Morgunblaðið - 20.04.2016, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Með börnunum Þorbjörg hefur búið næstum hálfa ævina í útlöndum, en var alltaf ákveðin í að koma heim og ala
börn sín upp á Íslandi. Hún segir Þóreyju Birnu, Sölku Soffíu og Jens Snæ á góðum aldri til að aðlagast.
urnar og síðast en ekki síst gott
fyrir þá fjölmörgu sem þjást af
munnþurrki. Þorbjörg segir að um
10 til 30% fólks á Vesturlöndum
finni einhvern tímann fyrir munn-
þurrki og ástæðurnar séu af ýms-
um toga.
„Markhópurinn er fyrst og
fremst gigtarsjúklingar, einkum
þeir sem eru með svokallað Sjö-
grens, sem heftir framleiðslu
munnvatns- og tárakirtla. Einnig
krabbameinssjúklingar sem þjást
af munnþurrki vegna geisla- og
lyfjameðferðar á höfuð- og háls-
svæði, og allir sem þurfa að taka
lyf sem hafa þá hliðarverkun að
valda munnþurrki, þar á meðal
sum þunglyndislyf. Þótt molarnir
hafi verið þróaðir með þarfir þess-
ara hópa í huga eru þeir í auknum
mæli að festast í sessi sem lífs-
stílsvara, enda gera þeir andar-
dráttinn ferskan og viðhalda um
leið góðri tannheilsu. Ef tann-
burstinn er utan seilingar er frísk-
andi að stinga upp í sig mola eftir
til dæmis kaffibolla, mat með hvít-
lauk og þvíumlíkt.“
Þorbjörg segir að HAp+ mol-
arnir örvi munnvatnsframleiðsluna
20-falt og virkni þeirra sé að því
leytinu þrisvar sinnum meiri en að
tyggja tyggjó. Hún ítrekar að
molarnir skemmi ekki tennurnar
heldur þvert á móti
hafi þeir góð áhrif á
tennur og munnhol.
„Aukinheldur eru
að koma í ljós góð-
ar hliðarverkanir
eins og þær að mol-
arnir gera tennurnar hvítari en
ella og draga úr ógleði, eins og ég
sannreyndi raunar þegar ég var
barnshafandi 2012. Tannlæknar
hafa sagt okkur að fólk sem hefur
drukkið mikið kaffi og/eða reykt
um dagana sjái mun á tönnunum
eftir að það fór að nota molana
reglulega.“
Tvöfalt doktorspróf
HAp+ molarnir eru afrakstur
náms og þróunarvinnu Þorbjargar
síðastliðin sextán ár, en tannheilsa
hefur lengi verið henni
hugleikið viðfangsefni.
BS-ritgerð hennar í
næringarfræði við
Acadia-háskólann í
Nova Scotia í Kanada
árið 2000 fjallaði um
áhrif mataræðis á
tannheilsu. Sama ár
hóf hún meistaranám í
fræðunum við Háskóla
Íslands þar sem hún vann að
þverfaglegri og faraldsfræðilegri
rannsókn raunvísindadeildar og
tannlæknadeildar á glerungseyð-
andi áhrifum gosdrykkja, ávaxta-
safa, íþrótta- og orkudrykkja á
tennur. Eftir útskrift 2002 lá leið-
in í Kaupmannahafnarháskóla og
fjórum árum síðar lauk hún þaðan
tvöföldu doktorsprófi, annars veg-
ar hefðbundnu doktorsprófi í heil-
brigðisfræðum með áherslu á
efna- og lífeðlisfræði munns og
hins vegar svonefndri iðnaðar-
gráðu sem hún vann samhliða
hinni fræðilegu rannsókn í sam-
vinnu við háskólann, fyrirtækið
Toms Gruppen og ráðuneyti vís-
inda, tækni og nýsköpunar í Dan-
mörku.
„Toms Gruppen er einn
þekktasti sælgætisframleiðandinn
í Danmörku, framleiðir meðal ann-
ars Anton Berg-súkkulaðið og
Gaj-ol-töflurnar sem margir
þekkja. Forsvarsmenn fyrirtækis-
ins vildu svara kröfu
neytenda um hitaein-
ingasnauðari vöru en
þeir höfðu þegar á
boðstólum og leituðu
til háskólans um
samstarf í nýsköpun
á því sviði. Ég var
fyrsti doktorsneminn
sem fyrirtækið
styrkti og upp úr
samstarfinu þróaðist uppfinning,“
segir Þorbjörg og meinar vita-
skuld sykurlausu, súru og kalk-
bættu molana sem hún fann form-
úluna að og markaðssetti síðar
undir nafninu HAp+.
Hvatning og heiður
Þorbjörg viðurkennir að sér
hafi komið á óvart þegar hringt
var í hana frá Stjórnvísi og henni
tjáð að hún væri tilnefnd sem
frumkvöðull ársins 2016 – eða svo
skildist henni a.m.k. – og henni
boðið að mæta við verðlaunaaf-
hendingu þann 12. apríl síðastlið-
inn. „Ég hafði satt að segja hvorki
hugmynd um að þessi verðlaun
væru til né vissi um tilvist Stjórn-
vísis og tilgang. Mér skildist að ég
væri ásamt fleirum tilnefnd en
ekki útnefnd og því kom mér í
opna skjöldu þegar ég fékk verð-
launin og var vitaskuld ekki með
tilbúna ræðu. Svolítið vandræða-
legt en líka skondið,“ segir vís-
indamaðurinn og bætir við að
vissulega sé tilnefningin mikil
hvatning og heiður.
Enda ekki amalegt að fá eftir-
farandi umsögn dómnefndar: „Af
mikilli stefnufestu, áræði og hug-
viti hefur þessi frumkvöðull byggt
upp fyrirtækið IceMedico ehf.
Frumkvöðullinn hefur sýnt mikla
forystuhæfileika og er vísindamað-
urinn að baki uppfinningu, sem
HAp+ byggist á og eigandi einka-
leyfis í fjölda landa. Frumkvöð-
ullinn er sérfræðingur á sínu sviði
og hefur mikla þekkingu og
reynslu bæði hvað varðar vísindin
og viðskiptin í kringum HAp+.
Hann þekkir þarfir og væntingar
viðskiptavinanna og er einnig
virkur í fræða- og viðskipta-
samfélaginu á þessu sviði.“
Vöruþróun og framtíðarsýn
Þorbjörg segir að enn sé tölu-
vert verk óunnið. Eins og nú hátti
til sé framleiðsla og pökkun HAp+
molanna hjá Nóa Síríusi, en í bí-
gerð sé að færa hvort tveggja til
IceMedico um leið og fyrirtækið
fái hentugt húsnæði þar sem einn-
ig verði rannsóknarstofa og gæða-
eftirlit.
„Þegar starfsemin kemst und-
ir sama þak, væntanlega í byrjun
næsta árs, hefjumst við handa við
að þróa molana enn frekar, bætum
við bragðtegundum, búum til
sleikibrjóstsykur, hlaup og fleira
sem byggist á sömu formúlunni;
sykurlausar, ferskar vörur sem
ekki valda glerungseyðingu á
tönnum. Ég hef undanfarið verið í
alveg nýjum fasa, lært mikið og
hratt. Að byggja upp fyrirtæki er
gjörólíkt starfi vísindamannsins.
Ég blómstra þar sem ég er í
augnablikinu og vona að í framtíð-
inni fái ég notið þeirra forréttinda
að taka þátt í viðskiptalífinu auk
þess að starfa að einhverju leyti
innan akademíunnar,“ segir Þor-
björg.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2016
Dr. Þorbjörg Jensdóttir fæddist
1975 í Reykjavík. Eiginmaður
hennar er Ómar Ingþórsson
landslagsarkitekt. Þau eiga þrjú
börn, fædd 2007, 2009 og 2013.
Foreldrar hennar eru Jens
Kjartansson læknir og Þórey
Björnsdóttir flugfreyja.
2000 BS-próf í næringarfræði frá
Acadia-háskólanum í Kanada.
Lokaverkefnið fjallaði um matar-
æði og tannheilsu.
2002 Meistarapróf í næringar-
fræði frá HÍ. Lokaritgerðin sner-
ist um drykki og glerungseyðingu
tanna.
2006 Tvöfalt doktorspróf frá
Kaupmannahafnarháskóla. Ann-
ars vegar doktorsgráða í heil-
brigðisfræðum við tannlækna-
deildina og hinsvegar iðnaðar-
gráða, sem Þorbjörg vann sam-
hliða hinni fræðilegu rannsókn í
samvinnu við fyrirtækið Toms
Gruppen A/S og ráðuneyti vís-
inda, tækni og nýsköpunar í Dan-
mörku.
2007 Executive MBA-próf frá Við-
skiptaskóla Kaupmannahafnar
(CBS), með áherslu á stjórnun.
2008 Stofnaði IceMedico
ehf. til að framleiða sykur-
lausu munnsogsmolana
HAp+ sem auka munnvatns-
framleiðslu án þess að eyða
glerungi tanna.
2009 Fyrsta einkaleyfið fyrir
HAp+ var veitt, í Ástralíu.
2012 HAp+ kemur á markað á
Íslandi.
2015 Framkvæmdastjóri
IceMedico ehf. í fullu starfi.
2016 Stjórnvísi útnefnir Þor-
björgu frumkvöðul
ársins.
Frumkvöðull
DR. ÞORBJÖRG JENSDÓTTIR
Börnin í bænum eru virkir þátttak-
endur á Barnamenningarhátíð á Sel-
tjarnarnesi, sem sett verður kl. 16.30 í
dag á Eiðistorgi og Bókasafni Seltjarn-
arness. Boðið verður upp á fjölda við-
burða sem tengjast barna- og ung-
lingamenningu. Við opnunina flytja
Valhýsingar tónlistaratriði úr leiksýn-
ingunni Hárinu auk þess sem flutt
verða framlag Tónlistarskóla Seltjarn-
arness til Nótunnar og lag grunn-
skólanema sem fór í Samfés-
söngkeppnina.
Lúðrasveit verkalýðsins undir stjórn
Kára Húnfjörð Einarssonar leikur á
Eiðistorgi en kynnir er Villi naglbítur. Í
Bókasafninu verður Sirkussmiðja með
Sirkus Íslands og boðið upp á andlits-
málun á Eiðistorgi. Hátíðahöldin
standa til kl. 19.
Bæjarlistamaður Seltjarnarness,
Elsa Nielsen, hefur unnið með nem-
endum í leik- og grunnskólum að sýn-
ingum sem standa yfir alla hátíðina.
Kynntar verða fjölbreyttar barnabæk-
ur með áherslu á sól, sumar, vináttu
og leiki í Bókasafninu en þar verður
einnig kynning á sumarlestri.
Síðasta dag hátíðarinnar, 27. apríl,
les Bergrún Íris Sævarsdóttir úr
barnabókum sínum í Bókasafninu.
Elstu börn leikskólans syngja sumar-
lög undir stjórn Ólafar Maríu Ingólfs-
dóttur og veitt verða verðlaun fyrir
þátttöku í Bókaverðlaunum barnanna.
Barnamenningarhátíð á Seltjarnarnesi sett í dag
Börnin í bænum taka virkan þátt
Morgunblaðið/Þorkell
Gaman Fjölbreytt dagskrá á Barna-
menningarhátíð Seltjarnarness.
Markmið Þorbjörg hefur náð ýms-
um markmiðum, t.d. setti hún Ís-
landsmet í frjálsum íþróttum í 3
þúsund metra hlaupi á Evrópumóti
unglinga í París 1991.
Gott gott HAp+ þyk-
ir gott í margs konar
skilningi; gott á
bragðið, fyrir at-
vinnulífið, tenn-
urnar og þá sem
þjást af munnþurrki.
„Molarnir gera
andardráttinn
ferskan og við-
halda um leið
góðri tann-
heilsu.“
Keilulegur Flans- og búkkalegur Hjólalegusett Nála- og línulegur
LEGUR
Í BÍLA OG TÆKI
Það borgar sig að nota það besta!
TRAUSTAR VÖRUR
...sem þola álagið
Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is
Kúlu- og
rúllulegur