Morgunblaðið - 20.04.2016, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2016
✝ Sveinrós fædd-ist að Skóg-
tjörn á Álftanesi 14.
júní 1942. Hún and-
aðist á heimili sínu,
Hörpuvík á Álfta-
nesi, 6. apríl 2016.
Foreldrar henn-
ar voru Margrét
Sveinsdóttir, fé-
lagsráðgjafi hjá
Reykjavíkurborg, f.
25. apríl 1918, d. 6.
apríl 2001, og Sveinbjörn Klem-
enzson, vélsmiður og vélstjóri
að Sólbarði, Álftanesi, f. 1. októ-
ber 1913, d. 14. september 1978.
Systkini Sveinrósar eru: 1)
Auðunn Klemenz læknir, f. 12.
apríl 1941, d. 17. apríl 2005. 2)
Sveinbjörn Hrafn rafvirkja-
meistari, f. 23. febrúar 1951. 3)
Kristján rafvirkjameistari, f. 19.
júní 1958.
Fóstursystir er Jóhanna
Rósamunda Sveinsdóttir leik-
skólakennari, f. 24. júní 1946.
Sveinrós giftist 9. september
1967 Hauki Heiðari Ingólfssyni,
lækni og píanóleikara, f. 5.
ágúst 1942. Foreldrar hans voru
Ingólfur Valdemar Árnason
nóvember 1983. Börn þeirra eru
Birna, f. 17. apríl 2006, og
Hrafn, f. 3. júlí 2012.
Sveinrós ólst upp í foreldra-
húsum að Sólbarði á Álftanesi.
Hún gekk í Bjarnastaðaskóla og
lauk þaðan barnaprófi. Síðan
stundaði hún nám við Flens-
borgarskóla í Hafnarfirði í tvö
ár og lauk svo gagnfræðaprófi
frá Héraðsskólanum að Eiðum
1958. Hún starfaði eftir það við
skrifstofustörf í nokkur ár en
hóf nám við Hjúkrunarskóla Ís-
lands 1963 og lauk þaðan prófi í
mars 1966.
Eftir útskrift vann Sveinrós
fyrst sem hjúkrunarfræðingur
við Barnaspítala Hringsins, síð-
ar við lyfjadeild Borgarspít-
alans í Fossvogi árið 1973. Hún
vann við sjúkrahúsið í Troll-
hättan í Svíþjóð 1976. Hún var
skólahjúkrunarfræðingur við
Álftanesskóla í 15 ár, á árunum
1992-2007.
Sveinrós hafði alla tíð mikinn
áhuga á andlegum málefnum og
heilsueflingu, lagði stund á guð-
speki og starfaði innan Guð-
spekisamtakanna í Reykjavík –
Nýju Avalon miðstöðvarinnar til
fjölda ára. Hún lærði höfuð-
beina- og spjaldhryggjarjöfnun
og andlega heilun og starfaði
við það í allmörg ár.
Útför Sveinrósar fer fram frá
Bessastaðakirkju í dag, 20. apríl
2016, klukkan 13.
verslunarmaður, f.
12. nóvember 1889,
d. 13. nóvember
1971, og Halldóra
Geirfinnsdóttir,
húsfreyja á Akur-
eyri, f. 30. mars
1907, d. 24. mars
1987.
Börn Sveinrósar
og Hauks eru: 1)
Halldór tónlistar-
maður, f. 13. febr-
úar 1968, kvæntur Ragnheiði
Bjarnadóttur píanókennara, f.
17. júlí 1975. Börn þeirra eru:
María Elísabet, f. 16. nóvember
2005, Lilja Rut, f. 7. september
2007, Júlía Heiðrós, f. 13. júlí
2009, og Silja Ásbjörg, f. 1. októ-
ber 2014. 2) Margrét húsmóðir,
f. 15. júní 1970, gift Stefni
Skúlasyni rafmagnsverkfræð-
ingi, f. 2. september 1968. Börn
þeirra eru Sara Rós, f. 13. febr-
úar 2005, og Daníel, f. 19. júní
2011. 3) Inga Dóra, starfsmaður
á leikskóla, f. 23. júní 1977. 4)
Haukur Heiðar, læknir og
tónlistarmaður, f. 27. júlí 1982,
kvæntur Guðnýju Kjartansdótt-
ur framkvæmdastjóra, f. 21.
Elsku tengdamamma mín,
Didda, er fallin frá.
Núna er hún á spennandi
ferðalagi í leit að nýju lífi til að
læra meira.
Það eru rúmlega tuttugu ár
síðan ég kynntist Diddu og því
margs að minnast.
Tengdamamma var ber-
dreymin og sagði hún t.d. eftir
að hafa séð mig í fyrsta sinn:
„Þetta er hann,“ og átti hún þá
við að ég væri sá sem hún hafði
séð í draumi sem tilvonandi
sálufélaga Möggu.
Didda var trúuð en fór ekki
troðnar slóðir í trúmálum frek-
ar en í svo mörgu í sínu lífi.
Ófáar samræður snérust um
trúmál eða heilsutengd mál. Við
höfðum bæði áhuga á öllu er
tengist heilsu. Hún hafði líka
mikla trú á mátt sólarinnar og
leið yfirleitt best á sumrin í sól-
baði úti á palli. Hún sagði sjálf
að hún hefði átt að fæðast á
suðrænni slóðum.
Tengdamamma hafði gaman
af því að hafa hreint og fínt í
kringum sig. Það var t.d. varla
nokkurt pláss á borðstofuborð-
inu fyrir veitingar þegar hún
var búin að raða alls konar
skrauti á borðið. Þetta átti sér-
staklega við á jólum og páskum
enda var hún mikið jóla- og
páskabarn.
Didda hafði gaman af því að
ferðast. Stór þáttur af ferðalög-
unum var að fara í búðir að
skoða og kaupa föt eða fallega
muni.
Eftir að barnabörnin komu
til sögunnar voru búðar-
ferðirnar enn skemmtilegri
enda hafði hún afar gaman af
því að gefa gjafir og þiggja
gjafir frá öðrum. Börnin mín
eiga margar fallegar gjafir sem
hún og tengdapabbi gáfu þeim.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
kynnst tengdamömmu og sakna
hennar. Aldrei varð okkur
sundurorða.
Eilíf er minning góðrar
tengdamóður.
Stefnir.
Ég minnist af þakklæti og
virðingu tengdamóður minnar,
Sveinrósar Sveinbjarnardóttur.
Ég minnist glæsilegrar, glað-
lyndrar og góðrar konu. Hún
var opin og hreinskilin, hafði
góða nærveru og það var alltaf
gott og auðvelt að tala við hana.
Hún naut þess að fylgjast með
barnabörnunum vaxa og þrosk-
ast og takast á við lífið og hin
ýmsu áhugamál.
„Við munum segja henni frá
henni,“ sagði næstyngsta dóttir
okkar Halldórs, þegar elsta
systirin talaði um hvað það
væri skrýtið að Silja litla myndi
ekki muna eftir ömmu Diddu,
en þær hinar myndu muna svo
vel.
Mér finnst þetta samtal
systranna segja mikið um það
hvað þeim þótti vænt um ömmu
Diddu, að þær hafi það hlut-
verk að segja litlu systur frá
henni í framtíðinni. Þannig
passi þær upp á að hún eigi líka
minningar um ömmu Diddu.
Ég er óendanlega þakklát
fyrir allar minningarnar og
myndirnar sem við eigum og
við munum öll ylja okkur við
þær í framtíðinni.
Elsku Didda.
Við höfum kvatt þig en sárt þín
söknum,
sorg og tómleiki leitar á hug.
Með hækkandi sól í voninni vöknum,
því vorið þig skráði í eilífðarflug.
Þú ferðast nú óheft um sólríka sali,
sumarið eilífa brosir þér við.
Við sjáum þig ganga um dásemd-
ardali
og dreymir þig alltaf, okkur við hlið.
Ragnheiður Bjarnadóttir.
Sólarmegin í Hamraborginni
heilsaði hún mér brosandi og
kasólétt með dætur sínar sér
við hlið. Í fermingarveislu
frumburðarins kynnist ég
Árnakotsfólkinu fyrst. Tilvon-
andi mágkona mín hlakkaði til
að flytja aftur á æskuslóðirnar.
Það er bjart yfir öllum minn-
ingum mínum um Diddu. Sól-
bað undir suðurveggnum á Sól-
barði, laufabrauðsgerð,
höfðingleg jólaboð í Hörpuvík
og á Hlein. Fjölskylduböndin
styrktust við nábýlið og farsælt
samstarf í Álftanesskóla. Sam-
veran við endurbætur á Sól-
barði kallaði fram æskuminn-
ingar þeirra systkinanna.
Veturlangt unnum við öll sem
iðnarmenn á kvöldin og um
helgar. Didda gekk vasklega til
verka ásamt Hauki og bræðrum
sínum, hljómfögur söngröddin
hennar Möggu bergmálaði
veggjanna á milli við vinnu í
tómu húsinu. Það læra börnin
sem fyrir þeim er haft. Tónlist-
in er aðal fjölskyldunnar, óminn
af ljúfum píanóleik ber iðulega
út um stofugluggann á Hörpu-
vík.
Ófárra stunda hef ég notið
með þeim hjónum á tónleikum í
Hallgrímskirkju þar sem Hall-
dór hefur átt þátt í flutningi
fjölda fagurra verka og ekki
lætur Haukur Heiðar yngri sitt
eftir liggja á tónlistarsviðinu.
Ógleymanleg er stundin í jóla-
boði stórfjölskyldunnar þar sem
Hörpuvíkursystkinin stigu öll
fram og sungu með gleði og
glæsibrag íslenskan texta við
lag Everts Taube. Það er sama
hvar gripið er niður, vandaðri
og traustari manneskja en
Sveinrós Sveinbjarnardóttir er
vandfundin. Það er fjölskyldu
minni ómetanlegt að hafa æv-
inlega mátt treysta á réttsýni,
hlýju og stuðning þeirra hjóna,
jafnt í skini sem skúrum und-
anfarna áratugi á Álftanesi.
Segja má að barnabörn
Diddu og Hauks hafi komið í
einni í sælubunu. Léttfættar
tátur og trítlar galsast nú um
sunnan við hús á sumrin meðan
fullorðna fólkið sólar sig og
spjallar saman í blíðunni og
fuglasöng við Skógtjörnina. Það
er erfitt að hugsa sér þau hjón-
in öðruvísi en saman, svo óað-
skiljanleg sem þau eru í mínum
huga.
Eftir að ljóst varð hvað
óvænt veikindin þýddu, tók
Didda sína ákvörðun af miklu
hugrekki og æðruleysi. Frá
þeim tíma hefur fjölskyldan öll
lagt sig fram um að hjálpast að,
þau hafa styrkt hvert annað og
notið samvistanna af fremsta
megni. Haukur helgaði Diddu
krafta sína óskipta í veikind-
unum. Það var henni mjög mik-
ils virði. Allt fram til hinstu
stundar vöktu samhent syst-
kinin ásamt föður sínum yfir
velferð ástríkrar eiginkonu og
móður. Inga Dóra hefur sýnt
mikinn styrk í erfiðum aðstæð-
um síðustu mánaði. Sólargeisl-
inn sem gægðist inn um
gluggann þegar móðir hennar
kvaddi þennan heim hitti hana í
hjartastað.
Hún Didda lagði rækt við
ljósið í lífinu og trúði á tilvist
sælli veraldar. Hún sagðist ekki
kvíða neinu þó að hana langaði
auðvitað ekki til að fara frá
fólkinu sínu. Englamyndir
barnabarnanna bera fagurt
vitni um það veganesti sem hún
lagði þeim til. Bjartar minn-
ingar um greinda, glæsilega og
góða konu munu lifa með öllum
þeim sem þekktu hana. Um leið
og ég votta Hauki, börnum,
tengdabörnum og barnabörnun-
um einlæga samúð mína, kveð
ég Diddu með virðingu og
hjartans þökk fyrir góða sam-
leið gegnum lífið.
Kristín Sigrún
Sigurleifsdóttir.
Los Angeles í mars árið
2004. Þorrablótið er byrjað en
Íslendingarnir sem eiga að
skemmta þar eru rammvilltir á
leið sinni frá gististaðnum til
skemmtistaðarins. Eru með
kort í höndum sem bendir til
þess að staðurinn heiti Yahoo,
en í ljós kemur að það er aðeins
heitið á útgefanda kortsins.
Tíminn spólast upp, kvöldið er
að klárast og ferðin alla leið frá
Íslandi ónýt nema það gerist
kraftaverk, svo sem eins og að
ekið sé fram á leigubíl. Mikið
skrafað og skeggrætt hjá okkur
Hauki Heiðari, en allan tímann
situr hún Didda hans í aftur-
sætinu, grúfir sig niður og
mælir ekki orð frá vörum. En
einmitt þegar við erum að falla
á tíma, ökum við fram á leigu-
bíl, já og það frekar tvo en
einn.
Við náum símasambandi við
gest á þorrablótinu, Haukur fer
yfir í annan leigubílinn og við
hin eltum. Málinu bjargað fyrir
horn. Þegar rykið sest spyr ég
Diddu af hverju hún hafi verið
svona þögul og niðursokkin all-
an tímann. „Ég var að virkja
mátt bænarinnar og hugans og
biðjast allan tímann fyrir í
hljóði, heitt og innilega,“ svarar
hún.
„Ég bað: Góði Guð. Sendu
okkur leigubíl. Og það hreif,
hann sendi okkur meira að
segja tvo.“ Minningarnar um
um hálfrar aldar vináttu og ótal
ferðir með Hauki og Diddu,
bæði erlendis og innanlands,
hrannast upp þegar leiðir skilj-
ast nú og hún heldur á vit al-
heimsandans og er sárt saknað.
Einnig óteljandi kvöldstundir
við æfingar og ljúft spjall um
lífið og tilveruna. Hún trúði á
mátt trúar, bænar, ástar og já-
kvæðrar hugsunar og hún og
Haukur helguðu sig líknar-
starfi. Það er mikils virði að
eiga slíkt fólk að vinum. Hún
hét Sveinrós, og rósin er tákn-
ræn fyrir hin óræðu svið and-
ans, þar sem mikið getur kvikn-
að af litlu, samanber lok lagsins
The Rose, sem hljóma svona í
íslenskri þýðingu:
Undir snjó og ísi’ um vetur
yli fjær og skortir ljós
liggur sáðkorn sem vorsól vekur
með ást og elsku og verður rós.
Ómar Ragnarsson.
Kær vinkona er nú horfin af
sjónarsviðinu og söknuðurinn
er sár. Þó sýnt væri að hún
næði ekki heilsu á ný, var vonin
þó alltaf til staðar um að
kraftaverk gerðist.
Leiðir okkar Sveinrósar lágu
saman fyrir 30 árum við inn-
göngu í félag sem þá var ný-
stofnað. Sveinrós var einn af
stofnendunum. Mér er minnis-
stætt hve starsýnt mér varð á
þessa glæsilegu og vel klæddu
konu sem kom mér einhvern
veginn svo kunnuglega fyrir
sjónir.
Og þegar við tókum tal sam-
an spurðum við hvor aðra hvar
við hefðum hist áður; okkur
fannst að við hlytum að hafa
sést áður.
Ekki fundum við það út, en
það var eins og við hefðum allt-
af þekkst. Við Sveinrós urðum
líka fljótt nánar vinkonur og
störfuðum mikið saman og ferð-
uðumst oft saman á vegum fé-
lagsins okkar, bæði innan lands
og utan; t.d. fórum við mörg
sumur í sumarskóla í Dan-
mörku og einnig í lengri ferðir,
svo sem alla leið til Ástralíu, í
tvígang, og til vesturstrandar
Bandaríkjanna. Í öllum þessum
ferðum vorum við Sveinrós her-
bergisfélagar, og fyndið var, að
margir héldu að við værum
systur og oft var ruglast á okk-
ur og nöfnum okkar.
Hún var líka mín andlega
systir, því við vorum eins og
sagt er á sömu bylgjulengd;
höfðum líkar skoðanir og við-
horf til lífsins. Margar góðar
minningar streyma nú fram frá
þessum samverustundum okk-
ar, þar sem var sungið, dansað
og hlegið af hjartans lyst, en
einnig notið fræðslu í andans
málum og því hvernig hver og
einn getur bætt sjálfan sig og
heiminn.
Sveinrós var mjög gæfusöm í
einkalífi sínu; hún var mikil
fjölskyldukona, enda átti hún
stóra og samhenta fjölskyldu.
Sveinrós var hjúkrunarfræðing-
ur og vann sem slíkur, en áhugi
hennar náði lengra, því hún
hafði mikinn áhuga á óhefð-
bundnum lækningum og heilun.
Má segja að áhugi hennar hafi
alla tíð beinst að því að líkna
öðrum og láta gott af sér leiða.
Sveinrós var félagslynd að
eðlisfari, glaðlynd og bjartsýn;
hún unni öllu fögru og hafði
yndi af því að fegra í kringum
sig og bar heimili hennar þess
líka fagurt vitni. Sveinrós hafði
ríka réttlætiskennd en einnig
góða kímnigáfu og sá oft
spaugilegu hliðarnar á tilver-
unni. Hún var ung í anda, sem
og útliti, og hún hafði ánægju
af að taka á móti fólki og veita
af rausn. Í því naut hún síns
elskulega lífsförunautar, Hauks
Heiðars, sem bar hana á hönd-
um sér alla tíð, ekki síst í erf-
iðum veikindum hennar.
Ég á enn erfitt með að átta
mig á að þessi yndislega vin-
kona mín sé horfin héðan úr
þessu lífi, en hugga mig við að
við hittumst aftur handan móð-
unnar miklu, því ég trúi því, og
það gerðum við báðar, að líf sé
að loknu þessu jarðlífi.
Því að hvað er það að deyja annað
en að standa nakinn í blænum og
hverfa inn í sólskinið?
Og hvað er að hætta að draga and-
ann annað en að frelsa hann frá frið-
lausum öldum lífsins,
svo að hann geti risið upp í mætti
sínum og ófjötraður leitað á fund
guðs síns?
(Kahlil Gibran – Spámaðurinn)
Ég vil þakka Sveinrós af öllu
hjarta fyrir vináttuna og minn-
ist ljúfra samverustunda öll
þessi ár.
Ég votta Hauki, börnum
þeirra og fjölskyldunni allri
mína dýpstu samúð.
Svala Sóleyg.
Það hefur verið höggvið
skarð í hópinn okkar sem ól-
umst upp á Álftanesinu okkar
fagra um miðja síðustu öld. Nú
þegar vorið hélt innreið sína
með lygnum þey og fuglasöng
var góð vinkona kölluð á braut
og við sitjum eftir með söknuð í
hjarta. Sveinrós, Didda vinkona
eins og ég og mínir nefndum
hana ætíð, kvaddi alltof
snemma.
Minningar um sólskinsbjarta
daga í leikjum á nesinu, skóla-
göngu í Bjarnastaðskóla til 12
ára aldurs og samstöðu eldra
fólksins um að glæða árstíð-
irnar þeim ljóma sem best
mátti vera í svo fámennu og af-
skekktu byggðarlagi sem nesið
var á þeim tíma. Samgöngur
voru strjálar, aðeins mjólkur-
bíllinn fór á milli nessins og
Reykjavíkur þannig að við fór-
um flest í heimavistarskóla á
veturna en komum heim á
sumrin og nutum samverunnar
þar.
Mæður okkar, nöfnurnar,
höfðu háleit markmið varðandi
framtíð okkar, þær sendu okk-
ur ungar til Brighton á Eng-
landi í málanám. Við fórum
þrjár saman, ásamt okkur fór
Unnur Ragnars, frænka mín.
Siglingin til Englands með
Gullfossi gamla var erfið, skip-
inu seinkaði um tæpan sólar-
hring vegna veðurs og við vor-
um þakklátar að komast á
leiðarenda. Þar áttum við ynd-
islega sex mánuði, nutum dval-
arinnar og komum þroskaðar
og sigldar heim, eins og þá var
sagt.
Á þeim árum tíðkaðist að
ungt fólk færi að vinna fyrir sér
þannig að við vinkonurnar
leigðum okkur húsnæði í
Reykjavík og hófum báðar
skrifstofustörf, tókum lífinu
mátulega alvarlega, sóttum
dansleiki um helgar og stund-
uðum menninguna eins og tím-
inn leyfði. Báðar höfðum við
unun af tónlist, sóttum tónleika
í Englandi sem aldrei gleymast.
Síðar á lífsleiðinni eignuðumst
við báðar maka sem báðir hafa
lifað og hrærst í tónlist. Svo
kom að því að alvaran tók við,
vinkonur mínar settust á skóla-
bekk og luku hjúkrunarskóla-
námi.
Ég átti þess ekki kost vegna
lélegrar heilsu að feta sömu leið
og þær, en vinaböndin héldu.
Didda vinkona eignaðist sinn
elskulega förunaut, Hauk Heið-
ar lækni, sem hún fylgdi til út-
landa til frekara náms. Hún var
farsæl í sínu einkalífi. Eftir
heimkomu tókum við upp þráð-
inn sem hefur verið óslitinn síð-
an.
Haukur Heiðar var heimilis-
læknir minnar fjölskyldu í hart-
nær hálfa öld og betri lækni
væri vart hægt að hugsa sér,
við eigum honum mikið að
þakka. Þau hjónin studdu okk-
ur með ráðum og dáð í oft erf-
iðum veikindum. Við fluttum í
heimahagana aftur og höfum
notið nærverunnar eins oft og
verkast vildi, mörg og löng sím-
töl og notalegar samverustund-
ir. Hún sótti sér þroska á and-
lega sviðinu og eignaðist stóran
hóp af vinum í þeim félagsskap.
Það var mjög gefandi að hlusta
á upplifun hennar í gegnum þá
lífsgöngu. Aldrei féll styggð-
aryrði milli okkar, einlæg vin-
átta ríkti ætíð. Það er sólskin
og heiðríkja yfir minningunni
um góða vinkonu og við þökk-
um samfylgdina. Hauki Heiðari,
börnum, tengdabörnum og
barnabörnum vottum við okkar
dýpstu samúð.
Elín Jóhannsdóttir,
Jón B. Höskuldsson.
Við sem útskrifuðumst frá
Hjúkrunarskóla Íslands í mars
árið 1966 kveðjum í dag holl-
systur okkar, Sveinrós Svein-
bjarnardóttur, Diddu. Við frá-
fall hennar er höggvið stórt
skarð í vinahópinn. Við erum
fjórtán sem höfum haldið hóp-
inn öll þessi ár og komið saman
mánaðarlega til skiptis á heim-
ilum okkar. Didda er sú fyrsta
sem fellur frá úr þessum hópi
eftir erfiða baráttu við illvígan
sjúkdóm.
Þegar við hófum nám við
skólann tókum við strax eftir
Diddu, þessari fallegu, fíngerðu
stúlku, sem hafði svo einstak-
lega ljúfa framkomu og góða
nærveru.
Á námsárunum bjuggum við
saman á heimavist Hjúkrunar-
skólans og tengdumst þar
sterkum vináttuböndum sem
ekki hafa rofnað síðan. Í starfs-
náminu dreifðumst við á
sjúkrahús landsins. Sumar okk-
ar, þar á meðal Didda störfuðu
á sjúkrahúsinu á Akureyri. Þar
kynntist hún verðandi eigin-
manni sínum, Hauki Heiðari
Ingólfssyni, lækni og tónlistar-
manni, og eignaðist með honum
fjögur börn.
Didda var fædd og uppalin á
Álftanesi, þar átti hún sínar
rætur og þar bjó hún sér og
fjölskyldu sinni fallegt heimili.
Vorin voru oftast sá tími sem
Sveinrós
Sveinbjarnardóttir
HINSTA KVEÐJA
Látin er nú ljúflingsrós
lengi býr í minni.
Vinum gafstu von og ljós
vertu sæl að sinni.
Ég votta eiginmanni og
fjölskyldu Sveinrósar mína
dýpstu samúð.
Nanna Jónsdóttir.