Morgunblaðið - 10.05.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.05.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2016 Áburðardreifarar Grasið verður grænnameð góðri og jafnri áburðargjöf ÞÓR FH Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 - 18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Það er ekki á hverjum degi semformaður flokks lýsir honum með þeim orðum að hann sé eins og „sjúklingur án lífsmarks,“ en það var sú lýsing sem Árni Páll Árnason valdi Samfylking- unni í viðtali í gær.    Hann segir að„Samfylkingin þurfi á því að halda að ákveða hvað hún ætlar að vera og hvernig hún ætlar að gera hlutina“, og óhætt er að segja að hann sé að lýsa flokki sem er annaðhvort í upplausn eða dauða- teygjunum, nema hvort tveggja sé.    Árni Páll skýrir það að hann hættivið að bjóða sig aftur fram til formanns, viku eftir að hann til- kynnti hið gagnstæða, með því að erfitt væri að leiða stjórnmálaflokk með veikt umboð. Hann hafi óttast að sitja eftir með umboð sem væri ekk- ert skýrara en nú og sundraðan flokk.    Það er ekkert gefið að Samfylk-ingin lifi svona hremmingar af,“ segir Árni Páll, og bætir því við að staðan sé mjög erfið. Vandinn sé harkaleg orðræða og skotgrafahern- aður, auk mislukkaðs uppgjörs við hrunið. Þá hafi landsdómsmálið haft skaðleg áhrif.    Jóhanna Sigurðardóttir fær sinnskammt af skömminni, ef til vill stærsta skammtinn, en Árni Páll finnur að því að Samfylkingin hafi verið gerð að hreinum vinstriflokki í stað þess að reyna að teygja sig til miðjunnar.    Ef marka má orð Árna Páls er fátteftir fyrir flokksmenn annað en að kasta rekunum og kveðja. Árni Páll Árnason Samfylkingin sjúk- lingur án lífsmarks STAKSTEINAR Jóhanna Sigurðardóttir Veður víða um heim 9.5., kl. 18.00 Reykjavík 8 léttskýjað Bolungarvík 2 rigning Akureyri 11 heiðskírt Nuuk 7 skýjað Þórshöfn 5 alskýjað Ósló 10 skýjað Kaupmannahöfn 11 heiðskírt Stokkhólmur 10 heiðskírt Helsinki 7 heiðskírt Lúxemborg 15 skúrir Brussel 16 heiðskírt Dublin 7 skúrir Glasgow 8 skýjað London 12 léttskýjað París 12 léttskýjað Amsterdam 17 heiðskírt Hamborg 12 heiðskírt Berlín 12 skýjað Vín 12 skýjað Moskva 7 heiðskírt Algarve 16 léttskýjað Madríd 10 skúrir Barcelona 16 léttskýjað Mallorca 17 heiðskírt Róm 17 heiðskírt Aþena 17 léttskýjað Winnipeg -5 léttskýjað Montreal 3 skúrir New York 16 alskýjað Chicago 9 alskýjað Orlando 27 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 10. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:27 22:22 ÍSAFJÖRÐUR 4:11 22:49 SIGLUFJÖRÐUR 3:53 22:32 DJÚPIVOGUR 3:51 21:57 Tíunda eikarskipið í flota Norður- siglingar á Húsavík er væntanlegt til heimahafnar í hádeginu í dag. Norð- ursigling festi nýlega kaup á skipinu og ber það nafnið Sæborg ÞH. Skip- ið var smíðað af Skipasmíðastöð Gulla og Trausta á Akureyri árið 1977 fyrir Karl Aðalsteinsson út- gerðarmann á Húsavík og syni hans, Aðalstein Pétur og Óskar Eydal. Alls var skipið í eigu sömu fjöl- skyldu á Húsavík í 24 ár. Sæborg ÞH var seld til Keflavíkur 1992 en hefur undanfarin ár verið gerð út í ferðaþjónustu frá Reykjavík undir nafninu Áróra RE. Nú snýr skipið aftur til Húsavíkur sem hvalaskoðunarskip undir sínu gamla nafni. Sæborgin byrjar reglu- lega hvalaskoðun frá Húsavík 1. júní og getur borið allt að 70 farþega. Sæborgin verður til sýnis við flot- bryggju Norðursiglingar milli 12 og 13 í dag . Tíunda eikarskip Norðursiglingar  Í hvalaskoðun undir gamla nafninu Ljósmynd/Norðursigling Á heimleið Sæborg leggur af stað frá Reykjavík til heimahafnar á Húsavík. „Ég hvet alla til þess að kaupa SÁÁ Álfinn. Hann er ógeðslega sætur með bleikan hanakamb,“ sagði Greta Salóme, fulltrúa Íslands í forkeppni Euro- vision í kvöld, en hún tók hlé frá æfingum í Stokk- hólmi til að kaupa fyrsta Álfinn af SÁÁ. Árleg Álfa- sala samtakanna hófst í gær og lýkur með loka- keppninni á laug- ardag. Álfasalan er víðtækasta fjár- öflunarverkefni hvers árs á vegum SÁÁ. Álfurinn er boðinn til sölu um land allt og sölufólk fær úthlutað ákveðnu athafnasvæði. Álfasala á vegum SÁÁ hefur farið fram árlega frá 1990. Tekjur af álfa- sölunni hafa til dæmis kostað upp- byggingu unglingadeildar við sjúkrahúsið Vog og starfsemi fjöl- skyldumeðferðar og einnig hafa tekjur af Álfinum gert SÁÁ kleift að þróa úrræði fyrir börn alkóhólista, unga fíkla og fjölskyldur. Greta hvet- ur fólk til álfakaupa  Álfasala SÁÁ í startholunum Álfur Greta Salome með álf SÁÁ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.