Morgunblaðið - 20.04.2016, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.04.2016, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2016 Bergþóra Jónsdóttir beggaj@gmail.com Stór hluti starfsmanna í heimaþjón- ustu verður var við ofbeldi gegn öldruðum. Þetta segir Sigrún Ingvadóttir, félagsráðgjafi og deildarstjóri Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis í Reykja- vík. Samkvæmt skilgreiningu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar felst of- beldi gagnvart öldruðum í einstakri eða endurtekinni athöfn eða skorti á athöfnum af hálfu þess/þeirra aðila sem hinn aldraði ætti að geta treyst. Þetta atferli veldur hinum aldraða skaða eða andlegri þján- ingu. Sigrún segir að starfsmenn í heimaþjónustu séu í lykilaðstöðu til að greina ofbeldi gegn öldruðum og koma þolendum til hjálpar. Mikil- vægt sé því að veita starfsfólkinu ráðgjöf og gefa því skýrar leiðbein- ingar og stuðning og ekki síður að það sé vel þjálfað til þess að greina og meðhöndla grunsemdir um of- beldi. Á námsstefnu sem haldin var á vegum Öldrunarráðs Íslands þann 14. apríl var fjallað um ofbeldi og viðbrögð gegn ofbeldi á öldruðum. Þar kynnti Sigrún niðurstöður rannsókna sem gerðar voru 2007 og svo aftur 2014. Spurningalisti sem lagður var fyrir í rannsókninni er byggður á erlendum rannsóknum og viðtölum við stjórnendur. Helstu niðurstöður voru á þá leið að bæta þyrfti þjónustu við veikasta hópinn og sérstaklega þá sem stæðu höllum fæti félagslega. Bent hefur verið á að mikilvægt sé fyrir stefnumótun um forvarnir að sam- eiginlegur skilningur sé á hugtakinu „ofbeldi gagnvart öldruðum“. Það verði því að teljast brýnt að auka fræðslu um forvarnir og viðbrögð þegar upp komi grunur um ofbeldi. Gert er ráð fyrir að eldri borg- arar verði rúmlega 20% þjóðarinnar eftir um 40 ár. Jafnframt muni fjölga mikið í elsta aldurshópnum, 80 ára og eldri. Í umræðunni síðast- liðinn ár er talað um að fjölgun aldraðra ásamt þjóðfélagslegum breytingum geti haft í för með sér að tilvikum ofbeldis fjölgi gegn öldruðum. Reykjavíkurborg lætur reglulega gera úttekt á högum eldri borgara og var sú síðasta gerð í nóvember- desember 2012 á vegum Capacent Gallup. Fólk á aldrinum 67-87 ára af öllu landinu var spurt um hagi sína, úrtakið var 993 manns. Þar kom fram að 6,4% sögðust hafa orð- ið vör við að eldri borgari væri van- ræktur eða beittur ofbeldi af sam- félagi eða skyldmennum, að sögn Sigrúnar. Komast þarf að rót vandans Ólafur Þór Gunnarsson öldrunar- læknir, sem líka hélt erindi á náms- stefnunni, velti því fyrir sér hvort almenningur áliti að aldraðir væru vandamál og hvort öldrunarfor- dómar væru til staðar hér á landi. Heyra mætti setningar eins og: „Spítalinn er fullur af gömlu fólki, það er ekki hægt að sinna aðgerð- um á ungu hraustu fólki því við fáum ekki pláss, gamalt fólk er í allt of dýrum plássum.“ Stöðugur áróð- ur væri í samfélaginu um að kostn- aður við öldrunarþjónustu væri að aukast. Eldra fólk væri byrði og vandamál fyrir sveitafélögin. Nær aldrei væri talað um aldraða sem auðlind. Hann vill komast að rót vandans. „Er eitthvað í samfélaginu okkar sem lætur okkur finnast það í lagi að tala svona?“ spurði Ólafur. Hann sagði að í raun og veru væri gamla fólkið ekki vandamálið heldur heilbrigðisstofnanirnar. Þörf væri á hugarfarsbreytingu í sam- félaginu öllu í garð eldra fólks. Einnig þyrfti starfsfólk í öldrunar- geiranum að vera háværara. Öldr- unarfordómum þyrfti að útrýma því þeir væru svo sannarlega til staðar í samfélaginu. Hugarfarsbreyting þörf í garð aldraðra  Ofbeldi gegn öldruðum til staðar í samfélaginu Morgunblaðið/Ásdís Aldraðir Vísbendingar eru um að ofbeldi í garð aldraðra viðgangist. kr. 25.900 Bankastræti 12 / 101 Reykjavík Sími 551 4007 / www.skartgripirogur.is kr. 7.900 kr. 12.900 kr. 19.900 kr. 27.900 kr. 19.900 kr. 14.500 frá kr. 19.500 frá kr. 56.900 kr. 22.000 kr. 19.900 Ný kjólasending Vertu upplýstur! blattafram.is VANDINN LIGGUR OFT HJÁ OKKUR SJÁLFUM. SAMÞYKKIR ÞÚ KYNFERÐISOFBELDI? Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Auðvitað finnst mér leiðinlegt að maðurinn hafi meiðst en mér finnst þetta sérkennilegur dómur. Það er mín skoðun,“ segir Einar Sigmar Ólafsson, sem var dæmdur í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær að bera skaðabótaskyldu að tveimur þriðju hlutum vegna flugeldaslyss sem varð árið 2014. Einar hefur flutt inn flug- elda og selt þá undir merkjum Alvöru gæðaflugelda undanfarin ár. Sá sem slasaðist keypti flugelda frá Alvöru gæðaflugeldum og skaut þeim upp á Selfossi um miðnætti á gamlárskvöld. Hann slasaðist alvarlega, einkum á vinstri hendi, þegar hann skaut ein- um þeirra upp. Svo virðist sem kúla á toppi flugeldsins hafi dottið af og fall- ið í jörðina og heldur stefnandi því fram að hún hafi rúllað í átt að sér. Hann kvaðst hafa tekið hana upp og engan neista eða loga hafi þá verið að sjá í henni. Ætlaði hann að setja kúl- una í ruslið og hélt á henni í vinstri hendi þegar hún sprakk með þeim af- leiðingum að hann slasaðist. Í læknabréfi Landspítalans, dag- settu 1. janúar 2014, sem lagt var fram sem málsgagn, kemur fram að áfengismagn í blóði mannsins hafi verið 1,51 prómill er hann kom til meðferðar á slysadeild Landspítal- ans. Uppfyllti ekki kröfur Í dómnum kemur fram að flugeldurinn sem maðurinn skaut upp og olli slysinu, hafi ekki verið rétt merktur. „Ljóst er að flugeldurinn, sem stefnandi skaut upp 31. desem- ber 2013, uppfyllti ekki kröfu reglu- gerðar nr. 592/2003 um merkingar og leiðbeiningar á íslensku. Verður því að leggja til grundvallar að flugeldur- inn hafi ekki verið svo öruggur sem stefnandi mátti vænta þar sem hann var ekki boðinn og kynntur í sam- ræmi við ákvæði fyrrgreindrar reglugerðar,“ segir í dómnum. Í skýrslum dómkvaddra mats- manna kom fram að flugeldurinn væri samsettur sem ein eining. Mats- mennirnir staðfestu einnig það sem fram kemur í matsgerð þeirra, að leiðbeiningarnar sem festar voru á flugeldinn hefðu verið ófullnægjandi. Í matsgerðinni er rakið að eftir- farandi leiðbeiningar sé að finna með stóru letri á umbúðum pakkningar með þremur flugeldum: „WARN- ING FOR ROCKETS Advorun. Skjotid flugeldinum utandyra ur oruggri undirstodu. Tendrid kveik- inn med utrettri hendi og vikid strax fra. Geymist a oruggum stad. Please keep 200m distance from the pro- ducts.“ Þá voru einnig danskar leið- beiningar prentaðar með smáu letri og festar á hvern flugeld fyrir sig. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Einar ekki hafa haft tækifæri til að fara ítarlega yfir dóminn, en sér þætti skrýtið að skortur á íslenskum merkingum firrti manninn ábyrgð á eigin gjörðum. „Mér sýnist af frá- sögn mannsins um smátt letur með erlendu tungumáli um aðvaranir að það firri hann ábyrgð að haga sér skynsamlega með flugeld,“ sagði Einar. Honum var gert að greiða 1,2 millj- ónir króna í málskostnað, sem rennur í ríkissjóð. Hann hefur ekki ákveðið hvort hann áfrýjar dómnum og hyggst ráðfæra sig við lögmenn sína. Flugeldurinn var illa merktur  Sölumaður dæmdur fyrir flugeldaslys Morgunblaðið/Ómar Flugeldar Margt ber að varast þegar þeim er skotið upp á gamlárskvöld. Ríkissaksóknari hefur áfrýjað sýknudómi Hér- aðsdóms Suður- lands yfir þeim Annþóri Krist- jáni Karlssyni og Berki Birgissyni vegna dauða samfanga þeirra á Litla-Hrauni til Hæstaréttar. Óvíst er hvort málið kemst á dag- skrá Hæstaréttar fyrir sumarfrí. Helgi Magnús Gunnarsson vararík- issaksóknari segir að áhöld séu um að málflutningur nái að fara fram fyrir sumarleyfi. „Við erum ósammála mati Héraðsdóms og teljum að fullnægj- andi sönnun sé komin fram um að þeir hafi framið það brot sem þeim er gefið að sök,“ segir Helgi. Áfrýja sýknudómi Annþórs og Barkar Helgi Magnús Gunnarsson fasteignir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.