Morgunblaðið - 10.05.2016, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.05.2016, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 0. M A Í 2 0 1 6 Stofnað 1913  108. tölublað  104. árgangur  DRÖGUM ÚT 51.000 VINNINGA Á ÁRINU! AÐ VERÐMÆTI 30 MILLJÓNIR HVER! HLAKKAR TIL AÐ KOMA BOÐSKAPN- UM TIL SKILA Á MÓTOR- HJÓLUM UM BANDARÍKIN ÍSLENSK LÖG INN- BLÁSIN AF NÁTT- ÚRUNNI Á PLÖTU SAFNA FÉ 12 HÁDEGISTÓNLEIKAR 31UNDANKEPPNI EUROVISION 30 Tölvuteikning/ARKþing Smiðjustígur Hér má sjá hvernig vestur- hlið lúxushótelsins í Reykjavík verður.  Áformað er að opna lúxushótelið Canopy Reykjavík – city center um miðjan júní. Hótelið verður á svo- nefndum Hljómalindarreit, sem snýr að fjórum götum í miðborg Reykjavíkur. Á hótelinu verður m.a. veitingastaður og verður það- an opið út á torg á miðjum reitnum. Alls 112 herbergi verða á hótelinu. Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hot- els, segir um 130 manns vinna að framkvæmdinni á þessu stigi. Unn- ið sé á hverjum degi. »16 112 herbergja lúxus- hótel opnað fljótlega Heilsugæslan » Fyrirhugaðar eru þrjár nýjar heilsugæslustöðvar á höfuð- borgarsvæðinu. » Kristján Þór telur að þær ættu að geta mætt aukinni eftirspurn eftir þjónustu heilsugæslunnar. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Álag mun aukast umtalsvert á heilsugæslustöðvarnar og þangað mun koma stór hópur fólks sem að öðrum kosti ætti ekki erindi þangað, verði frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra um breytingar á lögum til sjúkratrygg- inga að lögum. Þetta er mat Svan- hvítar Jakobsdóttur, forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Kristján Þór segir að með frum- varpinu sé einfaldlega verið að framfylgja lögum um heilbrigðis- þjónustu og hlutverk heilsugæsl- unnar. Í einni grein frumvarpsins segir að sérfræðilæknum verði heimilt að innheimta hærra gjald fyrir þjón- ustu sína ef sjúklingur sé án tilvís- unar frá heilsugæslustöð eða heim- ilislækni. Reyndar hefur ráðuneytið nú lagt til þá breytingu að heimilt verði að ákveða að gjaldið verði lægra ef þjónustan er sótt með til- vísun. Hver sem niðurstaðan verð- ur, þá verður dýrara fyrir fólk að leita beint til sérfræðilækna án til- vísunar heimilislæknis eða heilsu- gæslustöðvar og því má gera ráð fyrir að flestir leiti eftir tilvísun. „Við höfum áhyggjur af því að við núverandi aðstæður ráðum við ekki við að bæta þessu við,“ segir Svan- hvít. Kristján Þór segir að sam- kvæmt lögum um heilbrigðisþjón- ustu eigi heilsugæslan að vera fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðis- kerfinu. „Eftir því er ég að vinna,“ segir hann. Búist við auknu álagi  Tilkoma tilvísana mun fjölga komum á heilsugæslustöðvar  Einfaldlega verið að framfylgja lögum, segir ráðherra MÓttast álag... »6 Slæm umgengni við bátaskýlin við Lónsbraut var tekin til umfjöllunar hjá skipulags- og byggingar- ráði Hafnarfjarðar í byrjun mánaðarins. Kom þar fram að yrði ekkert gert myndi bærinn fara inn á svæðið, en brot gegn friðlýsingu getur varðað sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. „Okkur blöskraði þessi umgengni. Þetta er friðlýstur fólk- vangur,“ segir Ólafur I. Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs. »14 Blöskrar umgengni við bátaskýlin við Lónsbraut Morgunblaðið/Ófeigur Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hótar aðgerðum  Fríhöfnin í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar á Keflavíkurflugvelli hætti Express-pöntunarþjónustu í komu- verslun sinni þann 1. maí sl. Þjón- ustan verður áfram í boði í brott- fararverslun. Breytingin var gerð vegna fyrir- hugaðrar breytingar á lögum, en Alþingi fjallar nú um frumvarp þess efnis. »18 Pöntunarþjónustu í komuverslun hætt  Straumur erlendra ríkisborgara til landsins heldur áfram. Þannig fluttu ríflega 1.100 fleiri erlendir ríkisborgarar til landsins á fyrsta ársfjórðungi en fluttu þá frá landinu. Með þessum fjölda hafa frá ársbyrjun 2012 rúmlega 7.600 fleiri erlendir ríkisborgarar flutt frá landinu en til þess. Á sama tímabili eru brottfluttir íslenskir ríkisborg- arar umfram aðflutta tæplega 2.200. Fyrir vikið fer hlutfall er- lendra ríkisborgara hækkandi. »10 Morgunblaðið/Styrmir Kári Reykjavík Ísland virðist hafa töluvert aðdráttarafl sem staður atvinnutækifæra. Innflytjendur streyma til Íslands  Ólafur Ragnar Grímsson til- kynnti í gær- morgun að hann myndi ekki bjóða sig fram til endurkjörs. Ólaf- ur segist yfirgefa embættið glaður í huga og hjarta, en hann hyggst snúa sér að verk- efnum sem snúa m.a. að umhverfis- vernd og norðurslóðamálum. Aðspurður segist Ólafur reikna með að verja töluverðum tíma er- lendis, bæði vegna fyrrnefndra verkefna og búsetu Dorritar Moussaieff eiginkonu sinnar þar, en þess á milli muni hann dveljast í húsi þeirra hjóna í Mosfellsbæ. »4 Ólafur Ragnar geng- ur sáttur frá borði Ólafur Ragnar Forseti í 20 ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.