Morgunblaðið - 20.04.2016, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.04.2016, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2016 ✝ GuðmundurGuðjónsson fæddist í Reykjavík 3. mars 1922. Hann lést á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund 11. apr- íl 2016. Foreldrar hans voru Guðrún Jóns- dóttir húsmóðir, f. 14. mars 1893 á Melum á Kjal- arnesi, d .21. júní 1986, og Guð- jón Ólafur Jónsson trésmíða- meistari, f. 19. desember 1890 í Oddsparti í Þykkvabæ, d. 22. ágúst 1978. Systkini Guðmundar voru: Guðfinna, Róbert, Markús Hörður, Kristbergur og Ásta Hulda, öll látin. Guðmundur kvæntist 21. október 1944 Kristínu Bjarna- dóttur, f. 14. apríl 1922 í Reykja- vík. Foreldrar Kristínar voru Guðrún Guðmundsdóttir hús- móðir, f. 21. mars 1894 á Úlfars- felli í Mosfellssveit, d. 27. ágúst 1989, og Bjarni Þórðarson, véla- maður og bifreiðarstjóri, f. 16. nóvember 1888 á Efra-Seli á Stokkseyri, d. 29. mars 1975. Börn Guðmundar og Krist- ínar eru: 1) Guðrún, f. 29.4. 1945, íþróttakennari, gift Grétari J. 2004. Þau skildu. Sambýliskona Gylfa er Irpa Sjöfn Gestsdóttir, f. 1973. Börn hennar eru Alexand- er, Andrea og Aðalheiður. 3) Erna, f. 6.6. 1958, söngkennari og kórstjóri, gift Kristjáni Viggós- syni, f. 8.5. 1956, framhaldsskóla- kennara. Börn þeirra eru: a) Berglind, f. 1989, b) Hlynur, f. 1995, og c) Valgerður, f. 1998. Sonur Kristjáns er Einar Örn, f. 1983. Guðmundur bjó alla tíð í Reykjavík. Sem ungur skáti átti hann þátt í byggingu skála við Hafravatn og Ármannsskála í Jósepsdal. Hann lærði hús- gagnasmíði og starfaði við þá grein lengi. Vann hjá Sjónvarp- inu, lengi sem sviðsstjóri. Hann lærði söng hjá Guðmundi Jóns- syni og Sigurði Demetz, söng með Karlakór Reykjavíkur, oft sem einsöngvari, og fór með kórnum í söngferðalög. Síðar söng hann með kór eldri félaga. Var hann einn af brautryðjend- unum þegar óperur fóru að ryðja sér til rúms hérlendis. Söng ten- órhlutverk hérlendis í um 14 óp- erum og í yfir 200 sýningum. Dvaldi við söngnám í Köln. Söng í La Traviata og Madame But- terfly í Jósku óperunni í Árósum. Undirleikari hans lengi var Skúli Halldórsson auk þess sem hann söng mikið lög Sigfúsar Hall- dórssonar. Útför Guðmundar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 20. apríl 2016, og hefst athöfnin klukkan 15. Unnsteinssyni, f. 5.11. 1941, fv. skóla- stjóra. Börn þeirra eru: a) F jóla, f. 1968, gift Helga Hafsteini Helgasyni, f. 1969. Börn þeirra eru: Ásta Karen, f. 1992, en sambýlismaður hennar er Kristinn Hrafn Þórarinsson, f. 1991, Lilja Dögg, f. 1994, og Haukur Steinn, f. 1994. b) Kristín, f. 1971, gift Arnari Frey Guðmundssyni, f. 1971. Börn þeirra eru: Guðrún Herdís, f. 1998, Tómas Orri, f. 2002, og Hjördís Ylfa, f. 2006. c) Unnsteinn, f. 1974, kvæntur Auði Aðalbjarnardóttur, f. 1979. Börn þeirra eru: Grétar Björn, f. 2006, Unnur Birna, f. 2009 og Eva, f. 2012. 2) Hafsteinn, f. 22.4. 1947, tónlistarmaður, kvæntur Helgu Gylfadóttur, f. 8.1. 1949, lögg. sjúkranuddara. Börn þeirra eru: a) Guðmundur, f. 1972, kvæntur Hjördísi Einarsdóttur, f. 1973. Börn þeirra eru: Snædís Helga, f. 2002, móðir hennar er Anna Þóra Ísfold Rebekkudóttir, Logi, f. 2007, og Aron, f. 2010. b) Gylfi, f. 1974, var kvæntur Helgu Björk Haraldsdóttur, synir þeirra eru Hrólfur, f. 2001, og Högni, f. Elsku pabbi minn er fallinn frá. Ég er svo þakklát fyrir hann og fyrir að hafa fengið að hafa hann hjá mér svona lengi. Hann var algjör stjarna í mín- um augum þegar ég var barn. Hann gat gengið á höndum út um allt og ég reyndi eins og ég gat að gera eins og hann en það tókst nú aldrei. Hann blístraði svo flott og hann var aldrei fúll. Svo kom svo skemmtilegt fólk að heimsækja hann. Sigfús og Skúli og Winkler fremstir í flokki. Svo komu stund- um furðufuglar og þá faldi ég mig bak við hurð og fylgdist með pabba spjalla við þá eins og ekkert væri sjálfsagðara en að gefa af sín- um tíma. Hann kom alltaf eins fram við alla. Hann var svo góður. Hann var sjarmatröll og hafði einstaka útgeislun. Það fór ekki fram hjá neinum. Hann var líka einfari og mikið náttúrubarn. Var alltaf svolítið hræddur um að vera að trufla fólk. Það vildi hann alls ekki gera. Andinn var allt, auð- söfnun var honum víðsfjarri. Eitt sinn vorum við á Ítalíu og skildum ekkert í því að hann var alltaf pen- ingalaus. Svo komumst við að því að hann gaf alltaf öllum betlurun- um peningana sína. Svona var hann nú. Annars kunni hann best við sig á Íslandi. Þegar við systkinin vor- um uppkomin og líka áður ferð- uðust hann og mamma mikið um landið okkar. Ég veit ekki hvað honum fyndist um alla ferðamenn- ina núna. Hann hefði alla vega ekki sagt þeim frá leynistöðunum sínum. Svo byggðu pabbi og mamma lítinn sumarbústað og þar áttu þau góða tíma saman. Fengu nátt- úrlega engan frið fyrir okkur sem vildum alltaf vera að kíkja í heim- sókn og helst gista. Ég sé hann fyrir mér hlaupa í sveitinni með flugdreka og börnin á eftir skelli- hlæjandi, hann þá 80 ára eða meira, ótrúlega sprækur. Svo veif- aði hann öllum bless alveg þangað til við sáum hann ekki lengur. Hann valdi sér góða eiginkonu hann pabbi sem vék ekki frá hon- um síðustu árin þegar hann þurfti orðið smá leiðsögn. Þau voru gift í rúmlega 71 ár og áttu gott líf sam- an. Sem barn man ég að pabbi kom aldrei heim eða fór út án þess að smella kossi á mömmu. Þau voru svo innileg. Ég sem fullorðin hef áttað mig á því að þetta er ekk- ert algengt. Það var okkur erfitt og sérstak- lega mömmu að fylgja pabba inn á Grund á síðasta ári. Þá gengum við í gegnum áveðið sorgarferli. En starfsfólk Grundar er einstakt og þegar pabba hrakaði undir lok- in þá get ég svarið að ég sá vængi á starfsfólkinu. Hafi það góða fólk þakkir fyrir sína einstöku umönn- un. Besti pabbi í heimi og besti afi í heimi hefur nú kvatt okkur. Hann var hvíldinni feginn. Ég sagði oft við hann: „Þú ert engill.“ Og nú er hann það. Hvíl í friði, elsku pabbi minn. Þín litla stelpa, Erna. Við kveðjum nú í dag tengda- föður minn, Guðmund Guðjóns- son. Hann átti að baki langt og viðburðaríkt líf. Honum voru gefnir góðir hæfileikar og mann- kostir í vöggugjöf. Ungur lærði hann húsgagnasmíði og þar nýtt- ust honum vel hans högu hendur. Hann stofnaði ásamt félaga sín- um, Óskari Ágústssyni, Hús- gagnavinnustofu Guðmundar og Óskars, sem þeir starfræktu í ein fimmtán ár. Smíðisgripir þínir prýða mörg heimili afkomend- anna og bera hagleik þínum fag- urt vitni. Sumarbústaður ykkar hjóna í Grímsnesi sem þú smíðaðir eftir að starfsævi þinni var lokið lofar meistara sinn enda kallaður „Slotið“. Þar komuð þið upp fal- legum reit og áttuð þar margar góðar og ánægjulegar stundir. Þar var gott að koma og njóta samverunnar með ykkur. Fjölskyldan var þér kær og þú sparaðir ekki sporin ef þínir nán- ustu þurftu hjálpar við. Hjóna- band ykkar Kristínar var einkar fagurt og kærleiksríkt þar sem væntumþykja og virðing ykkar hvors fyrir öðru var höfð að leið- arljósi. Þið stunduðuð útivist og líkamsrækt allt frá unga aldri og fram á efri ár. Þið voruð í hvívetna góðar fyrirmyndir. Þið ferðuðust mikið um landið um áratuga skeið. Guðmundur smíðaði forláta tjald- vagn og innréttaði VW-rúgbrauð sem þið notuðuð mikið er tjald- tímabilinu lauk. Síðar kom felli- hýsi til sögunnar. Gjarnan voruð þið í för með fjölskyldunni, vanda- mönnum og vinum. Margar veiði- ferðir voru farnar í ár og vötn þar sem Guðmundur kenndi unga fólkinu réttu handtökin og að hverju bæri að gæta þegar gengið var til rjúpna eða farið á gæs. Þau hjónin fóru í nokkrar utanlands- ferðir, einkum í sambandi við sönginn. Þau fóru til landa sem þá voru mörg hver ekki í alfaraleið Íslendinga og höfðu frá mörgu að segja. Við skynjuðum hvað Guðmund- ur var góður félagi og virtur af samstarfsmönnum sínum. Ætíð kátur með gamanyrði á vör. Nán- ast allt frá stofnun Sjónvarpsins var Guðmundur starfandi þar og í mörg ár var hann sviðsstjóri. Margir hafa sagt í mín eyru, sem voru að fara í viðtöl, hversu að- gætinn og skilningsríkur hann var og fékk þá til að slaka á og voru honum mjög þakklátir fyrir það. Hann var einstaklega orðvar mað- ur og mátti ekkert aumt sjá, en skaplaus var hann ekki ef svo bar undir. Hann var fljótur að svara fyrir sig og varð sjaldan orða vant. Söngurinn og tónlistin var líf og yndi Guðmundar. Hann gat setið og hlustað á fagran söng, sérstak- lega ef það voru óperur og góðir tenórsöngvarar að syngja, gleymt sér og tárin sáust trítla niður kinn- ar hans. Einstaklega grandvar maður til orðs og æðis er genginn. Síðustu mánuðina, eftir að heils- unni fór verulega að hraka og óminnisgyðjan sótti að, dvaldi Guðmundur á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund þar sem hann naut einstaklega góðrar hjúkrunar og umhyggju þar til yf- ir lauk, sem við þökkum af alhug. Við fáum aldrei fullþakkað það sem Guðmundur var fyrir okkur. Megi ævikvöld tengdamóður minnar, hennar Kristínar, verða áfram fagurt og friðsælt. Grétar J. Unnsteinsson. Guðmundur Guðjónsson er horfinn á braut 94 ára að aldri. Það er mikil eftirsjá að honum. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að eignast Ernu dóttur hans fyrir eiginkonu og þar með Guð- mund og Kristínu fyrir tengdafor- eldra. Við Erna og krakkarnir eig- um margar góðar minningar með þeim hjónum, sérstaklega úr sum- arbústaðaferðum okkar. Þar kenndi hann börnunum að smíða og lauk upp fyrir þeim undrum náttúrunnar; hreiður hér – fugl þar eða einhverju öðru því sem varð þeim ógleymanlegur fjár- sjóður og greypti sig inn í minn- ingar þeirra og okkar allra. Guðmundur var mikið náttúru- barn. Hann hafði yndi af útivist og veiðum. Ekki má gleyma söngferli hans. Hann hafði til að bera bjarta lýr- íska rödd og einlæga túlkun sem lét fáa ósnortna. Ég hef fáa menn hitt á lífsleið- inni sem voru jafn mörgum mann- kostum búnir og Guðmundur. Hann var ljúfmennskan holdi klædd og vildi allt fyrir alla gera. Hann var einstaklega bóngóður og var alltaf stokkinn til ef aðrir þurftu á aðstoð að halda. Í raun var það þannig, svo merkilegt sem það kann nú að hljóma, að hann bar hag annarra meira fyrir brjósti en sinn eigin. Hann hafði ríka réttlætiskennd og mátti ekk- ert aumt sjá. Það fór fyrir brjóstið á honum ef hann sá einhvern beittan órétti og lét hann það ekki afskiptalaust. Hann var mikið prúðmenni til orðs og æðis og ein- staklega kurteis. Hann virtist óað- finnanlegur í klæðaburði, sama hver flíkin var; bar föt alltaf vel. Það sem einkenndi hann fram- ar öðru var sú fölskvalausa og innilega lífsgleði sem hann bar í brjósti. Alltaf var hann brosandi og naut lífsins til fullnustu, þótt örfáum sinnum hafi skugga borið þar á. Þegar ég horfi á skógarþröst- inn út um gluggann þar sem hann trónir á trjátoppnum með þanið brjóstið og syngur lífinu lof og dýrð af öllum sínum lífs og sálar kröftum verður mér hugsað til Guðmundar. Hann var óþreytandi að syngja sína lofgjörð til lífsins eins og fuglinn. Þetta áttu þeir sameiginlegt. Kæra tengdamóðir og aðstand- endur allir. Ég votta ykkur mína innilegustu samúð. Kristján Viggósson. Fyrstu minningarnar um afa Guðmund eru þegar hann skreið með okkur um gólfin í Bólstaðar- hlíðinni í bílaleik. Það lýsir afa vel því hann gaf sér alltaf tíma fyrir okkur börnin. Hann var skemmtilegur afi sem brallaði ýmislegt sem afar ættu erfitt með að leika eftir, fór upp í handstöðu á borðstofustól og þreytti aflraunir við okkur á ung- lingsaldri. Reglulega buðum við honum í sjómann og tókum á eins og við gátum, eftir smástund stund spurði afi: „Ertu byrjaður?“ Þá var jafnan frekar leitað til hans en ömmu til að gefa okkur súr- mjólk því hann stráði svo miklum púðursykri út á. Guðmundur Guðjónsson ✝ Kristín MaríaKristinsdóttir fæddist í Reykjavík 10. júní 1928. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð 23. mars 2016. Foreldrar hennar voru María Jóns- dóttir, f. 7.1. 1895, d. 23.10. 1961, og Kristinn Ágúst Frið- finnsson, f. 2.8. 1895, d. 27.11. 1953. Systkini Krist- ínar Maríu voru: Jóna, f. 12.10. 1924, d. 15.5. 2001, og Frið- finnur Kristinsson, f. 27.10. 1926, d. 26.4. 1982. Kristín María giftist Jakobi Jakobssoni, f. 2.9. 1924, d. 8.10. 1962, þann 5.11. 1949. For- eldrar hans voru Þórdís Guð- jónsdóttir, f. 29.9. 1897, d. 20.11. 1995, og Jakob Kristmundsson, f. 16.8. 1896, d. 12.12. 1924. Fósturforeldrar Jakobs voru Guðbjörg Torfadóttir, f. 13.9. 1886, d. 18.9. 1954, og Þórður Guðmundsson, f. 14.4. 1889, d. 22.11. 1961. Börn þeirra eru: 1) Guðbjörg Jóna, f. 5.10. 1949, maki Ás- mundur Ásmundsson, f. 2.10. 1948, skilin. Synir þeirra eru: Jakob Már, f. 1975. Maki hans er Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir, f. 1975. Dætur þeirra eru Hafdís Gyða og Ásdís Halla. Kjartan Freyr, f. 1977. Maki hans er Helga Ágústsdóttir, f. 1971. 1949 en þá hafði hún kynnst Jakobi manni sínum. Nokkrum árum eftir að þau giftu sig byggðu þau sér hús á Kópavogs- braut 11 ásamt Jónu Guðmunds- dóttur yfirhjúkrunarkonu, en fósturfaðir Jakobs var bróðir Jónu. Hún hafði verið yfirhjúkr- unarkona á Ísafirði, en flutt suð- ur til að taka við starfi á Holdsveikraspítalanum í Kópa- vogi. Haustið 1962 féll Jakob frá, sem var mikið áfall fyrir fjölskylduna en með aðstoð Jónu hafði Kristín María tök á að fara í nám og lauk prófi frá Kenn- araháskóla Íslands árið 1965. Strax að námi loknu fór hún að kenna handavinnu við Kárs- nesskólann í Kópavogi og kenndi þar til hún komst á eftir- laun. Kristín María var ein af stofnendum Soroptimistafélags Kópavogs. Nokkrum árum eftir lát Jakobs kynnist Kristín María Kristjáni Jenssyni og bjó með honum í nokkur ár. Árið 1977 kynnist Kristín María Kjartani Þorleifssyni og gengu þau í hjónaband. Bjuggu þau fyrst í Hamraborg 16 en fluttu síðan í Fannborg 7, en Kjartan lést árið 1994. Þar bjó Kristín María þar til hún fluttist á Hjúkrunarheim- ilið Sunnuhlíð í janúar 2014. Kristín María bjó allan sinn bú- skap í Kópavogi . Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 20. apríl 2016, og hefst athöfnin kl. 13. Synir þeirra eru Aron Ás, Ágúst Goði og Grímur Elí. 2) Þórður, f. 7.1. 1954, maki 1) Bryndís Guðmundsdóttir, f. 22.1. 1960, skil- in. Dóttir þeirra er Linda Björk, f. 1981, sambýlis- maður hennar er Arnar Rúnar Marteinsson, f. 1964, og dætur þeirra Emma Sól og Glódís Birta. Maki 2) Gréta Garðarsdóttir, f. 1962, skilin. Synir þeirra eru Garðar Bachmann, f. 1986, Jökull Snær, f. 1988, og Kjartan, f. 1996. 3) Jón Kristinn, f. 11.7. 1959, maki Guðrún Emilía Daníels- dóttir, f. 18.5. 1962. Börn þeirra eru Ólöf Kristín, f. 1986, sam- býlismaður hennar er Guðmundur Birkir Kristbjörns- son, f. 1985, og sonur þeirra er Jón Anton. Daníel Andri, f. 1993. Kristín María giftist Kjartani Þorleifssyni, f. 4.7. 1918, d. 8.3. 1994, hinn 11.8. 1979 og átti hann sjö börn. Kristín María ólst upp hjá foreldrum sínum á Ásvallagötu 59. Hún gekk í Miðbæjarskólann og útskrifaðist með gagnfræða- próf frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Lauk síðan prófi frá Húsmæðraskólanum á Ísafirði Mig langar til að yrkja lítið ljóð um ljúfa konu sem var mér ávallt góð. Þú liðna tíð með minninganna mátt sem megnar það að opnast upp á gátt. (Ó.Í.) Í lífinu ferðast þær saman gleðin og sorgin. Þegar náinn ástvinur deyr fyll- ist hugurinn af gleðilegum minn- ingum sem valda manni sorg, en á endanum verður gleðin aftur sterkari en sorgin Í dag er borin til grafar elsku- leg móðir mín/tengdamóðir. Það er margs að minnast á langri ævi sem þó var ekki alltaf dans á rós- um, en með léttri lund og góðu skapi er allt hægt. Það var gott að alast upp á Kópavogsbraut 11, mikið líf og fjör og góðir grannar og vinir. Það var aðdáunarvert, elsku mamma mín, hvað þú varst dugleg þegar þú aðeins 34 ára að aldri stóðst uppi sem ekkja með þrjú lít- il börn. Af einstakri elju og dugn- aði og með hjálp elsku Jónu okkar gekk þetta allt saman. Það var svo fyrir þína tilstuðlan að ég, 19 ára að aldri, fór til Kaupmannahafnar að læra til kokks og fyrir það er ég þér ævinlega þakklátur. Ég sé í anda svipinn þinn hann síast inn í huga minn. Ég kom til þín, þú kættir mig með kærri þökk nú kveð ég þig. (Ó.Í.) Elskulega tengdamóðir til rúmra 30 ára, þig hitti ég fyrst þegar ég fór að deita, eins og sagt er í dag, hann Nonna þinn. Marg- ar yndislegar stundir höfum við átt saman og minningarnar hrein- lega hrannast upp þegar ég er að reyna að pára hér á blað smá þakklæti til þín fyrir liðna tíð. Minningunum ætla ég samt að halda fyrir mig en af heilum hug get ég sagt að það bar aldrei skugga á okkar vináttu. Mamma og pabbi báðu mig að senda kveðju með þökk fyrir öll árin og geri ég það hér með. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Við þökkum þér samveruna og biðjum góðan Guð að geyma þig. Blessuð sé minning þín, elsku Kristín María Kristinsdóttir. Þinn sonur og tengdadóttir, Jón Kristinn Jakobsson og Guðrún Emilía Daníelsdóttir. Eitt það besta er að eiga góða ömmu, þú stóðst þig svo sannar- lega vel í því eins og öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Þú varst kvenskörungur mikill, hjartahlý og góð. Þegar ég lít um farinn veg og hugsa um dásamlegu minning- arnar sem við áttum saman, elsku amma mín, rifjast margt upp. Það var mikil tilhlökkun að koma í heimsókn til ömmu í Kópa- voginum, þú hafðir alltaf tíma og ömmuknúsin voru best. Þegar ég varð svo eldri og flutti í borgina var ég dugleg að kíkja í heimsókn, þú hafðir frá svo mörgu að segja og mér fannst gaman að fræðast um gamla tíma með þér. Ekki má þó gleyma spilunum, þú varst dugleg að leggja kapal og stund- um tókum við einn ólsen-ólsen inn á milli. Það var alltaf svo gott að tala við þig um allt milli himins og jarðar, þú skildir allt, enda gengið í gegnum margt sjálf á þinni lífs- leið en alltaf var þó stutt í grínið. Ég man vel þegar ég kom í heim- sókn til þín á Sunnuhlíðina nú í Kristín María Kristinsdóttir HINSTA KVEÐJA Kynni mín af Kristínu Maríu byrjuðu fyrir all- mörgum árum. Þau kynni hafa ætíð einkennst af góð- vild og ómældri gestrisni af hennar hálfu. Við leiðarlok er efst í huganum mikið þakklæti fyrir það lán sem ég tel mér hafa hlotnast að kynnast af- komendum hennar, sem ég votta nú öllum samúð mína. Blessuð sé minning hennar. Þórarinn Helgason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.