Morgunblaðið - 20.04.2016, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2016
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Dr. Þorbjörg Jensdóttirhefur búið í fimm lönd-um í lengri eðaskemmri tíma við nám
og störf og ferðast vítt og breitt
um heiminn í tengslum við hvort
tveggja. Ísland varð þó fyrir val-
inu þegar hún stóð frammi fyrir
þeirri ákvörðun að koma á fót fyr-
irtæki sínu IceMedico árið 2008.
Sjálf fluttist hún hingað búferlum
síðastliðið haust frá Noregi ásamt
börnunum Sölku Soffíu, Jens Snæ
og Þóreyju Birnu sem eru á aldr-
inum 3 til 8 ára. Og nú styttist í
að eiginmaðurinn, Ómar Ingþórs-
son landslagsarkitekt, sem enn er
að störfum ytra, sameinist fjöl-
skyldunni, en hann hefur undan-
farið verið með annan fótinn á Ís-
landi. „Ég stóð frammi fyrir því
að annaðhvort hrökkva eða
stökkva og ákvað að drífa mig
heim,“ segir Þorbjörg, sem sagði
upp sérfræðistöðu í Stavangri þar
sem hún hafði leiðbeint tann-
læknum í meistara- og doktors-
námi um fimm ára skeið til að
sinna fyrirtæki sínu.
Árið 2012 kom fyrsta afurð
IceMedico á íslenskan markað;
HAp+ sykurlausir og kalkbættir
munnsogsmolar, sem Þorbjörg
fann upp fyrir margt löngu og
nýtast þeim sem glíma við munn-
þurrk. Molarnir eru þeim kostum
búnir að þeir eyða ekki glerungi
tannanna eins og áþekkar vörur
með svipað sýrustig sem fólk not-
ar gjarnan við þessum hvimleiða
kvilla.
Útrás á döfinni
„Umfang fyrirtækisins hefur
vaxið jafnt og þétt. Fram til þessa
hafa molarnir aðeins verið seldir á
Íslandi, til dæmis í helstu apótek-
um, Hagkaupum, Kosti, um borð í
flugvélum WOW og hjá tann-
læknum. Aukin sala hér og mikil
eftirspurn og áhugi fagaðila og
neytenda í útlöndum kölluðu á að
ég kæmi heim, réði starfsfólk og
hæfi markvissa markaðssetningu
hér heima og erlendis. Við höfum
verið að stækka lagerinn og
styrkja stoðirnar undanfarið og
huga að ýmsum nýjungum í fram-
leiðslunni svo fátt eitt sé talið,“
segir Þorbjörg, sem nú hefur fjög-
urra manna starfslið sér til full-
tingis; sölu- og markaðsstjóra,
hönnunarstjóra, bókara og sér-
fræðing í hugverkarétti.
Þrátt fyrir að hafa alist upp í
Svíþjóð og búið næstum hálfa æv-
ina í útlöndum var alltaf meiningin
að fjölskyldan flyttist heim. Þau
hjónin vildu að börnin lærðu ís-
lensku, kynntust stórfjölskyldunni
og skytu hér rótum þótt þau færu
ef til vill síðar út í heim að afla
sér menntunar og reynslu. „Þau
eru núna á mjög góðum aldri til
að aðlagast. Ég myndi samt alltaf
hvetja þau til að mennta sig í út-
löndum, en vitaskuld vona að þau
snúi aftur heim. Sjálf skapa ég
ákveðið fordæmi með því að
byggja hér upp fyrirtæki og um
leið íslenskt samfélag. Mér hefur
alltaf verið kappsmál að láta gott
af mér leiða.“
Og HAp+ er gott í margs kon-
ar skilningi. Gott á bragðið, gott
fyrir atvinnulífið, gott fyrir tenn-
Ferskur andi með
frumkvöðli ársins
Nýsköpun, stefna og árangur voru leiðarljós Stjórnvísis við val á frumkvöðli árs-
ins 2016. Dr. Þorbjörg Jensdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri IceMedico,
framleiðanda sykurlausu og kalkbættu HAp+ munnsogsmolanna, þótti best að
nafnbótinni sem og verðlaununum komin.
Áður en Íslendingar féllu fyrir Prins
póló er yfirskrift sýningar sem opn-
uð verður kl. 16 í dag á Kjarvals-
stöðum. Á sýningunni eru textar og
ljósmyndir sem nemendur í 9. og
10. bekk Landakotsskóla unnu í vet-
ur með jafnöldrum sínum frá Wroc-
law í Póllandi í samstarfsverkefninu
Storytelling Lab for Young
Adults.
Hóparnir skiptust á heimsóknum
og voru í sambandi í gegnum netið,
en verkefnið er samstarf Reykjavík-
ur Bókmenntaborgar UNESCO,
Landakotsskóla og Towarzystwo Ak-
tiwnej Komunikacji (TAK) í Wroclaw.
Meðal afraksturs þessarar menn-
ingarsamvinnu íslenskra og pólskra
unglinga er glæsileg bók með sög-
um og ljósmyndum krakkanna en
einnig sýningar sem settar eru upp
í Wroclaw og Reykjavík. Markmið
verkefnisins er að fræða ungmennin
um vinalandið og opna sýn á menn-
ingu, listir og samfélag hvort ann-
ars.
Á Kjarvalsstöðum verða ljós-
myndir og textar eftir íslensku
þátttakendurna sýnd á veggjum og
bókin liggur frammi til skoðunar.
Lesið verður upp úr henni á opnun-
inni og nemendur úr 7. bekk Landa-
kotsskóla flytja tónlist.
Kristín Helga Gunnarsdóttir, for-
maður Rithöfundasambands Ís-
lands, opnar sýninguna, sem er á
dagskrá Barnamenningarhátíðar í
Reykjavík og stendur til 24. apríl.
Allir eru velkomnir og aðgangur að
sýningunni er ókeypis.
Áður en Íslendingar féllu fyrir Prins póló
Markmið Verkefnið, Storytelling Lab for Young Adults, gekk út á að fræða ung-
mennin um vinalandið og opna sýn á menningu, listir og samfélag hvort annars.
Menningarsamvinna íslenskra
og pólskra unglinga
Kynsegindagurinn er haldinn öðru
sinni í dag, 20. apríl. Í tilefni dagsins
efnir Kynsegin Ísland, í samstarfi við
Trans Ísland, Wotever Iceland og
Samtökin ’78, til opinnar fræðslu á
léttu nótunum í húsnæði Samtak-
anna ’78 að Suðurgötu 3. Húsið verð-
ur opnað kl. 18 en fræðslan hefst
hálftíma síðar. Eftir stutta kynningu
á því hvað kynsegin (e. genderqueer
eða non-binary) er og hvað það þýðir
að vera kynsegin verður opið fyrir
hvers kyns spurningar
Kynsegindagurinn er haldinn í
anda konudagsins og bóndadagsins,
en kynsegin fólk skilgreinir sig al-
mennt utan þessara tveggja flokka
og getur því oftast ekki tekið þátt í
þeim dögum. Aðstandendur Kyn-
segindagsins hvetja fólk til að fagna
kynsegin manneskjum í lífi sínu, t.d.
með blómum, gjöfum eða almennt
fallegum orðum og/eða gjörðum.
Fögur orð fara einkar vel á Facebook-
síðu Kynsegin Íslands, face-
book.com/nonbinaryiceland, og vef-
síðu Trans Ísland, transisland.is.
Húsnæði Samtakanna ’78 er að-
gengilegt fyrir hjólastóla.
Kynsegindagurinn haldinn í anda konudags og bóndadags
Blóm, gjafir,
falleg orð og
gjörðir vel þegin
Morgunblaðið/Ómar
Opin fræðsla Hvers kyns spurningum
verður svarað á fræðslukvöldinu.
Viðurkenning Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Þorbjörgu
frumkvöðlaverðlaun Stjórnvísis 12. apríl síðastliðinn.
Vísindamaðurinn Danska tannlæknablaðið tók viðtal við Þorbjörgu árið
2004 og fjallaði um rannsóknir hennar í tengslum við doktorsverkefnið.
www.apotekarinn.is
- lægra verð
NICOTINELL Afslátturinn gildir af:· 204 stk. pökkum· Öllum bragðtegundum
· Öllum styrkleikum
15%AFSLÁTTUR