Morgunblaðið - 20.04.2016, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.04.2016, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2016 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa og postulínsmálun II kl. 9, útskurður II og postuínsmálun III kl. 13. Söngstund við píanóið með Helgu Gunnarsdóttur, tónmenntakennara kl. 13.45. Ótrúlega gefandi stund og enn komast fleiri að. Árskógar 4 Opin smíðar/útskurður kl. 9-16. Stóladans með Þóreyju kl. 10-10:40. Opið hús spilað vist og bridge kl. 13-16. Handverkssýning félagsstarfsins Árskógum 4, verður haldin sumardaginn fyrsta 21. apríl og 22. apríl kl. 13-17. Skemmtiatriði, eitt og annað verður til sölu. Kaffihlaðborð frá kl.13. Verð kr. 1.500.- Aðeins er tekið við peningum, posi ekki á staðnum. Boðinn Miðvikudagur: Handavinna kl 9 og 13 og vatnsleikfimi kl 9. Bólstaðarhlíð 43 Boccia kl. 10:40, spiladagur kl. 12:45-16:10, glerlist og handavinna með leiðbeinanda frá kl. 13:00. Bústaðakirkja Félagsstarfið á sínum stað kl 13:00. Við fáum góðan gest í heimsókn. Björn Þorvaldsson tannlæknir kemur og sýnir okkur myndir frá mannlífinu í Reykjavík og segir okkur sögur. Kaffið á sínum stað. Hlökkum til að sjá ykkur. Dalbraut 18-20 Verslunarferð kl.14.40. Dalbraut 27 Handavinnustofa kl. 8, pílukast kl. 10, botsía kl. 14. Furugerði Handavinnustofa án leiðbeinanda opin kl. 08:00-16:00, morgunmatur kl. 08:10-09:10, boccia kl. 10:30, hádegismatur kl. 11:30- 12:30, samverustund kl. 14:00, kaffi kl. 14:30-15:30 og kvöldmatur kl. 18:00-19:00. Nánari upplýsingar í síma 411-2740. Garðabæ Stólaleikfimi fyrir konur og karla í Sjálandi kl.9.10, kvenna- leikfimi í Sjálandi kl.10 og í Ásgarði kl.11 bútasaumur og bridge í Jónshúsi kl.13, gler/leir í kirkjuhvoli kl.16. Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8:30-16. Útskurður m/ leið- beinanda kl. 9-12. Sundleikfimi á vegum Breiðholtslaugar kl. 9:50. Söngur, dans og leikfimi m/ Sigga Guðm. á skjánum. kl. 10-12. Pappa- módel m/ leiðb.kl. 13-16. Félagsvist m/ vinningum kl. 13. Gjábakki Miðvikudagur: Söngur og harmonikka kl 15. Grensáskirkja Samverustund eldri borgara í Grensáskirkju kl. 14- 15:30. Allir hjartanlega velkomnir. Guðríðarkirkja Félagsstarf eldri borgara miðvikudaginn 20 apríl kl: 13:10 Helgistund í kirkjunni. Leikfimi. Þórey Dögg Jónsdóttir framkvæmdastjóri Eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastdæmana kemur til okkar. Kaffi og meðlæti að hætti Lovísu á 500 krónur. Hlökkum til að sjá ykkur! sr.Kristín og Lovísa. Gullsmári Myndlist kl. 9, ganga kl. 10, póstulínsmálun kl. 12.30, kvennabridge kl. 13, línudans kl. 16.30, línudans byrjendur kl. 17.30. Hraunbær 105 Kaffiklúbburinn, allir velkomnir í kaffi kl. 9. Opin handavinna, leiðbeinandi kl. 9 – 14. Morgunleikfimi kl. 9.45. Hádegismatur kl. 11.30. Hvassaleiti 56 - 58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8 - 16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi. Léttar erobic- æfingar kl. 9, morgunleikfimi kl. 9.45, matur kl. 11.30, baðþjónusta fyrir hádegi. Handavinnuhópur kl. 13, kaffi kl. 14.30. Síðasti syningar- dagur Sigrúnar Jónsdóttur á vatnslitamyndum er í dag. Óskum not- endum gleðilegs sumars. Hæðagarður 31 Við hringborðið kl.8.50. Silfursmíði kl 9-12 í Réttó. Leikfimi á Rúv. kl.9.45. Ganga kl. 10. Línudans fyrir byrjendur með Ingu kl. 10.15-11.15. Upplestrarhópur Soffíu kl. 9.45-11.45. Hádegis- verður kl. 11.30. Hláturjóga kl. 13.30-14.30.Tálgun í ferskan við með Valdóri Bóassyni. kl. 15-17. Síðdegiskaffi kl.14.30. Allir velkomnir óháð aldri nánar í síma 411-2790 Íþróttafélagið Glóð Í Gullsmára 13 línudans kl.16.30 framh, stig 1 ( 1 x í viku), kl.17.30 byrjendur ( 1 x í viku). Uppl. í síma 698 5857 og á www.glod.is Korpúlfar Glerlistanámskeið kl. 9:00, gönguhópar kl. 10 frá Borgum, söngstund með Jóhanni kveðjum veturinn og fögnum sumrinu með hópsöng Korpúlfa og sumargleði Korpúlfa um kvöldið í Borgum. Húsið opnar kl. 18 og borðhaldið hefst kl. 19 matur, skemmtiatriði og dans. Lönguhlíð 3 13:00 Opin handverksstofa 13:30 Landið skoðað með nútímatækni 14:30 Kaffiveitingar. Verið velkomin! Neskirkja Krossgötur kl. 13.30. Áslaug Gunnarsdóttir píanóleikar lei- kur verk eftir franska tónskáldið Cécile Chaminade sem fæddist í París 1857. Hún var mjög þekkt á sínum tíma sem konsertpíanisti, tónskáld og stjórnandi. Áslaug leikur 5 verk eftir hana sem eru samin á ýmsum tímum æviskeiðs hennar en hún lést 1944. Kaffiveitingar. Norðurbrún 1 9:45 Morgunleikfimi, 9-12 Útskurður, 10:15 upplestur úr dagblöðum, 10-12 viðtalstími hjúkrunarfræðings, 11 bókmennta- hópur, 14-16 félagsvist, 14 ganga með starfsmanni, 14:40 Bónus- bíllinn Seltjarnarnes Gler Valhúsaskóla kl. 9.00 og 13.00. Listasmiðja Skólabraut kl. 9.00. Botsía Gróttusal kl. 10.00. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12.00. Handavinna Skólabraut kl. 13.00.Timburmenn Valhúsaskóla kl. 13.00. Vatnsleikfimi í sundlaug- inni kl. 18.30. Sléttuvegur 11-13 Opið frá kl. 8:30-16:00, kaffi á könnunni kl.8:30- 10:30, framhaldssaga kl.10:00, hádegismatur kl.11:30-12:30, handa- vinna kl. 13:00-16:00, síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30. Allir velkomnir. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Göngu-hrólfar ganga frá Ásgarði Stangarhyl 4, kl. 10.00 - Söngvaka kl. 14.00 stjórnendur: Sigurður Jónsson píanóleikari og Karl S Karlsson - Söngfélag FEB kóræfing kl. 16.30, stjórnandi Gylfi Gunnarsson Vesturgata 7 Fótaaðgerð kl. 9. Spænska ( framhald) kl. 10–12, Elba Altuna. Verslunarferð í Bónus Holtagörðum kl. 12.10-14. Vitatorg Bókband og handavinna kl.9, ferð í Bónus rúta við Skúla- götu kl. 12.20, framhaldssagan kl. 12.30, myndlist kl. 13.30, dansað með Vitatorgsbandinu kl. 14.00. Allir velkomnir. Raðauglýsingar 569 1100 Kjósarhreppur auglýsir: Breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017 Breyting á landnotkun í landi Möðruvalla samkv. 31.gr.skipulagslaga nr. 123/2010. Landnotkun mun breytast á tveimur svæðum. Annars vegar mun 0,5 ha. sem skilgreint er sem frístundasvæði breytast í athafnasvæði merkt A2 á sveitarfélagsuppdrætti og hinsvegar munu 0,4 ha. landbúnaðarsvæði verða skilgreint sem athafnasvæði merkt A3. Skipulagsbreytingin er í tengslum við lagningu hitaveitu í sveitarfélaginu. Lýsing á breytingartillögu var auglýst og kynnt íbúum og hagsmunaaðilum samkv. 1.mgr. 30 gr. skipulagslaga nr.123/2010 í febrúar 2016. Aðalskipulagsbreytingin var samþykkt og í sveitarstjórn Kjósarhrepps 3. mars 2016. Deiliskipulagstillögu í landi Möðruvalla - Lóð fyrir athafnasvæði. Deiliskipulagstillagan er auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu sem samþykkt var í hreppsnefnd Kjósarhrepps 3. mars 2016. Skipulagssvæðið er í heild 14,3 ha. að stærð og er stærstur hluti þess austan við Meðalfellsveg (461) og vestan við Laxá í Kjós. Hluti svæðisins sem er vestan við Meðalfellsveg er ca. 1,5 ha. og afmarkast af frístundabyggðinni Brekkur (F15C) móti norðri, vestri og suðri en Meðalfellsvegi í austri. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir einni lóð með tveimur byggingareitum (A2 og A3) fyrir athafnastarfsemi í landi Möðruvalla. Starfsemin tengist tveim borholum með heitt vatn. Á athafnasvæði A2 er gert ráð fyrir borholuhúsi, gasskilju í sívölum stáltank og allt að 100 m2 dælu- og aðstöðuhúsi. Á athafnasvæði A3 verður einungis gert ráð fyrir borholuhúsi. Aðkoma er frá Meðalfellsvegi Deiliskipulagstillagan var samþykkt í sveitarstjórn Kjósarhrepps 7. apríl 2016. Aðalskipulagsbreytingin og deiliskipulagstillagan verða til sýnis frá og með 20. apríl 2016 til og með 3. júní 2016 á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu sveitarfélagsins að Ásgarði í Kjósarhreppi Á heimasíðu sveitarfélagsins, www.kjos.is Aðalskipulagsbreytingin liggur einnig fammi hjá Skipulagsstofnun samkv. 31.gr.skipulagslaga nr.123/2010 Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við skipulagstillögunar. Athugasemdir skulu hafa borist eigi síðar en 3. júní 2016 Skila skal athugasemdum á skrifstofu sveitarfélagsins að Ásgarði, 276 Mosfellsbær eða á netfangið jon@kjos.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir við skipulagstillögunar fyrir tilskilinn frest teljast samþykkja þær. Kjósarhreppur 18. apríl 2016 Jón Eiríkur Guðmundsson Skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps Lyngási 12 | Pósthólf 183 | 700 Egilsstaðir | Sími 4700 700 | Fax 4700 701 | egilsstadir@egilsstadir.is Á fundi bæjarstjórnar 06.04.2016 var samþykkt skipulagslýsing, sem tilgreind er hér fyrir neðan. Skipulags- og byggingarfulltrúi Fljótsdalshéraðs auglýsir hér með opið hús þar sem íbúar geta kynnt sér skipulagslýsingu skv. ákv. gr. 4.2 og 5.2 í skipulagsreglugerð. Skipulagslýsing dagsett 13. apríl 2016 vegna breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs og gerð deiliskipulags. Í skipulagslýsingunni felst m.a. að fyrirhugað er að koma upp gistiaðstöðu fyrir ferðafólk á Ásgeirsstöðum þannig að breyta þarf landnotkun á 1,15 ha. svæði úr því að vera landbúnaðarsvæði í það að verða verslun og þjónusta. Fyrir liggja drög að deiliskipulagi fyrir svæðið. Lýsingin verður til sýnis á bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs, að Lyngási 12, Egilsstöðum mánudaginn 25. apríl 2016 frá kl. 8:00 til kl. 16:00. Lýsingin verður einnig á heimasíðu sveitarfélagsins „egilsstadir.is“ Íbúum er með þessu gefinn kostur á að koma á framfæri ábendingum við lýsinguna. Ábendingar, ef einhverjar eru, óskast sendar umhverfis- og skipulagsfulltrúa, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir, eigi síðar en föstudaginn 6. maí 2016, merkt “Skipulagslýsing.” Ttillaga að aðalskipulagsbreytingunni og tillaga að deiliskipulaginu verður svo til sýnis á bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs, að Lyngási 12, Egilsstöðum þriðjudaginn 17. maí 2016 frá kl. 8:00 til kl. 16:00 og á heimasíðu sveitarfélagsins „egilsstadir.is“. Ábendingar vegna skipulagstillögunnar, ef einhverjar eru óskast sendar umhverfis- og skipulagsfulltrúa, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir, eigi síðar en föstudaginn 27. maí 2016, merkt “Skipulagstillögur.” Umhverfis- og skipulagsfulltrúi Fljótsdalshéraðs. Skipulagslýsing Ásgeirsstaðir Fljótsdalshéraði. Tilboð/útboð Útboð nr. 20311 Klæðingarefni og hálkuvarnarsandur N-Vestursvæði Ríkiskaup, fyrir hönd Vegagerðarinnar, óska eftir tilboðum í 2.950 m3 af möluðu efni til notkunar í hálkuvarnir og slitlag vega. Afhendingartími er á tímabilinu 1. júní - 25. ágúst 2016. Opnun tilboða er 11. maí 2016 kl 14:00 hjá Ríkiskaupum. Sjá nánari upplýsingar í útboðsgögnum á vef www.rikiskaup.is. Sjá þessa og aðrar útboðstilkynningar á utbodsvefur.is Þjónustuauglýsingar Fáðu Tilboð hjá söluráðgjafa í síma 569 1390 eða á augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.