Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.1995, Side 29

Víkurfréttir - 14.12.1995, Side 29
VÍKURFRÉTTIR JÓLABLAÐ 1995 27 að banna reykingar. Sjúkra- hússtjórnin þurfti síðan að ákveða hvort leggja ætti niður reykaðstöðu starfsfólks, það var erfitt fyrir stjórnina að gera þetta en á endanum var það niðurstaðan enda sumir búnir að þrysta vel á að það yrði gert. Sjúkrahússtjórnin þarf líka að ákveða hvort reykbann skuli ná einnig til lóðar umhverfis sjúkrahúsið. Eg tel eðlilegt að svo verði, en því miður tel ég ólíklegt að svo verði vegna er- indis starfsmannaráðs sl.sumar til sjúkrahússstjórnar um það að fá aftur reykaðstöðu innan- húss. Stjórnin var búin að gefa ákveðið vilyrði fyrir því, ég gerði athugasemd við þetta og virðist einsog þetta hafi dagað uppi því enn hefur þessi að- staða ekki verið tekin í gagnið. - Hefur þú þurft að sinna til- fellum í starfi þínu sem rekja má beint til reykinga? „Já, fólk deyr hér á Sjúkra- húsinu beint af völdum reyk- inga. Það deyr t.d. úr sjúkdóm- um eins og lungnakrabbameini sem eru þá nær eingöngu reyk- ingamenn, þetta fólk deyr af völdum annarra tegunda krabbameins, hjarta og æðsjúk- dóma. Ég sé æðasjúkdóma hjá reykingamönnum sem ekki sjást hjá þeim sem ekki reykja. Það er á hverjum tíma hér á sjúkrahúsinu fólk sem er hald- ið sjúkdómum sem rekja má beint til reykinga." Hrnfiikell Óskarsson yfirlæknir Sjúkrahúss Suðumesja þær fara út að reykja. þetta er í raun ótrúlegt." - Er stefnt að banni við reykingum á lóð Sjúkrahúss- ins? „Ég ákvað á sínum tíma, að reykingabann skyldi taka gildi á stofnuninni. það var alltaf reykt á stigapallinum, bæði sjúklingar og heimsóknagestir, þeir sem ætluðu að fara upp stigann og á deildarnar þurftu því að ganga í gegnum reyk- mökkinn. Við vorum nybúin að mála og gera andlitslyftingu hér á stofnunni þegar ég ákvað Meðlimir tóbaksvama- klúbbs Holtaskóla unnu þetta viðtal. Viljtnn við jafnframt lwetja aðra yfirmenn stofnana og fyrirtækja að stíga það skrefsem Hrafnkell Óskarsson hefurgert og banna reykingar. Hrafnkell Oskarsson yfirlæknir Sjúkra- húss Suðurnesja: Fólk deyr hér af völd- um reykinga Krakkarnir í Holtaskóla liafa stofnað tóbaks- varnarklúbb. Eitt af verkefn- um kiúbbsins var að taka viðtal við Hrafnkel Óskars- son, yfirlækni Sjúkrahúss Suðurnesja: - Er Sjúkrahúsið reyklaus stofnun ? „Já , þó gerum við undan- tekningu með sjúklinga sem eru haldnir alvarlegum sjúk- dómum og eru deyjandi t.d krabbameinssjúklingar. þá eru ennþá eitthvað af starfsfólkinu sem reykir innundir húsvegg sjúkrahússins (í skotinu)." -Hvenær varð Sjúkrahúsið reyklaus stofnun ? „Það eru tæp 3 ár síðan. Starfsfólkið hafði að vísu reyk- herbergið aðeins lengur en það var staðsett inn af matsalnum. En svo var það lagt af einnig." -Hættu margir að reykja þegar reykbannið tók gildi ? „Það var haldið námskeið fyrir það starfsfólk sem vildi hætta að reykja , við fengum leiðbeinanda frá Krabbameins- félagi Reykjavíkur. Nám- skeiðið var kostað af stofnun- inni, en þeir sem notuðu nikót- inlyf kostuðu það sjálfir en verð á þeim er svipað og á sí- garettum. Nokkrir hættu til að byrja með, meirihluti þeirra hefur byrjað aftur að reykja. Einhver hluti reykir þó ekki í vinnunni en ca. 2-3 einstaklingar hættu alveg að reykja." - Urðu einhver mótmæli þegar reykbannið tók gildi? „Já, ég var mjög „óvinsæll". Sumt af starfsfólkinu sem reykti var mjög óánægt , hafði alít á hornum sér með þetta, en rök þeirra voru ekki um sjálft sig heldur reyndu að nota sjúk- lingana sem afsökun fyrir þvf að reykbannið væri ómögu- legt." - Hvernig taka sjúklingarnir reykbanninu ? „Mjög vel, það hefur ekki verið vandamál. Sumir taka þessu misvel, en sjúklingar fá nikótínlyf ef þeir óska þess. Einstaka sjúklingur fær sér að reykja útí skoti. Eina undan- tekningin frá þessu eru konur sem liggja á fæðingardeildinni , margar hverjar eru óánægðar með reykbannið. Þetta eru konur sem eru að fara eiga börn, eða eru búnar og margar af þeim hafa börn á brjósti, Óskum Suðurnesjamönnum gtcbilcflva jóln, nft? og ffibnr. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. f^i im W Bæjdrstjórn Reykjanesbæjar i Bæjarstjórn Grindavíkur ftfcl Bæjarstjórn Sandqerðis Gerðahreppur Vatnsleysustrandarhreppur

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.