Morgunblaðið - 20.04.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2016
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Þetta eru mjög merkileg og verð-
mæt söfn sum hver. Það er mikill
áhugi á íslenskum söfnum erlendis,
sérstaklega í Þýskalandi og á
Norðurlöndunum, og dæmi um að
þau hafi selst á margar milljónir,“
segir Magni R. Magnússon safnari,
en hann rak augun í áhugaverð frí-
merkjasöfn og póst- og jólakorta-
söfn frá Íslandi sem boðin eru til
sölu hjá stórum uppboðshúsum í
Danmörku og Þýskalandi á næst-
unni. Eru þessi söfn sum hver talin
milljónavirði og því fróðlegt að sjá
hvort þau seljast og á hvaða verði.
Hjá þýska uppboðshúsinu Edgar
Mohrmann & Co. fer fram uppboð
26. apríl nk. á stóru frímerkjasafni,
sem alls er metið á nærri 42 þúsund
evrur, eða um 5,8 milljónir króna.
Balbo-bréfin fóru víða
Ein verðmætustu frímerkin í því
safni eru verðlögð á 1.800 evrur,
um 250 þúsund krónur, en þau
fylgdu bréfum sem send voru héð-
an með flugsveit ítalska flugmála-
ráðherrans Italo Balbo til S-Am-
eríku og víðar. Eru frímerkin
stimpluð með stöfunum „Hópflug
Ítala 1933“. Balbo var hægri hönd
Mussolinis, en flugsveit hans kom
við í Reykjavík í júlí 1933 á leið
sinni yfir N-Atlantshaf og hélt hér
flugsýningu. Fóru bréfin víða og
hafa safnarar verið að finna þau
hér og þar á undanförnum árum
Hjá Bruun Rasmussen í Kaup-
mannahöfn fer uppboð einnig fram
26. apríl. Þar er m.a. til sölu ís-
lenskt safn stimpilmerkja og or-
lofsmerkja sem metið er á 200
þúsund danskar krónur, eða um 3,8
milljónir króna. Saso Andonov mun
vera eigandi safnsins, en um verð-
launasafn er að ræða sem hefur
verið til sýnis á sýningum erlendis
á undanförnum árum. Andonov er
íslenskur ríkisborgari, er frá
Makedóníu og er umsvifamikill frí-
merkjasafnari. Frímerkjasöfn
verða einnig í boði hjá Rasmussen.
Póstkort frá Reykjavík
Sama dag er fágætt póstkorta-
og jólakortasafn til sölu hjá Bruun
Rasmussen. Uppsett verð á því er
um 15 þúsund krónur danskar, eða
tæplega 300 þúsund krónur. Um er
að ræða sex albúm af fágætum
póstkortum frá Reykjavík á 19. og
20. öld, eða yfir 1.000 kort sem sýna
byggingar og mannlíf í Reykjavík á
árum áður. Magni telur þetta safn
hafa áður verið í eigu Jóns heitins
Halldórssonar, sem rak Hafnarbíó
og var líka bólstrari. Einnig eru í
safninu íslensk jólakort, teiknuð af
listamönnum á borð við Halldór
Pétursson og Tryggva Magnússon.
Þá eru jólakort á ensku sem Stefán
Jónsson teiknaði fyrir breska og
bandaríska hermenn er hér dvöldu.
Magni segir þessi kort mjög eftir-
sótt erlendis.
„Þarna eru líka mörg kort sem
ég hef aldrei séð áður,“ segir
Magni, sem telur mikilvægt að
kortasafnið komi aftur til Íslands.
Varpar hann fram þeirri hugmynd
að gamni að Reykjavíkurborg
kaupi kortin og gefi sér þau í
sumargjöf.
Þann 10. maí nk. verður síðan
mynt- og seðlauppboð hjá Rasmus-
sen. Þar verða nokkur íslensk söfn í
boði, m.a. yfir 70 mismunandi al-
mennar smámyntir sem hafa
skemmst í sláttu. Er það safn metið
á 15 þúsund krónur danskar. Að
sögn Magna eru þessi myntsöfn
slegin frá árunum 1929 til 2001.
Póstkort Sýnishorn þeirra korta frá Reykjavík sem fara á uppboð hjá Bruun Rasmussen 26. apríl næstkomandi.
Frímerki og póstkort
til sölu á milljónir
Stór söfn á uppboði í dönskum og þýskum uppboðshúsum
Uppboð Frímerki á bréfum sem gefin voru út árið 1933 og teljast fágæt.
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Nú er hægt að segja til um það
hvort manneskja er líkleg til að
missa meydóminn eða sveindóminn
snemma á ævinni eða ekki með því
að skoða genamengi hennar.
Nýleg rannsókn sýnir að genin í
okkur geta hjálpað til við að áætla
aldurinn sem manneskja er á þegar
hún fyrst stundar kynlíf. Þættir
eins og fjölskyldustöðugleiki, hóp-
þrýstingur og persónuleiki eru allir
þekktir fyrir að hafa áhrif á hvort
unglingar kjósi að prófa kynlíf ungir
eða að bíða fram á fullorðinsár. Nú
hefur stór genarannsókn leitt í ljós
að það hvernig við erum samsett
getur haft töluverð áhrif á þetta
líka.
Samkvæmt rannsókninni, sem
var gerð af stofnun efnaskiptarann-
sókna í Cambridge-háskóla á Eng-
landi og sagt var frá nýlega í tíma-
ritinu Nature Genetics, geta gena-
tengdir þættir útskýrt um 25% af
breytileikanum í aldri um hvenær
fólk byrjar að stunda kynlíf. Genin
hafa áhrif á þætti eins og kyn-
þroskaaldur og hvort fólk er líklegt
eða ekki til að vera með áhættusæk-
inn persónuleika. Þeir sem erfa þau
gen frá foreldrum sínum að vera
áhættusæknir, eða hvatvísir, eru
líklegri til að prófa kynlíf fyrr en
hinir.
Kynþroskaaldur lækkar
Börn í dag verða miklu fyrr kyn-
þroska en áður, meðalaldur kyn-
þroskaaldursins var 18 ár árið 1880
en var kominn niður í 12,5 ár árið
1980. Breyting á næringu, stærð
barna og nálægð við hormónatrufl-
andi efni eru talin hafa áhrif þar á.
Snemmbær kynþroski hefur verið
tengdur við aukna áhættu á sykur-
sýki, hjartasjúkdómum og
ákveðnum tegundum krabbameins.
Rannsakendur greindu genin í yf-
ir 125.000 þátttakendum í breskri
heilsurannsókn og tóku eftir
tengslum milli 38 genaafbrigða og
þess aldurs þegar þeir höfðu fyrst
kynmök. Þeir báru þetta saman við
genasafn 241.000 Íslendinga og
20.000 Bandaríkjamanna, svo úrtak-
ið varð yfir 380.000 manns. Mörg
genaafbrigði voru líka tengd við
aðra þætti, eins og aldur við fæð-
ingu fyrsta barns og fjölda barna.
Fyrri rannsóknir hafa sýnt að
fólk sem byrjar að stunda kynlíf
ungt er líklegra til að standa sig
verr í skóla og hafa lélegri líkam-
lega og andlega heilsu, en flestar
rannsóknir hingað til hafa einblínt á
félagslega þætti unglingakynlífs.
Rannsóknarteymið segist vona að
uppgötvunin muni hjálpa til við að
greina og hjálpa börnum sem er
hættara við, erfðafræðilega og ann-
ars, að taka þátt í áhættuhegðun.
Áhættusæknir
prófa kynlíf fyrr
Genatengd hvatvísi getur haft áhrif
á hvenær mey- eða sveindómur tapast
AFP
Alls konar Unglingar byrja mis-
snemma að stunda kynlíf.
„Við tókum þátt í ákveðnum hluta þessarar rann-
sóknar. Okkar framlag hafði með það að gera að vita
hvenær fólk eignaðist sín fyrstu börn en í rannsókn-
inni var verið að skoða alls konar hluti sem tengjast
kynþroska,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar
erfðagreiningar, spurður um þátt fyrirtækisins í rann-
sókninni.
„Íslenska framlagið til þessarar greinar kemur út úr
vinnu okkar með okkar eigin fólki, við veitum engum
öðrum aðgang að gögnum okkar og við höfum ekki
heimild til þess.“ Íslensk erfðagreining hefur engin gögn um það hve-
nær fólk á Íslandi byrjar að stunda kynlíf, að sögn Kára.
Margt sem tengist kynþroska
ÍSLENSK ERFÐAGREINING
Kári Stefánsson
Við getum skipulagt árshátíðir fyrir stóra sem smáa hópa.
Gistihúsið Hrauneyjar er í aðeins 150 km. fjarlægð frá Reykjavík.
Árshátíð á hálendi Íslands
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
„Það var ekki stuðningur við þingrof í
þingflokki Framsóknarflokksins og
sjálfsagt víðar í röðum framsóknar-
manna,“ segir Stefanía Óskarsdóttir,
dósent í stjórnmálafræði við Háskóla
Íslands, um niðurstöðu könnunar
MMR sem birt var í gær og sýnir yfir-
gnæfandi stuðning framsóknarmanna
við störf Ólafs Ragnars Grímssonar,
forseta Íslands, dagana 4.-5. apríl, en
þriðjudaginn 5. apríl hafnaði Ólafur
Ragnar beiðni formanns Framsóknar-
flokksins og þáverandi forsætisráð-
herra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugs-
sonar, um þingrof.
Stefanía telur
víst að Fram-
sóknarflokkurinn
hafi þá þegar verið
byrjaður að gera
drög að kosninga-
baráttu og hafi tal-
ið sig hafa ár til að
hífa upp fylgið að
nýju. „Þannig að
kosningar strax,
eins og Sigmundur
Davíð lagði upp með, hafa ábyggilega
verið taldar mjög misráðnar,“ bætir
hún við, en forsetinn hafi með þessari
ákvörðun sinni hægt á atburðarásinni
og gefið þingflokki framsóknarmanna
svigrúm til að bregðast við.
Um 99% framsóknarmanna sem
spurðir voru í könnun MMR sögðust
ánægð eða mjög ánægð með störf for-
setans borið saman við 27% þeirra sem
sögðust myndu kjósa Samfylkinguna.
Framboðið hafi áhrif næst
Um 50% Pírata reyndust ánægð
með störf forsetans og segir Stefanía
stuðning hans við beint lýðræði í mikil-
vægum málum ríma vel við málflutn-
ing Pírata. Hún bendir einnig á að ekki
sé víst að niðurstaðan yrði sú sama ef
sama könnun yrði gerð í dag. Líklega
hafi fólk metið störf hans aðeins í fortíð
og nútíð en þurfi nú að horfa til fram-
tíðar vegna ákvörðunar hans um að
sækjast eftir endurkjöri.
Lýðræðisstuðningur
forseta rímar við Pírata
Framsókn ánægð með forsetann þriðjudaginn örlagaríka
Stefanía
Óskarsdóttir