Morgunblaðið - 20.04.2016, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Sama daginn ogíbúar Ekva-dor voru að
fást við afleiðingar
jarðskjálfta þar sem
hundruð manna fór-
ust og þúsundir
særðust boðaði for-
seti Íslands blaða-
mannafund til að til-
kynna framboð sitt til
embættisins. Í ljós kom að ís-
lensk pólitísk óáran og óvissa í
lands- og stjórnmálum neyddi
forsetann og frú hans til að
hverfa frá fyrirætlunum um að
svífa „á vit frelsisins“. Á síðustu
dögum hefði magnast þrýstingur
á hann um framboð.
Þegar hann tilkynnti í annað
sinn á nýársdag að hann myndi
setjast í helgan stein tóku því
allir vel. En eftir að verktakar
„RÚV“ gerðu forsætisráðherra
landsins fyrirsát, eins og þar
færi barnaníðingur eða dópsali,
og hann hrökklaðist frá og ríkis-
stjórnin ákvað að flýta kosn-
ingum um hálft ár, án sjáan-
legrar ástæðu, var friðurinn úti
á skrifstofu forsetans. Enginn í
nágrenninu varð þó var við auk-
inn straum í húsið. Þann 9. apríl
sagðist forsetinn ekkert hafa
hugsað um framboð. Viku seinna
hafði hann náð að fá úr öllum átt-
um hringingar, komur og pósta
lýðsins, sem linnti ekki látum, og
jafnframt að taka sér drjúgan
tíma í yfirlegu og að útbúa langa
yfirlýsingu til að réttlæta að
fyrri yfirlýsingar hefðu verið
markleysa.
Á blaðamannafundi var til-
kynnt framboð, sem forsetinn
sagðist ítrekað ganga til af „mik-
illi auðmýkt“. Var það gagnlegt,
því ýmsir skildu forseta svo að
hann einn gæti axlað mikla byrði
embættisins og bægt á bug þeim
ógnum sem allir vita að fylgja
þingkosningum. Kosningar eiga
að fara fram innan fárra mánaða
og býðst forsetinn ekki aðeins til
að sjá til þess að landið rísi undir
þeim, heldur að bæta á sig tæp-
um fjórum árum í framhaldinu.
Heill og hamingja þjóðarinnar
stóð einnig mjög tæpt á nýárs-
dag 2012. Ólafur Ragnar lýsti
því þá yfir í áheyrn alþjóðar að
hann byði sig ekki lengur fram,
enda hefði hann þá setið jafn
lengi í embætti og þeir sem
lengst hafa setið. Síðustu mán-
uði á undan hafði Ólafur neitað
að svara neinu til um fyrirætl-
anir sínar, en var síðan al-
gjörlega afgerandi í áramóta-
ávarpi sínu. En þá gerðist
kraftaverkið. Maður sem margir
töldu sérstakan skjólstæðing
forsetans og stuðningsmann,
nafni hans og arftaki í Félags-
vísindadeild HÍ, birtist óvænt í
Ríkisútvarpinu og sagðist hafa
komið auga á „glufu“ í ávarpinu.
Allir rýndu og enginn sá neitt
sem nálgaðist að vera jafn ljósar
vísbendingar og þær um gull-
skipið á söndum
Suðurlands forðum.
En viti menn.
Forsetinn birtist
loks sjálfur, búinn
að reka sporjárn í
glufuna svo hún
sást nú með berum
augum. Á daginn
kom að alls konar
fólk hafði ekki látið hann í friði
frekar en fyrri daginn. Nauð-
ugur og auðmjúkur myndi hann
því láta undan hinum mikla
þrýstingi, en þó með skilyrðum.
Þjóðin yrði að sætta sig við það
að líkur stæðu til þess að hann
gæti ekki sinnt bænakvaki henn-
ar lengur en í tvö ár og kynni því
að taka hatt sinn og staf árið
2014.
Þegar það ár rann upp var allt
með kyrrum kjörum í landinu.
Stjórn sat með styrkan meiri-
hluta. Þrátt fyrir það hafði Ólaf-
ur Ragnar næga auðmýkt til að
bera til að fara hvergi og lét
meira að segja alveg vera að
minnast á að það hefði einhvern
tíma staðið til. Og nú fylgja eng-
in slík skilyrði hinu nýja fram-
boði. Víst má því telja að jafnvel
þótt þeir sem æstastir eru í að
kollvarpa stjórnarskránni
ákveddu að kjörtímabil forseta
yrði lengt í sjö ár myndi forset-
inn, af alkunnri auðmýkt, láta þá
breytingu möglunarlítið yfir sig
ganga.
Þessar ákvarðanir hafa þegar
haft áhrif á frambjóðendur til
forsetaembættis og hafa sumir
hætt við. Þeir benda flestir á að
ekkert sé að marka það sem
Ólafur Ragnar segi í hátíðleg-
ustu ávörpum til allrar þjóðar-
innar. Geðþekkur sjúkrahús-
prestur, sem fengið hafði byr við
sitt framboð, sagði er hann hætti
að nú væri alið „á ótta um að
ákveðinn aðili sé ómissandi fyrir
öryggi þjóðarinnar“.
Orð prófessors í stjórnmála-
fræðum, þess sama og fann gluf-
una forðum svo frægt varð, eru
þó sérdeilis eftirtektarverð.
Hann kannast við að „verulegar
óskir“ séu um að Ólafur haldi
áfram en „svo eru margir orðnir
afskaplega þreyttir á honum“.
En fróðlegast er þó það sem pró-
fessorinn segir um atburðina,
sem nafni hans telur réttlæta að
hafa megi á annan tug frambjóð-
enda og þjóðina alla að kjánum
og höggva að því leyti í sama
knérunn. Ólafur Harðarson pró-
fessor segir: „Þessir atburðir og
sérstaklega það hvernig hann
ekki bara gerði Sigmund Davíð
Gunnlaugsson að forsætisráð-
herra heldur SLÁTRAÐI HON-
UM LÍKA (leturbr. Mbl.) – það
eru atburðir sem honum líkar
ekki illa.“
Vera má að núverandi for-
sætisráðherra hafi haft þetta
sérstaklega í huga þegar hann
réði sér ekki fyrir gleði vegna
ákvörðunar Ólafs?
Kardimommubærinn
og Dýrin í Hálsa-
skógi eru einu leik-
ritin sem hægt er að
horfa á oft. En nú
eiga menn ekki val}
Auðmýktin mátti ekki
vera mikið meiri
Þjóðin er kvalin
útvalin
til að þjást.
Misþyrmt marin
sorg og ótti
úti um allt
orgaði Hjalti Sveinsson söngvari í Auðn á
Wacken Metal Battle í Hlégarði í Mosfellsbæ
um daginn, en þar kepptu sex rokksveitir um
réttinn til að spila á Wacken-rokkhátíðinni í
Þýskalandi í sumar.
Á milli þess sem hljómsveitirnar kepptu
gafst tími til að spjalla við meðdómendur (ég
var þarna staddur sem dómari) og þá bárust
meðal annars í tal umræður sem ég hafði átt á
fésbókarsíðu jaðartónlistaráhugafólks þar sem ég varpaði
fram þeirri kenningu að hljómsveitir væru því betri sem
færri fábjánar væru í þeim (og vísaði þar í hvernig tiltekin
hljómsveit hafði breyst við það að söngvari sveitarinnar,
alræmdur rasisti og kvenhatari, hafði verið rekinn úr
hljómsveitinni).
Nú finnst kannski einhverjum sem þetta lesa sem ég sé
að ganga fulllangt í dónaskap með því að segja rasista fá-
bjána – eru þeir ekki bara að „taka umræðuna“, eins og
viðkvæðið er svo oft þegar menn viðra rasískar skoðanir
nú um stundir?
Það má til sanns vegar færa, hugsanlega á ég ekki að
nota orð eins og fábjáni, væri ekki betra að segja bara
bjánar þegar maður ræðir þá sem iðnastir eru
við að veitast að fólki vegna litarháttar, þjóð-
ernis og/eða trúarbragða? Það var í það
minnsta orðið sem mér datt í hug þegar ég
kom út úr Hlégarði og sá þar mann í leður-
jakka sem merktur var „Hermenn Óðins“ í
bak og fyrir.
Ýtt í svaðið
niðurbrotin, þjóðarsál
að þrotum komin.
Allt sem við byggðum
orðið að engu
þar sem var ljós
myrkur nú eitt.
orgaði Hjalti í lokalagi Auðnar, síðasta lagi
kvöldins. Það hét Þjáning heillar þjóðar og fannst mörgum
viðeigandi að kvöldi afsagnardags forsætisráðherra:
„Hlýjar minningar frjósa í hel.“
Áhugasamir geta hlýtt á þetta afbragðslag Auðnar og
fleiri á slóðinni https://audnofficial.bandcamp.com/.
Af Auðn er það annars að frétta að sveitin sigraði verð-
skuldað í keppninni í Hlégarði og heldur því til Þýskalands
í sumar, spilar á Wacken-hátíðinni, sem haldin er í sam-
nefndu héraði í þýska fylkinu Slésvík og Holtsetalandi
sem var eitt sinn prússneskt hertogadæmi. Þar var nóg af
bjánum forðum, því fylkið var eitt af höfuðvígjum nasista á
fjórða áratugnum. Vonandi hefur þeim eitthvað fækkað
þar, þótt þeim fjölgi víða annars staðar. arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Þjáning heillar þjóðar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Stefndu, Guðmundur Krist-insson ehf. og GuðmundurKristinsson, eru sýknaðiraf kröfum stefnanda, S11-
13 ehf., um að afmáð verði úr þing-
lýsingabókum sýslumannsins í
Reykjavík um eignina Skipholt 11-
13, skjölin, afsal um byggingarrétt
dags. 6. september 2000, sem þing-
lýst var hinn 18. febrúar 2004 og
kaupsamningur um byggingarrétt
dags. 10. nóvember 2009, sem þing-
lýst var hinn 30. desember 2010.
Stefnandi greiði stefndu óskipt
500.000 krónur í málskostnað.“
Ofangreint er dómsorð Hér-
aðsdóms Reykjavíkur frá 7. apríl
sl., en fyrirtækið S11-13 ehf, sem
er í eigu fjármálafyrirtækisins
Gamma, stefndi Guðmundi Krist-
inssyni og Guðmundi Kristinssyni
ehf. og krafðist þess að afmáð yrði
úr þinglýsingabókum sýslumanns-
ins í Reykjavík afsal um byggingar-
rétt sem var dagsett í september
2000 en þinglýst í febrúar 2004.
Innfærð að nýju
Í dómnum kemur fram að
skjölin voru afmáð úr veðmálabók
4. september 2013 og voru svo inn-
færð þar að nýju að ákvörðun
sýslumanns á grundvelli 27. gr.
þinglýsingarlaga, þar sem sýslu-
maður taldi að skjölin hefðu verið
afmáð fyrir mistök. „Ákvörðun
sýslumanns um innfærslu skjalanna
að nýju var kynnt aðilum máls
þessa 14. ágúst 2014. Þeirri ákvörð-
un mótmælti stefnandi við sýslu-
mann, en bar hana ekki undir hér-
aðsdóm innan fjögurra vikna, á
grundvelli 3. gr. þinglýsingarlaga.
Af hálfu stefnanda er því hald-
ið fram í máli þessu, sem höfðað er
gegn rétthöfum samkvæmt skjöl-
unum, að sýslumanni hefði ekki
verið rétt að færa skjölin í þinglýs-
ingabók að nýju og krefst stefnandi
dóms um að þau skuli afmá á ný,“
segir orðrétt í dómnum.
Keypti réttinn árið 2000
Ágreiningur S11-13 ehf. og
Guðmundar Kristinssonar snýst um
byggingarrétt á viðbyggingu við
fasteignina Skipholt 11-13 í Reykja-
vík, sem Guðmundur keypti af
Mjólkursamsölunni árið 2000. Sú
fasteign er nú komin í eigu félags-
ins S11-13 en Guðmundur á
byggingarrétt á hluta lóðarinnar,
vestan við Skipholt 11-13.
„Stefnandi telur að meintur
viðbyggingarréttur stefndu, eða
önnur byggingarréttindi stefndu
við eða á fasteign í eigu stefnanda
að Skipholti 11-13, sé ekki fyrir
hendi...“
Fram kemur í dómnum að það
hús sem gert var ráð fyrir á lóðinni
við Brautarholt 10-14 var byggt.
Viðbyggingin sem gert var ráð fyr-
ir á lóðinni við vesturenda hússins
við Skipholt 11-13 er enn óbyggð
og stendur ágreiningur aðila um
eignarréttinn að þeirri lóð og hlut-
deild hennar í auknum byggingar-
rétti.
Engin haldbær rök
Í niðurstöðu Héraðsdóms segir
m.a.: „Stefndu nefna í atvikalýsingu
í greinargerð sinni að stefnandi hafi
haft samband við stefndu og óskað
eftir að fá keypta lóðina og viðbót-
arbyggingarréttinn við Skipholt 11-
13 um það leyti sem hann keypti
húsið við Skipholt 11-13, en ekki
hafi náðst samningar milli aðila....
Stefnandi gat því ekki gert
ráð fyrir öðru en því að þau
réttindi sem skjölin veittu
stefndu til lóðar og bygg-
ingarréttar vestan við
húsið við Skipholt 11-13
stæðu óhögguð.“
Takast á um bygg-
ingarrétt á lóðarhluta
Morgunblaðið/Ómar
Skipholt 11-13 Ágreiningur Guðmundar Kristinssonar og Gamma, S11-
13 ehf. stendur um byggingarrétt á viðbyggingu vestan við Skipholt 11-13.
Ingvi Hrafn Óskarsson hdl. var
lögmaður Gamma, eiganda
S11-13 ehf., í málinu, þegar
S11-13 stefndi Guðmundi
Kristinssyni og Guðmundi
Kristinssyni ehf. Eins og kem-
ur fram í meginmáli var dóm-
ur Héraðsdóms Guðmundi
Kristinssyni í vil.
Ingvi Hrafn sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær að
eigendur S11-13 hefðu ákveðið
að áfrýja dómi Héraðsdóms
Reykjavíkur til Hæstaréttar.
„Þetta er svolítið sérstakt
mál, af því að það
varðar byggingar-
rétt þriðja manns
inn á hluta lóðar
sem Gamma á,
þ.e. Skipholt 11-13.
Fyrir þær sakir er
málið fremur
forvitnilegt. Mál-
ið snýst bara um
þennan skika á
lóðinni,“ sagði
Ingvi Hrafn.
Málinu verð-
ur áfrýjað
INGVI HRAFN ÓSKARSSON
Ingvi Hrafn
Óskarsson