Morgunblaðið - 20.04.2016, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.04.2016, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 111. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Rekin upp úr pottinum á Hótel 2. Klæðnaður Kim vekur athygli 3. Mótmælin ekki til einskis 4. Kourtney í ræktinni á Rangá »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Í tilefni af því að rúm 20 ár eru síð- an tónver Tónlistarskóla Kópavogs tók til starfa efna Salurinn í Kópavogi og Tónlistarskóli Kópavogs til afmæl- istónleika í kvöld kl. 20 í Salnum. Margir af fyrrverandi nemendum tón- versins eiga verk á tónleikunum í kvöld, þar á meðal Curver Thorodd- sen og Kira Kira. Afmælistónleikar tónvers í Salnum  Myndlistarmað- urinn Jón B.K. Ransu er í hópi sýningarstjóra Momentum 9- myndlistartvíær- ingsins sem fram fer í Moss í Noregi 17. júní til 27. september nk. Á honum verður áhersla lögð á hið nor- ræna, að því er fram kemur í tilkynn- ingu. Momentum-tvíæringurinn var fyrst haldinn árið 1998. Jón einn sýningar- stjóra Momentum  Bæjarlistamaður Akureyrar, Lára Sóley Jóhannsdóttir, fiðluleikari og söngkona, býður á tónleika í Akur- eyrarkirkju í kvöld kl. 20 og kemur fjöldi listamanna fram, m.a. kammerkórinn Hymnodia sem mun frumflytja með Láru nýtt tónverk eftir hana, sem nefnist „Sólargeisli á dimmu síðdegi“. Bæjarlistamaður býður á tónleika Á fimmtudag Vestlæg átt, 5-10 m/s. Skýjað með köflum og dálítil él, þurrt og bjart að mestu sunnan- og austanlands. Hiti 0 til 6 stig. Á föstudag, laugardag og sunnudag Norðvestlæg átt 5-13 m/s, skýjað með köflum og lengst af úrkomulaust. Hiti víða 0 til 6 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan og vestan 8-15, hvassast sunnan- til. Skúrir eða él en úrkomulítið austantil fram yfir hádegi. VEÐUR Átta þjóðum sem félagslið eiga í Euroleague-félags- liðakeppninni í körfubolta hefur verið settur stóllinn fyr- ir dyrnar af Evrópska körfu- boltasambandinu. Haldi þær samstarfi sínu áfram við þá klofningshreyfingu sem stofnaði Euroleague munu landslið þeirra þjóða ekki fá þátttökurétt í loka- keppni EM karla ár- ið 2017, Euro- basket. »1 Auðvelda átök leið Íslands á EM? Afturelding lagði HK 3:0 í fyrsta leik liðanna í úrslitarimmu Íslandsmóts kvenna í blaki í Mosfellsbæ í gær- kvöldi. Eftir tvær æsispennandi hrin- ur sprakk HK á limminu og sigur Aftureldingar í þriðju hrinu var öruggur. Vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari, en Afturelding er ríkjandi meistari og einnig bikar- meistari. »4 Meistararnir úr Mosó komnir á bragðið ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Systurnar Oddný Steina og Elín Heiða Valsdætur gefa sig ekki út fyrir að vera mikil félagsmálatröll, örlögin hafi aðeins hagað því svo að þær sitja nú í stjórn Lands- samtaka sauðfjárbænda (LS) og Landssamtaka kúabænda (LK). Oddný er bóndi á Butru í Fljótshlíð og býr þar með 500 fjár, auk 70 nauta til kjöteldis. Elín Heiða býr á æskuheimili þeirra systra í Úthlíð í Skaftártungu með blandað bú, 57 mjólkandi kýr og 450 sauðfjár auk nautaeldis. Oddný var nýverið endurkjörin í stjórn LS og er að hefja þar sitt þriðja kjörtímabil á meðan Elín Heiða er nýkjörin í stjórn LK. „Fyrir fram ætlaði ég mér alls ekki að fara í félagsmál. Þetta æxl- aðist bara svona og svo eru verk- efni þarna sem getur verið áhuga- vert að fylgja eftir og það var eiginlega vegna þeirra sem ég ákvað að gefa kost á mér aftur núna,“ segir Oddný. „Það er margt sem er mjög skemmtilegt að vinna að sem tengist sauðfjárræktinni. Landnýtingarmálin hafa t.d. verið dálítið í mínum verkahring og þar eru mörg ögrandi og spennandi verkefni.“ Enginn metingur á milli þeirra Eðli málsins samkvæmt krefst stjórnarsetan nokkurrar fundarsetu en Oddný segir að það fari ekki síður mikill tími í starfið heima. „Það þarf að kynna sér hlutina, lesa sér til, svara fyrirspurnum og skrifa umsagnir. Það kemur sér oft vel að hafa gott fólk í kringum sig.“ Oddný segir að það hafi ekki komið sér á óvart að systir sín, El- ín Heiða, hafi verið kosin í stjórn Landssambands kúabænda. Hún efast um að þær fari að metast um stjórnarseturnar en segir að það sé gott að eiga systkini sín að til að ræða málin við og Elín Heiða tek- ur undir það. Þær eiga eina systur í viðbót sem er líka bóndi og tvo bræður sem lögðu ekki sveitastörf- in fyrir sig. Ætlar ekki að einspila Elínu Heiðu líst vel á að vera komin í stjórn LK. Mörg verkefni liggi fyrir og eitt þeirra sé að auka samstöðu á meðal kúabænda; stétt- in sé fámenn og mikilvægt sé að kúabændur standi saman. „Mér þykir mikilvægt að hlusta á þá sem eru í greininni og reyna að meta heildarhagsmunina. Þeir sem sitja í stjórnum eiga ekki að einspila,“ segir hún. Svo skemmtilega vill til að Elín Heiða var líka stödd á fundi Lands- samtaka sauðfjárbænda um daginn til að taka á móti viðurkenningu fyrir hrútinn sinn Rafal, sem var valinn mesti alhliða kynbótahrútur- inn. Hún gerir ekki upp á milli bú- stofnsins, segir kýrnar og kind- urnar jafn skemmtilegar. „Það er hvort tveggja skemmtilegt þegar vel gengur. Til þess að gangi vel þarf maður að sinna því og það er eins með félagsmálin, til að maður komist þar inn í málin þarf maður að setja sig inn í þau,“ segir Elín Heiða. Engin félagsmálatröll  Systur sitja í stjórnum Landssamtaka sauðfjárbænda og Landssamtaka kúa- bænda  Félagsmálin krefjast tíma frá bústörfunum  Gott að eiga systkini að Ljósmynd/Elín Heiða Í fjósinu Elín Heiða Valsdóttir situr í stjórn Landssambands kúabænda. Hún segir að mörg verkefni liggi þar fyrir. Ljósmynd/Ágúst Jensson Í fjárhúsinu Oddný Steina Valsdóttir sauðfjárbóndi er í stjórn LS. Íslands- og bikarmeistarar KR í körfubolta karla byrjuðu með lát- um þegar liðið mætti Haukum í fyrsta leik liðanna í úrslitarimm- unni um Íslandsmeistaratitilinn í gærkvöldi. KR sigraði 91:61 og tók þar með forystuna, en vinna þarf þrjá leiki til að standa uppi sem Ís- landsmeistari. » 2-3 KR byrjaði með látum í fyrsta úrslitaleiknum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.