða ágeng fyrir vik-
ið, þau verða frek og vaða yfir mann.
Það er ágangur af ferðamönnum hér
og alveg ótrúleg traffík, bílaleigubílar
þjóta hér framhjá stanslaust allan
daginn, alla daga. Það liggur við að
þetta sé ánauð. Til dæmis kom hér ný-
lega lítil rúta inn fyrir pípuhlið og heim
á hlað hjá okkur og allir komu út og
fóru að taka myndir. Við bændur erum
orðnir sýningargripir, þessir fáu sem
eftir eru. Það vantar mikið upp á
tillitssemi hjá ferðamönnum.“
Morgunblaðið/Kristín Heiða
Bóndi Fannar sultuslakur í hlöðunni heima á Hrútafelli og hundur kíkir á gest.
Rútur drap alla þræla sína
GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Láttu okkur
létta undir fyrir
næstu veislu
Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is • Sími 553 1380
Serviettu- og
dúkaleiga
Gardínuhreinsun
Dúkaþvottur
Aðalfundur
Skinneyjar - Þinganess hf.
Aðalfundur Skinneyjar - Þinganess hf. fyrir árið 2016 verður
haldinn á skrifstofu félagsins að Krossey, Hornafirði, miðviku-
daginn 20. apríl 2016 og hefst hann stundvíslega kl. 13.30.
Á dagskrá fundarins verða:
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 14. grein
í samþykktum félagsins.
2. Önnur mál, löglega fram borin.
Framboðum til stjórnar skal skila til félagsins eigi síðar en
fimm dögum fyrir aðalfundinn með þeim upplýsingum sem
fram koma í 2. mgr. 63. gr. a í lögum um hlutafélög.
Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða
afhent á fundarstað. Hluthafar eru hvattir til að mæta tíman-
lega til að taka við fundargögnum.
Hornafirði, 15. mars 2016
Stjórn Skinneyjar - Þinganess hf.
Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/