Morgunblaðið - 20.04.2016, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.04.2016, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2016 Gísli Rafn er Mývetningur og er sjálfstætt starfandi rútubílstjóri.Á veturna sér hann um að koma börnunum í sveitinni íReykjahlíðarskóla og á sumrin keyrir hann ferðamennina og er þá aðallega að koma þeim upp í Öskju. Einnig tekur hann að sér ýmis verkefni sem upp koma. Eitt af þeim var að moka snjó í burtu með snjótroðara þar sem þess þurfti fyrir kvikmyndateymið í kring- um Fast and Furious 8 sem tekin er upp að hluta á Mývatni. Gísli Rafn er í stjórn björgunarsveitarinnar á staðnum og er aðallega að sinna störfum henni tengdri í frítíma sínum. Hann telur mjög jákvætt að ferðamenn komi til Mývatns en segir vanta miklu meiri peninga til vegagerðarinnar á staðnum til að geta sinnt ferðamönnunum sem best. Einnig þurfi að bæta úr salernisaðstöðu á staðnum. „Það er ekki nóg að beina fólki hingað og auglýsa landið upp, þegar innviðirnir eru í lamasessi og ríkið veitir ekki nægja peninga til að byggja þá upp.“ Gísli segist ekki vera mikið fyrir að halda upp á afmælið sitt og sé „skelfileg“ mannafæla. „Ég hefði nú farið út að borða hér í Mývatns- sveitinni því hér eru margir góðir veitingastaðir, en þarf að vera á Akureyri á afmælisdaginn. Það er kannski ágætt því þeir sem reka veitingastaðina hér í sveitinni eru allir vinir mínir og þá hefði ég gert upp á milli þeirra. Ætli ég endi ekki á Greifanum á Akureyri með fjöl- skyldunni en því miður komast ekki tvö barna minna með okkur því þau eru fyrir sunnan.“ Ljósmynd/Birkir Fanndal Við Mývatn Gísli á snjótroðaranum að vinna fyrir Fast and Furious. Keyrir skólabörn og ferðamenn Gísli Rafn Jónsson er 52 ára í dag O ddur Jónsson fæddist 20. apríl 1915 á Þúfu í Kjós en ólst upp á Sandi í Kjós frá tveggja ára aldri hjá Jóni Bjarnasyni, móðurbróður sínum, og konu hans, Guðrúnu Guðnadóttur. Árið 1943 tók Oddur við Sandi, búi uppeldisföður síns. Í umsögn Halldórs Jónssonar, fyrrum sóknar- prests á Reynivöllum, segir svo: „Oddur er stórduglegur maður, hamhleypa til allra verka og bezti maður auk þess hæglátur í fram- göngu, reglumaður á allan hátt og drengur góður.“ Oddur var lengi í kirkjukór Reynivallakirkju í Kjós og mátti heyra í Oddi á traktornum langar leiðir þar sem hann var sönglandi með malandi vélinni. Árið 1979 flutti hann ásamt eigin- konu sinni í Lyngbrekku í Kópavogi og hóf störf hjá Byko. Oddur starf- aði í pípulagningadeildinni í Byko á Nýbýlavegi og átti lengri starfsaldur en menn flestir, eða í 16 ár til 85 ára aldurs. Oddur hefur sinnt prjónaskap af alúð alla tíð. Hann lærði fyrst að prjóna níu ára gamall og var fyrsta verkefni hans leppur í skó. Hann vann að prjónaskap fyrir Rauða krossinn þar sem hundruðum para af sokkum og vettlingum var komið í góð not. Oddur bjó í Lyngbrekku í Kópa- vogi til 99 ára aldurs, þegar hann fótbrotnaði og flutti þá á hjúkrunar- heimilið Ísafold í Garðabæ þar sem hann býr nú. Hann prjónar enn í góðum félagsskap sambýlinga sinna. Þegar hjónin fluttu frá Sandi héldu þau eftir landskika og byggðu sumarbústað þar sem er enn í eigu fjölskyldunnar. Fjölskylda Eiginkona Odds var Petrea Georgsdóttir, f. 23.5 1913, d. 11.9. 1984, húsmóðir og starfsmaður hjá Oddur Jónsson, fyrrverandi bóndi á Sandi í Kjós – 101 árs 100 ára afmæli Stórfjölskyldan samankomin á hundrað ára afmæli Odds Jónssonar fyrir ári. Þykir vænt um Kjósina Í Hrísey Oddur lætur aldurinn aldr- ei stoppa sig. Hér staddur í brúð- kaupsveislu fyrir þremur árum. Reykjavík Gunnlaugur Óli Snædal fæddist 20. apríl 2015. Hann vó 3.440 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru María Ólafsdóttir og Kári Snædal. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Skútuvogur 1c 104 Reykjavík | Sími: 550 8500 | www.vv.is FJARLÆGÐAMÆLIR LD 220 Eiginleikar: Drægni: 30m Nákvæmni: +/- 3mm Mælir: Lengd, fermetra og rúmmetra. Gæðastaðall: Class 2 Aflgjafi: 2 x AAA Veðurþol: IP54 Verð 11.098 kr. Sumargjö f iðnaðarma nnsins Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.