Morgunblaðið - 20.04.2016, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.04.2016, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2016 ✝ Kristjana Sig-urðardóttir fæddist á Seyðisfirði 5. september 1915. Hún lést á heimili sínu Hraunbúðum, dvalarheimili aldr- aðra, Vest- mannaeyjum, 11.apríl 2016. Foreldrar Jönu, eins og hún var jafn- an kölluð, voru Guð- björg Ingveldur Eyjólfsdóttir, f. 1885, d. 1971, og Sigurður Gunn- arsson, f. 1891, d. 1924. Tveggja ára var Jana tekin í fóstur af hjónunum Guðbjörgu Elínu Þorleifsdóttur, f. 1883, d. 1952, og Guðmundi Guðmunds- syni, f. 1872, d. 1950. Systkini Jönu voru 12 og eru öll látin. Jana giftist Ingólfi Arnarssyni Guðmundssyni, úrsmíðameistara og skósmið, f. 27. júlí 1909, d. 28. febrúar 1968, og eignaðist með honum sjö börn og eru sex þeirra á lífi. Þau eru: kona hans er Eva Ottósdóttir, f. 1959. Börn Einis og fyrrverandi eiginkonu, Sigríðar Friðrikku Þórhallsdóttur, f. 1956: Þórhallur f. 1973, Elena, f. 1979, Einir, f. 1983, Sigurður, f. 1985, og Ing- ólfur, f. 1990. Afkomendur Jönu eru í dag 98. Jana byrjaði ung að vinna á stakkstæði eins og algengt var í þá daga, 1963-1973 vann hún við ræstingar á Símstöð Vest- mannaeyja, á sama tíma sem hús- hjálp hjá Magnúsi Magnússyni stöðvarstjóra og Mörtu konu hans. Í Heimaeyjargosinu 1973 bjó Jana í Keflavík og vann við ræstingar hjá Ólafi Sólimann. 1974 flytur Jana aftur til Eyja og fer að vinna í eldhúsi Sjúkrahúss Vestmannaeyja og vann þar til 1990 eða þar til hún varð 75 ára. Við starfslok varð Jana mjög virk í Félagi eldri borgara og tók þátt í kórastarfi. Útför Jönu fer fram frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum í dag, 20. apríl 2016, klukkan 13. 1) Guðmundur, f. 1939, kvæntur Sig- ríði Karólínu Ólafs- dóttur, f. 1943. Börn þeirra eru: Hrönn Sól, f. 1961, Brynja, f. 1963, Jón, f. 1969, og Jana María, f. 1973. 2) Arnar Valur, f. 1942, kvæntur Mar- gréti Steinunni Jóns- dóttur, f. 1943. Börn þeirra eru: Hjördís Inga, f. 1961, Jón Bragi, f. 1962, Sigurdís Harpa, f. 1964, og Ingólfur Arnar, f. 1967. 3) Sigurbjörn, f. 1946. 4) Guðbjörg Eygló, f .1949, gift Ólafi M. Aðalsteinssyni, f. 1947. Börn þeirra eru: Kristjana Þórey, f. 1967, Bryndís Huld, f. 1971, og Birgir Freyr, f. 1979. 5) Sigurrós, f. 1950, gift Tómasi Pálssyni, f. 1950. Börn þeirra eru: Íris, f. 1968, d. 1968, Tómas Ingi, f. 1969, Anna Lilja, f. 1974, og Thelma Rós, f. 1984. 6) Drengur, f. 1953, d. 1954. 7) Einir, f. 1954, sambýlis- Elsku mamma mín. Að minnast þín er auðvelt því af svo mörgu er að taka úr þeim banka. En að minnast þín án þess að hugurinn leiti svo langt, langt frá skrifunum er erfitt. Þú varst svo einstök kona, varst alltaf boðin og búin fyrir alla, allir voru jafnir í þínum aug- um. Mér er minnisstætt úr uppeld- inu að þú hafðir alltaf tíma fyrir mig hvort sem ég kom haugdrul- lugur heim úr fótbolta eða kom seint heim. Þú bara settist niður með mér og bentir mér á hvað betur mætti fara. Mér finnst þessi tími sem þú hafðir alltaf fyrir mig ómetanleg- ur þegar ég hugsa til baka vegna þess að þú varst alltaf úti að vinna fyrir stóru heimili. Svo var pabbi alltaf svo veikur sem bitnaði að sjálfsögðu alltaf mest á þér. Þú varst svo ótrúlega sterk, svo mikil stoð að því lýsa ekki svona fá orð. Þrátt fyrir þetta allt og margt annað sem þú þurft- ir að glíma við í lífinu var alltaf svo fallegt í kringum þig. Þú hafðir ekki bara tíma fyrir okkur systk- inin, heldur var heimilið líka alltaf fallegast af öllu, svo ekki sé minnst á garðinn þinn sem var alltaf svo fallegur og stoltið þitt lautina, sem sást allt of lítið fyrir gesti og gangandi vegna þess að hún var svolítið falin bak við hús. Blóm voru þér hugleikin og stundum heyrði ég þig tala við þau, það er ekki skrýtið þó að það væri alltaf allt í blóma hjá þér, elsku mamma mín. Svo má nú ekki gleyma að þú hélst heimili til 97 ára aldurs, sem er ekki mörgum auðið. En fyrir stuttu hélstu upp á 100 ára afmæl- ið þitt. Það var svo gaman að sjá hvað þú varst falleg og dugleg þá. Ég kynnti þig þar fyrir nýju kon- unni í lífi mínu. Þegar ég sagði þér að hún héti Eva sagðir þú: „Það er svo fallegt nafn.“ Elsku mamma, takk fyrir allt sem þú gafst mér og leiðsögnina inn í lífið. Þú hefur sýnt mér að kærleikurinn er vel þess virði að gefa frá sér. Því þó í lífinu slái ég fullt af feilnótum þá kenndir þú mér að ganga á þessum fótum. (Höf.ók.) Þinn sonur, Einir. Eins og blóm án blaða söngur án raddar skyggir dökkur fugl heiðríkjuna. Vorið, sem kom í gær, er aftur orðið að vetri. (Magnús Jóhannsson) Elsku mamma mín. Það er sárt að kveðja því þú ert búin að vera svo stór hluti af lífi mínu og minn- ar fjölskyldu. Mamma er stórt orð í þeirri merkingu að það hefur sennilega flesta titla sem hægt er að bera. Mömmur deyja ekki. Efst í huga mínum nú er þakk- læti fyrir að hafa fengið að vera samferða þér í yfir 65 ár. Kærleikur, hlýja, væntum- þykja og „pínulítil þrjóska“ eru orð sem lýsa þér svo vel, en þrjóskuna nýttir þú þér svo skemmtilega vel. Hannyrðir og allt handverk lék í höndum þínum. Tónlist hafðir þú mjög gaman af og fannst mér stundum skrítið hversu vel þú fylgdist með. Abba var dálítið uppáhalds, Megas, Björk og Páll Óskar fylgdu fast á eftir. Ég hugsa að það hafi ekki margar konur á þínum aldri verið með plaköt uppi á vegg með þessum listamönnum. Þú varst heimsfor- eldri, sem lýsir þér svo vel, og á einum tímapunkti tvöfaldaðir þú framlag þitt til þess málefnis og myndir af styrktarbörnum fengu sérstakan sess á heimili þínu. Svo er minningin um dönsku arfleifðina; fortóið, altanið, pólitíið og fleiri orð sem þú notaðir úr dönsku. Elsku mamma, það er svo margt sem hægt er að skrifa um lífshlaup þitt, sem oft var erfitt. En með trú þinni á þann sem öllu ræður og hélt verndarhendi sinni yfir þér komst þú svo vel frá öllu. Hann var alltaf með þér í verkum þínum. Kveð þig að sinni. Góða ferð í Sumarlandið. Þín dóttir, Sigurrós. Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf frá Hlöðum) Nú er hún elsku tengda- mamma farin á vit feðra sinna. Það eru 57 ár síðan ég kom fyrst inn á heimili hennar, þá aðeins 16 ára krakki. En hún var nú ekki að amast við því, það var eins og ég hefði alla tíð verið þar á heimilinu. Hún var alltaf blíð og góð við mig, eins og ég gat stundum verið snögg upp á lagið, en þá brosti sú gamla og sagði: „Þetta lagast.“ Og svo var bara hlegið að vitleysunni í mér og málið afgreitt. Minnis- stæð er Ítalíuferðin sem hún fór í með okkur. Hún stóð á sjötugu og var þetta fyrsta og eina utan- landsferðin sem hún fór í. Þetta var afar minnisstæð ferð. Jana var mjög barngóð kona og satt best að segja þótti öllum sem hana umgengust vænt um hana, hún var hljóðlát en vissi meira en hún lét uppi. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til tengdó, ávallt að baka pönnukökur og það á tveimur pönnum í einu. Gerði hún þær bestu pönnsur sem ég hef fengið. Við elskuðum hana öll og kveðjum hana með þökk fyrir samfylgdina, sendum samúðar- kveðjur til ættingja og vina, en munum eftir að gleðjast og vera stolt yfir hennar löngu ævi sem var ekki alltaf dans á rósum. Þerraðu kinnar þess er grætur, þvoðu kaun hins særða manns. Sendu inn í sérhvert hjarta, sólargeisla kærleikans. (Guðfinna Þorsteinsdóttir) Guð geymi þig. Sigríður K. S. Ólafsdóttir (Sigga Sól). Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku Jana mín, hvíl í friði og takk fyrir allt. Þinn tengdasonur, Tómas. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir amma kyssir undurblítt á kollinn hans. breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum) Elsku amma mín, Guð geymi þig.Þinn ömmudrengur, Kristján Ingi. Elsku hjartans amma mín. Mikið svakalega verð ég lítil og máttvana þegar kemur að því að skrifa kveðjuorð til þín. Samband okkar var einstakt, þú varst einstök manneskja, ann- að eins ljúfmenni er erfitt að finna. Þú varst mér alla tíð sem önnur móðir, ég gat alltaf leitað til þín og minningarnar með þér eru óend- anlegar sem ylja mér nú þegar ég kveð þig. Sjónvarpskvöldin okkar saman þegar keypt var ein appelsín í gleri og eitt marssúkkulaði sem skipt var jafnt á milli og það látið endast allt kvöldið. Öll skiptin sem ég fékk að fara með þér í vinnuna á sjúkró, eitt skiptið er þó minnisstæðast því þá léstu þig ekki muna um það að bruna með mig á skíðasleða alla leið að heiman. Þú varst þannig að þig munaði aldrei um neitt, hafðir alltaf ómældan tíma til að sinna manni. Allir kaffitímarnir með nýbök- uðum kleinum eða pönnukökum, allar gistinæturnar þar sem við sváfum saman á litla beddanum, allar okkar stundir, elsku amma, voru yndislegar. Eftir að ég varð eldri þá minnk- aði ekki sambandið og áttum við okkar stundir áfram, að vísu áttir þú þá gistinætur hjá mér en ekki öfugt, þá vöktum við lengi og töl- uðum um alla heima og geima sem aðeins við tvær vitum um og þannig verður það. Eftir að ég eignaðist börnin mín þá fannst mér tilheyra að byrja morguninn á að labba til þín í morgunsopa og er ég óendan- lega þakklát fyrir alla þá morgna sem við áttum saman, krakkarnir elskuðu að koma til þín því þú varst þeim svo góð og þeim leið svo vel í rólegheitunum hjá þér. Þú varst svo stolt þegar við báðum þig að halda nafna þínum Kristjáni Inga undir skírn á 90 ára afmælisdaginn þinn. Þú stóðst þig vel eins og þín var von og vísa og ber hann þitt nafn einstaklega vel. Litla Sóldís Sif var sólargeisl- inn þinn sem gladdi þig mikið, hún var svo dugleg að heimsækja þig, bæði á Hásteinsveginn og svo á Hraunbúðir. Litla ráðskonan sem þú hafðir svo gaman af. Hún á erfitt núna eins og við öll en við vitum að nú ertu komin til afa og passar Írisi litlu fyrir okkur. Elsku hjartans amma mín, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, mér finnst ég betri manneskja eftir að hafa gengið í gegnum lífið með þig mér við hlið. Við hittumst aftur þegar minn tími kemur og þá tekurðu vonandi á móti mér með nýbökuðum klein- um og ískaldri mjólk. Guð geymi þig, hjartans mín, ég elska þig. Þín Anna Lilja. Æ, amma, hvar ertu? Æ, ansaðu mér. Því ég er að gráta og kalla eftir þér. Fórstu út úr bænum eða fórstu út á haf? Eða fórstu til Jesú í sælunnar stað? (Höf. ók.) Þín ömmustelpa, Sóldís Sif. Hér að hinstu leiðarlokum ljúf og fögur minning skín. Elskulega amma góða um hin mörgu gæði þín. Allt frá fyrstu æskudögum áttum skjól í faðmi þér. Hjörtun ungu ástúð vafðir okkur gjöf sú dýrmæt er. Hvar sem okkar leiðir liggja lýsa göfug áhrif þín. Eins og geisli á okkar brautum aamma góð, þótt hverfir sýn. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Tómas Aron og Eyþór Daði. Elsku amma mín. Ég á svo margar yndislegar minningar um þig sem ég mun geyma í hjarta mínu og þær munu ylja mér að hjartarótum alla tíð. Þú fórst svo snöggt frá okkur að ég er ekki farin að átta mig á því að ég sjái þig ekki aftur, að ég fái ekki aftur þitt yndislega þétta faðmlag sem sagði mér hvað þú elskaðir mig mikið. Það eru fáir sem ná 100 ára aldri, hvað þá að vera hressir fram á síðasta dag, og það sýnir hvað þú varst mögn- uð kona, enda hefur þú alltaf verið ein af mínum langstærstu fyrir- myndum, mótaðir mig á margan hátt og á ég þér mikið að þakka. Þegar ég hugsa um allar sam- verustundirnar með þér koma unglingsárin mín upp í hugann, þar sem heimili þitt Hásteinsveg- urinn 48 var mitt annað heimili á þeim tíma. Ég var mikið í Féló á þessum árum og þegar lokaði þar í kvöldmatnum nennti ég nú ekki að ganga vestur í bæ þar sem ég ætlaði í Féló aftur eftir kvöldmat. Þá beið mín alltaf hjá þér ynd- islegur kvöldmatur, get nú ekki gleymt gómsæta hakkinu þínu sem þú gerðir í potti, kjötbollurn- ar og fiskibollurnar í brúnni sósu, hvert öðru betra. Ég er einfald- lega heppnust í heimi að hafa átt þig fyrir ömmu og er þakklát fyrir þann tíma sem ég fékk með þér og að hafa fengið að njóta kærleika þíns. Einnig er ég þakklát fyrir að börnin mín fengu að kynnast þér og þann tíma sem þau fengu með þér. Ég mun sjá til þess að halda minningunni um þig í huga barnanna og verður frá miklu að segja þegar við tölum um elsku bestu langömmu Jönu. Síðan þú fórst frá okkur hefur Sigurrós Ásta sagt á hverjum degi á sinn einlæga hátt hvað hún sakni þín mikið og þú sért orðin engill á himnum sem fylgist með okkur. Það er alveg satt og mun- um við hugsa fallega til þín á hver- um degi. Önnur minning sem kemur upp í hugann er þegar ég sótti þig fyr- ir skírnina hjá Elenu Rut. Þá varstu 98 ára. Þegar við vorum að ganga út af elliheimilinu spurðir þú um varalitinn – já, 98 ára og enn að hugsa um útlitið. Og svo stuttu seinna sagðir þú: „Þarf ég ekki að gefa barninu eitthvað í skírnargjöf?“ Já, algjörlega mögnuð með allt á hreinu og tíræðisafmælið á næsta leiti. Árið 2011 var ég að fara gifta mig og pabbi sagði mér frá því þegar hann spurði þig hvort þú ætlaðir að fara í brúðkaupið. Já, já, það kom ekkert annað til greina. Mikið svakalega er ég þakklát að þú hafir tekið þátt í þeim degi með mér, þá 95 ára gömul og lagðir á þig þriggja tíma sjóferð, keyrslu og annað. Þú varst einfaldlega best og mikið svakalega eru allir 98 afkomendur þínir heppnir að þitt blóð renni í æðum þeirra alla tíð. Ég er svo stolt að hafa átt þig fyrir ömmu og mikið svakalega er erfitt að kveðja þig í síðasta skipti, elsku besta amma mín. Takk fyrir allt og ég mun alltaf elska þig. Guð geymi þig og hvíl í friði. Elena Einisdóttir. Í dag kveð ég elsku ömmu í „Vestmó“, eins og við systkinin kölluðum hana alltaf, með söknuði og hlýju í huga. Ég var lítil stelpa þegar ég fór í heimsókn til hennar að sumarlagi til Vestmannaeyja og það fannst mér vera ævintýri. Hún fór með mig í göngu upp að fjalli til að gefa kindunum brauð og ég man að hún talaði alltaf svo hlýlega til ánna en hún var mikill dýravinur og var þó sérstaklega hrifin af kisum. Ég man þegar hún var að veiða flugur í eldhús- glugganum til þess eins að gefa þeim frelsi út um gluggann, því það mátti ekki fara illa með dýr. Ég man að ég fékk að fara með henni á Selfoss þegar hún heim- sótti vinkonu sína þar og á Vatns- leysuströnd til að heilsa upp á Boggu systur sína, það voru æv- intýri fyrir litla feimna stelpu eins og ég var. Ég man að amma átti alltaf hlý orð og huggun handa öllum. Þeg- ar ég hringdi í hana og hún svar- aði hljómaði röddin hennar svo mjúklega og ég sagði: „Ó amma, þú ert eins og ung stelpa í rödd- inni.“ Við gátum talað saman heil- lengi um allt sem á daga okkar hafði drifið og eins þjóðmálin. Amma kom oft til okkar í Keflavíkina og þá var farið að heilsa upp á ættingja og vini. Þá var venja hjá okkur að spjalla saman um heimsmálin sem og það sem stóð okkur næst, langt fram á kvöld. Amma var óspör á að baka pönnukökur þegar gesti bar að garði en einnig þegar hún kom til okkar í heimsókn. Amma var lágvaxin falleg kona og þegar byrjaði að gjósa í Vest- mannaeyjum 1973 varð mér að orði við móðurömmu mína: „En hvað með ömmu, hún er svo lítil.“ Ég hafði á tilfinningunni þegar ég sá mannmergðina í bátunum að hún elsku amma myndi bara týn- ast í öllu þessu mannhafi. Það var yndislegt þegar hún bjó hér í Keflavík í gosinu og eitthvað eftir það og var ég ólöt við að vera hjá henni. Það er mér mikill heiður að hafa átt svona góða og duglega ömmu. Í dag kveð ég þig, elsku amma mín, og um leið og ég sakna þín þá fagna ég lífi þínu og öllum þeim góðu minningum sem ég á um þig. Elsku amma, hafðu þökk fyrir allt og allt. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Ég votta öllum aðstandendum samúð mín og bið góðan Guð að gæta ykkar. Hrönn Guðmundsdóttir. Hvernig er hægt að þakka, það sem verður aldrei nægjanlega þakkað. Hvers vegna að kveðja, þann sem aldrei fer. Við grátum af sorg og söknuði en í rauninni ertu alltaf hér. Höndin sem leiddi mig í æsku mun gæta mín áfram minn veg. Ég veit þó að víddin sé önnur er nærveran nálægt mér. Og sólin hún lýsir lífið eins og sólin sem lýsti frá þér. Þegar að stjörnurnar blika á himnum finn ég bænirnar, sem þú baðst fyrir mér. Þegar morgunbirtan kyssir daginn, finn ég kossana líka frá þér. Þegar æskan spyr mig ráða, man ég orðin sem þú sagðir mér. Vegna alls þessa þerra ég tárin því í hjarta mínu finn ég það, að Guð hann þig amma mín geymir á alheimsins besta stað. Ótti minn er því enginn er ég geng áfram lífsins leið. Því með nestið sem amma mín gaf mér, veit ég að gatan hún verður greið. Og þegar sú stundin hún líður að verki mínu er lokið hér. Þá veit ég að amma mín bíður og með Guði tekur við mér. (Sigga Dúa2, 1963) Elsku amma mín, þú lifir áfram í hjarta mínu. Þín Thelma Rós. Elsku langamma Jana okkar. Við erum svo heppin að hafa átt bestu langömmu í heimi, þú varst alltaf svo góð við okkur og ekkert betra en að vera í þínum hlýja faðmi. Við gleymum ekki yndislegu samverustundunum á Hásteins- veginum og síðar á elliheimilinu þar sem þú varst alltaf svo glöð að sjá okkur. Núna verður skrýtið að koma til Eyja, ekki hægt að fara í heim- sókn til þín, því þú ert farin og ert orðin engill á himnum sem fylgist með okkur alla daga. Við söknum þín mjög mikið og munum hugsa til þín alla daga. Guð geymi þig, elsku langamma, og takk fyrir allt. Aðalsteinn Einir, Sigurrós Ásta og Einir Ingi. Kristjana Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.