Morgunblaðið - 20.04.2016, Blaðsíða 31
Didda kaus að halda hollkvöld.
Gerði hún það svo við mættum
njóta þeirrar dýrðlegu kvöld-
fegurðar sem Álftanesið býður
upp á að vorlagi. Þegar við
mættum var búið að þvo alla
glugga, planta blómum og allt
eins glæsilegt og hægt er að
hugsa sér.
Ekki var maturinn af verri
endanum, þó að hún gæti e.t.v.
ekki borðað hann sjálf, því hún
kaus sjálf léttan, hollan, ein-
faldan kost. Hún naut þess að
hafa fyrir okkur og við nutum
útsýnis, matar og píanóleiks
Hauks Heiðars.
Það var einstaklega gott að
vera í návist Diddu og hennar
verður sárt saknað af okkur
hollsystrunum og mökum okk-
ar.
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur til Hauks, barna,
barnabarna svo og fjölskyld-
unnar allrar.
Blessuð sé minning Sveinrós-
ar Sveinbjarnardóttur.
Fyrir hönd Hollsystra (mars
1966),
Unnur Ragnars.
Það er með söknuði sem ég
kveð Sveinrós sem ég hef starf-
að með í 30 ár innan Guðspek-
isamtakanna í Reykjavík.
Sveinrós kom til liðs við Sam-
tökin á fyrstu árum þeirra, þeg-
ar Norræni heilunarskólinn var
starfræktur í Reykjavík og fé-
lagið starfaði undir nafninu Ísl.
heilunarfélagið.
Eftir að hafa lokið námi í
Heilunarskólanum vorið 1986
gekk Sveinrós til liðs við félagið
og hefur í allan þennan tíma
verið einn af máttarstólpunum í
starfi þess og tekið að sér mörg
verkefni fyrir félagið. Sveinrós
var m.a. lengi í stjórn félagsins
og gegndi stöðu formanns Ísl.
heilunarfélagsins árin 1989 til
1991. Þá var ég tekin við sem
skólastjóri heilunarskólans og
unnum við því náið saman og
áfram eftir því sem árin liðu og
starfsemi félagsins þróaðist
undir nafni Guðspekisamtak-
anna.
Sveinrós var einstaklega nat-
in og vandvirk í þeim verk-
efnum sem hún tók sér fyrir
hendur í félaginu og það var
ósjaldan sem maður dáðist að
glæsileika hennar og ríku feg-
urðarskyni. Þetta sá maður
ekki síst þau skipti sem Svein-
rós bauð félagsmönnum heim
til sín.
En heimili þeirra hjóna,
Hauks Heiðars og Sveinrósar,
er hvort tveggja í senn fallegt
og hlýlegt, þangað sem gott er
að koma.
Þá minnist ég einnig margra
samverustunda í gegnum árin
þar sem við Sveinrós ásamt
hópi félagsmanna og fjölskyldu-
meðlimum fórum saman í ár-
lega helgarferð, oftast á Snæ-
fellsnes.
Þá voru Haukur eldri og
yngri oft með í för ásamt Ingu
Dóru, dóttur þeirra, og fengu
makar og börn okkar fé-
lagsmanna þá tækifæri til að
kynnast í þessum ferðum. Þá
fór kjarni félagsmanna, og
Sveinrós þar á meðal, reglulega
á sumarnámskeið í Danmörku
og til Ástralíu auk þess að taka
þátt í ævintýralegum friðar-
ferðum á vegum höfuðstöðva
Samtakanna, m.a. til Ísraels,
Egyptalands, Grikklands, USA
og Ástralíu.
Sveinrósar er nú sárt saknað
meðal vina innan Guðspekisam-
takanna, ekki bara hér heima
heldur einnig í Danmörku og
Ástralíu.
Ég vil fyrir hönd Samtak-
anna þakka Sveinrós sem hefur
starfað af dugnaði og einstakri
hollustu fyrir Guðspekisamtök-
in í Reykjavík um áratuga skeið
og bið góðan Guð að blessa
hana og fjölskyldu hennar.
Fyrir hönd Guðspekisamtak-
anna í Reykjavík,
Eldey Huld Jónsdóttir.
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2016
✝ Hinrik Rúnarfæddist á Ísa-
firði 19. ágúst 1966.
Hann lést af slys-
förum í Stykkis-
hólmi 9. apríl 2016.
Foreldrar Hin-
riks eru Gróa Guð-
munda Björnsdótt-
ir, f. 27. desember
1926, og Haraldur
Jónsson, f. 30. sept-
ember 1924, d. 20.
október 1988.
Systkini Hinriks eru Guð-
mundur Björn, f. 26. desember
1953, d. 28. maí 1995, Guðbjörg
Kristín, f. 3. júlí 1955, Jóna Guð-
rún, f. 22. nóvember 1956,
Gunnhildur Halla,
f. 29. mars 1958, d.
19. ágúst 2011, og
Gróa Guðmunda, f.
25. ágúst 1961.
Eiginkona Hinriks
er Elínbjörg Katrín
Þorvarðardóttir, f.
19. september
1970. Börn þeirra
eru Gróa, f. 17.
ágúst 2002, Elín, f.
17. mars 2008, og
Þorvarður, f. 6.
febrúar 2009.
Hinrik Rúnar verður jarð-
sunginn í Stykkishólmskirkju í
dag, 20. apríl 2016, og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Pabbi var mjög góður maður
og besti faðir sem ég veit um.
Honum fannst alltaf gaman
að fara út á sjó og áttum við lít-
inn bát og fórum oft saman með
sjóstangirnar okkar.
Við fjölskyldan vorum mikið
úti og það var svo gaman að
fara til dæmis í fjöruferðir og í
útilegur með tjaldvagninn okk-
ar.
Pabbi var fljótur að eignast
nýja vini og talaði við mjög
marga og þekktu margir hann.
Hann hjálpaði mér í gegnum
allt, sama hvað það var. Ég veit
að hann var stoltur af mér og
ég mun halda áfram að gera
hann stoltan og hann er alltaf
hjá mér.
Ég elska pabba minn af öllu
mínu hjarta.
Allt sem þér viljið að aðrir
menn geri yður það skuluð þér
og þeim gjöra.
Ég kveð þig eins og þú kall-
aðir mig alltaf, elsku pabbi
minn:
Þín Músla,
Gróa Hinriksdóttir.
Elsku pabbi.
Það var alltaf svo gaman að
fara í fjöruferðirnar með þér.
Það var líka svo gaman að hjóla
með þér.
Elsku pabbi, þú varst svo
góður að lofa okkur að taka þátt
í öllu með þér. Þú leyfðir okkur
að pússa borðið á pallinum með
þér, þvo gluggana og fullt fleira.
Takk pabbi. Við söknum þín
mikið, elsku pabbi.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Elín og Þorvarður.
Man ég æskuárin
yndisbros og tárin
gleði og sviðasárin
sól og daga langa
vinarhönd á vanga.
(Stefán frá Hvítadal)
Vorið að koma, gróðurinn og
blómin að lifna við, daginn farið
að lengja verulega, fuglarnir
syngja. Gróa, elsta barnið, að
fermast eftir mánuð og tilhlökk-
unin mikil. Veröldin hrynur.
Hinrik bróðir okkar er dáinn.
Þriðja systkinið sem fellur frá í
blóma lífsins. Sorgin og sökn-
uðurinn er mikill.
Hinrik var vinmargur, átti
auðvelt með að kynnast fólki og
var hrókur alls fagnaðar. Góðir
eiginleikar sem gerðu hann að
einstökum manni. Mesta gæfa í
hans lífi var er hann sjálfur
eignaðist fjölskyldu. Börnin
voru honum dýrmæt og var
hann afar stoltur af þeim, enda
duglegir og fallegir einstakling-
ar. Hann sinnti þeim vel og var
mjög duglegur að leyfa þeim að
vera með í leik og starfi. Hinrik
slasaðist á sjó fyrir nokkrum ár-
um og var erfitt fyrir þennan
dugnaðarfork að vera kippt
svona snögglega út af vinnu-
markaðinum. Hinrik tók ávallt
myndarlega til hendinni við að
fegra heimilið. Snyrtimennskan
blasti alls staðar við, jafnt úti
sem inni, enda var hún honum í
blóð borin. Við systurnar erum
mjög þakklátar fyrir hversu
duglegur hann var að hringja í
mömmu, sem hann gerði nánast
daglega. Í Stykkishólmi fannst
Hinriki og fjölskyldu gott að
búa. Við fráfall Hinriks höfum
við fundið og séð hversu mikill
samhugur ríkir í bæjarfélaginu.
Það eru allir boðnir og búnir að
rétta hjálparhönd og veita styrk
á þessari sorgarstundu. Það
hefur hitt okkur í hjartastað.
Við systurnar og móðir okkar
verðum bæjarbúum og félaga-
samtökum í Stykkishólmi æv-
inlega þakklátar.
Hafið gefur, hafið tekur.
Hvíldu í friði, elsku Hinni
snyrtipinni, hjartans þakkir fyr-
ir allt sem þú varst okkur og
gafst okkur. Minningarnar um
þig varðveitum við í hugum
okkar og hjörtum um ókomna
tíð.
Elsku Ella, Gróa, Elín og
Þorvarður, missir ykkar er mik-
ill. Megi allar góðar vættir um-
vefja ykkur og hugga í sorginni.
Þínar systur,
Guðbjörg Kristín,
Jóna Guðrún og
Gróa Guðmunda.
Elsku Hinni okkar.
Er þetta ekki uppáhaldsmág-
urinn minn? Svona hófust öll
símtöl þegar Hinni var á lín-
unni. Sama hvað bjátaði á, alltaf
var hann hress og kátur, stutt í
húmorinn og smitandi hláturinn
var alveg til að gera alla daga
betri.
Hinni snyrtipinni var alltaf
með tuskuna á lofti. Ef ekki
heima hjá sér þá var hann
mættur út í bíl. Við erum á því
að betur bónaðan bíl sé ekki að
finna á landinu. Eftir að hann
fékk sér jeppa með leðursætum
þá fengu bílbelti aðra merkingu,
þau voru notuð til að renna ekki
jafn mikið til í stífbónuðum sæt-
unum.
Árni eyddi miklum tíma á
heimili Hinna og Ellu árið 2006
þegar þau bjuggu á Flateyri.
Mikið var gott að koma og vita
af því að kræsingar biðu hverja
helgi því Hinni kunni að elda
góðan mat. Það eru til óteljandi
myndir af Hinna að störfum
með grilltöng og svuntuna.
Hinni hafði gott lag á börn-
um. Öll okkar börn dýrkuðu
Hinna. Sá elsti, Andri, var ný-
lega búinn að þræta við Hinna
hvort Arsenal eða Man. United
væri betra. Nú stendur yfir
verkefni þar sem Andri ætlar að
gefa eftir og er að perla Arsen-
al-merkið fyrir Hinna sinn. Svo
eru það tvíburarnir, eins
hræddir og þeir eru við Ellu
frænku þá þurfti Hinni ekki
annað en að brosa og þá varð
allt vitlaust, hlæjandi vitlaust.
Mikið eigum við eftir að
sakna þín, Hinni. Það eru bara
þrjár vikur síðan við sátum með
þér í fermingarveislu og þú
sagðir svo stoltur frá því hvað
Gróa þín væri stórglæsileg í
fermingarkjólnum sínum. Við
trúum því að þú fylgist með
fermingunni. Við munum fagna
með Gróu að hætti Hinna, hafa
fjör. Við höfum svo lofað hvert
öðru að börnin þín fái meiri
tíma með okkur en áður, við
höldum minningu um góðan
pabba, góðan eiginmann, góðan
mág, góðan svila og umfram allt
góðan vin á lofti. Lífið er heldur
betur ekki alltaf sanngjarnt.
Blessuð sé minning þín, elsku
Hinni.
Árni og Harpa.
Ástkær mágur, svili og vinur
er fallinn frá. Hvílíkt reiðarslag
fyrir alla ástvini sem að honum
Hinriki standa. Á sorgarstundu
leitum við í banka góðra minn-
inga. Þar er af nógu að taka.
Hann Hinni okkar var góður
maður. Traustur, skemmtilegur
og fyndinn. Barngóður og hlýr.
Við eigum eftir að sakna þéttra
faðmlaga, hlýrra orða og þeirr-
ar væntumþykju sem Hinni
sýndi hverju og einu okkar.
Hinni var svona maður sem
manni finnst að maður hafi allt-
af þekkt. Eftir að Ella Kata
kynnti hann fyrir okkur og
hann bættist við fjölskylduna
okkar varð hann strax einn af
okkur. Jarðbundinn gaur sem
elskaði þorpið sitt, fjöllin og
fjörðinn. Flateyri átti stórt
pláss í hans hjarta og ekki síst
Önundarfjörðurinn sem við
fengum að heyra að væri einn
fallegasti fjörður landsins. Og
fjallahringurinn er fallegur líka.
Ella Kata og Hinni giftu sig í
þorpinu hans Hinna einn sól-
ríkan og dásamlegan dag sum-
arið 2007. Þessum degi gleym-
um við ekki, það var mikill
gleðidagur. Við geymum með
okkur minningar um hláturinn
og brosið hans Hinna. Eitt af
því sem einkenndi Hinna var
hversu fljótur hann var að
kynnast fólki, hann hafði svo
gaman af því að spjalla um dag-
inn og veginn. Hann var svo op-
inn og gat rætt við alla, aldna
sem unga. Af tali hans fundum
við að Hinna var líka farið að
þykja vænt um Stykkishólm,
þar leið honum og fjölskyldunni
vel.
Elsku hjartans Hinni okkar,
þú munt ávallt eiga þitt pláss í
hjarta okkar. Minning þín fylgir
okkur um ókomna tíð. Hjartans
þakkir fyrir vináttu þína og
kærleik sem þú sýndir okkur
öllum. Það er óendanlega sárt
að hugsa til þess að börnin þín
og konan þín fái ekki að njóta
nærveru þinnar framar.
Elsku hjartans Ella Kata,
Gróa, Elín og Þorvarður, megi
góður Guð styrkja ykkur á
þessum erfiðu tímum. Við vott-
um ykkur okkar dýpstu samúð.
Móður Hinna og systrum og
öðrum ástvinum hans vottum
við einnig okkar dýpstu samúð.
Smári, Kristín, Egill Þorri
og Elvar Orri.
Elsku Hinni minn.
Í dag kveð ég tengdason
minn, dreng sem alltaf var
hress og kátur þegar við hitt-
umst og sótti í að spjalla við
fólk. Um leið og gesti bar að
garði var hann byrjaður að
hella upp á könnuna og segja
skemmtilegar sögur. Hann hafði
unun af því að elda góðan mat
og góður var hann maturinn hjá
honum Hinna. Hann verkaði
hitt og þetta, gjarnan í bíl-
skúrnum og var nýtinn mjög.
Í dag er vor í lofti og það
birtir og hlýnar með hverjum
deginum.
Fjölskyldan var farin að huga
að fermingu hjá Gróu sem
fermist um hvítasunnuna. Stefn-
an var að senda boðskortin út
um síðustu helgi en þá helgi
dimmdi yfir hjá fjölskyldunni.
Hinni hefur alltaf sótt sjóinn og
fór oft niður á bryggju að taka
á móti vinum sínum sem voru
að koma í land. Þetta laugar-
dagskvöld kom Hinni okkar
ekki til baka.
Þið Ella eigið þrjú yndisleg
börn saman. Þau eru vel gerð
og hafa staðið sig vel eftir frá-
fall pabba síns. Það eiga allir
um sárt að binda, við sem eftir
stöndum munum halda utan um
Ellu Kötu mína, Gróu, Elínu og
Þorra. Bæjarfélagið Stykkis-
hólmur hefur líka sýnt og sann-
að að þar býr gott fólk og kann
ég þeim bestu þakkir fyrir
veitta samúð og hlýhug í garð
Ellu Kötu og krakkanna.
Elsku Hinni, þú varst hjarta-
hlýr, einlægur og barngóður.
Söknuðurinn er mikill og minn-
ing um góðan dreng lifir.
Svanhildur
(Svana).
Nei, ekki þú líka, kæri
frændi. Fyrst misstir þú föður
þinn, þá bróður þinn, systur-
dóttur þína og svo systur þína.
Nú ert þú búinn að kveðja.
Eftir sitja og stara ráðalaus til
móðunnar miklu móðir þín, eig-
inkonan og börnin þrjú, systur
þínar þrjár og fjölskyldur
þeirra að ógleymdum öllum vin-
unum. Var ekki komið nóg af
áföllum hjá fjölskyldunni?
Á uppvaxtarárum okkar var
mikið og náið samband milli
fjölskyldna okkar frændsystkin-
anna í húsaröðinni á Flateyri:
Brimnesvegi 2, Túngötu 4 og
Grundarstíg 1 og 2. Öll húsin
hlið við hlið. Stórfjölskyldan var
samheldin, þar sem Guðrún
amma skipaði árum saman heið-
urssætið. Sem betur fer grunaði
ekkert okkar þær fjölskyldu-
hörmungar sem í vændum voru
með fjölmörgum áföllum, þar
sem hæst ber ótímabært andlát
allt of margra. Við lifðum upp-
vaxtarárin á Flateyri glöð og
kát daga og nætur. Síðan skildu
leiðir um tíma.
Mér hefur alltaf þótt svo
undurvænt um að leiðir okkar
skyldu liggja saman að nýju
þegar þú fluttir aftur á Flateyri
og fjölskyldan með. Það er svo
mikil lífsfylling sem fylgir því
að eiga góð samskipti við sína
nánustu. Þér tókst líka svo ein-
staklega vel að gera hlutina já-
kvæða og fallega, gast enda-
laust séð skondnu hliðarnar á
öllum hlutum.
Mikið var gaman að hitta þig
yfir kaffisopa og spjalla. Það
voru ekki margir kaffisoparnir
sem runnu niður á milli þess að
þú komst manni til að hlæja og
hristast með þér.
Þú gerðir bölsýni að bjart-
sýni – þótt stundum tæki það
vissulega tíma og andleg átök.
Vissulega vitum við það líka
báðir að þú háðir marga
orrustuna við erfiðleika og áföll.
Lífið var þér alls ekki dans á
rósum.
Þú varst svo einstaklega
mannlegur, fullkominn á mörg-
um sviðum en svo ófullkominn á
öðrum, sem gerði þig að áhuga-
verðum einstaklingi. Frábær
faðir, frændi og vinur.
Svo kom enn eitt áfallið þeg-
ar þú slasaðist úti á rúmsjó og
hlaust varanlega örorku. Misstir
samt aldrei gleðina og þrána til
að sinna fjölskyldunni og gefa
endalaust af þér til alls um-
hverfisins. Þetta var þér unnt
þrátt fyrir hrikalega ósann-
gjarna baráttu í mannheimum
við tryggingar og sérfræðinga.
Baráttu sem engan veginn er
unnt að skilja að sé lögð á nokk-
urn mann; baráttu sem skilar
samfélaginu bara kostnaði á alla
lund þar sem örfáir einstakling-
ar aðrir en tjónþolinn maka
krókinn. Sú barátta þín var þér
og fjölskyldunni erfið og ekki til
lykta leidd þegar þú lentir í síð-
asta óhappi lífs þíns, í Stykk-
ishólmshöfn.
Einstaklingar og samfélagið
allt í Stykkishólmi var þér stoð
og stytta. Stuðningur þess við
Ellu og börn frá fyrsta degi eft-
ir andlát þitt hefur verið ein-
stakur. Smæð samfélagsins er
án efa í öfugu hlutfalli við hjálp-
semi og velvilja þess. Þar hlýtur
að vera gott að búa.
Hinrik Rúnar, minn kæri
frændi og vinur, þú hefur skilað
góðu verki, þinn heimur og um-
hverfi er betra en þegar þú
hófst lífsstarfið. Ég þakka þér
fyrir hönd fjölskyldu okkar
Gullu, allt sem þú gafst okkur.
Eiginkonu þinni, dætrunum
tveim og syni, móður þinni,
systkinum og fjölskyldum
þeirra vottum við einlæga og
djúpa samúð.
Eiríkur Finnur
Greipsson.
Þeir hafa verið þungir dag-
arnir eftir að ég frétti að Hinrik
vinur minn hefði farið frá okkur
allt of fljótt í blóma lífsins.
Hinrik var nefnilega ekki
eins og Íslendingar almennt. Ég
kynntist Hinriki fyrst þegar ég
vann á Olís í Stykkishólmi, en
Hinrik var tíður gestur hjá okk-
ur, ýmist að sækja rauðan
Prince, kaffi, nú eða einungis til
að spjalla, þar sem honum
fannst alveg jafn gaman að tala
við okkur unglingana í af-
greiðslunni eins og karlana í
salnum. Á þeim þremur árum
sem ég þekkti Hinrik lærði ég
margt af honum sem persónu.
Hvernig sem viðraði, hvernig
sem staðan var í samfélaginu,
þá kom hann brosandi inn. Það
var alveg sama hvar ég hitti á
hann, á Olís, í íþróttahúsinu eða
bara þegar við mættumst á götu
úti, þá vissi ég alltaf við hverju
ég mætti búast, brosi og vinki
og oftar en ekki fylgdi hlátur
með.
Það var það sem gerði Hinrik
einstakan. Hann var alltaf
ánægður, ánægður með lífið út
á við, og það gaf mér og öllum
þeim sem hittu hann á daginn
afskaplega mikið.
Ég lærði það strax af Hinriki
hversu mikill fjölskyldumaður
hann var, og hversu montinn
hann var af Elínbjörgu konu
sinni og börnunum sínum þrem-
ur. Þau komu reglulega til tals
hjá okkur þar sem hann sagði
okkur í afgreiðslunni frá afrek-
um fjölskyldunnar og hversu
montinn hann væri af þeim öll-
um.
Reglulega komu svo inn
myndir af honum á Facebókinni
ásamt fjölskyldunni og það sem
einkenndi þær allar var brosið
hans, og þeirra allra.
Ég er í dag einkar þakklátur
fyrir að hafa fengið að kynnast
Hinriki, þessum mikla gleði-
gjafa. Það er ekki algengt að
vinátta komi fram hjá tveimur
mönnum með svona miklu ald-
ursbili, en það skipti engu máli
þegar Hinrik var annars vegar.
Hann gaf öllum séns og var til í
að tala við alla, svo jákvæður og
hress var hann.
Það sem veitti honum alla
mína athygli var þó hvernig
hann horfði á lífið og hvernig
hann lifði því. Hann tók lífinu
ekki sem sjálfsögðum hlut held-
ur lifði einn dag í einu og með
brosi sínu og skaplyndi nýtti
hann hvern einasta dag til fulls.
Sagt er að hláturinn lengi lífið
en þó að Hinrik vinur minn hafi
verið tekinn frá okkur allt of
snemma lifir bros hans, hlátur
og hans góða skap svo miklu
lengur í minnum okkar.
Í dag kveð ég góðan vin og
mikinn Hólmara sem ég mun
minnast á hverjum degi fyrir
allt sem hann kenndi mér með
persónuleika og lífsviðhorfi
sínu.
Elsku Elínbjörg, Gróa, Elín
og Þorri.
Megi Guð veita ykkur allan
sinn styrk á þessum erfiðu tím-
um.
Viktor Alexandersson.
Hinrik Rúnar
Haraldsson