Morgunblaðið - 20.04.2016, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.04.2016, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2016 Fyrsta flórgoðaparið var komið á Vífilsstaðavatn í fyrstu viku apríl- mánaðar. Starfsfólk Garðabæjar brást við þessari vorkomu með því að koma greinabúntum út á vatnið til að hjálpa því við hreiðurgerðina eins og gert hefur verið síðastliðin vor. Vökulir bæjarbúar höfðu þá látið þjónustuver bæjarins vita af því að flórgoðapar hringsólaði á vatninu. Einnig verður komið fyrir nýrri gerð að flothreiðurstæði. Fylgst verður með framvindu varps flór- goðanna á Vífilsstaðavatni í sumar líkt og undanfarin sumur. Þegar flórgoðar hafa valið sér hreiður- svæði verja þeir það með oddi og egg með miklum tilþrifum, segir á heimasíðu Garðabæjar. Flórgoðum hefur fjölgað í frið- landi Vífilsstaðavatns undanfarin sumur, eða frá 2008 er þeir fyrst reyndu varp þar svo vitað sé. Síðastliðið sumar voru fuglarnir orðnir átta talsins. Aðstoðuðu flórgoða við hreiðurgerð  Greinabúntum komið út á vatnið Morgunblaðið/Ómar Flórgoði Þessi spókaði sig á Mý- vatni á fallegum sumardegi. Farfuglarnir eru að flykkjast til landsins og er það yfirleitt helsti fyrirboði vorsins. Að því tilefni ætla Gunnar Þór Hallgrímsson, dósent við Líf- og umhverfisvís- indadeild Háskóla Íslands, og Tómas Grétar Gunnarsson, for- stöðumaður Rannsóknaseturs Há- skóla Íslands á Suðurlandi, að leiða fólk um leiruna í Grafarvogi í Reykjavík um helgina. Að sögn Tómasar Grétars koma þarna margar tegundir fugla og ætla þeir Gunnar Þór að fræða fólk um lifnaðarhætti fuglanna, á hvaða ferðalagi þeir eru og hvaða fuglategundir. Hvetur hann fólk til að taka með sér sjónauka og fuglabækur í ferðina. Tómas Grétar segir að í fyrra hafi komið á annað hundrað manns í sams konar skoðunarferð og búist sé við svipuðum fjölda í ár. Þá sé bara að vonast eftir góða verðrinu. Hist verður á bílastæðinu við Grafarvogskirkju laugardaginn 23. apríl klukkan 11 og áætlað er að ferðin taki um tvær klukku- stundir. Gangan er hluti af samstarfs- verkefni Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands sem hefur yfirskriftina Með fróðleik í farar- nesti og hófst á aldarafmæli skól- ans árið 2011. Farnar eru nokkr- ar ferðir á ári og eins sveppatínsluferð að hausti, kræk- lingaferð upp í Hvalfjörð og hjólaferðir og ýmislegt fleira. Hægt er að sjá nánari dagskrá á vef Ferðafélags Íslands. Vorið kemur með farfuglum Morgunblaðið/RAX Gleðigjafar Farfuglar, eins og þessar margæsir, gleðja landsmenn á vorin.  Háskóli Íslands og Ferðafélag Íslands í samstarfi Starfsmenn Garðyrkjuskóla LbhÍ á Reykjum í Ölfusi bjóða gestum og gang- andi að kynna sér nám og störf í gróður- húsunum á sumardaginn fyrsta, 21. apríl, frá kl. 10 til 17 Í gróðurhúsum skólans er hægt að njóta gróðursins og skoða verkefni nemenda, í garðskálanum verður opið markaðstorg, hægt verður að kaupa íslenskt kaffi úr nýmöluðum, heimaræktuðum kaffibaunum, á úti- svæði verður hægt að gæða sér á skógarkaffi, félög og fyrirtæki af ýmsu tagi verða með kynningu á vörum og þjónustu og margt annað er í boði. Minnt er á að nýir nemendur verða teknir inn á námsbrautir Garðyrkjuskólans í haust. Fagna sumri í gróðurhúsum á Reykjum Kaffi Baunir rækt- aðar á Reykjum. skólAjógúrT Skólajógúrt er nú sykurminni og uppfyllir viðmið Skráargatsins um sykurmagn í jógúrt. Jógúrtin er afar kalkrík, inniheldur trefjar og fæst núna einnig í stærri umbúðum. Veldu það sem hentar þinni fjölskyldu. HollArI Í fjÖLskyLdusTÆRÐ NÝJUN G 1 LÍTRA UMBÚ ÐIR BETRI KAUP H V ÍT A H Ú S ÍÐ /S ÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.