Morgunblaðið - 10.05.2016, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2016
✝ Jón GunnarTómasson
fæddist í Reykjavík
7. desember 1931.
Hann lést á
hjartadeild Land-
spítalans 23. apríl
2016.
Foreldrar hans
voru Tómas Jóns-
son borgarritari, f.
19. júlí 1900, d. 24.
september 1964, og
Sigríður Thoroddsen húsfreyja,
f. 7. júní 1903, d. 11. júlí 1996.
Jón var ásamt tvíburasystur
sinni Maríu Kristínu elstur í
fimm systkina hópi en María
Kristín lést 25. júlí 2015. Eftirlif-
andi systkini þeirra eru: a) Sig-
urður Tómasson, f. 29. október
1935, b) Kristín Tómasdóttir, 8.
september 1940, og c) Herdís
Tómasdóttir, f. 26. maí 1945.
Jón ólst upp í Vesturbæ
Reykjavíkur og útskrifaðist frá
MR 1951 og úr Lagadeild HÍ
1957. Jón lauk meistaranámi frá
Columbia háskólanum í New
York 1958. Jón hóf starfsferil
sinn sem fulltrúi á málflutnings-
skrifstofu og síðan sem fulltrúi
hjá borgardómaranum í Reykja-
vík til 1960. Þá varð hann sveit-
arstjóri Seltjarnarneshrepps.
Árið 1963 var hann skipaður í
embætti lögreglustjórans í Bol-
ungarvík og samhliða var hann
sveitarstjóri í Hólshreppi. Árið
ingi, f. 4. mars 1933, en hún lést
28. maí 2014. Börn þeirra eru: 1)
Helga Matthildur, f. 14. desem-
ber 1960, hjúkrunarfræðingur.
Maður hennar er Rafn B. Rafns-
son, f. 9. apríl 1959, rekstr-
arhagfræðingur. Dóttir Helgu
og stjúpdóttir Rafns er Sig-
urlaug Helga, f. 28. nóvember
1989, héraðsdómslögmaður.
Sambýlismaður hennar er Heim-
ir Fannar Hallgrímsson f. 25.
mars 1981. Dóttir Helgu og
Rafns er Matthildur María, f. 4.
október 1997. Börn Rafns og
stjúpbörn Helgu eru Pétur
Benedikt, f. 14. maí 1982, og
Hjördís Perla, f. 15. febrúar
1986, sambýlismaður hennar er
Kári Árnason f. 13. október
1982. 2) Tómas, f. 9. apríl 1962,
hæstaréttarlögmaður. Eig-
inkona hans er Áslaug Briem, f.
3. júlí 1965, ferðamála- og við-
skiptafræðingur. Dætur þeirra
eru Hjördís Maríanna, f. 31. maí
1992, Sara Hildur, f. 8. maí 1996,
og Anna Rakel, f. 7. maí 2001. 3)
Sigríður María, f. 10. desember
1970, lögfræðingur. Eiginmaður
hennar er Björn Bjartmarz, f.
23. apríl 1962, rannsóknarlög-
reglumaður. Börn Sigríðar og
stjúpbörn Björns eru Jóhann
Gunnar, f. 8. október 1995, Tóm-
as Ingi, f. 16. desember 1999, og
Eva María, f. 17. ágúst 2004.
Barn Björns og stjúpdóttir Sig-
ríðar er Elsa Hrund, f. 29. júní
1993.
Áhugamál Jóns voru fjölmörg
og má þar nefna bridds, ferða-
lög, veiði, golf og skíði.
Útför Jóns verður gerð frá
Neskirkju í dag, 10. maí 2016, kl.
13.
1966 tók hann við
starfi skrifstofu-
stjóra borgar-
stjórnar Reykjavík-
ur, sem hann
gegndi til 1979 þeg-
ar hann tók við
embætti borgarlög-
manns. Jón var
borgarritari 1982
og Ríkislögmaður
frá 1994 til 1999.
Hann sat eitt skipti
sem varadómari í Hæstarétti, í
svonefndu Hafskipsmáli árið
1991, og um langt skeið sat hann
í Kjaradómi og síðar Kjara-
nefnd. Jón var formaður stjórn-
ar SPRON um 28 ára skeið eða
frá 1976 til 2004 og hann gegndi
ýmsum trúnaðarstörfum fyrir
ríkið, sveitarfélög, félagasamtök
og íþróttahreyfinguna. Hann
var um langt skeið formaður yf-
irkjörstjórnar Reykjavíkur og
formaður Sambands íslenskra
sveitarfélaga. Hann var um tíma
prófdómari í stjórnarskipunar-
rétti við Háskóla Íslands og eftir
hann liggja nokkrar fræðigrein-
ar á sviði lögfræðinnar og blaða-
greinar um þjóðfélagsmál. Jón
fékk riddarakross Hinnar ís-
lensku Fálkaorðu árið 1990 og
var handhafi gullmerkis KSÍ,
Golfklúbbs Reykjavíkur og Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga.
Jón giftist Sigurlaugu Erlu
Jóhannesdóttur hjúkrunarfræð-
Erfitt er að kveðja foreldri fyr-
ir fullt og allt en sagt er að minn-
ingin lifi. Vorið er tíminn syngur
skáldið, lífið fer á stjá eftir þungan
vetur en vorið er líka tíminn til að
kveðja, tími dauða og söknuðar.
Vorið 2014 var fallegt þegar ég
kvaddi móður mína, Sigurlaugu,
og nú vorið 2016 á sólríkum og fal-
legum dögum kveð ég föður minn.
Hans missir var mikill þegar hún
lést því foreldrar mínir voru það
gæfufólk að vera í góðu hjóna-
bandi. Þau voru ástfangin, þau
voru vinir og félagar og það er
gott eftir 54 ár í hjónabandi.
Áhugamálin lágu saman og pabbi
var rómantískur og glæddi hvers-
daginn í lit. Hann gladdi mömmu
með allskyns hugsunarsemi og
gjöfum og lagði oft mikla hugsun í
að finna réttu gjöfina. Sérstök
blóm við ólík tilefni en rauðar rós-
ir voru blómin þeirra. Ást þeirra
var stór og sterk og náði út yfir
gröf og dauða. Æskuheimili mitt
var fallegt og bernskuminning-
arnar ljúfar. Þau voru afskaplega
góð amma og afi, það var leikið og
sungið og keppnisskapið var ekki
langt undan hvort sem tekið var í
spil eða hlaupið í brennó og stór-
fiskaleik. Mamma hélt mikið upp
á skáld sem höfðu lifað erfiðleika,
Skáld-Rósa og Hallgrímur Pét-
ursson voru meðal þeirra. Pabbi
tók fullan þátt í hennar áhuga og
það var ósjaldan sem við hlustuð-
um á dætur mínar spila á píanóið
ástarlögin hennar Vatnsenda-
Rósu. Hann fór með henni á pásk-
um til að hlusta á upplestur Pass-
íusálmanna, ekki af því að hann
langaði, heldur fyrir hana. Mín
fjölskylda á góðar minningar með
foreldrum mínum á hinum ýmsu
golfvöllum, sérstaklega á Nesvell-
inum okkar góða, en þangað sækj-
um við okkur orku og gleði í nánd
við fugla og fjöru.
Kærleikurinn til lífsins var öllu
yfirsterkari hjá foreldrum mínum
þeirra síðustu daga. Þau langaði
að lifa lengur, gera meira og
kannski var það vegna þess að líf-
ið sem þau lifðu hafði verið gott og
skemmtilegt. Þau áttu meira eftir
ógert, andinn var sterkur en lík-
amleg geta horfin. Pabbi hélt and-
legri reisn sinni fram á hinsta dag.
Það vita þeir sem hann þekktu að
hann var vel gefinn, heiðarlegur,
rökviss og vandur að virðingu
sinni.
Mig langar að þakka starfsfólki
á hjartadeildinni 14-E fyrir frá-
bæra umönnun og starfsfólki
heimahjúkrunar fyrir einstaka
lipurð og umönnun. Systkinum
pabba þakka ég hlýju og stuðning.
Braga Guðmundssyni, húsverði á
Þorragötunni, fyrir ómetanlega
vináttu við foreldra mína. Æsku-
vini pabba, Jónasi Hallgrímssyni
lækni, þakka ég vináttu og hlýju.
Á kveðjustund er mér efst í
huga þakklæti til föður míns. Ég
þakka fyrir skjólið og öryggið sem
faðir minn veitti. Ég þakka fyrir
kærleikann til mín, Rafns og
dætra minna og stjúpbarna. Ég
þakka fyrir samfylgdina og ég er
þakklát fyrir hvíldina sem lúinn
líkami hans fær nú. Síðast en ekki
síst þakka ég foreldrum mínum
fyrir að fá að alast upp við hjóna-
band, þar sem kærleikurinn var
ofar öllu.
Það er við hæfi að lítil vísa fylgi,
vísa sem foreldrar mínir héldu
bæði uppá.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér
(Skáld-Rósa)
Helga Matthildur
Elsku hjartans pabbi minn.
Heiðarlegur, traustur, virðu-
legur og gáfaður herramaður, það
eru lýsingarorð sem lýsa þér svo
vel en umfram allt varstu elsku-
legur pabbi minn sem var svo gott
að leita til og njóta samvista við.
Það er fjársjóður í lífinu að eiga
góðar minningar og á stundum
sem þessum eru þær svo óendan-
lega dýrmætar og gott að ylja sér
við. Við áttum svo mikið af góðum
stundum saman, á skíðum, í sundi
og við leik, á Sporði og ferðalögum
innanlands og erlendis. Alla tíð
áttum við hreinskilið og hlýlegt
samband sem einkenndist af mik-
illi væntumþykju og virðingu. Þú
varst yndislegur afi barnanna
minna sem litu til þín með stolti og
virðingu en fundu um leið frá þér
svo mikla hlýju og væntumþykju.
Dugnaður einkenndi þig alla tíð
og bar ég alltaf mikla virðingu fyr-
ir þér og störfum þínum enda
varstu mikils metinn hvar sem þú
komst. Þú hafðir mikinn metnað í
störfum þínum og framkvæmdir
þau af mikilli alúð og vandvirkni
svo eftir var tekið. Samband ykk-
ar mömmu var einstakt og voruð
þið órjúfanleg heild. Það voru for-
réttindi að fá að alast upp við ást-
ríkt hjónaband ykkar og yndislegt
að horfa á ykkur jafn ástfangin
sem fyrr þegar aldurinn færðist
yfir. Sú ást og umhyggja sem þið
sýnduð hvort öðru er og hefur
alltaf verið fyrirmynd okkar
barnanna og dýrmætt veganesti.
Þú misstir mikið þegar mamma
lést fyrir tveimur árum og voru
síðustu árin þér erfið. Engu að
síður varstu ávallt duglegur og
fullur vilja til að standa þig sem
best eins og heilsan leyfði enda
staðráðinn í því að verða ekki
byrði á okkur systkinunum. Ég
upplifði að samband okkar yrði
enn nánara síðustu árin og er
þakklát fyrir þann stuðning sem
ég gat veitt þér. Nú hefur þú feng-
ið hvíld frá verkjum og veikindum
og við erum þess fullviss að
mamma hefur tekið vel á móti þér
og þið eruð saman ástfangin eins
og fyrr. Söknuðurinn er mikill en
einnig er ég full af þakklæti fyrir
að hafa átt þig sem pabba og allt
það góða sem þú kenndir mér og
stóðst fyrir. Ég kveð þig nú, elsku
pabbi minn, en minning um góðan
og heiðarlegan mann, traustan og
ljúfan pabba, fyrirmyndartengda-
pabba og yndislegan afa lifir í
hjörtum okkar allra. Blessuð sé
minning þín
Þín,
Sigríður María Jónsdóttir
(Sigga Maja).
Með virðingu og þakklæti kveð
ég tengdaföður minn, Jón Gunnar
Tómasson.
Það var fyrir tæpum 27 árum
að við hittumst í fyrsta sinn þegar
við Tómas fórum að draga okkur
saman. Allar götur síðan hafa
samskipti okkar einkennst af
gagnkvæmri virðingu og hlýju.
Tengdafaðir minn sinnti mörg-
um ábyrgðarstörfum og var mik-
ils metinn af fjölmörgum
samstarfsmönnum sem hann átti
samleið með á farsælli starfsævi.
Heiðarleiki og réttsýni voru hans
aðalsmerki og hann gerði miklar
kröfur til sjálfs sín sem og ann-
arra. Síðari ár, eftir að hann var
hættur störfum, fylgdist hann
ávallt grannt með þjóðfélagsum-
ræðunni og öllu því sem gerðist á
sviði lögfræðinnar. Hann setti sig
vel inn í málin, hafði ákveðnar
skoðanir á hlutunum og vildi
gjarnan ræða þau mál sem efst
voru á baugi hverju sinni í þjóð-
félaginu. Hann var rökfastur, bjó
yfir mikilli þekkingu og það var
auðvelt að vera honum sammála
því hann greindi málin á réttsýn-
an og raunsæjan hátt.
Jón var einnig einstakur gæfu-
maður í einkalífi sínu. Þegar horft
er til baka verða þau hjón, Jón og
Lauga, miðdepill minninganna.
Hjónaband þeirra og sú virðing
sem þau sýndu hvort öðru var
okkur sem stóðum þeim nærri
dýrmæt fyrirmynd. Þau voru afar
samrýnd og síðari ár var golfið
þeirra helsta áhugamál. Þau áttu
sér sælureit í Grímsnesi þar sem
þau undu sér afskaplega vel og
þangað var ávallt gott að koma í
heimsókn. Þar nutum við góðra
veitinga og Jón og Lauga brugðu
á leik með börnum og barnabörn-
um. Þessar stundir verða okkur
öllum ógleymanlegar.
Því er ekki að neita að afstaða
tengdaföður míns til hlutverka
kynjanna var að mörgu leyti af
gamla skólanum en hann fór vel
með það viðhorf. Hann var róm-
antískur herramaður og ég fékk
að njóta þess, en hann færði mér
gjarnan eitthvað þegar hann kom
í heimsókn, fallegan blómvönd,
jólarós í desember og eðal-
páskaegg á páskum. Ég er honum
mjög þakklát fyrir þá fyrirmynd
sem hann var syni sínum á þessu
sviði.
Heimili Jóns og Laugu var
menningarheimili og við sem
yngri erum lærðum margt af þeim
sem snýr að góðum heimilisbrag.
Marga skemmtilega fjölskyldusiði
sem voru í heiðri hafðir hjá
tengdafjölskyldu minni höfum við
tekið upp og gert að okkar og
munu þeir án efa lifa áfram hjá
komandi kynslóðum.
Síðustu tvö árin voru tengda-
föður mínum erfið. Andlát Laugu
eftir erfið veikindi og þá miklu
sorg og söknuð sem hann upplifði
var erfitt að horfa upp á. Að auki
fór heilsunni að hraka verulega.
Hann reyndi að bera sig vel og lifa
lífinu eins virðulega og hann hafði
alltaf gert. Halda í góða fjöl-
skyldusiði, bjóða stórfjölskyld-
unni í leikhús, halda upp á afmæli,
kaupa jólagjafir handa öllum og
fleira.
En nú er komið að leiðarlokum.
Sú hugsun að þau hjón séu sam-
einuð á ný á fallegum stað og laus
við þjáningar er þeim sem eftir
lifa huggun. Góðar minningar og
sú arfleifð sem þau skilja eftir sig
er fjölskyldunni dýrmætt vega-
nesti til framtíðar.
Guð blessi minningu Jóns
Gunnars Tómassonar.
Áslaug Briem.
Svo hleypur æskan unga
óvissa dauðans leið
sem aldur og ellin þunga,
allt rennur sama skeið.
Innsigli engir fengu
upp á lífsstunda bið,
en þann kost undir gengu
allir að skilja við.
(Hallgrímur Pétursson)
Með þessu fallega erindi langar
mig að kveðja afa minn.
Afi Nóni var virðulegur maður
sem ég er þakklát fyrir að hafa átt
fyrir afa. Hann var hugulsamur á
margan hátt og fylgdist með mér
bæði í námi og leik. Við höfðum
sameiginlegt áhugamál sem er
golfíþróttin og þar hef ég átt
margar góðar samverustundir
með honum og ömmu Laugu og
taldi afi sig eiga mýktina í golf-
sveiflunni minni. Margar minn-
ingar eru tengdar ömmu og afa
því það var svo ótal margt sem við
gerðum saman, golf, sumarbú-
staðurinn Sporður, leikhúsferðir,
sundferðir og veisluhöld. Þau
voru ótrúlega dugleg og atorku-
söm meðan heilsan leyfði og voru
frábær amma og afi.
Kærleikurinn sem ríkti á milli
ömmu og afa var mikill og ég
sannfærð um að þau séu saman
núna.
Matthildur María.
Elsku afi minn.
Takk fyrir allar góðu stundirn-
ar og minningarnar, sem við átt-
um saman. Ég hugsa til þín með
mikilli hlýju og söknuði en ég veit
að þú ert núna kominn á góðan
stað með ömmu Laugu. Þú varst
afskaplega góður afi og kenndir
mér margt. Þegar ég var lítil
kenndir þú mér að það ætti aldrei
að svindla í spilum því það væri
óheiðarlegt. Eftir að ég varð eldri
áttaði ég mig fljótlega á því að
þessi vísiregla þín ætti við um allt
í lífinu. Heiðarleiki og hreinskilni
eru þau gildi sem þú hélst hvað
mest upp á og á fermingardaginn
minn óskaðir þú mér þess að
framtíð mín yrði vönduð þeim eig-
inleikum. Hvað þessa eiginleika
varðar mun ég taka þig til fyrir-
myndar.
Minningarnar með þér og
ömmu á Sporði eru mér afar dýr-
mætar og mun ég ætíð minnast
þeirra af mikilli væntumþykju. Ég
er svo þakklát fyrir að hafa fengið
öll þessi ár með ykkur og gert alla
þá hluti sem við gerðum saman.
Spilin, skíði, golf, ömmubakstur,
steinatínslan og garðverkin á
Sporði, en þau hélt ég mikið upp á
þegar ég fékk að sulla í vatninu,
sem þú notaðir til að vökva trén,
og ýta hjólbörunum með þér niður
stíginn að skurðinum.
Ég kveð þig, elsku afi minn,
með lítilli vísu sem þú skrifaðir
mér þegar ég var lítil, en þá gafstu
mér hringlaga nagdót, sem átti að
lina þjáningar lítils barns, sem var
að taka tennur.
Hér færðu eitthvað til að naga
þú, sem ert fyrst til að kalla mig afa.
Þín,
Sigurlaug Helga.
Elsku afi okkar.
Það er erfitt að kveðja þig og
við söknum þín sárt. Við erum þó
gífurlega þakklát fyrir öll árin
sem við áttum með þér og allar
þær góðu minningar sem við
sköpuðum saman. Okkur þótti af-
skaplega vænt um snúðana sem
þú komst með af minnsta tilefni
og allar ómetanlegu stundirnar
sem við áttum á Sporði, bæði fal-
legu sumardagana þegar við spil-
uðum kubb eða gerðum bústaðinn
fínan og köldu vetrarkvöldin þeg-
ar við spiluðum púkk og bökuðum
piparkökur.
Það var gott að leita til þín með
allskyns vandamál milli himins og
jarðar, sama hvort það var í nám-
inu eða einhverju öðru þá gátum
við alltaf treyst á að þú værir
tilbúinn að hlusta og gera þitt
besta til að hjálpa.
Takk fyrir allar góðu stundirn-
ar okkar saman, öll góðu ráðin og
skemmtilegu sögurnar. Við elsk-
um þig, elsku afi, og kveðjum þig
með söknuði. Góðu stundanna
munum við ávallt minnast með
gleði í hjarta og miklu þakklæti.
Við vitum að amma tekur vel á
móti þér og saman munuð þið
vaka yfir okkur.
Stundin líður, tíminn tekur,
toll af öllu hér,
sviplegt brotthvarf söknuð vekur
sorg í hjarta mér.
Þó veitir yl í veröld kaldri
vermir ætíð mig,
að hafa þó á unga aldri
eignast vin sem þig.
Þú varst ljós á villuvegi,
viti á minni leið,
þú varst skin á dökkum degi,
dagleið þín var greið.
Þú barst tryggð í traustri hendi,
tárin straukst af kinn.
Þér ég mínar þakkir sendi,
þú varst afi minn.
(Hákon Aðalsteinsson)
Þín Jóhann Gunnar, Tómas
Ingi og Eva María.
Það er sárt að kveðja elsku afa
og á sama tíma að vera enn að
syrgja fráfall ömmu Laugu. Afi
var frábær maður og það var ekki
erfitt að fá hann til að brosa. Síð-
ast þegar ég heimsótti hann áttum
við spjall um lífið og tölvutækni
þar sem ég var komin á spítalann
til þess að aðstoða hann við að
læra á spjaldtölvu, sem gekk
nokkuð vel. Þarna grunaði mig
ekki að þetta yrði í síðasta skipti
sem ég kæmi til hans til að ræða
málin og hjálpa honum með tölv-
una. En lífið tekur oft krappar
beygjur og gefur okkur lítinn
tíma. Ég vildi óska að afi hefði
getað verið lengur hjá okkur en á
sama tíma voru það forréttindi að
hafa hann hjá okkur öll þessi ár.
Afi og amma voru alveg einstök
hjón og hjá þeim skein í gegn
gagnkvæm ást. Þau hugsuðu af-
skaplega vel um barnabörn sín og
til eru ófáar minningar af sum-
arbústaðarferðum, bílferðum,
matarboðum, sögum og spilaleikj-
um. Það verður skrítið að koma
ekki lengur í heimsókn á Þorra-
götu en minningin mun lifa að ei-
lífu. Ég þakka fyrir allan tímann
sem ég átti með honum afa en
núna er hann kominn til hennar
ömmu Laugu og loksins geta þau
hvílt sig saman í friði frá veikind-
um.
Ég mun sakna þeirra og minn-
ast með þakklæti í hug og hjarta.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guði þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem)
Sara Hildur Tómasdóttir.
Þær skröfuðu oft um það,
Gaukstaðasysturnar hér fyrir
norðan, að seint ætlaði Lauga litla
systir að finna sér mann og það
komin vel á þrítugsaldur. Það var
alltaf tilhlökkun í sveitinni þegar
von var á Laugu frænku í heim-
sókn. Hún var töluvert yngri en
þær þrjár og alltaf svo kát og til í
að leika við okkur bræður. En svo
birtist hún einn sumardaginn með
hann Jón Gunnar upp á arminn.
Okkur bræðrum fannst þetta al-
veg óþarfi af Laugu, nú myndi
hún hætta að taka þátt í leikjum
með okkur. En Jón reyndist alveg
liðtækur í fótbolta og ekki síðri
leikfélagi en Lauga. Hann var jú
karlmaður og kunni ýmislegt sem
hún kunni ekki og kenndi okkur
bræðrum, sumt sjálfsagt ekki í
samræmi við bestu sveitasiði. Jón
var dálítið hlédrægur í fyrstu,
enda að vonum kvíðvænlegt að
koma fyrir dóm þriggja eldri
systra konuefnisins og vera þar
veginn og metinn. En hlédrægnin
breyttist fljótt og dómurinn sem
systurnar felldu var mildur enda
heillaði hann þær allar. „Ó, hann
er svo sætur, hann Jón,“ heyrðist
jafnvel andvarpað. Já, gott ef var
ekki svolítill söknuður eða tregi í
rómnum. Samfylgd Jóns og
Laugu varði rúmlega hálfa öld og
þau fylgdust að fram til lokadags.
Heimili Jóns og Laugu var oft
áningarstaður þegar leið einhvers
í fjölskyldunni lá til Reykjavíkur.
Þau hjón áttu líka heima í Bolung-
arvík í nokkur ár og þangað var
gott að koma. Það var ætíð glað-
værð og hlýja í öllum móttökum
og viðmóti þeirra.
Jón var hlýr og hæglátur í
framgöngu, áhugasamur um hagi
annarra, en lét lítið uppi um eigin
hag og tilfinningar. En glaðværð-
in var ekki langt undan gagnvart
þeim sem honum stóðu nærri.
Honum var trúað fyrir mörgum
ábyrgðarstörfum um ævina, sem
hann rækti af einurð og festu.
Aldrei varð þess vart að hann
gumaði af verkum sínum né að
hann ræddi þau við óviðkomandi.
Hann var gamaldags embættis-
maður með þær eigindir sem öll-
um er sómi að.
Hin síðari ár urðu samfundir
helst á ættarmótum og kveðju-
stundum ástvina og fjölskyldu,
vissulega rætt um að hittast oftar,
líka spjallað um það í síma, en það
komst ekki nógu oft í verk. Nú er
komið að kveðjustund síðasta
tengdasonar Helgu og Jóhannes-
ar á Gauksstöðum. Iða tímans
hrífur okkur öll með að lokum,
slíkt er eðli lífsins.
Jón Gunnar
Tómasson