Morgunblaðið - 10.05.2016, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.05.2016, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2016 Mest seldu ofnar á Norðurlöndum Selhella 13 | 221 Hafnarfjörður | Sími 564 1400 | kerfi@kerfi.is | kerfi.is Fagleg & persónuleg þjónusta Dæmi: COSMETAL AVANT Nýjasta brúsavatnsvélin 4.600,- án VSK Þjónusta- & leigugjald á mán. Drykkjarlausnir fyrir þitt fyrirtæki Hagkvæmara en þú heldur! Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Auður djúpúðga flýgur nú frjáls eins og fuglinn. Hin djúpvitra kona sem nam Dalina og sat í Hvammi er kom- in í sviðsljósið, þar sem ein af fimm vélum Flugfélags Íslands er nefnd eftir henni. Sem kunnugt er endur- nýjar FÍ nú flota sinn og hefur þegar fengið tvær af þremur vélum af gerð- inni Bombardier Q-400. Þegar á fé- lagið tvær Q-200 vélar af sömu gerð. Allar flugvélarnar fimm munu bera nöfn kvenskörunga á fyrstu öldum Ís- landsbyggðar. Í úrslitum nafna- samkeppni, þar sem um 6.000 tillögur bárust, var fyrst afhjúpað nafnið Auður djúpúðga, en svo heitir ein af Q-400 vélunum. Hinar vélarnar eru Arndís auðga, Hallgerður langbrók, Þórunn hyrna og Þuríður sundafyllir. Flug er landnám „Flug milli áfangastaða er landnám á sinn hátt. Því þótti mér við hæfi að valkyrjurnar sem fyrstar byggðu Ís- land fengju verðugan sess með því að nýjar vélar Flugfélags Íslands bæru nöfn þeirra. Auðarnafnið kom fyrst upp í hugann enda áberandi í móð- urætt minni sem er af Vatnsleysu- ströndinni,“ segir Ólafía Þ. Stef- ánsdóttir kennari á Seyðisfirði, höfundur vinningstillögunnar. „Þótt ég sé enginn sérfræðingur í fornum ritum Íslendinga eru kven- hetjur þeirra mér hugleiknar. Þetta voru fyrstu rauðsokkurnar og það er við hæfi að halda nafni þeirra á lofti,“ segir Ólafía, sem skilaði inn nöfnum Auðar, Hallgerðar langbrókar í Fljótshlíð og Þuríðar sundafyllis sem byggði Bolungarvík. Á síðari stigum bætti Flugfélagsfólk inn Arndísi auðgu úr Hrútafirði og Þórunni hyrnu, sem fyrst kvenna nam Eyja- fjörð. „Ég lagði mig eftir því að koma með nöfn kvenna úr öllum landsfjórð- ungum en fann þó enga héðan að austan sem mér fannst nógu mikill kvenskörungur. Svo var það svolítið sláandi þegar vinningstillaga mín hafði verið tilkynnt og ég var komin austur að ungur drengur í fjölskyld- unni spurði undrandi hvers vegna engin flugvélin væri nefnd eftir karli. Af þessu að dæma virðist nokkuð enn í land í jafnréttisbaráttu,“ segir Ólafía og kímir. Tek út fyrir að fljúga Innanlandsflugið er landsbyggð- inni og fólki þar mikilvægt. „Flugið er lífæðin og maður þarf stundum að fljúga milli landshluta. Það er hins vegar afleitt hvað ég tek eiginlega út fyrir að fljúga vegna flughræðslu. Þyrfti eiginlega að fara á námskeið og komast yfir þetta,“ segir Ólafía sem að launum fyrir vinningstillöguna fékk ferð fyrir tvo til Ilulissat á Grænlandi, sem er nýr áfangastaður Flugfélags Íslands. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nafngjöf Hin orðhaga Ólafía Stefánsdóttir á Seyðisfirði og Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. Valkyrjur fara á flug  Hetjur eru mér hugleiknar, segir Ólafía Stefánsdóttir á Seyðisfirði  Fann nöfn á vélarnar í flota Flugfélags Íslands Flugvél Auður djúpúðga á Reykjavíkurflugvelli, tilbúin til næstu ferðar. Fimm konur » Dalakonan Auður djúpúðga þótti vera afbragð annarra og útsjónarsöm. » Arndís auðga var skörungur sem efnaðist og átti jarðir. » Hallgerður var síðhærð og leggjalöng. Lét engan kúga sig. » Þórunn Hyrna átti sjal sem var hyrna yfir höfði hennar. » Þuríður sundafyllir var víð- kunn völva og fyllti firði af síld með seið sínum. Þónokkur áhugi er á jörðinni Felli í Austur-Skaftafellssýslu, sem nær að hluta yfir Jökulsárlón, að sögn Ólafs Björnssonar, hæstaréttarlögmanns og fasteignasala hjá Lögmönnum á Suðurlandi. Sýslumaðurinn á Suður- landi fól honum að selja jörðina sem verið hefur í opnu uppboðsferli. „Þetta gengur ágætlega,“ segir Ólafur. Hann sé búinn að vera í sam- bandi við sameigendur jarðarinnar og eigi von á tilboði frá einum þeirra á næstu dögum. Ekki er hins vegar búið að auglýsa jörðina formlega, þar sem frágangi gagna er ekki lok- ið. „Ég er búinn að auglýsa aðeins á Facebook,“ segir Ólafur og bætir við að margir viti einnig af sölu jarðar- innar vegna fjölmiðlaumfjöllunar. „Við erum að láta þýða auglýsingu á ensku og þýsku til þess að geta haft auglýsinguna sýnilega á Evr- ópska efnahagssvæðinu eins og ósk- að var eftir. Við stefnum svo á að koma henni inn á vefinn.“ Fjárfestar og ferðaþjónustu- fyrirtæki áhugasöm Hann segir fjármálafyrirtæki með áhugasama fjárfesta hafa óskað eftir nákvæmum upplýsingum um jörð- ina. „Svo hafa aðrir fasteignasalar haft samband við mig og eru þá með kaupendur.“ Þessar athuganir séu hins vegar allar á frumstigi og hann viti ekki alltaf hvaða fjárfestar séu þar að baki. Þó megi telja líklegt að fyrirtæki sem séu í ferðaþjónustu eins og t.d. flugfélög og rútufyrir- tæki, sýni jörðinni áhuga. „Við vitum að þessi helstu ferðaþjónustufyrir- tæki á Íslandi munu sjálfsagt skoða þessi mál og þeir fjárfestar sem eru á bak við slíka aðila.“ Þinglýstur leigusamningur til næstu átta ára er á jörðinni, sem og annar notkunarsamningur sem tek- ist er á um gildi á og er það mál á leiðinni fyrir Hæstarétt. „Þannig að það eru ákveðnar kvaðir á jörðinni sem er auk þess að hluta til þjóð- lenda. Landamerki eru hins vegar ljós, þetta er þinglýst eign og til upp- dráttur af henni, þannig að það er al- veg ljóst hvaða hluti er þjóðlenda og hvað er eignarland.“ annaei@mbl.is Von á tilboði í jörðina Fell  Ekki er búið að auglýsa jörðina formlega en margir vita um söluna Morgunblaðið/Ómar Náttúruperla Jökulsárlón. Jörðin Háls, sem lónið tilheyrir, er til sölu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.