Morgunblaðið - 20.04.2016, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.04.2016, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2016 „Sumarið, sólin og ástin“ er yfir- skrift tónleika sem haldnir verða á morgun kl. 17 í Fella- og Hólakirkju. Á þeim flytja Krist- ín Ragnhildur Sigurðardóttir sópran og Arn- hildur Valgarðs- dóttir, organisti kirkjunnar, suð- ræn og sumarleg lög og eru tónleikarnir þeir þriðju í tónleika- röðinni „Frjáls eins og fuglinn“. Sumarið, sólin og ástin Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tónlistarhátíðin Heima verður hald- in í þriðja sinn í Hafnarfirði í dag og er hún hluti af bæjarlistahátíðinni Björtum dögum sem hefst einnig í dag og stendur til 24. apríl. Að venju verða tónleikar Heima haldnir í heimahúsum, 13 fjölskyldur munu opna heimili sín og bjóða upp á tón- leika með 14 hljómsveitum og/eða tónlistarmönnum og eru húsin öll miðsvæðis og í göngufæri frá miðbæ Hafnar- fjarðar. Tónleikahaldið hefst kl. 20 og stendur til kl. 23. Um korteri síðar, kl. 23.15 eða þar um bil, mun svo einn þekktasti sonur Hafnar- fjarðar, Björgvin Halldórsson, halda tónleika ásamt hljómsveit í anddyri Bæjarbíós og Kjötkompaní mun þar bjóða upp á sælkeraveislu. Að tónleikum Björgvins loknum hefst svo tónleikadagskrá utan heimahúsa sem nefnist Að heiman og fer fram á eftirtöldum veitinga- húsum og krám í Hafnarfirði: A. Hansen, Ölhúsinu, Íslenska rokk- barnum og Ölstofunni. Verður þar djammað fram á rauðanótt. Hefst í Firði Eftirtaldir tónlistarmenn og hljómsveitir munu koma fram á Heima að þessu sinni: Axel O & Co, Björn Thoroddsen og Anna, Cease- Tone, Dorothea Dam frá Færeyjum, Futuregrapher, Hráefni, Högni Eg- ilson, Lára Rúnars, Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson, Sniglabandið, Teitur Magnússon, Ylja og Þór Breiðfjörð ásamt Davíð Siggeirssyni og Björgvini Halldórs- syni. Setningarhátíð Heima og Bjartra daga fer fram í verslunar- miðstöðnni Firði kl. 18 og munu handhafar aðgöngumiða fá afhent Töfrar tónlistar og mannlífs Morgunblaðið/Ómar teitur magnússon teitur magnússon armbönd þar og leiðarlýsingu um tónlistarhátíðina, þ.e. hverjir halda tónleika hvar og hvenær en miðasala á Heima fer fram á midi.is. Upplýs- ingar um hátíðina má líka finna á Facebook-síðu hennar með því að slá inn í leitarglugga „HEIMA í Hafn- arfirði“. Rölt á milli í rólegheitum Kristinn Sæmundsson er skipu- leggjandi Heima, líkt og fyrri ár, og segir hann að þegar hátíðin hafi ver- ið haldin í fyrsta sinn hafi um tveir þriðju hlutar aðgöngumiða selst, í fyrra hafi verið uppselt og í ár stefni í að aftur verði uppselt. Spurður út í stemninguna á Heima segir Kristinn að tónleikarnir hafi verið ákaflega heimilislegir og skemmtilegir. „Fólk röltir milli húsa í rólegheitum og úr verður svo skemmtileg mannlífsiða. Þetta er ekki eins og að sitja á tón- leikum allan tímann því fólk stoppar kannski í kortér á hverjum stað og hittir mann og annan. Þetta er meiri mannlífsblanda,“ segir Kristinn. „Hún inniheldur svo marga töfra; töfra tónlistarinnar, góðs mannlífs og nándina sem okkur veitir ekkert af að finna fyrir í lífinu í dag,“ segir Kristinn um hátíðina.  Heima-hátíðin haldin í Hafnarfirði í þriðja sinn  14 hljómsveitir og tónlistar- menn halda tónleika  Björgvin Halldórsson heldur tónleika í Bæjarbíói Á Heima Hljómsveitin Axel O & Co er ein þeirra sem leika munu í kvöld. Kristinn Sæmundsson Fagurhærður Teitur Magnússon sló í gegn með plötunni 27 og mun gleðja gesti með fallegum laglínum og glúrnum textum á Heima. Bo Björgvin mun gleðja gesti með fögrum söng sínum í kvöld. Jazzhátíð Garðabæjar hefst í dag, 20. apríl og stendur til og með 23. apríl. Hátíðin er nú haldin í ellefta sinn á vegum menningar- og safna- nefndar Garðabæjar og listrænn stjórnandi hennar er Sigurður Flosason tónlistarmaður. Allir kvöldtónleikar hátíðarinnar fara fram í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju, og er dagskráin fjölbreytt og boðið upp á ólíkar stíl- tegundir djasstónlistar. Sem fyrr er sérstök áhersla á listamenn sem tengjast Garðabæ en listamönnum alls ótengdum Garðabæ er einnig gert hátt undir höfði, að því er fram kemur í tilkynningu. Undirþema hátíðarinnar að þessu sinni er tengsl djass við heimstónlist en kvöldatriði hátíðarinnar á fimmtu- degi, föstudegi og laugardegi eru öll af þeim toga. Aðgangur er ókeypis á alla viðburði á meðan húsrúm leyfir og má finna dagskrá hátíðarinnar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni eru Projeto Brasil!, Skuggamyndir frá Býsans, Tríó Bjössa Thor og Raggi Bjarna; Óm- ar Guðjónsson og Tómas R. Einars- son og Ife Tolentino með þeim Ósk- ari Guðjónssyni og Eyþóri Gunnarssyni. Ólíkar stíltegundir djasstónlistar Projeto Brazil Hljómsveitina fjölþjóðlegu skipa Sigurður Flosason á saxó- fón, Hans Olding á gítar, Þórdís Gerður Jónsdóttir á selló, Morten Ankar- feldt á kontrabassa og Ola Bothzén sem leikur á trommur. THE BOSS 5:50, 8, 10:10 HARDCORE HENRY 10:25 MAÐUR SEM HEITIR OVE 5:30, 8 MY BIG FAT GREEK WEDDING 2 8, 10:10 KUNG FU PANDA 3 5:50 ÍSL.TAL LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.