Víkurfréttir - 19.12.1996, Blaðsíða 37
Látum Fríhöfnina í friði
Enn gýs upp umræðan um sölu
og einkavæðingu Fríhafnarinn-
ar í Leifsstöð. Talsmenn þeirra
sjónanniða bera gjama fyrir sig
þeim rökum að með einkavæð-
ingunni verði Fríhöfnin betur
rekin og "eðlilegt" sé að ein-
staklingar annist þann rekstur.
Vogi einhver sér að vera á önd-
verðum meiði er sá inn sami
talinn gamaldags í hugsun og
fom. Skoðum málið nánar.
Segja má að Fríhöfnin eða sú
verslun, sem fram fer í flugstöð-
inni, hali hálfgildings einokun í
þeirri merkingu að skattfríðind-
in tíðkast ekki annars staðar í
landinu og því ætti verð að vera
lægra þar en annars staðar, sal-
an meiri og hagnaður góður.
Enda er það svo að Fríhöfnin er
að skila um 600 milljónum
króna í ríkiskassann til þjóðar-
innar. Von er að margir ásælist
þann hagnað og því má spyrja:
Er það hann sem á að einka-
væða? Hver er reynsla annarra
þjóða?
Bretar reka Kastrup
Fyrir um tveimur ámm ákváðu
Danir að einkavæða fríliafnar-
verslun á Kaslrup. Mörg tilboð
bárust en vegna ESB aðildar
var ekki hægt að binda tilboö
við Da'ni eina. Niðurstaða:
Danir misstu rekstur sinnar eig-
in fríhafnar í hendur breska íyr-
irtækisins Allders. Og við emm
í EES. Því er ekki óeðlilegt að
spyrja sem svo: Er einhver
ástæða til að ætla annað en
Allders eða önnur evrópsk fyr-
irtæki sækist eftir rekstri frí-
verslunar í Leifsstöð. Em menn
tilbúnir að taka slíka áhættu?
Viljum við færa gróðann af
þessar verslun í hendur útlend-
inga? Svo mikið er víst að ekki
er það vinsemdin ein sem vekur
áhuga Allders á Leifsstöð.
Eftir að Kastmp var einkavædd
hefur ýmislegt komið í ljós.
Þannig kaupir Allders vörur sín-
ar ekki síst af breskum stór-
kaupmönnum sem þýðir að
danir sjálfir hafa misst viðskipti
og um leið störf. A tveimur
árum hefur verðlagið líka
hækkað um 20%! Því skyldi
þróunin ekki verða svipuð hér-
Hjálmar
Árnason
þingmaður
skrifar
lendis? Og við höfum reyndar
dæmi hér heima. Barinn í
Leifsstöð er einkarekinn. Samt
er verð á bjór þar svipað og
gengur á kránum í Keflavík
þrátt fyrir skattleysi fríhafnar.
Hver borgar þessa góðu álagn-
ingu aðrir en flugfarþegar.
Þessi tvö dæmi benda eindregið
til þess að við gætum átt von á
hækkun verðlags í Leifsstöð frá
því sem nú er. Afleiðing þess
yrðu líklega minni viðskipti því
fólk verslaði þá frekar í erlend-
um fríhöfnum. Minni viðskipti
leiða til samdráttar og fækkunar
starfa. Hefur einhver áhuga á
því?
Skuldir Leifsstöðvar
Frá því Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar var reist hefur aldrei verið
gengið frá skulda stöðu hennar.
Málin hafa verið látin velta
áfram og hlaða utan á sig
óheyrilegum vöxtum. Á þessu
verður að taka og gæti Fríhöfn-
in gegnt þar lykilhlutverki. Er
því ekki rökrétt að halda óbreyt-
tu fyrirkomulagi og nýta þá
lekjulind sem Fríhöfnin sannar-
lega er?
Ekki má gleyma því að í Frí-
höfninni starfa um 150 manns.
Góð og vaxandi afkoma fyrir-
tækisins byggir ekki síst á þeirri
frábæru þjónustu sem þetta
starfsfólk hefur skapað eins og
allir flugfarþegar þekkja. í raun
er það storkun við starfsfólkið
að vekja einkavæðingardraug-
inn reglulega til lífsins. Sá
gjömingur skapar óöryggi og
óvissu meðal starfsmanna sem
eiga annað skilið fyrir farsælt
framlag sitt. Þá er engin ástæða
til að þjóðin sjálf verði af þeim
tekjum sem þarna verða til.
Gleymum því ekki að við eig-
um í harðri samkeppni við ná-
grannalönd um verslun af þess-
um toga. Rask á núverandi fyr-
irkomulagi getur haft óheppi-
lega afleiðingar í för með sér,
starfsfólki og þjóðinni til
óþurftar. Látum Fríhöfnina
bara í friði. Hún er að gera
góða hluti.
somsKiDíin
á órínn m er
Ke fla víkurverktakar
Óskum SuÖurnesjomönnum
gleðilegra jóla, árs og friðar
Þökkum somstorfiö á árinu sem er oö líöa.
i^J Bæjarstjórn Reykjanesbæjar
Bæjarstjórn Crindavíkur
Bæjarstjórn Sandgerðis
llnjjj Hreppsnefnd Gerðahrepps
^ Hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps
Víkurfréttir
JOLABLAÐ 1996