Morgunblaðið - 20.04.2016, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 0. A P R Í L 2 0 1 6
Stofnað 1913 91. tölublað 104. árgangur
HEFUR RÍKT LENGST
ALLRA KONUNGA
OG DROTTNINGA
FRUMKVÖÐULL
ÁRSINS
TÓNLEIKAR Í
HEIMAHÚSUM
HAFNFIRÐINGA
DR. ÞORBJÖRG JENSDÓTTIR 12 HEIMA-HÁTÍÐIN 41ELÍSABET NÍRÆÐ 17
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Ástandið á bráðamóttöku Land-
spítalans í Fossvogi er óviðunandi
og stofnar öryggi sjúklinga og
starfsmanna í hættu, að sögn
Rögnu Gústafsdóttur, deildar-
stjóra bráðamóttökunnar. Sam-
fara fullri bráðamóttökustarfsemi
er þar nú rekin heil legudeild án
þess þó að rými hafi aukist eða
starfsmannafjöldi sé í samræmi
við álagið.
Um tuttugu manns liggja nú
inni á bráðamóttökunni daglega í
allt frá einum upp í fimm sólar-
hringa, en eðlilegt stopp þar ætti
ekki að vera meira en 4 til 6
klukkutímar. „Þetta eru sjúkling-
ar sem hafa lokið meðferð hér en
komast ekki áfram inn á spít-
alann,“ segir Ragna. Mest er
þetta aldrað fólk sem er að bíða
eftir að komast á lyflækninga-
deild en þar er allt yfirfullt sem
stendur. Ragna segir aldraða
þurfa ró og næði og öðruvísi
umönnun en hægt sé að veita á
yfirfullri bráðadeild.
„Það er allt í lagi að fólk viti
að það er ekki í lagi að bjóða
upp á svona þjónustu,“ segir
Ragna.
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir,
framkvæmdastjóri flæðisviðs
Landspítalans, segir að heilmik-
ið sé verið að vinna í flæðis-
málum innan spítalans og að
finna fleiri úrræði fyrir aldraða.
Öryggi sjúklinga ógnað
Bráðamóttakan er yfirfull af sjúklingum sem komast ekki inn á viðeigandi deild-
ir innan Landspítalans „Þetta er ekki í lagi“ Verið er að vinna í flæðismálum
MÓviðunandi ástand... »4
Bráðamóttakan
» Um 200 manns leita á
bráðamóttökuna á hverjum
degi; 90 eru alvarlega slasaðir
eða mjög veikir.
» Mikið hefur verið um veik-
indi frá áramótum.
» 18 manns lágu þar inni í
gærmorgun, mest aldraðir.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þrátt fyrir mikinn bata á vinnu-
markaði eru enn um þúsund erlendir
ríkisborgarar án vinnu. Til saman-
burðar hafa samtals um 500 erlendir
ríkisborgarar verið skráðir sem út-
sendir starfsmenn, eða hjá starfs-
mannaleigum, það sem af er ári.
Á það ber að líta að um 3.000 fleiri
erlendir ríkisborgarar fluttu til
landsins í fyrra en fluttu þá frá land-
inu, samkvæmt tölum Hagstof-
unnar. Hafa aðfluttir erlendir ríkis-
borgarar umfram brottflutta aðeins
þrisvar sinnum verið fleiri, það var á
árunum 2005-7. Hins vegar fluttu
1.300 fleiri íslenskir ríkisborgarar
frá landinu en til þess. Til saman-
burðar voru 3.900 íslenskir ríkis-
borgarar án vinnu í síðasta mánuði.
Karl Sigurðsson, sérfræðingur há
Vinnumálastofnun, segir að vegna
örs vaxtar í ferðaþjónustu þurfi að
endurskoða spár um fjölgun starfa.
„Þannig virðist vöxtur ferðaþjón-
ustu í ár stefna í að verða enn meiri
en áætlað var. Það mun hafa í för
með sér aukna þörf fyrir erlent
vinnuafl í greininni.“ »16
Þúsund
eru enn
án vinnu
Morgunblaðið/Eva Björk
Steypuvinna Byggingargeirinn
hefur leitað eftir aðfluttu vinnuafli.
Straumur erlendra
ríkisborgara til Íslands
Barnamenningarhátíðin í Reykjavík var sett í sjötta sinn í gær með mikilli
gleðihátíð í Eldborgarsal Hörpu þar sem 1.450 börn úr fjórða bekk grunn-
skóla borgarinnar sungu meðal annars lag Pollapönkara; Litríkir sokkar
og vettlingar. Á Barnamenningarhátíð verða um 150 ókeypis viðburðir í
boði fyrir börn og unglinga. Dagskrá verður í öllum hverfum borgarinnar;
í grunnskólum, frístundaheimilum, menningarstofnunum og víðar.
Sungu um litríka sokka og vettlinga
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gen eru einn þeirra þátta sem
hafa áhrif á hvenær fólk byrjar að
stunda kynlíf. Genin hafa m.a. áhrif
á kynþroskaaldur og hvort fólk er
líklegt eða ekki til að vera með
áhættusækinn persónuleika. Þeir
sem erfa þau gen frá foreldrum sín-
um að vera áhættusæknir, eða
hvatvísir, eru líklegri til að prófa
kynlíf fyrr en hinir. Þetta sýnir ný-
leg rannsókn sem gerð var við
Cambridge-háskóla á Englandi.
Íslensk erfðagreining tók þátt í
hluta rannsóknarinnar og segir
Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtæk-
isins, að framlag þess hafi varðað
það hvenær fólk eignist sín fyrstu
börn. »6
Gen hafa áhrif
á „fyrsta skiptið“
„Þetta eru mjög merkileg og
verðmæt söfn sum hver. Það er mik-
ill áhugi á íslenskum söfnum erlend-
is, sérstaklega í Þýskalandi og á
Norðurlöndunum, og dæmi um að
þau hafi selst á margar milljónir,“
segir Magni R. Magnússon safnari,
en fágæt söfn frímerkja, stimpil-
merkja og póstkorta frá Íslandi
verða á uppboði í næstu viku hjá
dönskum og þýskum uppboðs-
húsum.
Eru sum þessara safna metin á
nokkrar milljónir króna. Þannig er
frímerkjasafn verðlagt á alls 42 þús-
und evrur, um 5,8 milljónir króna,
hjá þýska uppboðshúsinu Edgar
Mohrmann & Co. Það uppboð fer
fram 26. apríl. Sama dag er uppboð
hjá Bruun Rasmussen í Kaup-
mannahöfn. Þar er m.a. til sölu ís-
lenskt safn stimpilmerkja sem metið
er á 3,8 milljónir ísl. kr. »6
Íslensk frímerki og póstkort metin á millj-
ónir í dönskum og þýskum uppboðshúsum
Póstkort Sýnishorn af þeim kortum sem
eru á uppboði í Danmörku.
Slysahætta er veruleg á stærri
götum í Vesturbæ Reykjavíkur og
veldur það íbúum hverfisins veru-
legum áhyggjum. Þetta er meðal
þess sem fram kemur í skýrslu sem
Íbúasamtök Vesturbæjar létu gera
um umferðaröryggi í hverfinu.
Langflest alvarlegu slysin í
hverfinu eru á stofnbrautum og
segir í skýrslunni að það beini sjón-
um að mikilvægi þess að bæta ör-
yggi á stærri stofnbrautum.
Skýrsluhöfundar segja stofnbrautir
eins og Hringbraut, Ánanaust,
Mýrargötu og Geirsgötu stórhættu-
legar og þar vanti gangbrautir og
merkingar.
Í tengslum við gerð skýrslunnar
var íbúum Vesturbæjar boðið að
koma með ábendingar um þau
svæði í hverfinu sem þeir teldu
hættuleg. Þeir bentu m.a. á hættu-
leg gatnamót, mikinn umferðar-
hraða og skort á gönguljósum. »10
Umferðaröryggi í Vestubænum er ábóta-
vant og mannslíf eru sögð vera í hættu
Morgunblaðið/Arnaldur
Í Vesturbænum Umferðaröryggi er þar
ábótavant samkvæmt nýrri skýrslu.