Morgunblaðið - 10.05.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.05.2016, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2016 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is AUDI A6 2.0 TDI S-LINE nýskr. 08/2014, ekinn 16 Þ.km, dísel, sjálfskiptur. Mjög vel búinn glæsivagn. Verð 7.490.000. Raðnr.254356 CHRYSLERCROSSFIRE nýskr. 11/2005, ekinn 63 Þ.km, bensín, sjálfskiptur, leður. Tilboðsverð 1.690.000. Raðnr.255052 BMW520D XDRIVE F10 nýskr. 01/2015, ekinn 25 Þ.km, diesel, sjálfskiptur, leðurlúxussæti, glæsilega búinn bíll. Verð 8.990.000. Raðnr.254961 JEEP GRAND CHEROKEE SRT8 nýskr. 12/2007, ekinn 80 Þ.km, 426 hö, sjálfskiptur, ný dekk o.fl. Í toppstandi! Verð 3.990.000. Raðnr.286902 M.BENZE300BLUETECHYBRID nýskr. 07/2013, ekinn 83 Þ.km, dísel/rafmagn, sjálfskiptur, leður, glertoppur o.fl. Verð 6.590.000. Raðnr.254489 VOLVO S60 D3 04/2013, ekinn 59 Þ.km, dísel, sjálfskiptur. Verð 4.290.000. Raðnr.254859 Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Ólafur Bernódusson Skagaströnd Húsfyllir var á frumsýningu leik- listavals Höfðaskóla á Mamma Mia! föstudagskvöldið 29. apríl. Fögnuðu áhorfendur hinum ungu leikurum og leikstjóranum vel og lengi í lok- in. Leikstjóri sýningarinnar er leik- listarkennari krakkanna Ástrós El- ísdóttir. Hefur henni tekist vel upp í vinnu sinni með krökkunum og tek- ist að skapa trúverðugar og skemmtilegar persónur með þeim 21 leikara sem fram koma í sýning- unni. Auk þeirra héldu tveir sýning- arstjórar utan um sýninguna. Krakkarnir sem eru úr 8., 9. og 10. bekk léku, sungu og dönsuðu í sýn- ingunni eins og þau hefðu aldrei gert annað, smíðuðu leikmyndina, sáu um búninga og allt annað sem þarf til að koma svona sýningu á fjalirnar. Þessi uppfærsla er örlítið stytt og breytt út- gáfa af söngleikunum Mamma Mia! sem nú er sýndur við fádæma vin- sældir í Borgarleikhúsinu. Góðfúslegt leyfi Borgarleikhússins fékkst fyrir að nota þessa útgáfu söngleiksins sem er í nýrri þýðingu Þórarins Eldjárns. Morgunblaðið/Ólafur Mamma Mia Margar hópsenur eru í verkinu og eru þær vel leystar af leik- stjóranum Ástrósu Elísdóttur. Leikritið var sýnt þrisvar á Skagaströnd. Mamma Mia! á Skagaströnd ingar eru um að búið sé í ein- hverjum húsanna. Ekki mönnum bjóðandi „Bæjarbúar eru þarna, ferða- menn, kylfingar og aðrir sem sjá þessa umgengni og þetta er ein- faldlega ekki mönnum bjóðandi,“ segir Ólafur og segir að vel komi til greina að fara með lögregluna á svæðið. Það sé í skoðun. „Ein- hverjir eigendur hafa nú þegar brugðist við og þeir hafa ákveðinn frest en ef tiltektin er ekki viðun- andi þá verður farið á svæðið með lögreglunni.“ Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðiseftirliti Kópavogs og Hafnarfjarðar er vitað um málið og mun eftirlitið koma að málinu verði óskað eftir því. Hneyksluð á ömurlegri umgengni  Eigendur bátaskýlanna við Lónsbraut í Hafnarfirði safna rusli og setja skólp út í friðað lón  Skóla- og leikskólabörn leika sér í ruslahaug  Hóta eigendum lögregluafskiptum Morgunblaðið/Ófeigur Sjónmengun Ruslsöfnun sumra eigenda við bátaskýlin er mikil. Bærinn hefur gefið eigendunum frest til að gera hreint á svæðinu. Vinsælt Svæðið er vinsælt til útivistar og er aðgengi að því gott. Hafa skólar og leikskólar nýtt sér það. Bílar Brot gegn friðlýsingu fólkvangsins getur varðað sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. BAKSVIÐ Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Skipulags- og byggingarráð [lýs- ir] hneykslan sinni á ömurlegri umgengni eigenda bátaskýla við Hvaleyrarlón sem er friðlýstur fólkvangur og er hrópandi lítils- virðing við umhverfið og sam- félagið í Hafnarfirði.“ Þetta segir í bókun skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar í síðustu viku. Ráðið beindi því jafn- framt til umhverfis- og skipulags- þjónustu að skoða hvort ástæða væri til að kæra málið til lögreglu en brot gegn friðlýsingu getur varðað sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Þá samþykkti ráðið drög byggingarfulltrúa að bréfi og styður aðgerðir hans til að sómi sé að umhverfinu við lónið. Blöskraði umgengnin Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðsins, segir að sumir eigendurnir hafi tekið vel í harðorða yfirlýsingu bæjarins og ætli að gera hreint fyrir sínum dyrum, í bókstaflegri merkingu. „Okkur blöskraði þessi um- gengni. Þetta er friðlýstur fólk- vangur. Skólpinu er hleypt beint út og ég er nú búinn að vera í þessu lengi og búinn að skrifa margar greinar um ruslmál í bæn- um en þetta var of mikið,“ segir Ólafur. Hvaleyrarlón og fjörur Hvaleyr- arhöfða í Hafnarfirði hafa verið friðlýst síðan 2009. Svæðið er um 40 hektarar og er dýralíf auðugt, sérstaklega fuglalíf. Oft má sjá á svæðinu sjaldséða gesti eins og t.d. gráhegra. Þá hefur svæðið lengi verið vinsælt til útivistar og er aðgengi að svæðinu mjög gott. Hafa skólar og leikskólar í ná- grenninu nýtt sér það þrátt fyrir sjónmengun frá ryðguðum bílum, steypuúrgangi, gömlum kerrum og jafnvel ónýtum dekkjum. Vísbend-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.