Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.1995, Page 9

Víkurfréttir - 14.12.1995, Page 9
VlKURFRÉTTIR JÓLABLAÐ 1995 Einsa Júl Geimsteinn gefur út nokkrar nýjar plötur fyrir þessi jól. Þar á meðal er jólaplata með Einari Júlíussyni og stúlknakór Tón- listarskólans í Keflavík sem heitir Jólaball með Giljagaur. A plötunni syngja þau öll vinsælustu jólalögin. Þess má geta að fjórir ættliðir koma ná- lægt vinnslu plötunnar. Baldur Júlíusson spilar í fyrsta skipti á hljómplötu en sonur hans, Þór- ir, er með yftrumsjón með tón- list plötunnar og Marfa Bald- ursdóttir syngur í kórnum. Synir hennar, Baldur og Júlíus koma einnig við sögu sem og sonur Baldurs, Björgvin Ivar og frændi hans, Gunnar Skjöldur Baldursson. Það er því sannkallaður fjölskyldu- bragur á þessari plötu en auð- vitað koma miklu fleiri við sögu og árangurinn er mjög góður. Jólaplata af „venjulegu" gerðinni, þ.e. ekki „poppuð" eins og svo margar jólaplötur hafa verið undanfarin ár með hinum ýmsu söngvurum. Af annarri útgáfu Geini- steins ber hæst útgáfa nýrrar breiðskífu Deep Jimi sem áður hefur gefið út plötuna „Funcky Dinasaur", sem kom út 1992 og var gefin út af Warner brothers. Nýja platan ber heit- ir: „Seybie Sunsicks Rock'n Roll Circus", og er gefin út af Geimsteini en Japis sér um dreifingu. Umslag plötunnar eða disksins réttara sagt er handunnið í orðsins fyllstu merkingu og er málað og skrif- að á hvert eintak. Sannkallaður safngripur, bæði tónlistarlega og sögulega séð. Margir hafa stigið sín fyrstu skref í plötuútgáfu í Geim- steinsstúdíóinu á Skólavegi í Keflavík, bæði sveitir héðan og úr öðrum bæjarfélögum. Nú var fyrsta plata með bandi úr Kópavogi að koma út. Það er tríó Jóns Leifssonar sem leikur sextán lög á þessari plötu. Þá kom nýlega út instru- mental diskur með Tryggva Hiibner. Hann hefur fengið mjög góða dóma bæði hérlend- is og erlendis. Hafa verið valin tvö lög af honum til útgáfu í Kanada. Aðeins er þá ógetið afmælis- disks Rúnars Júlíussonar sem fagnaði hálfrar aldar afmæli á árinu en hann ber heitir G-hlið- in og er safndiskur með öllu því besta frá meistara Rúnari. afsláttur af linsum oy gjafakortum á linsur til jóla G16RRUGNAV6RSIUN K6FLRVÍKUR Hafnargötu 45 - sími 421 3811 BIISTOD BYDUR BETUR! Homfar í luiklu úrvali! EURO OG VISA RAÐGREIÐSLUR Gegnlitað leður. Margar gerðir. Fjöldi lita. Góð verð! TJARNARGOTU 2 - SIMI421 3377 - (UjpUvi (letun! Skata í Garði Unglingaráð Víðis mun föstudaginn 22. des. bjóða upp á skötu og meðlæti (eða salt- fisk fyrir þá sem vilja) í Sam- komuhúsinu. Verðinu er stillt í hóf og verður aðeins kr. 800 fyrir manninn. Boðið verður bæði upp á há- degismat frá kl. 11-14 og kvöldmat frá kl. 18-21. Létt jólasveifla í Keflavíkunkinkju Það verður létt jólasveifla í Keflavíkurkirkju á sunnudags- kvöldið. Þá munu koma fram og syngja Eipar Júlfusson, Olöf Einarsdóttir, María Bald- ursdóttir, Rúnar Júlíusson og Einar Örn Einarsson ásamt Kór Keflavíkurkirkju. Bjöllukór Bústaðakirkju tekur nokkur lög í þessari Keflavíkurheimsókn hans. Sr. Sigfús B. Ingason, að- stoðarprestur flytur hugvekju. í lokin syngja allir kirkjugestir saman við kertaljós. Tónleik- arnir hetjast kl. 20.30. Úrval af tónlist frá Geimsteini fyrir þessi jól: Fjórir ættliðir á jólaplötu með wmm - tilvulin jólagjöf • Gjafakort á gleraugu og linsur 20%

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.