Morgunblaðið - 20.04.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.04.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2016 SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Áhyggjur íbúa Vesturbæjar Reykja- víkur eru miklar og slysahætta er veruleg á stærri götum. Stærstu göt- urnar eru farartálmar og þar er mik- il umferð og hraði. Nokkur gegnum- keyrsla er um hverfið, sem væri hægt að hægja á eða bægja frá. Þetta er meðal niðurstaðna skýrslu sem Íbúasamtök Vestur- bæjar höfðu frumkvæði að því að gera um umferðaröryggi í hverfinu. Er hún unnin fyrir Reykjavíkurborg með styrk úr Forvarnasjóði Reykja- víkur og með frjálsum framlögum. Skýrsluna unnu Birgir Þröstur Jóhannsson arkitekt, sem jafnframt er formaður íbúasamtakanna, og Gunnar Haraldsson hagfræðingur. Skýrslan var lögð fyrir stjórn Faxaflóahafna á fundi 8. apríl sl. og er birt þar í fundargerð á vefnum. Hjálmar Sveinsson, formaður um- hverfis- og skipulagsráðs, reiknar með að skýrslan komi einnig til um- fjöllunar þar. Kristín Soffía Jónsdóttir, stjórnarformaður Faxaflóahafna, segir skýrsluna munu nýtast fyrir- tækinu vel við undirbúning breyt- inga á Grandagarði og hafnarsvæð- inu. „Við viljum að umhverfi hafnarinnar verði sem öruggast og það er fínt að fá þetta innlegg,“ segir Kristín. Fara þurfi vandlega í að bæta umferðaröryggið á svæðinu án þess að teppa aðgengi. Milljarðakostnaður af slysum Í skýrslunni er vakin athygli á hve miklu tjóni umferðarslys geta valdið. Beinn kostnaður vegna umferðar- slysa hafi þannig verið um 10,5 millj- arðar króna árið 2009 og óbeinn kostnaður 12,6 milljarðar sama ár. Meðfylgjandi kort er úr skýrslunni, byggt á slysakorti Samgöngustofu af Vesturbænum árin 2005-2014, þ.e. slys á gangandi og hjólandi vegfar- endum, sem Samgöngustofa flokkar sem óvarða vegfarendur. Af 30 alvarlegum slysum á tíma- bilinu voru 25 slasaðra óvarðir veg- farendur og þrír slasaðir í ökutæki, þ.e. í 83% slysanna urðu gangandi og hjólandi vegfarendur fyrir tjóni. Sex af 41 alvarlegu slysi tengdust bifhjól- um, sem skýrsluhöfundar segja hátt hlutfall miðað við notkun og fjölda bifhjóla. Langflest alvarlegu slysin voru á stofnbrautum, eða 15 af 25. Á Hringbraut voru sex alvarleg slys og sjö alvarlega slasaðir óvarðir vegfar- endur á Lækjargötu. Þetta beinir sjónum að mikilvægi þess að bæta öryggi yfir stærri stofnbrautir, segir í skýrslunni. Í tengslum við gerð skýrslunnar var íbúum Vesturbæjar boðið að koma með ábendingar um hættuleg svæði í hverfinu. Komu þær ábend- ingar gegnum Facebook-síðu Íbúa- samtaka Vesturbæjar. Í skýrslunni eru helstu ábendingar og athuga- semdir dregnar saman, hátt í 50 tals- ins. Þar er oftast bent á hættuleg gatnamót, götur og hringtorg, mik- inn umferðarhraða á nokkrum stöð- um og skort á gönguljósum, gang- brautum, hjólastígum, hraðahindrunum og skiltum. Af einstaka ábendingum íbúa má nefna að Framnesvegi verði lokað frá Hringbraut og torg útbúið, opnað verði aftur fyrir vinstri beygju af Meistaravöllum inn á Hringbraut og göngubrú komi yfir Hringbraut við Framnesveg. Stórhættulegar stofnbrautir Skýrsluhöfundar viðra áhyggjur íbúa af stofnbrautum eins og Hring- braut, Ánanaustum, Mýrargötu og Geirsgötu. Þær séu stórhættulegar eins og slysin sanni og þar vanti gangbrautir og merkingar. Nauð- synlegt sé fyrir íbúa að komast hættulaust yfir þessar götur, t.d. til að komast í skóla og þjónustu. „Brýnt er að laga þetta sem fyrst því mannslíf eru í hættu og hræðsla við þessar götur heftar eðlilegar og góðar samgöngur,“ segir m.a. í skýrslunni. Jafnframt eru nefndar fleiri götur sem valdið hafa íbúum áhyggjum og skapað óöryggi. Eru þetta Framnes- vegur, Ægisgata, Bræðraborgar- stígur, Vesturgata, Hofsvallagata, Túngata, Nesvegur, Ægisíða, Kapla- skjólsvegur og Grandavegur. Allt tvístefnugötur en virka sem safngöt- ur eða tengibrautir. Veruleg slysahætta  Umferðaröryggi ábótavant í Vesturbænum samkvæmt skýrslu á vegum íbúasamtakanna  Mannslíf sögð í hættu Slys á óvörðum vegfarendum - í Vesturbænum 2005-2014 Heimild: Samgöngustofa Grunnkort/Loftmyndir ehf. Alvarleg slys (Slys með miklummeiðslum) Slys með litlummeiðslum Óhöpp án meiðsla á fólki (eignatjón eingöngu) Ábendingar íbúa » Fá fleiri gangbrautir. » Hringbraut stórhættuleg og mikill farartálmi. » Of mikill hraði á Mýrargötu og þá sér í lagi stórra bíla. » Vantar hraðahindranir á Melhaga og framhald á hjóla- stíg á Ægisíðu. » Banna rútuumferð í íbúa- götum. » Áhyggjur af hjólreiðamönn- um á gangstéttum. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Margvíslegan fróðleik er að finna á Facebook-síðu Erlings Ólafssonar, skordýrafræðings hjá Náttúrufræði- stofnun, Heimi smádýranna. Margir skoða síðuna og þar urðu nokkur tíð- indi í fyrradag. „Ég setti inn færslu um veggjalús á mánudaginn og á 20 klukkutímum höfðu yfir 13 þúsund manns skoðað þetta. Þessi færsla er mesti „hittarinn“ minn frá upphafi,“ segir Erling. Í pistlinum segir Erling frá því að hann hafi séð aumur á svangri og blóðþyrstri veggjalús sem hann seg- ist nú halda sem gæludýr á skrif- borði sínu. „Hún lét ekki bjóða sér sopann tvisvar. Þegar henni var sleppt lausri á handarbak, stakk hún nær samstundis og byrjaði að sjúga, enda hafði hún soltið lengi … Þetta borðhald tók greyið aðeins um tvær mínútur. Bon appetit!“ skrifar Er- ling. Hann segist áður mest hafa fengið rúmlega 11 þúsund áhorf, en þá skrifaði hann um randasveifu. „Það er fluga sem varð mjög áber- andi í fyrrasumar, sem aldrei fyrr, og var eiginlega fluga sumarsins. Þetta er mjög falleg, íslensk fluga, sem svipar í litum til geitunga. Ég hafði aldrei fengið annað eins af til- kynningum og um þessa flugu og setti því inn pistil um hana á Fés- bókarsíðuna sem rauk upp í athygli. Það var þó ekkert í líkingu við at- hyglina sem veggjalúsin fékk eða um 700 manns strax á fyrstu 10 mín- útunum og þetta er enn að tikka inn.“ Margir tjá sig um veggjalúsina og borðhaldið á handarbaki Erlings. Einn segir eins gott að Erling haldi ekki ljón sem húsdýr! Lagði út gildrur fyrir moskítóflugur Sérstakar gildrur fyrir moskítóflugur voru lagðar út á nokkrum stöðum hérlendis síðasta sumar. Niðurstöður hafa ekki borist úr þessum rannsóknum, en ekki er kunnugt um að móskítóflugur hafi komið í leitirnar, að því er segir í ársskýrslu Náttúrufræðistofnunar fyrir síðasta ár. Erindi fransks sérfræðings, Francis Schäffner, hingað til lands síðasta sumar var fyrst og fremst að leggja út svokallaðar klakgildrur fyrir moskítóflugur en tilvist þeirra hefur aldrei verið sannreynd hér á landi. Hann hafði samvinnu við sér- fræðinga Náttúrufræðistofnunar Ís- lands í þessu verkefni. Schäffner ferðaðist víða um land í nokkrar vik- ur og lagði út gildrur sínar, meðal annars við flugvelli, en helst er talið að moskítóflugur gætu borist til landsins með flugvélum, segir í árs- skýrslu NÍ. Þar er einnig rifjað upp að í lok júní kom upp óvenjulegt ástand á suðvestanverðu landinu þegar kvartanir undan illvígum bitvargi tóku að berast til Náttúrufræði- stofnunar Íslands. Í ljós kom að þar var á ferð tegund lúsmýs sem eftir langa mæðu tókst að greina sem teg- und af ættkvíslinni Culicoides. Sá sem rak endahnútinn á það ferli var fyrrnefndur Francis Schäffner. Veggjalúsin sló fyrra lestrarmet randasveifunnar  „Mesti „hittarinn“ minn frá upphafi“ Ljósmyndir/Erling Ólafsson Fyrir Svöng og blóðþyrst veggja- lúsin við upphaf máltíðar. Eftir Meltingarvegurinn að fyll- ast af blóði skordýrafræðingsins. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði www.volkswagen.is Við kynnum til leiks fjórðu kynslóð af vinsælasta atvinnubíl á Íslandi undanfarin ár. Enn meiri staðalbúnaður, aukið öryggi og öflugri vélar eru aðeins nokkur atriði sem gera hinn nýja Caddy svo aðlaðandi. Nú kemur Caddy líka í fimm og sjö manna fjölskylduútfærslu með nálgunarvara og loftpúðum fyrir ökumanns- og farþegarými. Nýr Volkswagen Caddy kostar frá 2.670.000 kr. (2.135.226 kr. án vsk) Góður vinnufélagi www.volkswagen.is AtvinnubílarHEKLA býður gott úrval atvinnubíla og góða þjónustu. Nýr Volkswagen Caddy

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.