Morgunblaðið - 20.04.2016, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2016
Í lok ágúst 2012 birt-
ist í fjölmiðlum áskor-
un til Alþingis og ríkis-
stjórnar undir yfir-
skriftinni Grímsstaðir
á Fjöllum verði þjóð-
areign. Skorað var á
stjórnvöld að koma í
kring kaupum ríkisins
á jörðinni og gera hana
að almannaeign.
Ríkið á nú þegar um
fjórðung í þessari landmiklu jörð og
að auki tvær jarðir, Víðidal og
Möðrudal, suður af Grímsstöðum.
Jörðin er og í þjóðlendujaðrinum og
þannig beintengd landi í almanna-
eigu. Tekið skal undir það sem fram
kemur í framangreindri áskorun frá
2012 að æskilegt er að mótuð verði
stefna varðandi eignarhald og um-
ráð yfir óbyggðum og þá sérstaklega
landi sem teygir sig í hálendið eða
liggur í jaðri þjóðgarða. Það á til
dæmis við um Jökulsárlón sem kast-
ljósin beinast nú að. Undir fyrr-
nefnda áskorun skrifuðu um 150 ein-
staklingar nöfn sín og vekur athygli
hve víða að úr þjóðfélaginu þeir eru
og úr öllu litrófi stjórnmálanna.
Og þetta var fólkið:
Vigdís Finnbogadóttir
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver-
andi forseti Íslands, Ólafur Stefáns-
son handknattleiksfyrirliði, Björk
Guðmundsdóttir tón-
listarkona, Helgi
Haukur Hauksson, for-
maður Samtaka ungra
bænda, Páll Skúlason
heimspekingur, fyrr-
verandi háskólarektor,
Ómar Þ. Ragnarsson
fréttamaður, Matthías
Johannessen rithöf-
undur, Brynhildur
Halldórsdóttir æðar-
ræktandi, Syðra-Lóni,
Langanesi, Guðrún
Nordal, forstöðumaður
Stofnunar Árna Magnússonar,
Styrmir Gunnarsson, fyrrv. ritstjóri,
Jón Ólafsson, aðstoðarrektor Há-
skólans á Bifröst, Halldór G. Jón-
asson stýrimaður, Vopnafirði, Mar-
grét Kristín Blöndal tónlistarkona,
Jón Kalman Stefánsson rithöfundur,
Gunnar Kristjánsson prófastur,
Reynivöllum í Kjós, Steinþór Heið-
arsson bóndi, Ytri-Tungu á Tjörnesi,
Kristín Steinsdóttir rithöfundur,
Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor
í grasafræði, HÍ, Helgi Valdimars-
son læknir, Guðmundur Ingi Guð-
brandsson framkvæmdastjóri,
Ágúst Valfells
Ágúst Valfells verkfræðingur,
fyrrv. forstj. Almannavarna, Bragi
Benediktsson bóndi, Grímsstöðum á
Fjöllum, Þorsteinn Bergsson, fram-
kvæmdastjóri Minjaverndar, Pétur
Gunnarsson rithöfundur, Elísabet
Jónasdóttir, fyrrv. bókavörður, Ak-
ureyri, Elín Agla Briem, meistara-
nemi í umhverfis- og auðlindafræði,
Bjarni Benediktsson framkvæmda-
stjóri, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir
ónæmisfræðingur, Halla Guðmunds-
dóttir bóndi, Ásum, Stefán Jón Haf-
stein, Reykjavík, Halldóra Þor-
steinsdóttir sviðsstjóri, Ingólfur
Ásgeir Jóhannesson prófessor, HÍ
og HA, Hjörleifur Stefánsson arki-
tekt, Hlín Svavarsdóttir dansari,
Hafsteinn Hjartarson verktaki, Vil-
borg Dagbjartsdóttir, kennari og
skáld, Guðrún Kristjánsdóttir
myndlistarmaður, Bjarni E. Guð-
leifsson, prófessor emeritus, Möðru-
völlum, Guðmundur Magnússon,
formaður Öryrkjabandalags Ís-
lands, Margrét Birna Andrésdóttir
læknir, Agnar H. Gunnarsson, bóndi
og oddviti, Miklabæ, Skagafirði,
Helgi Helgason viðskiptastjóri, Ólöf
Guðrún Helgadóttir snyrtifræð-
ingur, Guðmundur Vilhjálmsson vél-
fræðingur, Húsavík, Melkorka
Ólafsdóttir tónlistarkona, Lára
Hanna Einarsdóttir þýðandi, Rúnar
Þórarinsson bóndi, Sandfellshaga,
Öxarfirði, Sigríður Stefánsdóttir
réttarfélagsfræðingur, Kristín Jóns-
dóttir, náttúrufræðingur og kennari,
Vopnafirði, Steinunn H. Blöndal
ljósmóðir, Hreinn Friðfinnsson
myndlistarmaður, Vigdís Gríms-
dóttir rithöfundur, Reimar Sigur-
jónsson bóndi, Felli, Finnafirði,
Ólafur Ármann Sigurðsson skip-
stjóri, Eyvík, Tjörneshreppi, Jón
Helgason, fyrrv. alþingismaður og
ráðherra, Seglbúðum, Anna Ólafs-
dóttir Björnsson tölvunarfræðingur,
Álftanesi,
Margrét Helga Vilhjálmsdóttir
Margrét Helga Vilhjálmsdóttir
húsmóðir, Þorleifur Gunnlaugsson
varaborgarfulltrúi, Hulda Sigmars-
dóttir frá Húsavík, nemi í arkitekt-
úr, Svanhildur Kaaber kennari, Þór-
hallur Vilmundarson
örnefnafræðingur, Anna M. Leós-
dóttir myndlistarmaður, Gunnsteinn
Ólafsson tónlistarmaður, Baldur
Jónasson, fyrrv. markaðsstjóri, Við-
ar Gunngeirsson bóndi, Ásum,
Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur,
Hjörleifur Guttormsson náttúru-
fræðingur, Margrét H. Blöndal
myndlistarmaður, Megas tónlist-
armaður, Óskar Árni Óskarsson rit-
höfundur, Friðrik Sigurðsson bók-
sali, Húsavík, Andri Snær
Magnason rithöfundur, Kristín
Jónsdóttir frá Munkaþverá, mynd-
listarmaður, Svanur Halldórsson
leigubílstjóri, Kópavogi, Atli Vigfús-
son bóndi, Laxamýri, S-Þing., Þor-
gerður Þorvaldsdóttir þroskaþjálfi,
Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistar-
maður, Elísabet Hjörleifsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og dósent, Val-
garður Egilsson, læknir og rithöf-
undur, Hjalti Hugason, prófessor í
kirkjusögu, Anna K. Kristjánsdóttir
vélfræðingur, Ragnheiður Torfa-
dóttir, fyrrv. rektor MR, Kristinn
Friðfinnsson sóknarprestur, Sel-
fossi, Sigurður Pálsson rithöfundur,
Eiður Svanberg Guðnason, fyrrv.
sendiherra, Sigurður Benediktsson
tannlæknir, Eggert Pálsson tónlist-
armaður, Hallfríður M. Pálsdóttir
hómópati, Bryndís Ísaksdóttir bóka-
safnsfræðingur, Vilhjálmur Geir
Kristjánsson vélfræðingur, Akur-
eyri, Sólveig Jónsdóttir aktívisti,
Þórður Helgason dósent, Uggi Æv-
arsson fornleifafræðingur, Kristján
Karlsson skáld, Ólafur G. Einarsson,
fyrrv. forseti Alþingis, Snorri Ingi-
marsson læknir, Guðmundur Gísla-
son, fyrrv. aðstoðarbankastjóri, Ása
Jóhannesdóttir leikskólakennari,
Runólfur Guðmundsson skipstjóri,
Grundarfirði, Ingvar Gíslason, fyrrv.
alþingismaður og ráðherra, Dag-
björt H. Óskarsdóttir snyrtifræð-
ingur, Andrea Hjálmsdóttir félags-
fræðingur, Akureyri, Trausti Aðal-
steinsson, bæjarfulltrúi í Norður-
þingi, Húsavík, Guðrún Helgadóttir
rithöfundur, fyrrv. forseti Alþingis,
Halldór Blöndal
Halldór Blöndal, fyrrv. forseti Al-
þingis, Guðrún Agnarsdóttir, læknir og
fyrrv. alþingismaður, Sigrún Helga-
dóttir fræðibókahöfundur, Ólafur B.
Andrésson skrifstofumaður, Kjartan
Ólafsson, fyrrv. ritstjóri, Jón Þórisson
arkitekt, Sigfinnur Þorleifsson
sjúkrahúsprestur, Pétur Jónsson,
fyrrv. borgarfulltrúi, Helgi Már Art-
húrsson blaðamaður, Erlendur Sveins-
son kvikmyndagerðarmaður, Gunnar
Guttormsson vélfræðingur, Elín Mar-
grét Hallgrímsdóttir símennt-
unarstjóri, Akureyri, Guðmundur H.
Garðarsson, fyrrv. alþingismaður,
Pétur Örn Björnsson arkitekt,
Gunnþór Ingason, sérþjónustu-
prestur á sviði þjóðmenningar,
Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöf-
undur, Grímur Atlason, fram-
kvæmdastjóri Iceland Airwaves,
Halla Ólafsdóttir háskólanemi, Ás-
dís Bragadóttir talmeinafræðingur,
Ragnar Arnalds, fyrrverandi ráð-
herra, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir
arkitekt, Kjartan Örn Sigurbjörns-
son sjúkrahúsprestur, Bjarnheiður
Kristín Guðmundsdóttir örveru-
fræðingur, Helga Margrét Ög-
mundsdóttir, prófessor í HÍ, Þórður
Björn Sigurðsson, starfsmaður
Hreyfingarinnar, Sigurður E. Guð-
mundsson, sagnfr. og fyrrv. fram-
kvæmdastj, Gísli Tryggvason lög-
fræðingur, Kópavogi, Jóhanna
Aradóttir umsjónarmaður, Álfta-
nesi, Svavar Gestsson, fyrrv. alþing-
ismaður og ráðherra, Ingibjörg Jón-
asdóttir, fyrrv. fræðslustjóri,
Reykjavík, Guðrún Jónsdóttir arki-
tekt, Páll Pétursson, fyrrv. alþing-
ismaður og ráðherra, Ólafur S.
Andrésson prófessor, Björn Vigfús-
son, menntaskólakennari á Akur-
eyri, Egill Kolbeinsson tannlæknir,
Hafnarfirði, Helgi Magnússon sagn-
fræðingur, Árni Gunnarsson, fyrrv.
alþingismaður, Guðrún Eggerts-
dóttir bókasafnsfræðingur, Védís
Ólafsdóttir háskólanemi, Þorkell
Máni Pétursson útvarpsmaður,
Anna Lísa Björnsdóttir fram-
kvæmdastjóri, Guðni Ágústsson,
fyrrv. alþingismaður og ráðherra,
Sigurður Örn Guðbjörnsson mann-
fræðingur, Valgerður Andrésdóttir
erfðafræðingur, Áslaug Agnars-
dóttir sviðsstjóri, Kári Arnórsson,
fyrrverandi skólastjóri, Svanhildur
Halldórsdóttir, Kópavogi, Þorsteinn
frá Hamri, skáld, Katrín Fjeldsted
læknir, Ævar Kjartansson útvarps-
maður, Ása Ketilsdóttir, Laugalandi
við Ísafjarðardjúp, Páll Óskar
Hjálmtýsson tónlistarmaður.
Er ekki rétt að taka þessa áskor-
un alvarlega?
Áskorun
Eftir Ögmund
Jónasson » Skorað var á stjórn-
völd að koma í kring
kaupum ríkisins á jörð-
inni og gera hana að al-
mannaeign.
Ögmundur Jónasson
Höfundur er alþingismaður.
Sumardaginn fyrsta,
21. apríl, verður 101 árs
afmæli Víðavangs-
hlaups ÍR. Er það 5 km
hlaup út frá miðbæ
Reykjavíkur. Hlaupið
er úr Tryggvagötu upp
Hverfisgötu, niður
Laugaveg, Banka-
stræti, suður í Hljóm-
skálagarð og til baka
meðfram Tjörninni, Al-
þingishúsinu, Austurvelli og í mark
neðan við Arnarhól.
Þetta er líflegt fjöldahlaup og í
fyrsta sinn er boðið upp á ókeypis
þátttöku grunnskólanema í 7.-10.
bekk. Heitir það Grunnskólahlaup
LINDEX, 2,7 km langt. Koma þátt-
takendur inn í aðalhlaupið í Lækjar-
götu. Allir grunnskólar geta tekið
þátt og vinnur sá skóli sem hefur
hæsta hlutfallslega þátttöku.
Hvað ungur nemur,
gamall temur
Börn og unglingar sem alast upp
við litla hreyfingu og kyrrsetu verða
oft kyrrsetufólk sem fullorðin og
stefna óafvitandi í átt til hinna dýru
„lífsstílstengdu sjúkdóma“ sem eng-
inn óskar sér: Fullorðinssykursýki,
hjarta- og æðasjúkdómar, gigtir,
beinþynning og ofþyngd. Íslendingar
eru orðnir þyngstir Evrópuþjóða.
Máltækið góða gildir sem betur fer
einnig í hina áttina. Unglingar sem
alast upp við ríkulega hreyfingu,
íþróttir, útiveru, vinnuskólann á
sumrin o.s.frv. eignast hreyfinguna
sem lífsstíl alla ævi.
Vonandi langa, góða
ævi.
Margt bendir til að
hreyfing og íþrótta-
iðkun í skólum sé í góð-
um farvegi. Leikskólar
bera af. En þrátt fyrir
Skólahreysti í sjónvarpi
og tölur um vaxandi
þátttöku í starfi íþrótta-
félaga vantar á að
líkamsmennt (e. physi-
cal education) grunn-
skólanema sé nægileg þeim sem ekki
iðka íþróttir utan skóla. Frjálsir úti-
leikir barna eru horfnir. Tölvuleikir
hafa síst hjálpað. Margir skólar skera
sig þó úr með því að nýta stórar lóðir,
nálægan grenndarskóg og íþróttahús
en skipulag kennslu er þó aðalmál.
Börn þurfa meiri hreyfingu en full-
orðnir. Lýðheilsustofnun ráðleggur
að börn og unglingar hreyfi sig rösk-
lega minnst 60 mínútur á dag, full-
orðnir minnst 30 mínútur. Í góðum
grunnskóla í Reykjavík er hreyfing
tvær kennslustundir í viku (alls 80
mín.) og vikuleg sundferð er hálfan
veturinn. Hreyfingin er undir mörk-
um.
Skólaheilsugæsla er lykill að lýð-
heilsu. Líkamsmennt er fyrirbyggj-
andi heilsuvernd. Nú hefur komið í
ljós að líkamsþjálfun eykur einnig
námshæfni nemenda. Nýleg þekking
vel staðfest af skólarannsóknum aust-
an og vestan hafs auk rannsókna og
reynslu í íslenskum skólum.
Morgunhreyfing eykur
einbeitingu
Flataskóli í Garðabæ er einn
margra heilsueflandi skóla skv. Lýð-
heilsustofnun. Frá 2014 eru nem-
endur í fyrsta og öðrum bekk ýmist í
íþróttum, sundi eða skipulögðum
hreyfileikjum á skólalóðinni fyrstu
kennslustund dagsins alla skóladaga.
Eftir hreyfinguna hafa börnin betri
einbeitingu. Lestur og stærðfræði eru
verkefnin fyrir hádegi, enda mikil-
vægustu námsgreinarnar. Formið er
vinsælt af börnum, auðvelt í fram-
kvæmd og hefur gefist vel að sögn El-
ínar Guðmundsdóttur deildarstjóra.
Byggir m.a. á skólarannsóknum Her-
mundar Sigmundssonar prófessors.
Á Norðurlöndum kom í ljós að aukn-
ing íþrótta hækkaði einkunnir.
Ber því saman við gögn frá Banda-
ríkjunum (Spark, John J. Ratey, M
D). Aukning íþrótta í unglingaskóla
með daglegri þolþjálfun hækkaði ein-
kunnir yfir allan skólann. Ofbeldi
minnkaði og á fáum árum hafði al-
gengi ofþyngdar nemenda lækkað úr
30% í 3%.
Borgarholtsskóli er heilsueflandi
skóli sem í fyrra hlaut Gulleplið, sá
eini af 31 framhaldsskóla,, vegna
framúrskarandi starfs á sviði heilsu-
eflingar og heilbrigðra lífshátta. Dóm-
nefnd landlæknisembættisins sá um
valið. Í febrúar sl. sigruðu nemendur
skólans í Lífshlaupinu 2016 í flokki
skóla með yfir 1.000 nemendur.
Hreyfing hvern skóladag
Eftir Ingólf S.
Sveinsson
»Nú hefur komið í ljós
að líkamsþjálfun
eykur einnig námshæfni
nemenda.
Ingólfur S. Sveinsson
Höfundur er læknir.
Einnig úrval
af pappadiskum,
glösum og servéttum
Strikinu 3 • Iðnbúð 2 • Garðabæ • 565 8070 • okkarbakari.is • facebook.com/okkarbakari
FLOTTU
AFMÆLISTERTURNAR
FÁST HJÁ OKKUR
Skoðið
úrvalið á
okkarbakari.is
Helstu kostir kerranna eru:
• 7 blaða blaðfjaðrir tryggja góða fjöðrun.
• Stórar legur í hjólnáum og 6,50 x 16“ dekk.
• Plast á fjaðraendum dregur úr hávaða.
• Hraðlæsing á afturhlera.
• Öryggislæsing á dráttarkúlu.
• Hluti framhlera opnanlegur sem auðveldar
upprekstur gripa á kerruna.
• Heilsoðinn botnplata við hliðar einfaldar þrif
og eykur styrk kerrana.
Kr.1.489.000
Einnig sturtukerrur,
flatvagnar og vélakerrur!
+
vs
k
Kr. 1.846.360 með vsk.
Gripakerrur
Höfum hafið innflutning á vönduðum breskum
gripakerrum frá framleiðandanum Indespension.
Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir
Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is
Ve
rð
og
bú
na
ðu
rb
irt
ur
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
og
/e
ða
m
yn
da
br
en
gl
.