Morgunblaðið - 10.05.2016, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.05.2016, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2016 Þvottadagar fyrir heimilin í lan dinu 25% ÞVOTTAVÉLAR - ÞURRKARAR - UPPÞVOTTAVÉLAR LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800UMBOÐSMENN UM ALLT LAND Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Ég er mjög vel stemmd, hlakka mikið til að fara upp á svið og flytja þetta listaverk og koma boðskapn- um til margra í einu – þetta eru al- gjör forréttindi,“ segir Greta Sal- óme Stefánsdóttir, flytjandi íslenska framlagsins til Eurovision- söngvakeppninnar sem fram fer í Stokkhólmi þessa vikuna. Hún stíg- ur á svið í kvöld með lagið „Hear them calling“ í fyrri undankeppninni þar sem aðeins 10 lög komast áfram í aðalkeppnina sem fram fer laugar- dagskvöldið 14. maí. Miðað við nú- verandi spár verður Ísland 5. eða 6. landið inn úr sínum riðli. Greta segir viðbrögðin við laginu og atriðinu hafa verið mjög góð en aðrir keppendur hafa haft orð á því við hana að samspilið milli dansins og vídeóverksins sé öðruvísi. Sam- keppnin er þó afar hörð þetta árið og fyrri undankeppnin talin erfiðari en sú seinni, sem fram fer á fimmtu- dagskvöld. „En ég vil ekki líta á þetta sem samkeppni, við erum öll hérna til þess að koma fram og von- andi gleðja áheyrendur og þar skipt- ir samkeppnin engu máli.“ Lán í óláni Æfingarnar ganga mjög vel en eins og áður hefur komið fram var fyrsta æfingin Gretu erfið. „Það var þó lán í óláni að við þurftum að breyta um sviðsetningu því við erum í skýjum með það hvernig önnur æf- ingin gekk,“ segir hún létt í bragði. Þá fannst henni ekki erfitt að flytja atriðið á stóra sviðinu í Eric- son Globe-höllinni í fyrsta sinn þar sem lítið hafi breyst frá því hún flutti lagið á Íslandi. „Mínar hreyf- ingar hafa ekkert breyst en það sem hefur verið erfitt er að stemma allt hitt sem ég er að gera, til dæmis staðsetninguna á skjánum hjá þeim og gólfgrafíkina – en mín rútína breytist aldrei,“ bætir hún við. Búin að ná markmiðinu Það sem skiptir Gretu mestu máli er að boðskapur lagsins „Hear them calling“ komist til skila til þeirra er á hlýða, þ.e. að hlusta ekki á nei- kvæðu raddirnar sem eru allt um- lykjandi, sérstaklega á samfélags- miðlum. Einblína frekar á það jákvæða. Aðspurð segir hún boðskapinn hafa skilað sér miklu betur en hún hafi þorað að vona. „Það hefur verið magnað að hitta fólk alls staðar að sem kemur til mín og deilir með mér sinni persónulegri reynslu af bæði jákvæðum og neikvæðum röddum,“ segir hún en sænsk samtök Speak up! sem vinna gegn einelti og nei- kvæðni þar í landi hafa gert hana að opinberum stuðningsaðila þeirra. „Þar fyrir utan fæ ég endalaust af skilaboðum á hverjum degi á facebo- ok þar sem fólk talar um þennan boðskap og mikilvægi hans. Þannig að mér finnst við hafa náð því mark- miði að gera það sem við ætluðum okkur.“ „Þetta eru algjör forréttindi“  Greta Salóme syngur í fyrri undankeppni Eurovision í kvöld Ljósmynd/Thomas Hanses/EBU Hátíðarstemning Greta Salóme mun flytja lagið „Hear them calling“ fyrir hönd Íslands í fyrri undankeppni Eurovision í kvöld. „Ég vil segja, njótið kvölds- ins, verum jákvæð, ekki síst í garð annarra keppenda og sýnum hvert öðru virðingu. Þetta er hátíð okkar allra!“ segir hún að lokum við alla landsmenn. AFP Stóra sviðið Eurovision-keppnin fer að þessu sinni fram í Ericson Globe- höllinni í Stokkhólmi. Greta er vel stemmd fyrir kvöldið og hlakkar til. Í fyrri undankeppninni taka átján Evrópulönd þátt og freista þess að njóta hylli Evrópubúa og hljóta brautargengi inn í aðalkeppnina sem fram fer næstkomandi laug- ardagskvöld, 14. maí. Aðeins tíu lönd komast áfram og hafa veðbankar þegar hafist handa við að setja fram spár um keppn- ina. Eftir að æfingar hófust hjá keppendunum hafa þessar spár þó breyst snarlega, enda tvennt ólíkt að flytja lag í hljóðveri eða í beinni fyrir framan milljónir manna. Fyrst á svið í kvöld er Finnland og því næst koma Grikkland, Mol- davía, Ungverjaland, Króatía, Hol- land, Armenía, San Marino, Rúss- land, Tjékkland, Kýpur, Austurríki, Eistland, Azerbaijan, Montenegro, Ísland, Bosnía Hersegovína og síð- ast en ekki síst, Malta. Íslenski hópurinn, með Gretu Salóme í fararbroddi, er með sex- tánda lag á svið í kvöld. Timberlake treður upp Þeir sem sækja keppnina, bæði áhorfendur og keppendur, munu þó geta skemmt sér konunglega á lokakvöldi keppninnar á laugardag óháð gengi sínu í undankeppn- unum því söngvarinn Justin Tim- berlake, mun troða upp af sinni al- kunnu snilli. Þetta kemur fram á heimasíðu Söngvakeppninnar þar sem segir að hann muni flytja sitt nýjasta lag „Can’t stop the feeling!“ sem er úr smiðju sænskra lagahöf- unda. Keppnin verður einnig send út í fyrsta skipti í Bandaríkjunum þetta árið. 18 taka þátt en 10 fara áfram LOKAKVÖLDIÐ EFTIRSÓTTA Í AUGSÝN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.